Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 40
40 föstudagur 18. júní 2010 skrýtið Boirault-vélin frá Frakklandi var eitt furðulegasta af-brigðið af tilrauna-kenndu stríðsvél- unum sem urðu til í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar og voru eins konar forfeður skriðdrekans sem leit dagsins ljós nokkrum misser- um síðar. Borault-vélin, sem hönn- uð var árin 1914 til 1915 samanstóð af járnhlunki innan í gríðarstóru belti, sem myndaði heilan hring. Eftir stífar tilraunir komust frönsk hernaðaryfirvöld að þeirri niður- stöðu að stríðsvélin væri ekki nægi- lega hagnýt til fjöldaframleiðslu og notkunar í stríði, verkfræðingnum Louis Boirault til mikillar óham- ingju. Gárungar uppnefndu stríðs- vélina Diplodocus militaris í höf- uðið á risaeðlunni diplodocus sem á íslensku er nefnd freyseðla eða þórseðlubróðir. Þótti það Boirault til mestu háðungar, enda var hönnun hans líkt við klunnalega og útdauða risaeðlu. Hrjúfur orrustuvöllur Boirault-vélin varð til í kjölfar ræðu franska herforingjans Jean-Baptiste Estienne hinn 24. ágúst 1914, þar sem hann sagði meðal annars: „Sig- ur í þessu stríði fellur í skaut þess ríkis sem verður fyrst til að koma fallbyssu fyrir á farartæki sem getur farið yfir allar gerðir yfirborðs.“ Þrá- tefli skotgrafahernaðarins, sem ein- kenndi fyrra stríð, leiddi til þróunar gríðarstórra og kraftmikilla stríðs- véla sem áttu á sama tíma að vera brynvarðar fyrir skothríð óvinanna og geta ferðast um gríðarlega hrjúft yfirborð stríðsvallarins. Þrjátíu tonna „risaeðla“ Verkfræðingurinn Louis Boirault smíðaði vélina árið 1914 í samvinnu við franska hermálaráðuneytið. Boir- ault-vélin átti að geta flatt út gadda- vírsgirðingar óvinarins og komist yfir holur og skurði þá er annars höml- uðu árásarherjum leið á stríðsvell- inum. Vélin vó heil þrjátíu tonn og var knúin bensínvél, en náði aðeins þriggja kílómetra hraða í tilrauna- akstri. Vélin var samansett úr gríð- arstóru belti, sem myndað var úr sex málmpöllum sem þöktu mótor- knúna vélina í miðjunni. Stríðsvél- in furðulega reyndist alltof hægvirk og viðkvæm til að franski herinn treysti sér í fjöldaframleiðslu hennar. Mönnum bar þó saman um að hug- myndin væri góð og er þessi upp- finning Boiraults talin mikilvægur vísir að því er seinna varð skriðdreki. Tilraunum var hætt í júní 1915. Louis Boirault bað um annað tækifæri og gerði breytingar á vél sinni. Tilraunir gengu vel í fyrstu, vélin komst yfir gaddavír og skurði, en náði aðeins 1,6 kílómetra hraða. Í ljós kom þegar leið á tilraunirnar að gríðarlega erfitt var að breyta stefnu Boiraults-vélarinnar og þurfti því að lyfta járnhlunknum með handafli eða krönum til að snúa honum. Vél- inni var aftur hafnað af þessum sök- um. Niðurlæging Boiraults var alger og áðurnefnt risaeðluviðurnefni, Diplodocus, festist við uppfinning- una. Málmhlunkur Louis Boirault lagðist undir feld um stund og smíðaði svo nýja vél, sem einatt er kölluð Boirault-vél 2. Hún byggði á sömu tækni, sex málm- plötur snerust með málmhlunk inn- byrðis. Í þetta sinn var þó auðveld- ara að stýra kerrunni og snúa stefnu hennar. En furðuvélin þótti einfald- lega ekki sniðugt tæki. Boirault var vísað á dyr en teikningar vélarinnar og gögnin um tilraunir hennar voru notuð af hermálayfirvöldum sem náðu loks árið 1916 að smíða fyrsta nothæfa skriðdrekann. helgihrafn@dv.is FRÖNSK FURÐUVÉL FYRRA STRÍÐS sVONa Virkaði BOirauLt-VÉLiNÓSIGRANDI Helsta markmið Boirault-vélarinnar var að komast yfir hindranir á stríðsvellinum, á borð við girðingar og skurði. Tilraunir sýndu að vélin var þess megnug, en þótti hins vegar hiksta of mikið á öðrum sviðum. 1 2 3 4 Hægfara Stríðsvélin náði aðeins eins til þriggja kílómetra hraða, en tilraunin þótti engu að síður mjög lærdómsrík og skipti máli í þróunarsögu skriðdrekans. Boirault-vélin Járnhlunkurinn þótti minna á risaeðlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.