Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 31
viðtal 18. júní 2010 föstudagur 31 „NúNa er miNN tími“ Reynir Pálmason bifvélavirki og Eygló Þor- geirsdóttir eigandi snyrti-, nudd- og fótaað- gerðastofunnar Eyglóar. „Mamma og pabbi hafa búið í sama húsinu frá því að ég var fimm ára svo maður er orðinn ansi kröfuharður á ræturnar. Þarna vil ég hafa þau og það er allt- af jafngott að koma heim. Pabbi hefur líka unnið á sama verkstæðinu síðan ég var krakki auk þess sem hann hefur sungið með Karla- kór Reykjavíkur í 17 ár og við mætum öll sam- viskusamlega á tónleika. Mamma er hins vegar galdrakona, hún er m.a. sjúkranuddari og lærði austurlenskar læknismeðferðir og nálastungur í Englandi á fullorðinsárum sínum.“ Fjölskyldan skiptir mestu Aðspurð hvernig þeim mæðgum gangi að starfa saman segir hún þær báðar hafa þrosk- ast með árunum. „Þetta hefur gengið ótrú- lega vel en auðvitað koma erfiðar stundir inn á milli. Þegar ég var að byrja var ég hálfgerð- ur krakki og hún framagjörn bisnesskona og þá voru árekstrarnir harðari. Þetta er eins og hjónaband, maður slípast til,“ segir hún og bætir við að fjölskyldan sé afar samrýnd. „Þrátt fyrir aldursmun erum við systkinin samrýnd og erum nú öll komin í sama hverfið, gamla hverf- ið okkar, rétt hjá mömmu og pabba. Við eigum öll börn svo samgangurinn er mikill,“ segir hún og bætir við að það skipti hana miklu máli að viðhalda tengslunum. „Fjölskyldan er það dýr- mætasta sem maður á, að allir séu heilbrigðir og glaðir, það kemur númer eitt og allt annað á eftir. Stórfjölskyldan er voðalega náin og hittist reglulega í gamla bæ afa og ömmu sem er rétt hjá Laugavatni.“ tími uppskerunnar Ingibjörg á ljúfar minningar úr æsku en margar hennar bestu vinkvenna eru stelpur sem voru með henni í fyrstu bekkjum barnaskóla. „Ég var aldrei mikill námsmaður á bókina og hafði lítinn áhuga á að læra. Ég var frekar hvatvís og óþekkur krakki og hefði örugglega verið greind með ofvirkni, athyglisbrest, lesblindu, hvat- vísi og mótþróaþrjóskuröskun og þar fram eftir götunun ef greiningar hefðu verið í boði á þeim tíma. Námið var mér erfitt en ég var „ligeglad“ og lét það ekki á mig fá. Ég var frökk og fór mín- ar eigin leiðir og það bjargaði mér örugglega frá því að enda úti í horni. Óþekktin óx svo af mér en ég er enn frekar örgeðja sem hefur reyndar oftar unnið með mér en á móti,“ segir hún og bætir við að síðustu árin hafi hún verið duglegri við að fara út fyrir þægindamörk sín. „Ég hef verið kjarkaðri við að framkvæmda hugmyndir mínar og kýla bara á hlutina því þá virðast þeir oft vinda upp á sig. Í dag stend ég á fertugu og er að uppskera þvílíkt út af því að ég hef stokkið út í djúpu laugina,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið lengi að þroskast. Í dag sé hún loks komin með þroska, kjark og sjálfstraust sem hana hafi skort á yngri árum. „Nú veit ég betur hvar veikleikar mínir og styrkur liggja. Ég var leitandi og miklu óöruggari á milli tvítugs og þrítugs en fór að blómstra eftir þrítugt. Hins vegar, ef maður hugsar vel um sig, borðar holl- an mat og fer reglulega út að skokka er maður alltaf 25 ára,“ segir hún hlæjandi. púkinn enn til staðar Bækur Ingibjargar fjalla um unglingsárin en sjálf segist hún hafa verið hálfgerður villingur á sínum unglingsárum og mun villtari en dótt- ir hennar nokkurn tímann. „Kannski var þetta bara tíðarandinn. Maður var bara í gaggó þegar maður fór að sniglast í kringum Villta tryllta Villa og Best í Fáksheimilinu. Flotta liðið hékk á D14 en ég tilheyrði lopapeysu- liðinu sem hékk á Matstofunni við Hlemm þar sem við stálumst til að reykja og spiluð- um Pac-Man. Síðar tóku Sigtún, Casablanca og Tunglið við. Við vinkonurnar tókum virk- an þátt í þessu öllu en lentum sem betur fer allar standandi. Við fórum tvær ásamt fyrsta kærasta mínum og vini hans í þriggja vikna ferð til Benidorm sumarið eftir níunda bekk, þá 15 og 16 ára og vorum búnar að vinna fyrir bæði flugi og gjaldeyri sjálfar. Nokkrar svona ferðir fylgdu síðan í kjölfarið árin eftir og við eigum góðar minningar frá þeim tíma en guð minn góður, ég myndi ekki hleypa dóttur minni svo glatt í svona ferð í dag þótt hún sé eldri en ég var þá. Þetta var öðruvísi í þá daga og ég man ekki betur en að töluvert af krökkum í næstu ár- göngum við okkur væru að fara í svona ferðir líka. Í dag höfum við vinkonurnar enn gaman af því að hittast og fá okkur í tána, það verður ekki af okkur tekið, púkinn kemur upp reglu- lega og þá þarf ekki að snúa upp á hendurn- ar á þeim til að hittast yfir rauðvíni og spjalla.“ Dóttir Ingibjargar, Lovísa, er 17 ára en þau Ósk- ar eiga soninn Reyni, sem er sex að verða sjö ára. „Við mæðgurnar áttum tímabil þar sem við rifumst eins og systur og ég fór niður á hennar plan en sem betur fer þroskast maður og lær- ir. Við erum mjög tengdar en afar ólíkar. Hún byrjaði mun seinna á öllu partístandi og tíma- bilið þegar ég þurfti að standa vaktina, rjúka til og sækja, stóð stutt. Í dag er hún orðin rólegri. Nema þetta sé bara lognið á undan stormin- um. Við foreldrar eigum oft erfitt þegar börnin eru að byrja í þessum fullorðinsheimi og verð- um að vera vel vakandi á meðan þau eru að fóta sig í þessu umhverfi og gera sér grein fyr- ir takmörkum sínum. Þegar þau hafa áttað sig verðum við að slaka aðeins á og treysta þeim því annars fara þau bara í uppreisn.“ Baðaði sig í stjörnuljóma Nýlegar fréttir af Ingibjörgu umkringdri Hollywood-stjörnum vöktu mikla athygli. Hún segist ekki hafa farið til Los Angeles í leit að frægð og frama en að vissulega hafi hún tekið ferilskrána með. „Þetta var langþráður draum- ur hjá mér og æskuvinkonu minni, sem tengist þessum bransa ekki neitt. Við fengum að gista hjá gömlum vini og eitt leiddi af öðru og fyrir tilviljun lentum við í partíi hjá Casper Christen- sen og Iben Hjejle úr Klovn. Það var ofboðslega gaman að fá að hitta þau og geta talað við þau dönsku. Ég var ekki komin í þessa veislu til að tala um sjálfa mig en auðvitað notaði ég tæki- færið, kynnti mig og lét þau hafa CV-ið mitt. Þetta var ósköp indælt og gaman að hafa kynn- ast þeim,“ segir hún og bætir við að stórleikar- inn Joaquin Phoenix hafi einnig kíkt í partýið. „Maður fékk ekkert stjörnur í augun en auð- vitað var gaman að að baða sig í stjörnuljóma fyrir tilviljun. Kannski maður hefði misst sig í þessum aðstæðum hér á árum áður en í dag er maður kominn yfir slíkt enda eru þetta bara manneskjur eins og við hin.“ tími til að hugsa stærra Ingibjörg viðurkennir að það gæti verið gam- an að fá tækifæri í útlöndum. „Hingað til hef ég verið bundin við Ísland en nú er kominn tími til að hugsa stærra. Ég er búin að sjá og læra hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér heima og ef ég er með góða vöru í höndunum ætti ég að geta selt hugmyndina úti eins og hér,“ seg- ir hún og bætir við að hún horfi bæði til Dan- merkur og Bandaríkjanna í þeim efnum. „Ég er komin með ágæta ferilskrá og aldrei að vita hvað maður gerir. Af hverju ættu hlutirnir ekki að geta gengið annars staðar líka ef maður er með flott verkefni? Þetta veltur auðvitað allt á því sem þú ert að kynna.“ Aðspurð hvort hún vilji slá í gegn sem leikkona eða rithöfundur/ handritshöfundur segir hún ómögulegt að ætla sér að meika það sem leikkona í Hollywood í dag. „Ég hugsa um erlendan markað sem höf- undur frekar en leikari, hitt kæmi frekar í kjöl- farið, þótt það sé ekkert sem segi að þótt mað- ur selji handrit fylgi maður með sem leikari í kaupbæti.“ sultarólin hert Eiginmaðurinn er í byggingageiranum og var einn af þeim heppnu sem héldu vinnunni eftir hrunið. Fjölskyldan hefur þó fundið fyr- ir kreppu því verkefni Óskars fluttust mikið út fyrir landsteinana. „Á tímabili fann maður fyr- ir öryggisleysi en sem betur fer er stofan henn- ar mömmu rótgróin og með tryggan kúnna- hóp svo þar finnum við ekki fyrir kreppu. Óskar þurfti á tímabili að vinna mikið í Færeyjum svo ég var grasekkja í um níu mánuði með tveggja vikna millibili. Við vorum ótrúlega fljót að að- lagast breyttum aðstæðum og notuðum Skype mikið. Verandi listamaður er maður van- ur harkinu. Í þeim geira hefur alltaf verið kreppa. Í dag er kannski enn erfiðara að fá styrki og slíkt en ég hef hvort sem er aldrei fengið neina slíka og alltaf gert hlutina meira og minna sjálf og fundið mínar eigin leiðir. Framleiðendur mínir fengu framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir hand- ritið mitt sem var auðvitað frábært því þá stækkaði hugverk mitt skyndilega til muna,“ segir hún en bætir við að hún taki ekki eftir breyttu lífsmunstri hjá fólkinu í kringum sig. „Vissulega þurfa margir að herða sultarólina og maður veit að þessi og hinn eru með lán- in fryst, ég er sjálf með myntkörfu á bílnum og svona, en samt sem áður lifa allir sínu lífi og það er, sem betur fer, enginn á leiðina á götuna nálægt mér.“ núna er minn tími Varðandi framtíðina er Ingibjörg bjartsýn. „Ég hef ýmsar hugmyndir sem mig langar til að framkvæma en ætla að taka eitt verk- efni fyrir í einu. Ég er að skrifa um Gísla á Uppsölum þar sem ég stikla á stóru á hans lífi og ég vona að sú bók komi út fyrir jólin en það á eftir að koma í ljós. Það er voða- lega gaman að lifa þegar maður er frjór og ég vonast til að geta haldið því áfram og fengið að sjá hvert það leiðir mig. Ég er á góðum stað, á besta stað í lífinu finnst mér, á góða fjölskyldu og er afslöppuð og róleg. Það er allt í frekar miklum blóma,“ segir hún bros- andi og bætir við að hún sé á einhvers konar tímamótum. „Ég hef komist yfir margar stór- ar hindranir, komið leikriti á koppinn, bókun- um mínum út, leikið í kvikmyndum, sjónvarpi og skrifað kvikmyndahandrit. Ég hef sjaldn- ast fengið hlutina upp í hendurnar en þegar það gerist er það gaman. Það er ágætistilbreyt- ing að geta mætt í vinnuna og leikið en þurfa ekki að fjármagna verkið eða semja það, stilla ljósin og þar fram eftir götunum. Ég hef hins vegar lært að ekkert kemur til þín af sjálfu sér. Við verðum að hafa fyrir hlutunum og hver er sinnar gæfu smiður. Ég er komin yfir ákveð- inn þröskuld og hef fyrir vikið öðlast meiri trú á sjálfri mér og finn að fólk er móttækilegra fyr- ir mér og hugmyndum mínum, sem er góð til- finning. Núna er minn tími, loksins fóru rósirn- ar að blómstra.“ indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.