Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 29
18. júní 2010 föstudagur 29 Hinn geysivinsæli einleikur Sellófon aftur á fjalirnar: Sellófon á ensku í Iðnó föstudagur n Veðurguðirnir í Sjallanum Ingó og Veðurguðirnir mæta í öllu sínu veldi og halda uppi þrusufjöri á þeirra eina balli sumarsins á Akureyri á föstudaginn. Það fer fram í Sjallanum, en ekki hvar? Forsala í Imperial Glerártorgi, miðaverð 1500 krónur, 2000 kr. við dyr. n Paparnir í Vélsmiðjunni á Akureyri Hinir sívinsælu Papar spila í Vélsmiðjunni á Akureyri í kvöld, og reyndar líka á laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir stíga á svið í Vélsmiðjunni og segja sumir að sé kominn tími til. Konur fá frítt inn til miðnættis. Ekki verður látið þar við sitja heldur fá þær glaðning ef þær mæta svo snemma. Húsið er opnað kl. 23, miðasala við inngang og forsala í Versluninni Casíno við Glerárgötu. n Hunang á Spot Hljómsveitin Hunang spilar á Spot í Kópavogi í kvöld. Bandið er þessa dagana eins og lið á leið í úrslit á HM, gefur sig 100% í leikinn, liðsheildin sterk og engin meiðsl. Að vísu er einn hljómsveitarmeðlima á gulu spjaldi. n Fjör á Prikinu Túristagildran Franz og Jenni spila framan af kvöldi á Prikinu. Introbeats endar kvöldið. Ekki gleyma fatamarkað- inum á laugardaginn og þynnkubíóinu á sunnudaginn. Lethal Weapon 2 verður smellt í tækið að þessu sinni. laugardagur n Hjálmar á Græna hattinum Dúnmjúkir reggítónar munu óma um Græna hattinn á Akureyri á laugardags- kvöldið. Ástæðan: Hjálmar mæta á svæð- ið sem óhætt er að kalla eina vinsælustu hljómsveit landsins. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Forsala í Eymundsson. n Stórskotalið á Sódómu Vinsælasta hljómsveit á Íslandi í dag, Dikta, spilar á Sódómu í kvöld ásamt Agent Fresco og Endless Dark. Forsala í Reykjavík Ink milli kl. 13 og 21, miðaverð 1500 kr. í forsölu. n Kvennamessa í Laugardal  Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal á laugardaginn klukkan 20 í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Ásdís Þórðardóttir leikur Áfram stelpur! á trompet, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, danshópurinn Uppsteyt sýnir dansverk innblásið af frumöflunum og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Ásdísar Þórðardóttur. Opið er í Café Flóru í Grasagarðinum að lokinni guðþjónustu. n Ingó á heimavelli Í Hvíta húsinu á Selfossi munu heima- menn trylla lýðinn í kvöld, engir aðrir en Ingó og Veðurguðirnir. Gott fyrir Selfyssinga og nærsveitunga að hafa það á hreinu að þetta er eina ball þeirra í bænum í sumar. Forsala í Hvíta húsinu á laugardag frá kl. 16 til 19. Miðaverð 1500 kr., 2000 kr. við dyr. Hvað er að GERAST? Leiðsögn um sýninguna Annað auga á Kjarvalsstöðum á sunnudag: Brot af merku safni Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur verður sýndur á ensku í Iðnó á fimmtudögum og sunnu- dögum fyrir bæði erlenda ferða- menn og Íslendinga í sumar. Frum- sýning er  næsta fimmtudag, 24. júní. Sellófon sló eftirminnilega í gegn árið 2002. Það var sýnt yfir tvö hundruð sinnum og hefur í kjöl- farið verið sett upp nítján sinnum í tólf Evrópulöndum. Nú hefur verk- inu verið boðið á Edinborgar-há- tíðina í ágúst, þar sem það verð- ur sýnt í tvær vikur, en verður að öðru leyti sýnt í Iðnó í sumar. Þór- unn Lárusdóttir leikur hlutverk El- ínar, nútíma-ofurkonunnar sem er allt í senn móðir, eiginkona, frama- kona, megrunar- og heilsugúrú, fyrirmyndardóttir og kynóð kynlífs- drottning. Eða ekki. Eins og margir muna lék höf- undurinn, Björk, hlutverk Elín- ar lengst af. Þórunn hefur nú tekið við keflinu og að sögn aðstandenda sýningarinnar finnur hún sig ákaf- lega vel í hlutverkinu, enda sjálf í nákvæmlega sömu aðstæðum og konan í verkinu; með tvö lítil börn, með alltof mikið að gera á of stutt- um tíma og mann sem ekur um á upphækkuðum (veiði-)jeppa. Miðasala fer fram á vefsíð- unni reykjavikbyday.com og í Iðnó tveimur tímum fyrir sýningar. Boð- ið er upp á sérstakt frumsýningar- tilboð á fyrstu sex sýningarnar, eða 2.900 krónur miðinn. Fullt verð er 3.400 krónur. Sellófon Þórunn Lárusdóttir hefur tekið við hlutverkinu í einleiknum af Björk Jakobsdóttur. ...myndinni Youth in revolt Klassa gam- anmynd sem allir ættu að hafa gaman af. ...tölvu- leiknum red dead redemtion Frábær og öðruvísi skemmtun. ...myndinni Centurion Arfaslök mynd sem gagn- rýnandi líkir við Hallmark- furðufataball. ...Handbókinni um Heimsmeistarakeppn- ina 2010 Grátlegt að sjá hve illa er farið með gott efni með meinleg- um málvillum og rangfærslum í þýðingu bókarinnar. ...myndinni snabba Cash Mjög góð glæpamynd með sterka raunveru- leikatengingu ...myndinni the losers Stórskemmtileg föstudagsmynd fyrir þá sem vilja slökkva aðeins á heilanum. Pólitíkin of mikið grín á trommum, Jón Elvar á gítara, úkúlele og mandólín, Þórir Úlfarsson á hljóm- borði og Sigurður Flosason á saxófón svo einhverjir séu nefndir. Laddi er reffilegur framan á plöt- unni, í rauðum jakka, með pípu- hatt og staf. Hann vill ólmur að það komi fram að fötin eru frá Kormáki og Skildi þar sem svo óheppilega vildi til að það var ekki nefnt á plötu- umslaginu. „Og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það,“ segir Laddi, sem kveðst aðspurður ekki versla mikið við þá félagana en þó kíkja reglulega við hjá þeim. „Ég hef ofsalega gam- an af því að skoða aðallega. Það er margt sem mann langar í en mað- ur þorir kannski ekki að klæðast því. Ég myndi gera það ef ég væri yngri. Maður væri kannski fullspjátrungs- legur í þessu fyrir mína parta nú til dags. En ég hef keypt eitthvað fyrir golfið. Skjöldur kemur oft í skemmti- legum fötum í golfið, hnébuxum og svoleiðis sem tíðkaðist í gamla daga, en ég hef ekki þorað það þó mig dauðlangi til þess.“ Tvær bíómyndir í bígerð Laddi er með ýmislegt í pípunum, þar á meðal hlutverk í tveimur kvik- myndum sem fyrirhugað er að taka í sumar. „Þetta er samt svo nýtil- komið að ég er ekki einu sinni bú- inn að fá handritin. Þannig að ég get í raun lítið sagt um þær,“ segir Laddi. Hann laumar því þó að blaðamanni að Þorsteinn Guðmundsson grín- isti, sem einna þekktastur er fyrir að vera einn Fóstbræðra í samnefnd- um sjónvarpsþáttum, sé handrits- höfundur annarrar myndarinnar og að önnur þeirra sé gamanmynd en hin fjölskyldu- og ævintýramynd. Laddi kveðst ekki vera í jafn stórri rullu í þessum myndum og hann var í í myndinni Jóhannes sem frum- sýnd var á síðasta ári og fékk feiki- lega góða aðsókn. Planið er að skjóta myndirnar tvær í júlí og ágúst. Í ljósi þess hversu góðum árangri grínistinn og borgarstjórinn Jón Gnarr náði í sveitarstjórnarkosning- unum á dögunum spyr blaðamað- ur Ladda hvort hann hafi í hyggju að reyna fyrir sér í pólitíkinni. Það eru jú feitir bitar þar fyrir þá sem ná að ota sínum tota, Jón er til dæmis kominn í starf sem hann fær borgað eina milljón króna á mánuði fyrir að sinna. „Ég held að ég sleppi því al- veg og haldi mig við grínið áfram. Stjórnmálin eru eiginlega of mikið grín. Þeir ofleika allir,“ segir Laddi og hlær. Hafnfirðingurinn fyndni er búsettur í Reykjavík og gat því kos- ið Besta flokk Jóns. Hann fæst hins vegar ekki til þess að gefa upp hvort hann hafi kosið flokkinn í kosn- ingunum. En miðað við vinsældir Ladda í gegnum tíðina má leiða að því líkur að ef hann til dæmis byði sig fram í næstu forsetakosningum yrði embættið á Bessastöðum hans. kristjanh@dv.is n Laddi fæddist í Hafnarfirði 20. janúar 1947. n Hóf feril sinn sem trommuleikari og söngvari í hjómsveitinni Föxum árið 1965. Seinna var hann í hljómsveitunum Tárinu, Örnum, Brunaliðinu og HLH-flokknum. n Hefur nú gefið út átta sólóplötur, fjórar „Halla og Ladda-plötur“ og þrjár með HLH-flokknum. n Hefur leikið í ellefu kvikmyndum, þrettán leikritum, sex sjónvarpsleikritum og fimm útvarpsleikritum auk þess sem skemmtiþættirnir og áramótaskaupin sem Laddi hefur komið fram í eru fjölmörg. n Hefur farið í fimm gríntúra um landið og sett upp átta eigin skemmtisýningar. n Skemmtisýningunni Laddi 6-tugur var hleypt af stokkunum snemma árs 2007 í tilefni þess að Laddi varð sextugur og á sömu tímamótum fagnaði hann fjörutíu ára ferli sem tónlistarmaður, leikari og grínisti. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu hundrað og þrjátíu. Uppselt var á þær allar. laddi í Hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.