Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 6
6 föstudagur 18. júní 2010 fréttir forystukreppan og kvíðinn n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr- verandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til margra ára, hélt samstarfsfólki sínu veglegt hóf í Höfða nýverið. Þar var margt manna og mikið skrafað. Eitthvað voru sjálfstæðis- menn þó þungt hugsi og órólegir vegna óvissunnar um flokksfor- ystuna svo skömmu fyrir landsfund. Margir túlka það sem veikleikamerki núverandi forystu að mjög sé rætt um endurkomu Davíðs Oddssonar í stjórnmálin. Pattstaðan er hins vegar alger innan flokksins aðeins viku fyrir landsfundinn. Þrátt fyrir óánægju innan flokksins þykir sýnt að Bjarni Benediktsson verði einn í framboði til formanns vegna skorts á kjarkmiklum leiðtogaefnum. Hugvitsamleg tímasetning n Ýmsir hafa furðað sig á innilegum kveðjum Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, til íslensku þjóðarinnar á þjóðhátíðardegi hennar. Jafnframt þykja leiðtogar Evrópusam- bandsins hafa tekið mildilega á Íslendingum þegar þeir sam- þykktu refjalaust aðildarumsókn landsins á þjóð- hátíðardaginn. Þetta tvennt ku hafa vakið óskipta athygli í röðum embættismanna hérlendis sem erlendis. Ytra hella menn úr eyrunum og þykjast sjá að tímasetningin á samningum Íslend- inga og Kínverja á dögunum ráði hér úrslitum. Vinsamleg samskipti við svo voldugan stórleikara á alþjóða- vettvangi framkalli jákvætt viðmót og beini jákvæðri athygli til litlu eyþjóðarinnar. nýtt ævintýri Jóns n Jón Kristinn Snæhólm stjórn- málafræðingur skýtur upp kollinum á ýmsum stöðum. Þannig er hann frægastur fyrir að vera einn helsti atkvæðasmali sem sögur fara af innan Sjálfstæðis- flokksins. Þá gerði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hann að aðstoðarmanni borgarstjóra í stuttri valdatíð sinni, en í því hlutverki var hann eins og skuggi Vilhjálms. Nú er Jón Krist- inn kominn í framvarðasveit þeirra sem kynna hina umdeildu íþrótt súlufimi. Sem slíkur tók hann einmitt þátt í óvissuferð súlufimistelpna á Goldfinger, þar sem 16 ára stúlka var með í för. Sjálfur segist hann ekkert hafa vitað um að stúlkan væri 16 ára. sandkorn Um síðustu helgi var öll starfsemi DV flutt á aðra hæð hússins Hafnar- hvols við Tryggvagötu 11. DV var áður til húsa á Lynghálsi 5. Húsið Hafn- arhvoll var byggt á stríðsárunum að frumkvæði Mjólkurfélags Reykjavík- ur. Upphaflega stóð til að húsið yrði kornmylla og gert ráð fyrir gati í gegn- um allar hæðirnar. Fallið var frá þeim áformum og húsnæðið þess í stað- byggt fyrir skrifstofustarfsemi. Geir Hallgrímsson starfaði á hæðinni Verslun Hallgríms Benediktssonar átti tvær neðstu hæðir hússins til að byrja með, en fyrirtækið var meðal annars með sementssölu. Geir Hallgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var með skrifstofu á annarri hæð hússins en hann var sonur Hallgríms Benedikts- sonar. Á fyrstu hæðinni var Friðrik Bertelsen lengi vel með teppaverslun. Árið 1958 keypti Landssamband ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ) aðra hæð- ina af H. Benediktssyni, en samband- ið hafði þá verið til húsa hinum megin götunnar. LÍÚ var með starfsemi sína á annarri hæðinni, þar sem DV er nú til húsa, fram til ársins 2002, eða þar til sambandið flutti í Borgartún ásamt nokkrum hagsmunasamtökum at- vinnurekenda. Kveldúlfur til húsa í Hafnarhvoli Útgerðarfélagið Kveldúlfur var með starfsemi á tveimur efstu hæðum byggingarinnar fram á áttunda áratug síðustu aldar eða þar til Landsbank- inn tók félagið yfir. Kveldúlfur var eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins framan af öldinni. Kveldúlfur var í eigu Thors Jensens og fjölskyldu hans. Ólafur Thors, sonur Thors, kom meðal annars að rekstri félagsins þar til pólit- ískur ferill hans hófst. Landsbankinn var síðan lengi vel með starfsemi á þessum hæðum Hafnarhvols eftir að Kveldúlfur lagði upp laupana þar. Á þriðju og fjórðu hæð húss- ins voru lengi vel fyrirtækin Elding Trading Company, útgerðarfyrir- tækið Ísbjörninn og Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan. Elding Trading flutti inn vörur frá Bandaríkjunum og voru Halldór Kjartansson og fjöl- skylda með rekstur félagsins. Þá var útgerðarfélagið Brim hf. einnig með skrifstofur sínar í húsinu, þar til það flutti nýlega. Nú er í húsinu ýmis starfsemi, sem hefur tekið aðra stefnu frá þeirri sem áður var. Þar er meðal ann- ars auglýsingastofa og lögfræðistofa Gunnars Hafsteinssonar. Kveldúlfur var í eigu Thors Jen- sens og fjölskyldu hans. Ólafur Thors, sonur Thors, kom meðal annars að rekstri félagsins þar til pólitískur ferill hans hófst. DV flytur í hús útgerðarinnar Bækistöðvar DV hafa verið fluttar í hið sögufræga hús Hafnarhvol við Tryggvagötu 11. Höfuðstöðvar Landssambands íslenskra útvegsmanna voru þar til húsa frá 1958 til 2002. Þar hefur starfsemi fjöldi annarra landsþekktra fyrirtækja einnig verið, þar á meðal útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs. RóbeRt HlynuR balDuRSSOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Kristján Ragnarsson Fyrr- verandi formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna vann í Hafnarhvoli í fjörutíu ár. MynD: lJóSMynDaSafn ReyKJaVíKuR byggt á stríðsárunum Hafnar hvoll var byggður að frumkvæði Mjólkur- félags Reykjavíkur. Þar hefur margvísleg starfsemi verið til húsa. MynD: lJóSMynDaSafn ReyKJaVíKuR í nýju húsnæði Starfsfólk DV hefur komið sér vel fyrir í Tryggvagötu 11. ómar Már Jónsson áfram sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps: Áfram þrátt fyrir stórtap Ómar Már Jónsson var endurkjör- inn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps á dögunum. Sveitarstjórinn var gagnrýndur mikið fyrir að hafa not- að erlent lánsfé til að kaupa stofn- fjárbréf í Sparisjóði Vestfirðinga á síðasta kjörtímabili. Bæjarfélagið tapaði miklum fjármunum í kjölfar- ið. Hann segir sveitarstjórnina hafa fjárfest í bréfunum eftir að hafa full- vissað sig um að það væri algjörlega öruggt. Tapið mun vera í kringum 120 milljónir. Um 130 manns kusu í sveitar- stjórnarkosningunum og sautján strikuðu yfir nafn sveitarstjórans. Íbúar í Súðavíkurhreppi eru ugg- andi yfir fjárhagsstöðu bæjarins. „Vissulega hafa áföll dunið yfir hér líkt og annars staðar en hinn eiginlegi rekstur sveitarfélagsins sýnir hagnað og hefur gert frá árinu 2002,“ segir Ómar. Hann segir sveit- arfélagið hafa keypt stofnfé í Spari- sjóði Vestfirðinga á sínum tíma til að styrkja stöðu sparisjóðsins og til að halda útibúi hans á staðnum. Skil- málarnir hafi verið þeir að stofn- fé gæti aldrei farið niður fyrir einn. Þegar sameining sparisjóðanna átti sér stað jók sveitarfélagið stofnfé sitt eftir ráðleggingum sérfróðra aðila. Bréfin voru keypt árið 2003 og stofnféð var aukið í lok árs 2007. „Árið 2007 ráðfærðum við okkur við sérfróða aðila sem sannfærðu okkur um að þetta væri örugg fjár- festing og það versta sem gæti gerst væri að bankarnir færu á hausinn. Það þótti fjarri lagi á þeim tíma en það varð svo raunin,“ segir Ómar. viktoria@dv.is Sveitarstjórinn Segir rekstur bæjarfé- lagsins ekki illa staddan. • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.