Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 10
10 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, líkir umræðu um hugsanlega hags- munaárekstra nýs stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, vegna tengsla hans við Lýsingu, við leit að Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suð- ur-Afríku og baráttumanni fyrir rétt- indum blökkumanna. Allir leiti að einhverjum sem hafi vit á hlutunum og hafi eitthvað með þá að gera. Sá einstaklingur komi svífandi niður af himninum, líkt og Nelson Mandela. Jón segir þann einstakling hins veg- ar vandfundinn. Ísland sé lítið, fólk tengist hvert öðru og eigi sína fortíð. „Þetta er raunveruleikinn sem unnið er eftir,“ segir Jón. Ný stjórn Orkuveitunnar Á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórn- ar Reykjavíkur, sem haldinn var í vikunni, voru nýir fulltrúar skipað- ir í stjórn Orkuveitunnar. Þar var Haraldur Flosi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og eigna- sviðs eignaleigufyrirtækisins Lýsing- ar, kjörinn stjórnarformaður. Auk hans voru þar Helga Jónsdóttir, frá- farandi bæjarstýra í Fjarðabyggð, og Aðalsteinn Leifsson, lektor við Há- skólann í Reykjavík, kjörin í stjórn fyrirtækisins. Jón segist vera sannfærður um að Haraldur sé réttur maður til að taka stjórnarformennsku Orkuveitunnar að sér. Jón segist treysta Haraldi og að hann hefði ekki getað fundið betri mann til þess að koma að rekstri fyr- irtækisins. Undir þetta tekur Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Haraldur kemur inn í Lýsingu fyr- ir ráðgjafarstörf sín við endurskipu- lagningu fyrirtækja í erfiðri stöðu. Hans og annarra bíður gríðarlega mikið verkefni inni í Orkuveitunni. Við vildum fá gott fagfólk með breiða þekkingu og reynslu að starfi hennar. Helga Jónsdóttir hefur stjórnsýslu- lega reynslu og var stjórnarformaður Landsvirkjunar. Aðalsteinn Leifsson er reyndur í alþjóðlegri samninga- gerð,“ segir Dagur sem segir nýju stjórnarmennina hafa verið valda með það að sjónarmiði að verkefnið næði ákveðinni festu. Jón og Dagur vilja að leitað verði allra leiða til að hagræða í rekstri Orkuveitunnar áður en gjaldskrár verði hækkaðar. Aðspurður hvort hann eigi við að beita þurfi niður- skurðarhnífnum í rekstri hennar, segir Dagur það blasa við. Skulda- vandi Orkuveitunnar verður trúlega erfiðasta verkefnið sem ný stjórn fyr- irtækisins þarf að taka á. Talið er að skuldir þess nemi nú um 220 millj- örðum króna og hafa þær fjórfaldast á fjórum árum. Eins og DV greindi frá 9. júní festi Orkuveitan kaup á Benz- jeppa fyrir fjármálastjóra fyrirtæk- isins fyrir mánuði fyrir sjö milljónir króna. Skömmu eftir borgarstjórnar- kosningarnar í lok maí var síðan til- kynnt að hækka þyrfti smásöluverð á rafmagni um 27 prósent á næstu fimm árum og heitt vatn um 37 pró- sent. Um 2,5 milljarða króna tap var á rekstri Orkuveitunnar í fyrra. Velferð njóti forgangs Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar er lagt til að velferð og þjónusta njóti forgangs við ráð- stöfun fjármuna borgarinnar. Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, hef- ur hins vegar sagt að borgin þurfi að leggja til hliðar um átta til tólf milljarða króna vegna skuldavanda Orkuveitunnar. Borgin beri ábyrgð á skuldum Orkuveitunnar. Dagur segir að ný aðgerðaáætl- un í fjármálum borgarinnar muni líta dagsins ljós fyrir áramót. Hún muni taka við af áætlun fyrri borgar- stjórnar um aðhald í rekstri sveitarfé- lagsins. Í fyrra varð um 1,6 milljarða króna tap á rekstri borgarinnar. Tap- ið mátti mestmegnis rekja til fyrir- tækja í hennar eigu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um átta þúsund starfsmenn. Útiloka ekki gjaldskrárhækkanir Þegar Dagur er spurður hvort til greina komi að endurskoða launa- kjör starfsmanna borgarinnar segir hann mjög marga samninga lausa hjá þeim í haust. Fara verði yfir hvernig tekið verði á þeim málum. Þegar Dagur og Jón voru spurð- ir hvort til greina kæmi að hækka útsvar eða gjaldskrár til að taka á rekstri borgarinnar, sló þögn á þá tvo um stund þar til Dagur svaraði: „Við stefnum ekki að því að hækka útsvar. Það er ekki hluti af málefnasamn- ingnum og við viljum stilla gjald- skrám í hóf. Það kom í ljós eftir kosn- ingar að hjá Orkuveitu Reykjavíkur er uppsöfnuð gjaldskrárhækkunarþörf. Það er ekkert gamanmál að leggja álögur á borgarbúa en þetta þarf að nálgast af raunsæi.“ Hann segir nýja meirihlutann þurfa að ná heildar- mynd af rekstri borgarinnar áður en stórar ákvarðanir verði teknar. Líkur hafa verið leiddar að því að kostnaður vegna þeirra aðgerða sem lagðar eru fram í samstarfsyfir- lýsingu meirihlutans geti numið átta milljörðum króna. Dagur telur þá tölu ekki vera nálægt lagi. Hann hef- ur sagt að borgin þurfi hugsanlega að taka lán til að standa við einhver þeirra mála sem lögð eru fram í sam- starfssamningnum. „Þessi meirihluti er mjög varfærinn í fjármálum. Við viljum byrja á okkur sjálfum, fækka nefndum, minnka kostnað þar og endurskipuleggja stjórnsýsluna. En við tökum þessi skref af varfærni og notum næsta hálfa árið til að gera áætlun í fjármálum, ekki aðeins til næsta árs, heldur fimm til tíu ára,“ segir Dagur. Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þarf að kljást við 220 milljarða króna skuldahala. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir blasa við að skera verði niður í rekstri Orkuveitunnar. Jón Gnarr borgarstjóri treystir Haraldi Flosa Tryggvasyni, nýjum stjórnarformanni, fyrir verkinu. Hann lýsir umræðu um óheppi- leg tengsl Haraldar við Lýsingu við leit að Nelson Mandela. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Lauk embættisprófi frá lagadeild Há- skóla Íslands árið 1999. Lauk meistara- gráðu í Evrópu- og samanburðarlög- fræði árið 2003 og MBA-námi frá Oxford Brooks-háskóla ári síðar. Haraldur er núverandi framkvæmdastjóri lögfræði- og eign- asviðs eignaleigufélagsins Lýsingar. Hann var framkvæmda- stjóri félagsins Framtíðarsýnar sem gaf út Viðskiptablaðið þar til það fór í þrot árið 2008. Þá stýrði Haraldur Johannessen, nú- verandi ritstjóri Morgunblaðsins, Viðskiptablaðinu. Haraldur telst vera Evrópusinni og er skráður í samtökin Sammála. Helga Jónsdóttir, varaformaður Er fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggð- ar. Er ekki ókunnug rekstri íslenskra orkufyrirtækja, því hún gegndi stjórn- arformennsku hjá Landsvirkjun frá ár- inu 1995 til ársins 1997, fyrst kvenna. Auk þess er Helga fyrrverandi borgar- ritari. Þar að auki hefur hún verið skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu og aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Helga hefur einnig setið sem fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðabankans í Washington. Helga er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Auk þess nam hún þjóðhagfræði við IMF Institute í Washington og hagsögu við London School of Economics. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarmaður Lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Er með meistarapróf í Evr- ópufræðum frá London School of Economics and Political Science og MBA-próf frá Heriot Watt University – Edinburgh Business School. Þar áður lauk hann BA-gráðu í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Aðalsteinn er vel kunnugur alþjóðlegri samningagerð. Hann starfaði á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, hjá fjármálaskrifstofu fríverslunarsamtakanna EFTA og sendi- nefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Ís- landi og Noregi. Þau setjast í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur RóBERT HlyNuR BalDuRssON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Þetta er raun-veruleikinn sem unnið er eftir. Fyrsti fundur borgarráðs Nýkjörnir fulltrúar borgar- ráðs héldu sinn fyrsta fund í fyrradag. Þar voru fyrstu verk nýs meirihluta rædd. Þar á meðal var ákveðið að gefa börnum frítt í sund í sundlaugum borgarinnar frá og með 19. júní og út sumarið. NELSON MANDELA EKKI Í ORKUVEITUNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.