Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 24
Villa Jóhönnu n Jóhönnu Sigurðardóttur varð á í messunni þegar hún sagði í þjóðhá- tíðarræðu að Jón Sigurðsson hefði fæðst á Hrafns- eyri við Dýra- fjörð. Þeir sem betur þekkja til vita að Hrafnseyri er við Arnarfjörð. Fjölmiðlar voru vitanlega snöggir til og greindu há- tíðlega frá þessari villu Jóhönnu. Einhverjir gerðu góðlátlegt grín að forsætisráðherranum á meðan hægri- mennirnir á AMX sáu sér leik á borði og lýstu því yfir að villan bæri vott um alvarlegan menntunarskort Jóhönnu og sögðu að óhæfni hennar hefði lengi blasað við. Öll skólabörn vissu hvar Jón hefði fæðst. Á eftir larsson kem- ur arnaldur n Stieg Larsson-æði gengur nú yfir Bandaríkin. Afleiðingarnar gætu snert íslenska höfunda. Larsson, sem lést árið 2004, skilur eftir sig skarð á markaðnum. Samkvæmt um- fjöllun New York Times í vikunni eru bandarísk- ir útgefendur á höttunum eftir fleiri skandinav- ískum glæpa- sagnahöfundum til að fylgja eftir þríleik Larssons um Lisbet Salander og félaga. Arnaldur Indriðason er nefndur sem líklegur kandídat af íslenskum höfundum, en bók hans, Harðskafi, hefur verið markaðssett sérstaklega fyrir áhang- endur Larssons. sérValin Yrsa n Yrsa Sigurðardóttir hefur nú þeg- ar notið góðs af Larsson-æðinu í Bandaríkjunum. Sögur henn- ar voru á meðal rúmlega tut- tugu norrænna glæpasagna sem starfsfólk Powell’s Books í borginni Portland í Oregon ákvað að stilla sérstaklega fram. Ástæðan var enn og aftur taumlaus áhugi viðskiptavina á Stieg Larsson. Vandar sig betur n Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að næla fálkaorð- unni í marga af helstu gerendum íslenska efna- hagshrunsins, þeirra á meðal hinn eftirlýsta Sigurð Einarsson. Að þessu sinni voru viðskiptajöfrar þó hvergi nærri, því meðal þeirra sem fengu fálkaorð- una í ár voru söngkona, húsmóðir, leikstjóri, skipstjóri og fyrrverandi formaður kvenfélags. Ólafur Ragnar virðist staðráðinn í því að vanda betur valið á fálkaorðuhöfum. Jón Gnarr líkti flokknum sínum við Múmínpabba þegar hann tók sæti borgarstjóra á þriðjudaginn. Ástæðan var að ekki allir skildu Múmínpabba eða Besta flokkinn, en allir vissu að hann væri góður. „Allir vita að hann er ekki vondur þótt hann sé stundum svolítið ringlaður. Hann passar líka alltaf að hafa gott fólk í kringum sig,“ útskýrði hann. Stjórnmálamenn hafa ekki ver-ið gjarnir á að vitna í teikni-myndir og ævintýri. Helst hafa þeir sagt að keisarinn sé ekki í fötum, til að hæðast að öðrum stjórnmálamönnum. Líkingin við Múmínpabba er athyglisverð. Hann var ævintýragjarn en festi svo ráð sitt og settist að í Múmíndalnum. Eitt af mottóum Múmínpabba er að hann geti lagað allt, svo lengi sem hann gefi sér tíma til þess. Góður er hann vissu- lega, en það er hins vegar óljóst hvort hann getur bjargað okkur frá Morran- um, ógnvaldi Múmíndals. Allt sem Morrinn snertir frýs. Hann er eins og kreppan. Ólíkt Jóni Gnarr er Múmín-pabbi ekki með einkabíl-stjóra. Hann er hófsamur og nægjusamur og þarf ekki milljón á mánuði. Ekki seilist hann heldur eftir völdum. Helst vill hann bara vera fjölskyldufaðir. Hann hefur engin ítök í Orkuveit- unni og er í raun ekki í aðstöðu til að valda neinum skaða. Múmín- pabbi setur Snorkstelpuna ekki yfir leikskólaráð og Hemúlinn ekki yfir skipulagsráð. Til er saga sem lýsir í smáat-riðum því sem gerist í kjölfar byltingar, líkt og þeirrar sem varð í Reykjavík. Hún heitir Animal Farm eftir George Orwell, eða Dýrabær á íslensku. Sagan segir frá dýrum á bóndabæ sem tóku völdin af mönnunum. Svínin sem stjórnuðu byltingunni voru jöfn öllum hinum dýrunum. Öll voru þau vinir. Með tímanum byrjuðu svínin hins vegar að ganga upprétt á tveimur fótum og klæða sig í mannaföt. Á endanum breyttust svínin í menn og ákváðu að sameinast mönnunum um að arð- ræna hin dýrin. Alveg eins og borgar- ar Borgarahreyfingarinnar breyttust í stjórnmálamenn á þremur mánuð- um og byrjuðu að svíkja loforð og plotta hver gegn öðrum. MÚMÍNGNARR Sending frá Jóni Gnarr Frumregla Besta flokks Jóns Gnarr virð-ist vera að gera lífið skemmtilegra. Því kemur varla á óvart að eitt fyrsta verk-efni flokksins hafi verið að gefa ung- lingum undir 18 ára frítt í sund. Á sama tíma er borgin að sligast undan skuldum og erfiðum efnahagsaðstæðum sem ekki sér fyrir endann á. Útgjöld sem leiða ekki til útreiknanlegs ágóða, líkt og fríar sundferðir fyrir börn, eru skipulega vanmetin í skipulagningu sameig- inlegra útgjalda. Sundferðir valda vellíðan, tryggja ákveðið hreinlæti, bæta heilsu og auka myndun D-vítamíns í líkamanum. Þetta hefur góð áhrif á huga og líkama barna. Skortur á sól- arljósi getur leitt til þunglyndis, sem aftur get- ur haft neikvæð margfeldisáhrif á líf og framtíð einstaklinga. Ókeypis sundferðir auka líkurnar á að efna- lítil börn öðlist allt þetta, sem þau eiga svo erf- itt með að öðlast með öðrum hætti. Börn sem geta ekki borgað fyrir sundferðir eru þau börn sem helst þurfa á áhrifum sunds að halda. Ein ókeypis sundferð getur opnað huga hins leit- andi og ómótaða barns fyrir heilnæmri íþrótt. Þessi aðgerð gæti til lengri tíma bætt heilsu og námsárangur, lækkað glæpatíðni, aukið ham- ingju, minnkað fíkniefnaneyslu og margt fleira óútreiknanlegt. Orsakasamhengið er flókið og margfeldis- áhrifin magnast með tímanum, sérstaklega þar sem um börn er að ræða. Sama gildir til dæmis um leikskólamáltíðir. Spurningin er: Hverju er fórnað í staðinn? Jón Gnarr eyðir 12 til 14 millj- ónum í sundferðir barna. Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eyddu tæplega 600 milljónum króna í að koma í veg fyrir bygg- ingu hótels, sem hefði dregið úr áhrifum nítj- ándu aldarinnar á götumynd Laugavegsins. Íhaldssemi var takmark Vilhjálms og Ólafs. Samfylkingin og Vinstri-grænir segjast stefna að jöfnuði. Besti flokkurinn setur markið á skemmtun eða gleði. Skemmtun veldur ham- ingju, í það minnsta til skamms tíma. Hamingj- an er yfirleitt talin vera tilgangur lífsins. Þess vegna er alls ekki galin stjórnspeki að stefna að skemmtun eða gleði. Hins vegar stefna all- ir flokkar að hamingjunni. Stjórnmálin snúast ekki síst um hver eigi að fá hamingjuna. Stóra spurningin í kosningabaráttunni var hvort hækka ætti útsvar, hækka gjaldskrár eða skera niður í útgjöldum borgarinnar. Allir virt- ust sammála um að fjárhagsstaða borgarinnar væri of slæm. Svar Jóns og Dags B. Eggertssonar er þvert á móti að eyða meira, meðal annars í at- vinnuuppbyggingu. „Þetta verður að einhverju leyti tilflutningur á framtíðartekjum. Þannig að við útilokum ekki að taka lán fyrir hluta af þessum framkvæmdum,“ útskýrði Dagur. Lán eru útreiknanleg. Þau þarf að borga síðar að viðbættum vöxtum. Lán og vextir eru stærsta vandamál íslenska þjóðarbúsins. Í góðærinu sem olli hruninu var uppi skýr krafa um jákvæðni og bjartsýni á framtíðina, líkt og nú. Aukin skuldasöfnun var yfirleitt álit- in góð vegna framlegðarinnar af lántökunum, en framlegðin reyndist misskilningur. Núna á líka að taka lán til að reyna að stækka kökuna. Svar Jóns og Dags virðist komið. Borgarbúar nútímans fá hamingjuna. Borgarbúar framtíð- arinnar borga og við erum bjartsýn á að þeim gangi betur en okkur. JóN TRAusTi ReyNissoN RiTsTJóRi skRifAR. Svar Jóns og Dags virðist komið. Borgarbúar nútímans fá hamingjuna. 24 föstudagur 18. júní 2010 umræða sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari svarthöfði „Áhyggjur eru gagnslausar.“ n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, um það að fólk hafi áhyggjur af óvissunni í kringum Besta flokkinn og störf hans. Hann segir engan vanda hafa verið leystan með áhyggjum. Kærleikurinn sé svarið. - DV „Ég er búinn að mynda mikinn innri metnað fyrir strætó í gegnum tíðina.“ n Dr. Gunni sem var kosinn stjórnarformaður Strætós BS. Nú er óvíst hvort hann megi gegna starfinu en hann segist þekkja stætó út og inn. Sérstaklega þar sem hann tók ekki bílpróf fyrr en hann var 38 ára. - DV „Ísland, ef það gengur ekki þá Brasilía.“ n Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, aðspurður hvaða lið muni sigra á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku sem nú stendur yfir. - DV „Fólk á ekki að þurfa að gefa upp kynhneigð sína til þess að gefa blóð.“ n Einar Þór Jónsson, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri HIV-Ísland, um löggjöfina sem segir að samkynhneigðir megi ekki gefa blóð í Blóðbankanum. - DV „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra.“ n Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar um gengistryggð lán. Hann segir áfallið mest fyrir bílalánafyrirtækin. - Vísir bókstaflega Besta boltabullið Maður einsog ég; sem er svo bjartsýnn og jákvæður að hann þarf yfirleitt að leita lengi ef í hugann á að koma eitt- hvað neikvætt, neyðist annað veifið til þess að upplifa leiðindi, en þá samt sem áður á skemmtilegum nótum. Og núna er sko engin gúrkutíð í þeim efn- um, því nú má finna svo mikið af upp- byggilegum leiðindum í tilgerðarlegu bulli um fótbolta, að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Snyrtilegir menn eru kallaðir sparkspekingar og þeir láta frá sér fara setningar einsog: -Honum langar ... uuuuu ... klárlega ... héddna ... að skora héddna og ef hann skorar fleirri börk þá héddna vinnur liðið hans ... héddna í hálleik. Héddna klárlega. Menn lýsa leik með því að geta þess hvað sá heitir sem er með bolt- ann, í það og það skiptið, og hvað sá heitir sem við boltanum tekur. Svo er tíundaður kunningsskapur leik- manna og þess getið í hvaða félagi þeir iðka íþrótt sína. Hið uppskrúfaða bull er svo brjálað að maður hallast jafnvel að því að framsóknarmenn í eldhúsdagsumræðum jaðri við það að státa af meðalgreind. Jafnvel Færi- bandið hans Bubba verður áheyrilegt. Og það er engu líkara en varnarræða Gunnars í Krossinum, þegar hann reyndi að sannfæra heiminn um stór- kostleg áhrif stólpípunnar hennar Jónínu Ben, verði gáfuleg. Og öllu þessu bulli er sturtað yfir okkur í nafni þeirrar göfugu íþróttar sem fótboltinn er. Já, lífið er dásam- legt. Og við eigum svo marga spek- inga. Ekki kann ég nein fullkomin ráð til að bæta hér um betur. Gæti þó kom- ið með ýmsar ábendingar til „spark- spekinga“ um áherslur í málfari og orðavali. Þ.e.a.s. ef mönnum þykir einhver akkur í því að draga úr þeirri guðdómlegu heimsku sem í boði er. Mér dettur t.d. í hug að brúka mætti hið ágæta orð „böllur“ annað slag- ið. Hér er á ferðinni orð sem merk- ir knöttur eða bolti. Notkun þessa orðs gæti jafnvel farið vel í setning- um einsog: -Hann rekur böllinn milli fóta varnarmanni og Maradona fylg- ist með. Nei, kannski er bara betra að leyfa orðafátæktinni að njóta sín og gleðjast yfir því að heyra „héddna“ sem ann- að hvert orð í lýsingum á því sem aug- ljóst er. Allt þetta yndislega fólk sem deilir áhuga á hinni göfugu íþrótt gef- ur lífinu lit með tafsi, tuði, rugli, bulli, orðhengilshætti, þágufallssýki og yfir- leitt allri þeirri dásemd sem gerir þjóð okkar ríka. Landsmenn hafa heimsku kynnst því HM er á sveimi og hér í boltabulli finnst besta þjóð í heimi. kRIStJán hREInSSon skáld skrifar „Hann rekur böll- inn milli fóta varn- armanni og Mara- dona fylgist með.“ skáldið skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.