Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 17
úttekt 18. júní 2010 föstudagur 17 „BoBBy elskaði dóttur sína innilega“ Myndarlegar mæðgur Marilyn og Jinky eru samrýndar mæðgur og sakna báðar Bobbys Fischer mjög eftir fráfall hans árið 2008. Samuel Estimo, filippseyskur lögfræðingur mæð- gnanna Marylin og Jinky Young, sem fullyrt er að sé dóttir skáksnillingsins Bobbys Fischer, segir hina meintu dóttur ganga yfir meðallagi vel í skóla og að hún tefli einnig líkt og faðir hennar. Hann segir stúlk- una sakna föður síns sárlega. „Jinky hefur gáfnafar og kímnigáfu föður síns. Hún teflir einnig og er yfir meðallagi í skóla. Hún saknar sárlega föður síns sem hringdi reglulega og hún kvaddi hann ávallt með orð- unum: Ég elska þig,“ segir hann. Estimo hefur tekið að sér erfðamál Jinky Young og móðir hennar, Marylin, fullyrðir að stúlkan sé dóttir Fischers. Áætlað er að skákmeistarinn hafi skilið eftir sig í kringum 300 milljónir króna og gera mæðgurnar tilkall til arfsins. Filippseyski lögfræðingurinn fullyrð- ir að stúlkan sé dóttir Fischers og segist hafa skotheld gögn því til sönnunar. Engin ekkja „Ég hef öll gögn sem sanna tilvist dóttur Fischers, fæðingarvottorð, vegabréf, myndir af þeim öllum saman og margt fleira. Bobby hafði sjálfur viðurkennt hana sem barn sitt. Ég hef náð saman öllum okkar gögnum sem sanna mál okkar,“ segir lögfræðingur- inn Estimo í samtali við DV. Estimo segist hafa kynnst skákmeistaranum fyrst þegar hann sat í japönsku fangelsi. Þá á Fischer að hafa leitað til filippseyska lögfræðingsins og óskað eftir aðstoð hans við að sækja um ríkisborgararétt þar í landi. „Hann hafði samband við mig þá en ég ráð- lagði honum gegn því að sækjast eftir þessu. Bobby var mjög ljúfur og elskulegur félagi við Marylin og fyrirmyndar faðir fyrir Jinky. En þegar hann settist við skákborðið tók við keppnismaður mikill sem naut þess að sigra andstæðinga sína. Með greindarvísitölu hærri en sjálfur Albert Einstein var með var Bobby al- gjör snillingur,“ segir Estimo. Aðspurður segist Estimo ekki trúa því að Japaninn Miyoko Watai hafi verðið lögleg eiginkona Fischers. Hann vinnur nú að því að fá faðerni ungu filipp- seysku stúlkunnar viðurkennt. „Þetta eru glaðlyndar mæðgur og þær bera sig vel. Ég trúi því ekki að Mi- yoko hafi verið gift Fischer. Annaðhvort hefur hún sannanir fyrir því eða ekki. Ég skil ekki hvers vegna hún er í vandræðum með að sýna fram á hjúskapinn ef hún var virkilega eiginkona hans,“ segir Estimo. Mikilvæg lífsýnataka „Krafa þeirra mæðgna til dánarbúsins stendur og fellur með lífsýnatökunni. Marylin hefur margoft fullvissað mig um að Bobby sé faðir stúlkunnar og því ferðuðumst við þennan langa veg til Íslands svo hægt væri að taka blóðsýnin. Blóðprufa úr Jinky var tekin á Landspítalanum, á sama stað og Bobby lést, og væntanlega er þar til blóðsýni úr honum. Nú hafa sýnin verið send til Lundúna til rannsókna.“ Estimo segir nýlega heimsókn til Íslands hafa ver- ið mjög lærdómsríka og eftirminnilega. Aðspurður segir hann Marylin vera feimna og góða sveitastelpu frá suðurhluta Filippseyja. „Ég hafði mjög gaman af heimsókninni til Íslands. Hún væri bæði mjög lær- dómsrík og eftirminnileg. Fyrir utan lífsýnin höfum við eitt og annað í höndunum sem sýnir fram á sam- skipti Bobbys við lífsförunaut sinn og dóttur. Hann sendi þeim mánaðarlega meðlagsgreiðslur og bauð þeim reglulega í utanlandsferðir þangað sem hann kom síðan til þeirra. Ekki leið dagur án þess að Bobby hringdi til þeirra mæðgna til að heyra í þeim hljóðið,“ segir Estimo. trausti@dv.is LögFræðingur Meintrar dóttur BoBBys FischEr ekki í nokkruM vaFa uM Jinky: gáfuð og fyndin eins og pabbi hennar Klár stelpa Lögfræðingurinn estimo segir Jinky ganga yfir meðallagi vel í skóla og að hún tefli líkt og stórmeistarinn faðir hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.