Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 18
18 föstudagur 18. júní 2010 úttekt n Stuðningshópur Fischers, RFJ, lýsti fljótlega eftir andlát Bobbys Fischer vilja sínum til að útförin yrði hálfopinber og að jarðneskar leifar skákmeistarans yrðu varðveittar á Þingvöllum. Garðar Sverrisson, einn af meðlimum RFJ-hópsins sem barðist fyrir komu Bobbys Fischer til Íslands, undirbjó útför skákmeistarans sem fram fór snemma morguns þriðjudaginn 22. janúar 2008. Útförin fór fram í kyrrþey og án vitneskju flestra vina Fischers hér á landi. Það var kaþólski presturinn Jakob Rolland sem jarðsöng. Ekki einu sinni sóknarpresturinn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, vissi af útförinni. Staðarvalið réðst af því að tengdaforeldrar Garðars hafa búið á jörðinni og þar hafði Fischer komið nokkrum sinnum og heillast af staðnum. VIÐ LeIÐI fIsCHers Í raun var hann mjög elskulegur maður sem líkaði sviðsljósið illa og vildi frekar ganga um og ferð- ast óáreittur. Sjálf sakna ég Bobbys mjög mikið því við áttum svo góð- ar stundir saman og ég veit að hann naut þeirra mikið.“ Grét við leiðið Að sögn Marylin lauk Jinky nýverið grunnskólanámi á Filippseyjum og stefnir ótrauð á framhaldsnám. Hún segir dóttur sína vera námsmann yfir meðallagi sem hafi gam- an af sundi og skák. „Ég er næstyngst fjögurra syst- kina og faðir minn, sem lést nýverið, var hálf- kínverskur. Ég kláraði nýverið stjórnunar- nám og leita nú að góðri vinnu, vonandi erlendis. Líf okkar er einfalt og þannig vil ég hafa það en sund er ástríða hjá mér,“ segir Marylin. „Jinky er virkilega klár stelpa og henni finnst líka mjög gaman að synda. Þá finnst henni gaman að tefla líkt og föður hennar. Hún elskaði föður sinn mik- ið og saknar hans mikið. Hún talaði stöðugt um að heimsækja Ísland þegar hann lést og það tókst okkur. Þar fórum við að leiði föður hennar og það var henni erfitt og hún grét mikið.“ Vilja til Íslands Marylin segir þær mæðgur hrifnar af Íslandi og hér vilji þær búa í framtíð- inni. Hún vonast til að Jinky fái arf sinn svo það verði mögulegt. „Við átt- um ákaflega minn- isstæðar stundir á Íslandi og þar býr gott fólk sem líkar einföld tilvera. Ís- land er orðið okk- ar annað heim- ili og þar hefðum við viljað búa með Bobby fyrir lífs- tíð. En örlögin voru okkur ekki hliðholl. Eftir fráfall hans hef- ur Jinky óskað eftir því að flytja til Íslands og þar vill hún búa í húsi nálægt gröf föður síns. Ef hún fær arf sinn gæti það orð- ið mögulegt,“ segir Marylin. „Ef Jinky hlýtur féð úr dánarbúinu, eða hluta þess, þá munu fjármun- irnir nýtast okkur vel og verða nýtt- ir til góðra hluta. Í fyrstu vonast ég til að koma á fót minningarmóti í nafni Bobbys og síðan fjárfesta í fasteign á Íslandi til að geta verið nálægt hon- um. Að endingu yrði framhaldsnám Jinky öruggt með þessum hætti.“ Á móti hjónabandi Marylin er bjartsýn á málarekst- ur þeirra mæðgnanna, annars veg- ar í barnsfaðernismálinu og hins vegar í erfðamáli dánarbúsins. Já, við erum bjartsýnar því við höfum sterkar sannanir. Ef dómstólar sam- þykkja að sækja lífsýni í gröfina efast ég ekki um að hið sanna komi í ljós. Við hefðum ekki lagt í sýnatöku á líf- sýnum úr okkur ef við værum ekki svo vissar um málstað okkar. Við viljum bera sýnin saman til að full- nægja réttlætinu, það er eina leiðin til að ná fram sannleikanum,“ segir Marylin. „Bobby átti enga eiginkonu og það gerði hann mér alveg ljóst, svo ljóst að ég hafði enga ástæðu til að efast. Hann var einfaldlega ekki týp- an fyrir hjónaband og því talaði ég aldrei um slíkt við hann. Bobby trúði frekar á sannan félagsskap milli ást- fanginna og hafði sjálfur slæma reynslu af hjónaböndum foreldra sinna og systur. Vonandi lýkur erfða- málinu fljótlega með réttlátum hætti svo að Bobby fái þann frið sem hann á skilið.“ Hart barist Japaninn Miyoko Watai berst um hundraða milljóna króna arf skákmeistarans við Jinky og systkina- börn Fischers frá Bandaríkjunum. „JInky er ekkI dóttIr fIsCHers“ Lögmaður meintrar ekkju bíður enn eftir haldbærum gögnum um faðerni Jinky Young: „Ég er kominn með það sem þarf frá japönskum yfirvöldum, skýring- ar á því hvernig málið er vaxið. Við erum alls ekki búin að gefast upp,“ segir Árni Vilhjálmsson, lögmað- ur meintrar ekkju skáksnillingsins Bobbys Fischer, Japanans Miyoko Watai. Hæstiréttur komst í vetur að þeirri niðurstöðu að Watai, jap- önsk ekkja Fischers, hefði ekki náð að sanna lögmætan hjúskap þeirra og því var dánarbú skákmeistar- ans tekið til opinna skipta. Allar líkur eru á því að málinu verði aft- ur skotið til dómstóla og það komi í þeirra hlut að skera endanlega úr því hvort Fischer hafi verið löglega kvæntur og hvort hann sé raun- verulegur faðir Jinky. Árni segir ekkert haldbært hafa verið lagt fram sem sýni að stúlkan sé dóttir Fischers. Aðspurður seg- ist Árni hafa tilfinningu fyrir því að filippseyskur starfsbróðir hans hafi fátt bitastætt í höndunum. „Okk- ar afstaða er ósköp skýr, við telj- um stúlkuna ekki vera erfingja þar sem hún sé ekki dóttir Fischers. Ef lögfræðingurinn getur sýnt fram á faðernið virðum við það auðvit- að en hann verður að fara að tala með óyggjandi gögnum. Ef hægt verður að sýna fram á þetta verður umbjóðandi minn fyrstur til að við- urkenna það. Það er ekkert leynd- armál að Fischer þekkti þetta fólk og það var vinir hans. Hann hefur hjálpað þeim í gegnum tíðina en stúlkan er ekki dóttir hans,“ segir Árni. „Ég hef aldrei séð neina viður- kenningu á því að Fischer hafi átt barnið. Hann vissi alveg af barninu en hann átti það ekki. Ef það koma fram gögn sem sanna annað, þá er það svo. Slík gögn hafa ekki komið fram og annað eru bara sögusagn- ir.“ trausti@dv.is Barist um arfinn Hin meinta japanska ekkja Fiscers, Miyoko Watai, berst um hundraða milljóna arf skákmeistarans. Meredith Daryll G. Young, bróð- ir Marylin Young, meintrar barns- móður Bobbys Fischer, segir að skák- meistarinn hafi elskað systur sína og það sé deginum ljósara að hún hafi alið honum barn. „Bobby kom til Filippseyja rétt eftir fæðingu Jinky og var með þeim mæðgum. Ég hitti hann fyrst þegar systir mín var kom- in sjö mánuði á leið með barn hans,“ segir Daryll. Að eigin sögn hitti Daryll meintan barnsföður systur sinnar, skákmeist- arann Fischer, fyrst í mars árið 2001 en þá voru tveir mánuðir í fæðingu Jinky. Hann segir Fischer og Marylin hafa leigt saman íbúð í Baguio-borg, þar sem Jinky kom í heiminn. „Fyrst þegar við hittumst bjuggu þau á Imp- erial Palace Suite hótelinu en síðar leigðu þau saman íbúð. Mér fannst alltaf gaman að ræða við Bobby því að hann var mjög fróður og ótrú- lega mikið inni í stjórnmálum Filipp- seyja. Ég var stundum hissa á því. All- an þann tíma sem ég var með þeim sá ég greinilega hversu mikið Bobby þótti vænt um systur mína og barn- ið,“ segir Daryll. trausti@dv.is BRóðiR MEintRaR BaRnSMóðuR SEGiR BoBBY FiscHer HaFa ElSKað SyStuR HanS: LeIgÐu íbúÐ saman Bobby og Marylin Daryll segir engan vafa leika á því að skákmeist- arinn hafi elskað systur hans. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.