Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 26
26 föstudagur 18. júní 2010 umræða Er hægt að vera gagnkynhneigður karlmaður en samt verða ástfanginn af karlmanni? Í júní-mánuði árið 1990 greip mig alla vega tilfinning sem ég hef ekki enn getað áttað mig almenni- lega á. Ég var auðvitað enginn „karlmaður“ þá, bara ellefu ára gutti með fótbolta í 1. til 500. sæti á forgangslistanum. En kvöld eitt þetta sumar fyrir tuttugu árum vann ítalskur karlmaður hug minn og hjarta og skipaði næstu árin sérstakan sess í lífi mínu. Þessi maður heitir Roberto Baggio og var leikmaður ítalska landsliðs-ins í knattspyrnu á HM 1990 sem fór þá einmitt fram á Ítalíu. Reyndar var Baggio leikmaður landsliðsins í næstu tveim- ur heimsmeistarakeppnum líka, og skoraði hann í öllum þessum þremur keppnum sem engum öðrum ítölskum leikmanni hefur tekist. En kveikjan að þessari ... tja – ást, aðdáun, dýrkun eða hvað ég á að kalla það – á Baggio var mark sem hann skoraði gegn Tékkóslóvakíu í þriðja leik Ítala á mótinu. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að þetta sé fallegasta mark sem skorað hefur verið í knattspyrnusögunni, en glæsi- legt var það. Baggio fékk boltann á miðlínu vallarins, alveg upp við hliðarlínuna vinstra megin, og eftir glæsilegt þríhyrningsspil með Giannini tók hann á rás í átt að marki Tékka, beitti nauðsynlegum gabbhreyfing-um til að komast fram hjá Tékkunum sem urðu á vegi hans áður en Baggio plantaði boltanum í nærhornið fram hjá einum besta markmanni heimsmeistarakeppninnar þetta árið, Jan Stejskal. Skrifið „Roberto Baggio 1990“ í leitarreitinn á Youtube og þá er þetta mark efst á blaði. Eins og ég segi, feikilega flott mark en þó ekki með þeim fallegustu sem skoruð hafa verið. En það var eitthvað í þessu augnabliki sem greip ungan óharnað- an dreng, sem sat inni í stofu heima hjá sér í blokkinni að Skeljagranda 3, þessum heljartökum fylgilags við leikmanninn sem þarna lék listir sínar. Michael Jackson, Thundercats og Línan á RÚV höfðu vissulega átt sinn sess í hjarta mínu þegar þarna var komið sögu. En tilfinningarnar til Baggios voru af einhverjum öðrum og æðri toga. Það getur verið að umræðan um leikmanninn fyrir keppnina hafi haft þarna eitthvað að segja. Hann var nýlega orðinn dýrasti fót-boltamaður heims eftir að Juventus hafði keypt Baggio frá Fioren- tina skömmu fyrir HM fyrir upphæð sem í dag þykir smáaurar, upp- hæð sem samsvaraði þá rúmlega 700 milljónum íslenskra króna ef ég man rétt. Í kjölfarið brutust úr óeirðir í Flórens því stuðningsmenn Fiorentina voru skiljanlega alfarið á móti því að besti leikmaður liðsins væri seldur frá félaginu. Ég hafði ekki fylgst grannt með fréttaflutningnum af látunum eða afrekum Baggios fram að þessu og vissi því lítið sem ekkert um leikmann- inn áður en flautað var til leiks Ítalíu og Tékkóslóvakíu að kvöldi 19. júní 1990. Þess má geta að Baggio kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum Ítala í keppninni, sem báður unnust, en fékk sénsinn í Tékkaleiknum þar sem hann var í byrjunarliðinu. Hann átti svo stóran þátt í því að Ítalía vann bronsverðlaunin eftir að hafa tapað í vítakeppni í undanúrslitunum gegn ríkjandi heimsmeisturum, Argentínu. Hlutverkinu sem Baggio gegndi í ítalska liðinu á HM 1994 er að mörgu leyti hægt að líkja við hlutverk Maradona í liði Argentínumanna í Mexíkó átta árum áður. Allir vita að hann vann ekki sama afrek og sá argentínski ´86, en hlutverk hans sem prímusmótor og hetja ítalska liðsins í keppninni er það sem ég horfi til þegar ég fullyrði þetta. Sá grundvall- armunur á framlagi þessara stórkost- legu leikmanna í umræddum keppn- um er auðvitað sá að Maradona leiddi sitt lið til sigurs á meðan Baggio skaut yfir í síðasta vítinu í vítakeppni Ítala og Brasilíumanna í úrslitaleik HM ´94 sem þýddi að þeir síðarnefndu unnu keppnina. En það vill gleymast að ef Baggio hefði ekki verið í ítalska liðinu hefði það að líkindum verið löngu dottið úr keppni. Kappinn skoraði fimm af sex mörkum liðsins í leikjunum þremur í 16 liða, 8 liða og undanúr- slitunum sem allir unnust með einungis einu marki. Einnig vill gleymast þegar menn rifja upp „klúður“ Baggios með vandlætingartón að tveir aðrir leikmenn ítalska liðsins, Baresi og Massaro, höfðu misnotað sínar spyrnur þegar hann steig fram til að taka spyrnuna örlagaríku. Ekki var vandalaust að halda upp á þennan íðilfagra Ítala þar sem hann var nokkuð umdeildur eins og hefð er fyrir með frábæra leik-menn. Þeir sem ekki héldu með Juventus (og svo Milan, Bologna, Inter eða Brescia eftir að Baggio yfirgaf Juve) eða ítalska landsliðinu áttu vitanlega auðvelt með að finna honum margt til foráttu, en flestir þeir sem fylgdust með ítalska fótboltanum, og jafnvel þeir sem viðurkenndu fúslega að Baggio væri frábær knattspyrnumaður og dáðust að töktum hans á vellinum, hötuðu hárgreiðslu hans eins og pestina. Lengst af ferli sínum skartaði Baggio nefnilega skotti sem ég viðurkenndi auðvitað aldrei á þessum árum að væri forljótt, en gengst við því svo sem í dag að taglið var ekki að gera neitt fyrir kappann. Þrátt fyrir að árin sem ástarsamband mitt með Ítalanum Roberto Baggio stóð yfir hafi verið stormasöm hugsa ég til þeirra með hlýju. Ég stóð með mínum manni í gegnum súrt og sætt og sé ekki eftir því. Hann gladdi mig líka reglulega með ýmsum verðlaunum sem hann vann til á ferlinum sem lauk árið 2004. Þá leið mér eins og stúlku sem fær fagran skartgrip frá unnustanum. Kærasti minn í seinni tíð, Englendingurinn Steven Gerrard, mætti í þeim efnum alveg taka ítalska sjarmörinn sér meira til fyrirmyndar. ÁstarsamBand mitt við karlmann Kristján H. guðmundsson skrifar helgarpistill Evrópusambandið hefur nú fyrir sitt leyti samþykkt að hefja viðræður við Íslendinga um aðild að ESB. Það er fagnaðarefni. Það er okkur Íslending- um nauðsynlegt og hollt að fá endan- lega úr því skorið hvort aðild að ESB henti okkur eða ekki, og við munum ekki fá neina almennilega niðurstöðu um það fyrr en eftir raunverulegar samningaviðræður við sambandið. Samningaviðræðurnar munu vissu- lega kosta sitt og það eru peningar sem sumir sjá nú eftir, enda þarf að skera ýmislegt niður hjá ríkinu þessi misserin, en ég held þó að þessum peningum verði ekki á glæ kastað. Ef svo fer að aðild að ESB verði tal- in hagstæð fyrir okkur Íslendinga, þá munum við alveg áreiðanlega ekki þurfa að sjá eftir því fjármagni sem við þurfum nú að eyða í aðildarum- sóknina. Og jafnvel þótt niðurstaða samn- ingaviðræðna við Evrópusambandið yrði sú að aðild að sambandinu væri ekki okkur fyrir bestu, þá væri samt réttlætanlegt að eyða talsverðri fjár- upphæð til að fá fram þá niðurstöðu. Því það er deginum ljósara að einn augljósasti valkostur okkar í þeirri viðleitni að efla hér á ný stöðugleika og velsæld, er að ganga í Evrópusam- bandið. Það væri beinlínis heimsku- legt og reyndar dónalegt líka að vilja svipta íslensku þjóðina möguleik- anum á því að meta þann valkost í alvöru – og án þeirra sleggjudóma sem furðu mikið af ESB-umræðunni hingað til hefur einkennst af. Nið- urstaða úr aðildarviðræðum er eina raunverulega prófið sem Íslendingar munu geta tekið varðandi það hvort aðild hentar okkur eða ekki. Það próf verðum við að taka. Jafnvel þótt nið- urstaðan yrði sú að við vildum ekki gerast aðilar að ESB, þá borgar sig að gangast undir prófið – því annars verða næstu ár og áratugir undirlagð- ir af umræðum um þetta málefni. BEST AÐ LJÚKA ESB-UMRÆÐUNNI AF Því þeir sem telja okkur best borgið í samtökum Evrópuríkja, munu ekki skipta um skoðun. Það er því lang- best fyrir alla aðila að koma málinu á hreint. Andstæðingar aðildar ættu meira að segja að fagna því sérstak- lega að aðildarumræður fari fram núna, þegar skoðanakannanir gefa til kynna að þjóðin hafi miklar efasemd- ir um ESB. Aðildarviðræður gætu varla farið fram á hagstæðari tíma fyrir þá, og þeir ættu allra síst að bera fram illa hugsaðar tillögur eins og þá að nú ætti að draga umsóknina um ESB til baka. Sú tillaga er að sönnu eitt átakan- legt dæmi um að því miður eru ekki endilega miklar líkur á að umræður um kosti og galla ESB-aðildar muni færast upp á hærra plan á næstunni. Ástæðan er auðvitað sú að ef Ís- lendingar færu nú að draga umsókn- ina til baka, þá myndi ESB hrökkva svo til baka gagnvart okkur Íslending- um að ekki yrði tekið við aðildarum- sókn frá okkur næstu áratugina. Og skiljanlega, því það yrði náttúrlega lit- ið á okkur sem hálfgert rugl-ríki ef við förum af stað með svo mikilsvert mál sem aðild að ESB en stökkvum svo til baka ári seinna: „Ihihi, við vorum bara að plata.“ Þetta þykir Unni Brá Konráðs- dóttur kannski til marks um gáfulegt framferði á alþjóðavettvangi, en mér þykir það ekki. Mér þykir það væg- ast sagt kjánalegt og það er sorglegt að sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, gefa þessari vitl- eysu undir fótinn – allt út af þeirri úlfakreppu sem hann er kominn í innan flokksins. Sem formaður í þeim stjórnmálaflokki, sem alltaf hefur gef- ið sig út fyrir að vera mjög ábyrgðar- fullur í utanríkismálum, þá þykir mér Bjarni ansi óábyrgur í þessu máli. PILTARNIR OKKAR KVADDIR Í HERINN? Við höfum því miður séð æ fleiri dæmi um það upp á síðkastið að það sé ekki endilega von á mjög gáfulegri umræðu um ESB. Þó ég hafi í aðra röndina svo mikla trú á löndum mín- um, að ég reyni að treysta því að þeir muni geta rætt um þetta mikilsverða mál án þess að bullið keyri alveg um þverbak, þá verð ég að viðurkenna að stundum læðist að mér efi. Alræmdasta dæmið um það á hvílíkar villigötur umræðan um ESB hefur þegar komist, og út í hvaða móa hún gæti lent, ef svo heldur áfram sem horfir, er auðvitað hin víð- fræga auglýsing frá samtökum ungra bænda. Þar var reynt að koma því inn hjá þjóðinni að ef við gengjum í ESB, þá þyrftu íslenskir piltar að gangast undir herskyldu í einhverjum Evr- ópuher sem væri í undirbúningi. Þetta var bara tóm vitleysa og steypa – eins og ég vona að allir heið- arlegir og vel upplýstir andstæðingar ESB geti viðurkennt. Það stendur ekki til að búa til slíkan her, það er ekki herskylda í Evrópu (nema í örfáum löndum) og stendur ekki til að koma henni á, og Ísland hefur í áratugi verið þátttakandi í alþjóðlegum samtökum (Sameinuðu þjóðirnar, NATO) sem halda úti herjum, án þess að piltarnir okkar hafi verið kvaddir í þá heri. UPPLOGNAR UPPLÝSINGAR Þessi auglýsing ungra bænda skaut svo langt yfir markið að hún var eig- inlega varla svaraverð – nema af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi ef ung- ir bændur vissu sjálfir að auglýsing- in þeirra var út í hött. Þeir hljóta eig- inlega að hafa vitað það, því ég veit ósköp vel að ungir bændur eru eng- in fífl. En hafi þeir vitað það, þá hafa þeir sem sagt farið af stað með áróð- ur gegn ESB sem þeir vissu sjálfir að væri bara innantómur hræðsluáróð- ur og tómt fleipur. Sem er ekki góður vitnisburður um það sem í vændum er. Því þá hefur verið farið af stað í þeim tilgangi að reyna að planta í hugum lítt upplýstra landsmanna upplognum upplýsingum. En í öðru lagi, hafi ungir bændur ekki vitað hversu fráleit auglýsing- in þeirra var, þá eru þeir svo furðu- lega illa upplýstir að það er beinlínis hrollvekjandi ef svona samtök telja sig þess umkomin að láta til sín taka í umræðu sem þau vita svo bersýnilega svo lítið um. Ég hef reyndar verið að furða mig á því að enginn fjölmiðill skuli hafa spurt unga bændur út í það af hverju þeir hafi farið af stað með svo vitlausa auglýsingu. Vilji þeir berjast gegn ESB vegna sinna eigin hagsmuna í land- búnaðarmálum, þá er það gott og blessað, og alveg sjálfsagt mál. Sérstaklega ef þeir nota til þess sína eigin peninga – en ekki fjárstyrki frá ríkinu. BULLIÐ ER EKKI TIL ÚTFLUTNINGS Ég vona að auglýsingin frá ungum bændum sé ekki vitnisburður um það sem koma skal, ekki frekar en hin arfavitlausa tillaga Unnar Brár. Við þurfum að taka afstöðu til ESB og við eigum að gera það á grundvelli raun- verulegra upplýsinga sem fást í raun- verulegum samningaviðræðum, sem við göngum til stolt og samhent, en skiljum bullið eftir heima. Við getum bullað nægju okkar hér á heimavígstöðvum, bullið okkar er ekki til útflutnings. burt með bullið! trésmiðja illuga Þetta þykir Unni Brá Konráðsdóttur kannski til marks um gáfulegt fram- ferði á alþjóðavett- vangi, en mér þykir það ekki. Illugi Jökulsson vonar að umræðan um aðild að ESB verði vit- rænni héðan í frá en hingað til:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.