Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Side 50
50 föstudagur 18. júní 2010 helgarblað Ingó og Dóra Í leit að kynþokkafyllsta knattspyrnumanni og kynþokka- fyllstu knattspyrnukonu landsins voru karlkyns álitsgjafar DV nokkuð sammála í vali sínu á nokkrum sykursætum boltastelpum. Kvenkyns álitsgjafarnir völdu fjöldann allan af flottum köppum en úrslitin eru kunn. Selfyssingurinn og popparinn Ingó þykir sveittur sjarmör sem skarar fram úr þegar kemur að kynþokka og það er hin dísæta Dóra María Lárusdóttir sem þykir fegurst íslenskra fótboltakvenna. kynþokkafyllst á vellinum Ingólfur Þórarinsson - Selfoss „Kann að syngja og það er stór plús.“ „Selfyssingur og ofboðslega mikill sjarmör. Frábær söngvari og trúbador. Mjög góð fyrirmynd fyrir börn og unglinga. Það eru ekki allir tónlistarmenn sem sukka en sú ímynd hefur fylgt sveitaballabransanum um langt skeið.“ „Gæinn er meðetta!“ „Mest sexí þegar hann er í sveittri baráttu á fótboltavellinum. Pottþétt villidýr á skeiðvellinum.“ „Algjör sjarmör!“ Rúrik Gíslason - OB Óðinsvé „Flottasti fótboltastrákurinn okkar. Skemmtilegur og heillandi með fallegt bros.“ „Hávaxinn, hugsar vel um útlitið, vel klæddur, mikill herramaður og rosalega myndarlegur.“ „Flottur!“ „Kjálkabeinin! Sjarminn lekur af honum. Hann er bara algjör ladykiller.“ Gylfi Þór Sigurðsson - Reading „Mjög myndarlegur, skemmir ekki fyrir að hann er hávaxinn og væntanlega í toppformi og svo er velgengni alltaf heillandi. Þrátt fyrir lítinn áhuga á fótbolta myndi ég sitja heilan leik til þess að horfa á hann.“ „Dularfullur og feiminn sem gerir hann að ótrúlega spennandi og kynþokka- fullum manni.“ Hermann Hreiðarsson - Portsmouth „Svo mikið krútt að hann verður að vera með. Sætar tennur, sætt bros og svo er þetta flón alltaf að fíflast.“ „Það er bara eitthvað við hann. Svo hot!“ Aron Gunnarsson - Coventry „Hinn fullkomni eginmaður. Fallegur að innan sem utan, duglegur, góður og geislar af öryggi.“ „Alíslenskur karlmaður, nældi sér líka í svaka skutlu þarna í Bretlandi. Þarf að segja meira?“ Garðar Gunnlaugsson - Linz „Úff, hann er maður Ásdísar Ránar. Þarf að segja meira?“ Helgi Sigurðsson „Sjóðheitur. Ég sá hann í Egilshöll fyrir skemmstu að skottast um í fótbolta og ég slefaði pínulítið. Kominn með grátt í vanga en ljúfur eigi að síður.“ Matthías Vilhjálmsson - FH „Einstaklega myndarlegur og virkar eitthvað svo heilbrigður.“ Álitsgjafar: EMbLa GrétarsDóttIr knattspyrnukona KrIstrún Ösp barKarDóttIr fyrirsæta InGunn ELísabEt HrEInsDóttIr dansari aLExanDra HELGa ívarsDóttIr ungfrú Ísland 2008 raGnHEIður FrIðjónsDóttIr blaðamaður Dóra María LárusDóttIr knattspyrnukona InGIbjÖrG EGILsDóttIr fyrirsæta soFFía svEInsDóttIr veðurfréttakona FannEy InGvarsDóttIr ungfrú Ísland 2010 KrIstín LEa fyrirsæta LILja InGIbjarGarDóttIr fyrirsæta kARlARnIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.