Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 8
8 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Brenndur Borgarstjóri n Jón Gnarr borgarstjóri er sennilega í hópi þeirra Íslendinga sem hafa náð lengst, þrátt fyrir að hafa hrökklast úr námi mjög ung- ur. Jón hefur lýst því að hann hafi hætt í grunnskóla til að slæpast á Hlemmi og farið svo í hér um bil flesta framhalds- skóla landsins, án nokkurs árang- urs. Borgarstjórinn vill greinilega að ungir strákar feti ekki í fótspor hans því í málefnasamningi nýs meiri- hluta í borginni er ákvæði sem virðist byggja á reynslu hans: „Aðgerðir til að vinna gegn áhugaleysi stráka í skól- um verði forgangsmál.“ stjórnmálin gleypa Besta flokkinn n Málefnasamningur Jóns Gnarr og Dags B. Eggertssonar ber keim af tungutaki stjórnmálanna sem Besti flokkurinn gerði svo mikið grín að í kosningabar- áttunni. Þannig eru fjölmörg orð í málefna- samningnum sem stjórnmála- menn nota eink- um. Þannig á að „auka vægi“ og setja fram „heildstæða áætlun“ auk þess sem endurskoða á stjórnsýsluna. Einnig ætlar meiri- hlutinn að „endurskoða siðareglur“, hafa samráð um ýmis mál, „efla“ og „skerpa á“ ýmsum öðrum áherslum. Flokkarnir ætla einnig að „liðka fyrir samstarfi“, „leitast við“ og „stuðla að.“ evrópa klýfur framsókn n Framsóknarflokkurinn er klofinn í tvennt út af Evrópumálum og engin sátt í sjónmáli þar á bæ. Innan flokks- ins takast á frjálslyndari armur hans með þingmenn á borð við Guðmund Steingrímsson, Birki Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttur í broddi fylking- ar og íhaldssami armurinn, sem vill ekki sjá Ísland í Evrópusamband- inu, en í honum eru á meðal annarra þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveins- son og Vigdís Hauksdóttir. Ofan á harðnandi deilur bætist afhroð flokksins í langstærsta sveitarfélagi landsins, þar sem einungis 2,7 pró- sent Reykvíkinga kusu hann. dorrit með kóngafólki n Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff verða að sjálfsögðu á meðal gesta á sérstök- um tónleikum á föstudag í tilefni af brúðkaupi innan sænsku konungs- fjölskyldunnar, þegar Viktoría krónprinsessa festir ráð sitt. For- setahjónin verða í rosalegum félags- skap, því á tón- leikunum verður kóngafólk alls staðar að úr Evrópu auk annarra þjóðhöfðingja. sandkorn Latabæjarfyrirtækið hefur óskað eft- ir því að barmmerki merkt því verði tekin úr sölu hérlendis og var það gert eftir að eins og hálfs árs gömul stúlka gleypti nælu úr slíku merki. Í síðustu viku var unga stúlkan að leika sér með barmmerki frá Latabæ og náði að leysa það í sundur. Í kjöl- farið gleypti hún sjálfa næluna úr barmmerkinu en sem betur fer rann nælan þannig ofan í hana að oddar hennar sneru upp. Þannig rann næl- an niður kok stúlkunnar en foreldrar hennar fóru samstundis með hana á slysavakt Landspítalans. Þar fór hún í myndatöku sem sýndi v-laga næluna innvortis í stúlkunni en þar sem hún sneri með þessum hætti var ákveð- ið að láta líkamann skila henni út á náttúrulegan hátt. Krafa um öryggi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, undrast hvers vegna svo óöruggt leikfang sé selt á markaði. „Það hlýtur að vera krafa neytenda að vörur, hvort sem það eru barmmerki eða annað, séu ör- uggar. Ef lítið barn getur losað þetta í sundur þá er varan ekki örugg og uppfyllir ekki lágmarksskilyrði. Að sjálfsögðu eiga þeir sem flytja vöruna inn að sjá til þess að hún sé í lagi.“ Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu, tekur í sama streng og segir útlit fyrir að hér sé um óöruggt leikfang að ræða. Aðspurður á hann von á því að stofnunin grennslist fyr- ir um Latabæjarnælurnar. „Auðvitað geta slys orðið en það eru í gildi lög um öryggi vöru. Þau segja að fram- leiðendur, innflytjendur og dreifing- araðilar megi einungis markaðssetja vörur sem ekki eru hættulegar fólki. Það er algjör grunnkrafa en í þessu tilviki skilst mér að framleiðandinn hafi fengið leyfi til að framleiða undir merki Latabæjar. Leikfangalöggjöf á að koma í veg fyrir alvarlegar hættur og að lítil börn geti leyst þetta í sund- ur. Ef vara reynist sannanlega hættu- leg á að taka hana af markaði. Lýs- ingin á atvikinu gefur okkur tilefni til að spyrjast fyrir um þessa vöru,“ segir Tryggvi. Úr umferð Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri Latabæjar á Íslandi, segist verulega ósáttur við atburðinn og leitaði þeg- ar til erlends framleiðanda nælanna. Hann bendir á að það sé í raun fram- leiðandinn sem beri ábyrgðina en ekki Latibær. Þar að auki segir hann vöruna kirfilega merkta þannig að hún sé ekki ætluð ungum börnum. „Móðirin hafði strax samband við okkur og við erum búin að leysa þetta mjög friðsamlega. Hún benti okkur góðfúslega á þetta og það er gott af því að stundum koma svona mál ekki til okkar. Í raun og veru höfum við ekkert um þetta að segja því við framleiðum þetta ekki held- ur gefum öðrum leyfi til þess,“ segir Einar Karl. „Þetta er því ekki vara frá Lata- bæ eins og allir halda. Það er fram- leiðandinn sem ber ábyrgðina og við erum að sjálfsögðu óánægð með þetta. Ég tilkynnti þetta strax út til framleiðandans með kröfu um að gengið sé úr skugga um að nælurnar séu ekki svona óöruggar og að svona lagað geti ekki komið fyrir aftur. Helst viljum við að þessi vara verði tekin úr umferð því það hefði getað farið miklu verr. Ég er að sjálfsögðu ánægður með að svo var ekki.“ Latabæjarfyrirtækið hefur beðið um að barmmerki á þess vegum verði tekin úr umferð eftir að ung stúlka náði að taka eitt slíkt í sundur og gleypa næluna. Talsmaður Latabæj- ar segir ábyrgðina hjá erlendum framleiðanda en Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu, er ekki endilega sammála því. Hann ætlar að grennslast fyrir um vöruna. Ungbarn gleypti latabæjarnælU TRAuSTi HAFSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is n dýr í góðu skapi Á vormánuðum var barnabókin Dýr í góðu skapi innkölluð af útgefanda, Unga ástin mín ehf., þar sem hún var talin hættuleg ungum börnum. Réttar merkingar um Evrópustaðal og viðvörunarmerki um að bókin sé ekki ætl- uð börnum yngri en þriggja ára vantaði. Bók- in er hljóðbók sem inniheldur smáa rafhlöðu í kápu. Rafhlaðan verður aðgengileg lesendum ef baksíðan rifnar frá kápunni við átak eða slit og því er bókin ekki talin heppileg fyrir börn yngri en þriggja ára. Neytendastofa varaði við bókinni en útgefandi sagði vöruna vottaða og að engin slys hefðu orðið. n Hættulegir seglar Leikföng frá fyrirtækinu Mega Brands voru innkölluð sökum þess að þau innihalda litla segla sem geta losnað. Seglarnir eru hættulegir ungum börnum sem geta gleypt þá eða stungið þeim í nef eða eyru. Neytendastofa varaði við notkun leikfanganna og hvatti foreldra og forráðamenn til að fjarlægja þau þegar í stað þar sem mikil hætta stafaði af þeim. Fyrirtækið innkallaði leikföngin eftir tilmæli frá bandarísku vöruöryggisstofnuninni. innkallanir á leikföngum hérlendis: Helst viljum við að þessi vara sé tekin úr umferð því það hefði getað farið miklu verr. Hættulegar nælur Ung stúlka gleypti nælu frá Latabæ og þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki örugg Jóhannes segir ljóst að barmmerki Latabæjar séu óörugg vara þar sem lítil börn geti tekið þau í sundur og gleypt. Brúðkaups gjafir FU RS TY N JA N Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell Hnífaparatöskur f/12m. 72 hlutir margar gerðir Hitaföt - margar gerðir Líttu á www.tk.is og facebook.com FALLEGUR KRISTALL K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.