Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 34
• Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,- svona 10 manns í huga þegar ég geri „sketsa“ sem ég vil að fíli þá. Ef þeir eru ánægðir, þá er ég ánægður,“ segir hann og vill ekki gefa upp hverjir þessir 10 eru. „Þetta er ógeðslega mik- ið bara að okkur finnist þetta gaman og fyndið og svo svona að félögunum finnist þetta gaman og fyndið og svo eru nokkrir aðrir sem mann langar að fíli dótið manns. Til dæmis aðrir grín- istar.“ Metnaðarfullir þættir Tónlistarmyndböndin í þættinum hafa slegið hvað mest í gegn og hefur verið halað niður á Youtube í þúsundavís. Vinsældir þeirra hafa komið Steinda á óvart. „Það er mjög erfitt að gera gríntónlist án þess að hún verði ótrúlega léleg. Margir hafa brennt sig á því. Ég er eng- inn tónlistarmaður. Ég kann aðeins á gítar en þekki ekki eina tóntegund. Ég get ekki sungið eina setningu án þess að vera falskur. Þannig að það var mjög erfitt að gera þessi lög því við vildum hafa þau svo flott. Ég tek upp setningu fyrir setningu, stundum orð fyrir orð. Við erum með geðveikan metnað,“ segir Steindi og bætir við að þeir hafi lagt mikið í þættina. „Við vorum hálft ár að taka þá upp, fyrir utan að skrifa þá. Þetta eru náttúrlega ódýrustu þættir sem gerðir hafa verið. Við erum bara tveir, ég og Bent, sem erum að skrifa, klippa, leika, framleiða og bara allt. Hringjum í fólk og sækjum hluti sem þarf að sækja. Það var ekki hægt að borga neinum neitt,“ segir hann. Athygli hefur vakið að fjöldi frægra einstak- linga leikur í þættinum. „Maður þarf að vera mjög sjarmerandi í símanum til að fá fólk til að koma frítt.“ Hann segir þó að mörgum hafi brugðið þegar þeir mættu í tökur. „Við vorum búnir að hringja í fólk og segja að við værum að gera ódýran þátt fyrir stöð 2 en svo þegar það kom þá var það oft mjög hissa. Bjóst kannski við 20 manna tökuliði en þegar það mætti á staðinn stóðum við bara þarna með eina kam- eru, einn hljóðmann og ég einn að leika. Fólki var oft brugðið,“ segir hann og hlær. „Það vildu eiginlega allir koma að leika, ekkert mál. Það er miklu meira mál að fá vini mína til að leika í þættinum. Þeir nenna því ekki, eru líklega komnir með nóg af því,“ segir hann og segir að þeir reyni að hafa þáttinn sem persónulegastan. Þess vegna reyni hann að fá vini og fjölskyldu til að leika. „Ég held líka að þegar fólk horfir á þáttinn sjái það hversu per- sónulegur hann er og hvað við leggjum mikið á okkur. Við höfum alltaf komið fram eins og við erum og ég held að það skíni í gegn. Við höfum gaman af þessu og viljum vera að gera þetta.“ nákvæMlega saMi gaurinn Steindi segir að þrátt fyrir miklar vinsældir hafi frægðin ekki stigið honum til höfuðs. Hann sé enn sami gamli Steindi. „Ég hef ekk- ert breyst. Ég er nákvæmlega sami gaurinn. Mér finnst ógeðslega óþægilegt þegar fólk þekkir mig niðri í bæ því ég er ekki vanur því. Þetta er mjög skrýtið því ég er ekkert merki- legur gaur.“ Hann segist þó ekki vera farinn að passa sig hvernig hann hagi sér þó fólk þekki hann úti á götu. „Ég fæ mér bjór og læt illa, tala hátt, er bara ég. Nei, ég passa mig ekkert, aldrei. Þá er þetta orðið ógeðslega leiðinlegt ef maður fer að spá of mikið í eitthvað svona. Ég held að það sé alveg ömurlegt,“ segir hann og greinilegt er að hann er enn samur við sig. „Ég er til dæmis enn í dag að gera símaat. Það er bara svo gaman. Málið er að ef maður er að fá sér bjór með vinunum og einhver fær þá hugmynd að hringja í Gísla Martein þá bara gerum við það. Vinahópurinn minn er líka frekar klikkaður,“ segir hann og hlær. Steindi segist ekki vera orðinn ríkur á frægðinni, langt í frá. „Ég er alltaf bensínlaus. Ég tek alltaf áhættuna, ég er svo fátækur. Ef ég myndi fylla tankinn þá gæti ég ekki étið næstu daga þannig að ég er alltaf bensínlaus. Ef þú keyrir upp í Mosó og sérð svona silfurlita Hy- undai-druslu úti í kanti með „hazard“-ljósin á, þá er það ég,“ segir hann og tekur fram að það sé mjög algeng sjón. verður að vera grín Hann er þó rólegur og vill sem minnst gera úr þeirri athygli sem hann fær: „Maður finnur mest fyrir þessu þegar fólk er að fá sér í glas. Þá hafa allir geðveikar hugmyndir en mað- ur heyrir þær yfirleitt ekki fyrir hávaða inni á stöðunum. Það kom mér á óvart hversu vin- sælt þetta er. Það er gaman að fólk sé ánægt með þetta. Þetta er fólk á öllum aldri, alveg niður í pínulitla krakka. Þetta er nú alls ekki fyrir þá en einhvern veginn komast þeir í þetta og skilja örugglega ekkert grínið en syngja með.“ Hann lítur þó ekki á sig sem fyrirmynd. „Ég hef aldrei gefið mig út sem einhverja fyr- irmynd. Við erum bara að gera grín fyrir fólk á okkar aldri og upp úr. Þetta er auðvitað fyr- ir alla en það er misjafnt hvernig húmor fólk er með. Ég á mjög góðan vin sem er sextug- ur, pabbi félaga míns. Hann hlær að þessu og kemur með góðar hugmyndir. Það er ekkert þannig að þegar þú ert orðinn gamall sértu bara orðinn leiðinlegur og fílir leiðinlegt grín. Þetta er bara fyrir alla,“ segir hann og hlær. „Bara að fá nokkra til að brosa og sérstak- lega á þessum tímum er æðislegt. Það þarf alltaf grín, það er mjög mikilvægt hlutverk að sinna. Það verður að vera grín,“ segir Steindi einlægt og brosir breytt. viktoria@dv.is Ég var til dæmis hlaupandi um í apabúningi með kameru heima hjá mér þegar ég var eigin- lega orðinn of gamall til að gera það. Á sínar alvarlegu hliðar „Ég er alveg alvarlegur líka. Bara kannski ekki lengi í einu.“ Mynd hörður sveinsson 34 föstudagur 18. júní 2010 viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.