Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 25
Árni Tryggvason hlaut heiðursverðlaunin á Grímunni á miðvikudag. Það var tilfinningaþrung- in stund þegar Árni tók við verðlaun- unum en hann segist hafa verið rígmontinn. Árni ætlar á skakið í sumar líkt og þau fimmtíu á undan. Leið eins og tíu ára strák Ólíkt svartadauða, sem kom til Ís- lands með Einari Herjólfssyni á því herrans ári 1402, er erfitt að tíma- setja nákvæmlega hvenær nýfrjáls- hyggjan kom til landsins. Heimsókn höfuðpostulans Miltons Friedman árið 1984 má telja táknrænt upphaf, en líklega var hún þó farin að skjóta rótum talsvert fyrr. Nýfrjálshyggjan varð fyrst að alþjóðlegu afli í umrót- inu upp úr 1970, og vafalaust hef- ur vírusinn borist hingað til lands í farteski ótal útskriftarnema í hag- fræði og stjórnmálafræði upp frá þeim tíma, ekki síst hjá þeim sem höfðu lært í hinum enskumælandi heimi. Hún fór þó ekki almennilega að breiða úr sér hérlendis fyrr en á seinni hluta 9. áratugarins þegar ís- lenskur efnahagur lenti í miklum vandræðum. Sumir höfðu af þessu áhyggjur, en ekkert mótefni virtist fáanlegt. Markaður sem treystir á ríkið Ein af grunnhugmyndum nýfrjáls- hyggjunnar var sú að allt eftirlit og regluverk væri óþarft, þar sem markaðurinn stillti hagkerfið sjálf- krafa af. Það var einmitt þetta eft- irlitsleysi sem síðar reyndist svo dýrkeypt, en var stefna nýfrjáls- hyggjumanna frá upphafi. Segja má að hugmyndin hafi hrunið með afgerandi hætti haustið 2008 í helsta vígi hennar, Bandaríkj- unum. George W. Bush, sem oft var kenndur við nýfrjálshyggjuna, neit- aði þá að koma Lehman Brothers- bankanum til bjargar. Hann taldi að slíkt væri ekki í verkahring ríkis- ins, samkvæmt kenningunni, og að markaðurinn ætti að sjá um þetta. Markaðnum mistókst hins vegar að stilla sig af, með þeim afleiðingum að ríkið þurfti á endanum að bjarga fjölda annarra banka og var kostn- aðurinn mun meiri en ef það hefði bjargað Lehman strax í stað þess að treysta á markaðinn. Það sama gerðist á Íslandi, markaðurinn stillti sig ekki af heldur þurfti stórfelld rík- isafskipti þegar bankarnir hrundu. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjun- um voru peningar hins vegar ekki til í björgunaraðgerðir, og því varð hér hrun í stað niðursveiflu. græðgi byggð á gömlum arfi? Hvað sem því líður er ljóst að ný- frjálshyggjan var markaðssett (svo notuð séu hugtök hennar sjálfrar) hérlendis með því að vísa í sér-ís- lenska arfleifð. En á hverju var það byggt? Það er ljóst að mikill munur var á hinum tveimur samfélögum lýð- veldisins, Íslandi eftirstríðsáranna og Íslandi góðærisins, og ekki bara á yfirborðinu. Og samt voru þau bæði byggð af sömu þjóð. Þróun vel- ferðarkerfisins um miðbik 20. ald- ar var einnig talin byggð á góðum og gömlum íslenskum gildum, rétt eins og auðsöfnun síðustu áratuga hennar taldi sig vera. Báðar stefnur voru innfluttar, og báðar réttlættar með vísun í íslenskan þjóðarkarakt- er og fornsögur. Það er því ekki hægt að fullyrða að önnur hvor þróunin sé óhjákvæmileg með vísun í eðli þjóðarinnar. Ekki er heldur hægt að segja að það hafi verið óslitinn þráður frá Ingólfi Arnarsyni til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þó góðæris- menn hafi reynt að halda slíku fram þegar leikar stóðu sem hæst. Ný- frjálshyggjan var því ekki sjálfgefin, heldur innflutt hugmyndafræði sem náði tengingu við sum einkenni þjóðarsálarinnar á kostnað annarra. ný þjóð í gömlum klæðum Líklega er hugmyndin um það að hér séu allir kóngar (eða að minnsta kosti komnir af kóngum) ein af þeim grundvallarhugmyndum sem íslenska þjóðin byggir á. Þetta rím- aði við einstaklingshyggju nýfrjáls- hyggjunnar, en einnig við jafn- aðarhugmyndir „Gamla-Íslands“ þar sem enginn kóngur var öðrum fremri. Vandamálið liggur ef til vill í því að í landi þar sem allir eru kóng- ar er erfitt að greina að milli hags- muna einstaklinga og heildarinn- ar, á milli auðmanna og venjulegs launafólks. Þetta þurfti ekki endi- lega að leiða til nýfrjálshyggju, enda er kóngahugmyndin mun eldri en nýfrjálshyggjan. En hún gerði henni auðveldara fyrir. Ef önnur þjóð hefði fylgt sömu stefnu hefði niðurstaðan verið sú sama, enda var það reyndin að all- ar þjóðir sem fylgdu þessari stefnu lentu í miklum vanda haustið 2008, þó hann hafi verið verstur á Íslandi. Eftir stendur að íslenska þjóðin hef- ur verið til í rúm 1000 ár án þess að hafa áður kallað yfir sig álíka efna- hagshrun. Það sem breyttist og var forsenda hrunsins var tilkoma hug- myndafræði nýfrjálshyggjunnar, hún er sú breyta sem allt annað var afleiðing af. Grundvallarvandamálið liggur því ekki í eðli þjóðarinnar, heldur í þeirri hugmyndafræði sem hún tók upp á undanförnum 20-30 árum. Þetta eru þrátt fyrir allt góðar fréttir, því auðveldara er að skipta um hug- myndafræði en þjóð. Ber íslenska þjóðin ábyrgð? umræða 18. júní 2010 föstudagur 25 myndin Hver er maðurinn? „Árni Tryggvason frá Hrísey.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er bara harkan. Það er ekkert annað. Ég verð að vera harður við sjálfan mig. Svarti hundurinn er að stríða mér stundum. Þunglyndið.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn í Hrísey, reyndar ekki hreinræktaður. Ég er Árskógsstrendingur frá Víkurbakka í Árskógshreppi.“ Áhugamál fyrir utan leiklist? „Það er sjómennska. Ég hef gert út tíu báta alls í fimmtíu sumur.“ Áttu þér uppáhaldsbók? „Ég er ekki mikill lestrarhestur. Ég er dálítið fjölþreif- inn í þessu. Ég hef ekki mjög gaman af skáldsögum. Það eru frekar þjóðleg efni og slíkar bókmenntir sem heilla mig en engin ein sérstaklega.“ Hvert er mesta lostæti sem þú veist um? „Það er kræklingur frá Hrísey eða bláskelin eins og hún heitir víst á íslensku.“ Hvernig leið þér þegar þú tókst við verðlaununum? „Mér leið eins og tíu ára strák. Var voðalega montinn þegar ég var tíu ára og það tók sig upp þarna aftur. Voðalega montinn með að fá þessa styttu. Hún er svo falleg og vel gerð.“ stendur eitthvert eitt hlutverk upp úr? „Já. Estragon í beðið eftir Godot. Með því hlutverki fannst mér ég vera orðinn leikari.“ Er eitthvert hlutverk sem þig hefur alltaf langað til að fara með? „Nei, get ekki sagt það. Þetta er svo sérkenni- legt með okkur leikara að hlutverkið sem maður er að æfa og leika hverju sinni er það sem skiptir máli.“ Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Eftir að ég útskrifast af deildinni út af barátt- unni við þann svarta má ég fara ferða minna. Þá liggur leiðin beint til Hríseyjar á skakið. Ég keypti nýjan bát fyrir tveimur árum. Hann gengur 25 mílur og sýpur of mikla olíu.“ maður dagsins kjallari „Hollandi.“ sandor sTEgEMan 29 Ára kENNari í briMbrETTaSkóla „Hollandi.“ Marion vErgouf 29 Ára ViNNur HJÁ fluGfÉlaGi „Spáni.“ Milla Ósk MagnúsdÓTTir 20 Ára afGrEiðSludaMa „alsír.“ Jana MarEn ÓskarsdÓTTir 22 Ára afGrEiðSludaMa „Spáni.“ ÝMir BJörgvin arTHúrsson 37 Ára EiGaNdi fErðaMaNNabúðar með hvaða liði heldur þú á hm? dómstóll götunnar valur gunnarsson rithöfundur skrifar „Segja má að hug- myndin hafi hrunið með afgerandi hætti haustið 2008 í helsta vígi hennar, Bandaríkjunum.” Borgarlistamaður reykjavíkur kristbjörg kjeld er nýr borgarlistamaður reykjavíkur, en eitt af fyrstu embættisverkum Jóns Gnarr borgarstjóra var að sæma hana þessari heiðursnafnbót í Höfða á 17. júní. Jón tók fram að hann væri mjög ánægður með að kristbjörg hefði verið valin. Mynd/rÓBErT rEynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.