Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 28
Hjaltalín-dúóið á Gljúfrasteini Sigríður Thorlacius og Högni Egils- son úr hljómsveitinni Hjaltalín flytja úrval íslenskra sönglaga í stofunni á Gljúfrasteini á sunnudaginn. Högni er söngvari, gítarleikari og tónskáld og útskrifaðist úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands fyrr í mánuðin- um. Sigríður hefur lokið söngnámi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH. Hjaltalín hefur gefið út tvær plötur, Sleepdrunk Seasons árið 2007 og Terminal árið 2009, sem slógu al- gjörlega í gegn. Í fyrra gaf Sigríður ásamt Heiðurspiltum út plötuna Á Ljúflingshól þar sem þau flytja lög Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er miðaverð 1000 krónur. um HelGina KlassíK alla daGa Klassískir tónleikar fyrir erlenda ferðamenn fara fram öll kvöld í sumar að Grandagarði 11, nánar tiltekið í sal Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar verða flutt íslensk sönglög og þjóðlög í flutningi frábærra ungra listamanna en fyrstu tónleikarnir fóru fram á þriðjudaginn. Sungið er á íslensku, kynningar fara fram á ensku en dagskráin er á fleiri tungumálum. Það er Classical Concert Company Reykjavik, þar sem óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson er einn forvígismanna, sem stendur að þessari metnaðarfullu tónleikaröð. Nánar um miðasölu og fleira á cccr.is. sýninGarloK oG spjall Sýningunum Staðir með verk- um eftir þýska ljósmyndarann Friederike von Rauch og Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu verk eftir Erling T.V. Klingenberg sem sýndar hafa verið í Hafnarborg lýkur á sunnu- daginn. Sýningarnar hafa fengið góða gagnrýni og aðsókn. Sýn- ing Erlings er byggð á gjörningi listamannsins sem hann framdi með úrvalsliði tónlistarmanna á opnuninni sem skildi svo eftir sig sjálfa sýninguna. Listamaður- inn endar sýninguna eins og hún hófst, með viðburði, en á sunnu- daginn mun Erling taka þátt í listamannsspjalli klukkan 15 og ræða um sýninguna við gesti. 28 föstudaGur 18. júní 2010 Leiðsögn um sýninguna Annað auga á Kjarvalsstöðum á sunnudag: Brot af merKu safni 40 ár frá Zeppe- lin-tónleiKum Í tilefni af því að 40 ár eru síðan hljómsveitin Led Zeppelin hélt tónleika í Laugardalshöll ætlar hljómsveitin Dúndurfréttir að halda tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðju- daginn, 22. júní. Það er sama dag- setning og var á tónleikunum árið 1970. Dúndurfréttir munu spila öll af bestu lögum Led Zeppelin og verð- ur öllu tjaldað til í hljóði og ljósum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30, miðaverð er 3500 krónur og miða- sala á midi.is. Hinn umsvifamikli listaverkasafn- ari Pétur Arason og sýningarstjór- inn Birta Guðjónsdóttir leiða saman hesta sína í leiðsögn um sýninguna Annað auga – Ljósmyndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn klukkan 15. Á sýningunni gefst einstakt tæki- færi til að skoða brot af einu merk- asta samtímalistasafni sem finnst á Íslandi í dag, en heildarsafneign Pét- urs og Rögnu telur um eitt þúsund verk. Ljósmyndaverkin eru um sextíu talsins og spanna tímabilið frá síðari hluta sjöunda áratugarins fram til dagsins í dag og eru eftir listamenn á borð við Cindy Sherman, Marina Abramovic, Vito Acconci , Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Roman Signer, Richard Long, Peter Fischli, Karin Sander, Kristján Guðmunds- son, Hrein Friðfinnsson, Gardar Eide Einarsson, Carsten Höller, Birgi Andrésson og marga fleiri. Ljósmyndaverkin á sýningunni gefa góða mynd af þeim áherslum, straumum og stefnum, sem birst hafa í ljósmyndaverkum innlendra og erlendra samtímamyndlistar- manna frá síðari hluta 7. áratugar- ins fram til dagsins í dag. Áhersla er lögð á að gera skil mörgum þeim íslensku myndlistarmönnum sem nota ljósmyndir í verkum sínum og skoða verk þeirra í samhengi við ljós- myndaverk í samtímalistum. Jafn- framt er lögð áhersla á að sýna breiða og fjölbreytilega notkun ljósmynda í myndlist. Myndirnar spanna vítt svið, frá því að vera ferðasögu-snöggmynd- ir af nánasta umhverfi listamanns- ins yfir í að vera sviðsett portrett, formrænt sjónarhorn á hversdags- lega hluti, tímafrystir gjörningar eða kyrralífsmyndir. Sýningin stendur til 22. ágúst. Skuggalegur Ein myndanna á sýningunni sem Magnús Sigurðsson tók árið 2007. pólitíKin of miKið Grín Það er bara ofboðslega góð og skemmtileg tilfinning. Mað-ur botnar eiginlega ekkert í því hvað það tók langan tíma að gera nýja plötu. En það var að lok- um ýtt á mig, ég fékk duglegt spark í rassinn og þá brást ég bara við því og smellti í eina plötu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, sem á dögun- um sendi frá sér sólóplötuna Bland í poka. Þetta er hvorki meira né minna en áttunda sólóplata kappans, en sú fyrsta í tuttugu ár. Á plötunni eru fjórtán lög og seg- ir Laddi hana alveg í anda fyrri sóló- platna sinna. „Ég myndi lýsa henni bara sem týpískri Laddaplötu. Hún er ósköp svipuð og hinar, þannig lagað séð. Á henni eru bæði lög eftir mig og svo erlend lög, en allir textarnir eru eftir mig.“ Laddi segist hafa átt hugmynd- ir að lögum áður en ráðist var í gerð plötunnar, sem gefin er út af Senu. „Maður er alltaf að setja inn hug- myndir sem ég geymi á bandi. Þá fór ég bara í það og kláraði fjögur lög og samdi textana við öll lögin.“ Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður og góð- vinur Ladda, er upptökustjóri plöt- unnar. Hann er sífellt að hlusta á tón- list að sögn Ladda, og með pælingar um hvað hentar hverjum. „Hann er músíkalæta og kaupir því mikið af alls konar músík, bæði hér á landi og í út- löndum. Þegar hann er svo að hlusta á þetta þá flokkar hann lögin og finnst stundum einhver lög vera ekta lög fyrir mig. Þá tekur hann þau til hlið- ar og setur í möppu merkta mér. Síð- an fórum við bara í þessa möppu fyr- ir gerð Blands í poka og pikkuðum út fjögur lög sem ég samdi svo texta við.“ DVD með eldri lögum Lögin eru bæði róleg og önnur með meira tempói. Nokkrar persón- ur úr hinu fjölbreytta persónugall- eríi Ladda fá að láta ljós sitt skína á plötunni ásamt skapara sínum. Þar á meðal eru Eiríkur Fjalar, Saxi lækn- ir, Mófreður gamli, sem söng Aust- urstræti um árið, og svo Jón spæjó þótt aðallega sé sungið um þann dul- arfulla kappa. „Svo er þarna örleik- rit,“ segir Laddi. „Þetta er sagan af Skrögg sem fólk þekkir úr jólasögunni A Christmas Carol. Eða svona í þeim anda, bara snúið svolítið við. Leikritið fjallar um lögreglufulltrúa sem er að rannsaka mál manns sem trúir ekki á jólasveininn.“ Ástæðan fyrir því að lítið jólaleik- rit er á plötu sem kemur út um sum- ar er sú að á tímabili stóð til að plat- an kæmi á markað um síðustu jól. „En þetta er leikrit sem virkar alltaf. Upp- haflega átti platan reyndar að koma út í fyrrasumar og því eru þessi lög meiri sumarlög, með svona svolitla sól í sér,“ segir grínistinn vinsæli. DVD- diskur fylgir með plötunni en hann hefur að geyma upptökur úr hinum ýmsu sjónvarpsþáttum þar sem níu af eldri lögum Ladda hafa verið flutt. Þetta eru Austurstræti, Tvær úr Tung- unum, Gibbagibb, Hvítlaukurinn, Sandalar, Of feit fyrir mig, Það er fjör, Grínverjinn og Prinsippmál. Björgvin nákvæmur upptökustjóri Eins og áður segir er Björgvin Hall- dórsson upptökustjóri á plötunni en hún var tekin upp í stúdíóinu hans, Tónaljósi. Spurður hvernig Björgvin sé í því hlutverki ber Laddi honum vel söguna. „Það er mjög gott að vinna með honum. Hann er mjög nákvæm- ur á allt og hefur gott tóneyra þannig að maður þarf að vera með réttan tón,“ segir Laddi og hlær. „Ef maður er eitt- hvað falskur er tekið upp aftur.“ Hljóð- færaleikararnir sem spiluðu inn á plötuna eru einvalalið; Einar Scheving Ef telja ætti upp ástmegi þjóðarinnar væri Laddi, Þórhallur Sigurðsson, ofar- lega á blaði. Hann sendi á dögunum frá sér sína áttundu sólóplötu en þrátt fyrir að margir tengi Ladda ekki svo glatt við tónlistarsköpun eru plöturnar sem hann hefur komið að orðnar hátt á þriðja tug- inn. Síðar í sumar leikur Laddi líklega í kvikmynd sem Þorsteinn Guðmundsson er handritshöfundur að. Laddi Gefur út sína áttundu sólóplötu, þá fyrstu í tuttugu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.