Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 33
viðtal 18. júní 2010 föstudagur 33
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er betur þekkt-ur, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á gríni og segist frá unga aldri hafa tek-
ið upp stuttmyndir og grínatriði. „Þetta var
bara eitthvað sem við gerðum alltaf, bara alla
daga og um helgar. Ég á alveg endalaust af efni,
reyndar mjög lélegu, en við vorum alltaf að taka
upp. Við tókum meira að segja einu sinni upp
mynd í fullri lengd,“ segir hann hlæjandi og
bætir við: „Það var bíómynd um einhvern apa
og konu sem var sjómaður og allir voru með
grímur. Mjög steikt mynd.“
Leiðindi
Hann hafði snemma áhuga á fjölmiðlum og var
aðeins 15 ára þegar hann var farinn að skrifa
fyrir bæjarblaðið í Mosfellsbæ. „Karl Tómas-
son, oddviti vinstri-grænna, gaf út blaðið og þá
hét það Sveitungi. Ég fór og talaði við hann og
spurði hvort ég mætti vera með eitthvað fyrir
unga fólkið í blaðinu.“
Karl tók vel í það og úr varð að Steindi fékk
síðu í blaðinu. „Síðan bar nafnið „Leiðindi“ og
var alveg troðin af dóti. Spurning dagsins, viðtal
og „hverjir voru hvar“ allt á einni síðu þannig
að þetta var mjög troðið,“ segir Steindi sem var
samt ekki alveg sáttur við það litla pláss sem
hann fékk í blaðinu og langaði að gera meira.
„Það var strákur að vinna við að hjálpa Kalla að
setja upp blaðið, Hilmar Gunnarsson. Við fór-
um svona að tala saman um hvenær við ættum
að gera okkar eigið blað, Kalli væri bara með
þetta og við færum í eitthvað annað.“
Úr varð að þeir ákváðu að stofna blaðið Lók-
al sem var blað fyrir ungt fólk.
Rekinn fyRiR íkveikju
Í millitíðinni hafði Steindi þó ákveðið að leggja
stund á fjölmiðlafræði í Borgarholtsskóla. Dvöl-
in þar varð þó ekki löng. „Ég var rekinn úr skól-
anum fyrir að kveikja í gardínu. Það var mjög
leiðinlegt dæmi,“ segir hann og blaðamaður er
ekki viss hvort hann sé að grínast eða ekki. „Ég
sat í tíma og það var eitthvert svona drasl neð-
an í gardínunni og ég ákvað að laga það. Ég var
með kveikjara í vasanum og ætlaði að kveikja
í þræðinum til að laga gardínuna.“ Það fór þó
ekki alveg eins og hann hafði búist við. „Það var
eins og það væri búið að setja bensín á gard-
ínuna og það bara kviknaði í henni og ég henti
henni á jörðina og hoppaði á henni á sokkun-
um. Mér var í kjölfarið vísað úr skólanum fyr-
ir íkveikju,“ segir Steindi og greina má á rödd
hans að hann sé enn jafn hissa í dag á atvikinu.
„Þaðan fór ég í Fjölbraut í Ármúla og hélt
áfram með fjölmiðlafræðina. Síðan var þetta
bara svo leiðinlegt og ég var ekkert að fíla
þetta. Mig langaði bara að gefa út blað og fór
í fjölmiðlafræði til að læra það. Ég nennti ekki
að læra þetta og fór bara og gaf út blað,“ segir
Steindi og á þá við Lókal-blaðið sem talað var
um hér að ofan.
BReytti viðtöLum viLjandi
„Við vorum með blaðið í eitt ár og þetta var
mjög gott blað. Það voru mjög skrýtnar og
skemmtilegar greinar í því. Við tókum viðtöl
við alls konar fólk og svo breyttum við þeim al-
gjörlega. Ég mætti á staðinn og spurði fólk um
einhverja „random“ hluti. Hvernig dót áttu,
uppáhaldslitinn þinn og eitthvað svona bull
bara. Svona viljandi lélegt og svo fór ég bara
heim og breytti bæði spurningunum og svör-
unum. Þetta minnti svolítið á Roast-sjónvarps-
þættina,“ segir Steindi og greinilegt er að hann
hefur alltaf verið óhræddur við að hrista upp í
hlutunum. „Þetta var mjög súrrealískt og abs-
úrd eitthvað,“ segir hann og hlær að minning-
unni. „Þetta var ekkert persónulegt. Bara eitt-
hvert algjört bull og okkur fannst þetta fyndið.
Viðtölin voru við hina og þessa. Við tókum til
dæmis viðtal við Nylon, Hemma Gunn, Hjalta
Úrsus, Steingrím J. og fleiri. Það var alltaf það
sama notað og allir komu út eins og þeir væru
snargeðveikir.“ Hann segir þó litla eftirmála
hafa verið af þessum hrekkjum þeirra félaga.
„Ég held að þau hafi bara ekkert séð þetta. Eða
jú, reyndar Nylon sá þetta. Það voru einhver
símtöl og hótanir og vesen út af því. En maður
er nú orðinn vanur því,“ segir Steindi og skellir
upp úr.
OfviRkuR viLLinguR
Steindi segist hafa verið mjög furðulegur sem
barn, jafnvel ofvirkur. „Ég byrjaði að hlaupa
áður en ég byrjaði að labba sem er mjög skrýt-
ið. Ég var mjög dularfullur krakki sem var alltaf
að. Ég kunni til dæmis mjög snemma að setja
vídeó spólur í tækið og var alltaf að horfa á spól-
ur.“ Hann segist hafa verið trúðurinn í bekkn-
um en það hafi ekki alltaf fallið í kramið hjá
þeim sem réðu. „Ég held ég hafi verið leiðin-
legur krakki. Kennurunum fannst ég óþolandi
og örugglega foreldrum vina minna líka. Ég var
ofvirkur. Ég var alltaf að gera eitthvað sem var
ekki vel séð. Ég var algjör villingur.“ Hann segist
alla tíð hafa sagt brandara og tekið upp á ýmsu.
„Siggi HaLL HótaR að
gRiLLa mömmu mína“
Foreldrar Steinda hafa fengið sinn skerf af
hrekkjum í gegnum tíðina. Í síðasta þætti af
Steindanum okkar var sýnt myndband þar sem
Steindi hrúgar alls konar drasli hjá mömmu
sinni sem er sofandi og vekur hana svo með lát-
um.
Hann segir foreldra sína hafa stutt vel við
bakið á sér og hafa leikið aukahlutverk í mörg-
um atriðum hjá honum, umbeðnir og óum-
beðnir. „Foreldrar mínir leika fullt í þættinum.
Til dæmis hótar Siggi Hall að grilla mömmu
mína í einu atriðinu og pabbi minn lék pabba
Völu Grand í öðru atriði. Þau hafa leikið alveg
helling fyrir mig í gegnum tíðina. Ef okkur vant-
ar statista þá fáum við þau,“ segir Steindi og vill
meina að þau séu farin að venjast honum og
hætt að kippa sér upp við hin ýmsu uppátæki,
enda búin að þekkja hann í 25 ár. „Þegar ég var
að gefa út Lókal-blaðið gerði ég grín að þeim
í hverju einasta blaði í einhverju svona djóki.
Ég birti myndir af þeim í hverju blaði. Ég tók
myndir úr gömlum albúmum og setti í blað-
ið. Einu sinni tók ég til dæmis mynd af pabba
þar sem hann var í baði og fótósjoppaði á hann
stærstu bumbu sem sést hefur í íslensku blaði.
Þetta hefur bitnað rosalega á þeim en þau
eru farin að venjast þessu mjög mikið. Þau eru
orðin öllu vön. Ég var til dæmis hlaupandi um
í apabúningi með kameru heima hjá mér þeg-
ar ég var eiginlega orðinn of gamall til að gera
það,“ segir hann og hlær.
WeSLey SnipeS-vika í mOSfeLLSBæ
Steindi er alinn upp í Mosfellsbæ og býr þar
enn í dag ásamt kærustu sinni, Sigrúnu Sig-
urðardóttur. Hann segist kunna vel að meta
nágrannakærleikann sem ríki í bæjarfélaginu.
„Það hjálpast allir að í Mosó. Ég fer og kynni fót-
boltaleiki og alls kyns skemmtanir í bænum og
tek aldrei krónu fyrir það. Og ef það er eitthvað
til dæmis að gerast í bæjarfélaginu hjá okkur þá
mæti ég og legg mitt af mörkum,“ segir hann.
Steinda er afar annt um bæinn og ætlaði
á tímabili að fara í bæjarpólitíkina til að geta
lagt sitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. „Það var
hringt í mig og spurt hvort ég vildi vera á lista
hjá vinstri-grænum og ég sagði bara já, auðvit-
að, ég er með fullt af góðum hugmyndum. Ég
hélt ég þyrfti bara að mæta á nokkra fundi og
búið. Ég ákvað að fara í framboð því mig lang-
aði til að fá eitt fótboltamark aftur því ég spila
mikið fótbolta. Síðan var ég búinn að ákveða að
hafa Wesley Snipes-viku og reyna að gera margt
skemmtilegt. Ég var með alveg fullt af góðum
pælingum fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.“ Steinda
varð fljótt ljóst að pólitíkin var ekki alveg eins
og hann hafði haldið.
„póLitík eR ömuRLeg“
Hann ákvað eftir stutta kosningabaráttu að
draga framboðið til baka. „Ég fór í framboð í
tvo, þrjá daga, þetta var svo mikið. Ég dró mig
út úr þessu því það var illa séð að ég væri í fram-
boði. Það var umræða um það að það passaði
ekki því ég væri í sjónvarpinu á sama tíma.
Sjónvarpsstöðin var samt ekki með stæla út af
því heldur var það bara meira fólkið í kringum
mig sem fannst það ekki sniðugt. Ég var allt-
af að rekast á eitthvert fólk sem sagði mér að
passa mig á þessari pólitík. Svo var þetta bara
massíft dæmi og síminn stoppaði ekki hjá mér.
Ég fattaði bara að pólitík er ömurleg. Ég er ekki
týpan í þetta. Ég tek svona hluti bara inn á mig.
Það eru allir að skjóta á alla. Ég væri bara heima
með magasár. Pólitík er svo persónuleg.“
Þrátt fyrir brotthvarf hans úr pólitíkinni var
honum boðið að taka sæti í menningarmála-
nefnd bæjarins. Hann tók því, enda á heima-
velli þegar kemur að menningarmálum í Mos-
fellsbæ.
kæRaStan ekki SLOppið
við HRekkina
Eins og áður sagði býr Steindi með kærustu
sinni í Mosfellsbæ. Hann er ekki viss um hvern-
ig það sé að vera í sambúð með Steinda Jr. „Það
er alveg örugglega frekar leiðinlegt að búa
með mér. Ég er ekki mikið heima en þegar ég
er heima þá er það örugglega ógeðslega gam-
an. Ég segi brandara og á góðar DVD-myndir
sem við getum horft á og svo kann ég að sjóða
pylsur,“ segir hann í gríni en kærastan hef-
ur ekki sloppið við hrekki hans. „Ég hef alveg
hrekkt hana líka. Ég setti til dæmis ljósmyndir
af henni þar sem hún er ekki upp á sitt besta
inn í seríuna án þess að hún vissi af því,“ seg-
ir hann og hlær og halda mætti að hann væri
aldrei alvarlegur.
Á SínaR aLvaRLegu HLiðaR
Hann segist þó eiga alvarlegri hliðar. „Ég er al-
veg alvarlegur líka. Bara kannski ekki lengi í
einu.“ Aðspurður hvort líf hans hafi verið grín
út í gegn segir Steindi að auðvitað hafi hann
lent í áföllum eins og annað fólk. „Ég hef misst
ástvini og félaga en maður lærir bara að lifa
með því,“ segir Steindi og greinilegt er að hann
vill ekki ræða þessi mál ofan í kjölinn. „Ég er
samt yfirhöfuð mjög léttur á því. Fólk veit alveg
hvar það hefur mig.“
„Steindinn OkkaR“
Þátturinn hans Steinda, Steindinn okkar, hef-
ur slegið í gegn. Áður hafði Steindi lengi tekið
upp hin ýmsu grínatriði og sett á netið og einn-
ig vann hann í útvarpi í nokkur ár. En takmark-
ið var að hans sögn alltaf að fá sinn eigin þátt.
„Þetta byrjaði þannig að við félagarnir vorum
með bloggsíðu saman og vorum alltaf að gera
„sketsa“ og setja inn á hana bara svona fyrir
okkur. Þannig að þetta byrjaði bara sem einka-
húmor á bloggsíðu.“
Fljótlega fóru grínatriðin þó að fá athygli
netverja og það leiddi til þess að Steinda var
boðið að vera með innslög á vefsíðunni Moni-
tor.is. „Þá byrjaði þetta svolítið að rúlla hraðar,
þá var þetta komið á stóra afþreyingarsíðu. Það
tékkuðu margir á því. Þetta voru 2–3 mínútna
sketsar, mjög illa gerðir. Yfirleitt fékk ég bara
einhvern nágranna minn í Mosó eða einhverja
vini til að taka upp og leika með mér.“ Atriðin
slógu í gegn og um sumarið var ákveðið að gera
Monitor-sjónvarpsþátt. „Ég kom bara að þeim
þætti með mitt innslag. Þegar við Bent (Ágúst
Bent Sigbertsson, innsk. blm.) vorum fengn-
ir til að vera með í Monitor-þættinum höfðum
við verið að tala um að gera þætti sjálfir. Við lit-
um á þáttinn sem þátt til að sanna okkur. Við
vorum í raun aldrei að spá í þennan Monitor-
þátt, miklu meira svona að vera góðir þarna svo
við gætum fengið okkar eigin þátt. Við meira
að segja geymdum „sketsa“ sem við áttum því
við tímdum ekki að nota þá í Monitor-þáttinn
og ákváðum að geyma fyrir þáttinn okkar. Þetta
var ákveðinn stökkpallur fyrir okkur.“
ReiðaR RaddiR
Þátturinn hefur vakið mikla athygli og feng-
ið mikið áhorf. Steindi fer á kostum í þættin-
um sem hinar ýmsu persónur og hefur hlotið
mikið lof áhorfenda fyrir. En líka last og oft frá
þeim sem eldri eru. „Um leið og þú heyrir engar
reiði raddir í kringum þig þá held ég að maður
sé að gera eitthvað rangt. Ef fólk á Barnalandi
væri að tala ógeðslega vel um mig þá væru grín-
unnendur mjög reiðir út í mig. Það er ekki hægt
að höfða til allra,“ segir Steindi og tekur það
fram að hann hugsi ekki um viðbrögð fjöld-
ans þegar hann býr til atriði. „Ég er alltaf með
Frægðarsól Steinda jr. hefur risið hratt á undanförnum misserum. Hann hefur
grínast frá blautu barnsbeini og segist hafa verið ofvirkur sem krakki. Hann
segir mikinn metnað liggja að baki sjónvarpsþætti sínum og finnst skrýtið
að fólk þekki hann úti á götu. Í helgarviðtali DV segir Steindi frá æsku sinni,
þættinum sínum sem hefur slegið í gegn, stuttum stjórnmálaferli og hvernig
hann tekst á við nýfengna frægð.KveiKti óvart
framhald á
næStu SÍÐu
Ég er alltaf bensín- laus. Ég tek alltaf
áhættuna, ég er svo fá-
tækur. Ef ég myndi fylla
tankinn gæti ég ekki étið
næstu daga þannig að
ég er alltaf bensínlaus.
Ef þú keyrir upp í Mosó
og sérð svona silfurlita
Hyundai-druslu úti í kanti
með „hazard“-ljósin á, þá
er það ég.