Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 36
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Pétur fædd- ist á Hellis- sandi en ólst upp á Hvols- velli. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1980, lauk BA-prófi í almennum bókmennt- um og dönsku frá Háskóla Íslands 1986, og MA-prófi í blaðamennsku og MA-prófi í samanburðarbók- menntum frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1989. Pétur var fréttamaður á frétta- stofu Sjónvarpsins á árunum 1992- 2007 er hann varð upplýsingafull- trúi Vegagerðarinnar. Þá var hann innheimtustjóri Ríkisútvarpsins á árunum 1998-2000. Pétur var forseti starfsmanna- samtaka ríkisútvarpanna á Norð- urlöndum 2001-2003. Hann sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands 1998-2002, var formaður Félags fréttamanna 1994-97, sat í stúd- entaráði Háskóla Íslands 1982-84 og var fulltrúi stúdentaráðs í stjórn LÍN veturinn 1983-84. Fjölskylda Sambýliskona Péturs er Sigurbjörg Katla Lárusdóttir, f. 13.2. 1975, verslunarstjóri. Foreldrar hennar eru Lárus G. Lárusson og Sigríður Þyri Friðgeirsdóttir. Með fyrrv. eiginkonu sinni, Elísabetu Arnardóttur, f. 30.1.1961, á Pétur þrjú börn: Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttur, f. 27.9. 1984; Matthí- as Pétursson, f. 14.6. 1991; Hjalta Elías Pétursson, f. 12.2. 1995. Systkini Péturs eru Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði, bú- settur í Reykjavík; Sigríður Matthí- asdóttir, bókasafnsfræðingur, búsett á Selfossi; Hörður Matthí- asson, verkfræðingur í Melbourne í Ástralíu. Foreldrar Péturs eru Matthí- as Pétursson, f. 22.8. 1926, fyrrv. kaupfélagsstjóri og skrifstofustjóri, og Kristín Hulda Þórarinsdótt- ir 3.11.1926, húsmóðir. Þau eru búsett í Garðabæ en þau bjuggu lengst af á Hvolsvelli. Ætt Foreldrar Matthíasar voru Pét- ur Friðriksson, f. 1897, d. 1989, bóndi í Reykjarfirði í Árneshreppi á Ströndum, og Sigríður Elína Jóns- dóttir, f. 1893, d. 1984, húsfreyja. Kristín Hulda er dóttir Þórar- ins Jóhannssonar, bónda á Ríp í Hegranesi, Skagafirði, og Ólafar Guðmundsdóttur. 50 ára á föstudag 60 ára á laugardag Sigrún Guðjónsdóttir starfsmaður hjá rio tinto alcan Sigrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var gagnfræðingur úr Hagaskóla og var í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli í Dölum 1967-68. Sigrún vann á Reykjaskóla í Hrúta- firði 1968-69, við útkeyrslu Vikunn- ar og Úrvals 1974-81, starfaði á af- greiðslu og við pökkun í prentsmiðju DV á árunum 1974-2003, var ræst- ingastjóri hjá ISS við Sunnuhlíð í Kópavogi 2003-2006 og hefur starfað hjá Rio Tinto Alcan frá 2006. Sigrún hefur starfað í Lions- klúbbnum Engey frá stofnun. Fjölskylda Sigrún giftist 5.12. 1970 Grími Að- albirni Grímssyni, f. 27.7. 1951, d. 31.5. 1998, leigubílstjóra. Foreldr- ar Gríms: Grímur Grímsson, sem er látinn, bóndi á Svarfhóli í Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu, og Svava Þórólfsdóttir húsfreyja. Börn Sigrúnar og Gríms eru: Add- björg Erna Grímsdóttir, f. 24.6. 1969, starfsmaður hjá Íslandsbanka, en eiginmaður hennar er Hermann Þór Erlingsson, f. 21.6. 1969, verk- stjóri hjá Mjólkursamsölunni, og eru börn hennar Birkir Freyr Bjarkars- son, f. 10.12. 1987, Andri Már Her- mannsson, f. 2.3. 1993, og Elísa Sif Hermannsdóttir, f. 3.7. 1996; Ró- bert Grímur Grímsson, f. 3.12. 1972, húsamálari í Reykjavík, en kona hans er Ása Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 31.5. 1977, hjúkrunarfræðingur, og eru börn þeirra Grímur Þór Róberts- son, f. 18.11. 2000 og Grettir Þór Ró- bertsson, f. 6.6. 2005; Elín Sólveig, f. 20.2. 1981, starfsmaður hjá Rio Tinto Alcan í mötuneyti en eiginmaður hennar er Ólafur Ottó Sveinbjörns- son, f. 1.5. 1977, vélsmiður og er dóttir þeirra Sigrún Fríða Guðjohn- sen, f. 29.5. 2008. Systkini Sigrúnar eru: Birgir Guð- jónsson, f. 15.6. 1937, d. 3.1. 1992, brunavörður í Kópavogi, var kvænt- ur Guðrúnu Ástu Þórarinsdóttur en synir þeirra eru Guðbjörn og Guð- jón; Hafsteinn Guðjónsson, f. 14.12. 1943, leigubílstjóri í Reykjavík en kona hans er Soj Guðjónsson og er dóttir Hafsteins Helga Prami; Reyn- ir Guðjónsson, f. 21.6. 1948, mat- reiðslumeistari og leigubifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Hafdísi Ólafs- dóttur en dætur þeirra eru María Sjöfn og Katrín Rut; Helga María Guðjónsdóttir, f. 7.5. 1953, banka- starfsmaður hjá Íslandsbanka, gift Pétri B. Snæland og eru börn þeirra Berglind og Guðjón Bjarni. Foreldrar Sigrúnar voru Guðjón Bjarnason, f. 10.10. 1904, d. 12.4. 1978, brunavörður í Reykjavík, og k.h., Addbjörg Sigurðardóttir, f. 14.1. 1918, d. 6.1. 2000, fiskvinnslukona hjá BÚR. Ætt Föðursystkini Sigrúnar: Jóna, Filipp- us, Ágústa, móðir knattspyrnumann- anna Harðar, Bjarna og Gunnars Fel- ixsona. Guðjón var sonur Bjarna, b. á Sandhólaferju, síðar á Hellum í Flóa Filippussonar, b. á Sandhóla- ferju Jónssonar, b. á Sandhólaferju Gunnarssonar, hreppstjóra á Sand- hólaferju Filippussonar, pr. í Kálf- holti Gunnarssonar. Móðir Bjarna á Hellum var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Sandhólaferju Gunnarssonar, bróð- ur Jóns. Móðir Guðjóns brunavarðar var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Ásmúla í Holtum Sigurðssonar, b. í Kálfholts- hjáleigu í Holtum Ólafssonar. Móðir Sigurðar var Sesselja Aradóttir, b. á Eystri-Loftsstöðum Bergssonar, b. í Brattsholti Sturlaugssonar, ættföður Bergsættar. Móðir Sigurðar Sigurðs- sonar var Sigríður Brynjólfsdóttir, pr. í Kálfholti Guðmundssonar. Móð- ir Sigríðar Sigurðardóttir var Guð- ný Guðmundsdóttir, b. í Efstadal, bróður Jóns, ritstjóra Þjóðólfs. Guð- mundur var sonur Guðmundar, pr. í Reykjadal Guðmundssonar. Móðursystkini Sigrúnar: Helgi Maris: Jón, verkstjóri Stálsmiðj- unnar: Eðvarð, alþm. og formaður Dagsbrúnar: Guðríður og Sigríður. Addbjörg var dóttir Sigurðar, verka- manns í Litlubrekku á Grímsstaða- holti í Reykjavík sem var lengi síðasti torfbærinn í Reykjavík, rifinn 1981, Eyjólfssonar, b. í Nýjabæ í Landbroti Bjarnasonar, b. í Nýjabæ Eyjólfsson- ar, b. á Prestbakka Bjarnasonar. Móð- ir Bjarna var Vilborg Eiríksdóttir, b. á Fossi Sigurðssonar. Móðir Eyjólfs var Guðrún Jónsdóttir, b. í Hörgsdal Ei- ríkssonar og Steinunnar Oddsdóttur, systur Guðríðar, langömmu Jóhann- esar Kjarvals. Móðir Sigurðar var Guðríður Sigurðardóttir, b. í Nýjabæ Sigurðssonar og Guðríðar Runólfs- dóttur. Móðir Addbjargar var Ingi- björg Jónsdóttir, b. á Sæbóli í Gerða- hreppi. Arnór fæddist í Reykjavík en ólst upp í Austurey í Laugardal í Árnes- þingi. Hann útskrifaðist frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1996 lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 2000 og embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2007. Arnór sat í stjórn Orators og rit- stjórn Úlfljóts, tímarits laganema. Frá árinu 2004 hefur Arnór starfað í landbúnaðarráðuneyti, nú sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Fjölskylda Eiginkona Arnórs er Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 15.8. 1983, í MA-námi í íslenskri málfræði við HÍ. Dóttir Arnórs er Ingunn Lilja Arnórsdóttir, f. 8.10. 2007. Bræður Arnórs eru Jón Snæ- björnsson, f. 1977, verkfræðingur í Reykjavík; Þorkell Snæbjörnsson, f. 1982, læknir á Selfossi; Magn- ús Bjarki Snæbjörnsson, f. 1992, menntaskólanemi; Guðmundur Snæbjörnsson, f. 1993, mennta- skólananemi. Foreldrar Arnórs eru Helga Jóns- dóttir, f. 8.1. 1959, BA í bókasafns- og upplýsingafræði og húsfreyja í Austurey, og Snæbjörn Smári Þor- kelsson, f. 23.4. 1956, bóndi í Aust- urey. Ætt Snæbjörn er sonur Þorkels Kjart- anssonar, b. í Austurey, og k.h. Ingiríðar Ottesen Snæbjörnsdóttur, frá Gjábakka í Þingvallasveit. Helga er dóttir Jóns Forna Sig- urðssonar, b. á Fornhólum í Ljósa- vatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu, og k.h. Ingunnar Arnórsdóttur, frá Litlu-Laugum í Þingeyjarsýslu, sem bæði eru látin. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í sjáVarútVegs- og landbúnaðarráðuneyti Bjarki Þór Haraldsson flugumferðarstjóri í reykjaVík Bjarki fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Búðar- hóli í Austur-Landeyjum. Hann var í barnaskól- anum Gunnarshólma og í Hvolsskóla, stund- aði nám við Menntaskól- ann á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi 2000, lauk prófi grunn- skólakennara frá Kennaraháskóla Íslands 2004, stundaði nám í flug- umferðarstjórn hjá Isavia og lauk prófum sem flugumferðarstjóri í maí 2008. Bjarki ólst upp við öll almenn sveitastörf, starfaði hjá Esso á Hvolsvelli á unglingsárunum og sinnti byggingarvinnu á námsár- unum, starfaði hjá tölvufyrirtæki á Írlandi 2004-2005, vann við smíðar hjá stórfyrirtækinu Balta ehf 2005- 2007 og hefur verið flug- umferðarstjóri síðan. Bjarki sat í stjórn Stúd- entaráðs KHÍ. Fjölskylda Unnusta Bjarka er Heath- er Kolker, umboðsmaður fyrir tónlistarmenn. Systkini Bjarka eru Berglind Ósk Haraldsdóttir, f. 21.7. 1976, húsmóðir í Árósum í Dan- mörku; Sigríður Anna Haraldsdótt- ir, f. 2.12. 1987, námsmaður í Reykja- vík; Konráð Helgi Haraldsson, f. 1.11. 1990, vörubílstjóri, búsettur að Búðarhóli. Foreldrar Bjarka eru Harald- ur Konráðsson, f. 18.9. 1955, bóndi á Búðarhóli í Austur-Landeyjum, og Helga Bergsdóttir, f. 14.12. 1958, bóndi og húsfreyja á Búðarhóli. 30 ára á föstudag Gunnar Egill Sigurðsson forstöðumaður rekstrarsViðs samkaupa Gunnar fædd- ist á Akureyri og ólst upp við Hrafnagils- skóla. Hann var í Hrafna- gilsskóla, lauk stúdents- prófi frá VMA, stundaði nám við Bifröst og Otaru University of Commerce í Japan og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði. Gunnar starfaði hjá Mat og mörk á Akureyri á sumrin en hefur starfað hjá Samkaupum frá 2003. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Guðný María Jóhannsdóttir, f. 17.10. 1980, framkvæmdastjóri hjá Isavia. Sonur Gunnars og Guðnýjar er Arngrímur Egill Gunnarsson, f. 19.4. 2006. Systkini Gunnars eru Þröstur Sigurðsson, f. 16.5. 1963, tækni- fræðingur á Akureyri; Bjarni Rún- ar Sigurðsson, f. 2.7. 1964, fram- kvæmdastjóri hjá Mat og mörk; Björk Sigurðardóttir, f. 21.12. 1966, kennari við Hrafnagilsskóla; Þóra Björg Sigurðardóttir, f. 25.4. 1973, leikskólakennari á Raufarhöfn. Foreldrar Gunnars eru Sigurð- ur Aðalgeirsson, f. 19.12. 1945, forstöðumaður skólaþjónustu Þingeyinga, og Sigurhanna J. Sal- ómónsdóttir, f. 16.3. 1946, kenn- ari og forstöðumaður sambýlis á Húsavík. 30 ára á föstudag 36 föstudagur 18. júní 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.