Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 42
NæturráfariNN Eric Edgar Cooke var ástralskur raðmorðingi og fékk viðurnefnið Næturráfarinn. Um fjögurra ára skeið, frá 1959 til 1963, var borgin Perth í Vestur-Ástralíu í greipum óttans af völdum Erics. Eric var stórtækur glæpamaður og gerðist í það minnsta sekur um tuttugu og tvo alvarlega glæpi sem kostuðu átta manns lífið. Sjálfur hafði Eric notið lítillar ástúðar í æsku og oft og tíðum fengið að finna fyrir hnefum föður síns sem átti við ofdrykkju að stríða. Einnig lét faðir Erics hann finna til tevatnsins þegar hann reyndi að koma móður sinni til varnar. Lesið um Næturráfarann í næsta helgarblaði DV. Finchley-barnabýlið Amelia Sach og Annie Waters voru breskir raðmorðingjar sem lögðu fyrir sig að taka börn í fóstur og ætt- leiða gegn gjaldi í upphafi 20. aldarinnar. Viðskiptavinir þeirra voru að stærstum hluta þjónustustúlkur sem höfðu orðið þungaðar og vinnuveitendur stúlknanna kröfðust þess að málið yrði leyst svo lítið bæri á. Amelia Sach (1873–1903) og Ann- ie Walters (1869–1903) urðu þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vígja gálgann í Holloway-kvenna- fangelsinu í Lundúnum. Tuttugu og níu ára að aldri rak Amelia Sach fæðingarheim- ili í Finchley í Lundúnum þar sem barnshafandi og ókvæntum kon- um bauðst að fæða börn sín. Að auki bauðst nýbökuðum mæðrum, gegn gjaldi, að skilja börn sín eftir á heimilinu og voru þær fullvissaðar um að alin yrði önn fyrir þeim eða þeim komið í hendur fósturfor- eldra gegn viðbótargreiðslu. Margt er á huldu um sögu Ame- liu Sach en vitað er að hún hafði gifst manni, Jeffrey Sach, og sam- kvæmt opinberum skrám fyrir Wales og England árið 1901 hafði hún eignast barn. Samstarfskona Ameliu var Annie Walters og síðar átti eftir að koma í ljós að þær voru ekki allar þar sem þær voru séðar. Gjöld og gjafir Um aldamótin 1900 ákvað Amel- ia að færa út verksvið sitt og aug- lýsti að auk fæðingarþjónustu og hvíldar fyrir nýbakaðar mæður stæði einnig til boða að skilja ný- bura eftir. Konurnar sem nýttu sér þessa þjónustu voru að stærstum hluta þjónustustúlkur úr nágrenn- inu sem voru með húsbónda sem vildu að þungun og fæðing færu leynt og málið yrði leyst í kyrrþey. Greiða þurfti fyrir hvíld að lok- inni fæðingu á Finchley-barnabýl- inu, eins og fæðingarheimilið var síðar kallað, og greiða þurfti auk- reitis fyrir ættleiðingu og var sú greiðsla, 25–30 sterlingspund, sögð „gjöf“ til framtíðarforeldra barn- anna. Annie Walters var ólæs og al- mennt talin treggáfuð. Lítið er vitað um bakgrunn Annie en hún hafði verið gift og átti við drykkjuvanda- mál að stríða. Amelia hafði rekið fæðingarheimili sitt um þó nokk- urt skeið áður en hún réð Annie í þjónustu sína. Leiða má líkur að því að Annie hafi verið nytsamur einfeldningur í huga Ameliu. Tempsá eða ruslahaugur Að fæðingu lokinni og þegar móðirin var horfin, barnlaus, til síns heima kom Amelia Sach barninu í hendur Annie sem sá um að myrða það. Sum börnin myrti Annie með eitri sem olli því að börnin köfnuðu, ef eitrið virk- aði ekki sem skyldi kæfði Annie börnin með eigin hendi. Líkum barnanna henti Annie í Tempsá eða gróf þau á ruslahaug. Sem fyrr segir reiddi Annie ekki vitið í þverpokum og einn góðan veðurdag ákvað hún að taka eitt ungbarnið með sér heim, en hún bjó í leiguíbúð og leigusali hennar var lögreglumaður. Annie tjáði leigusalanum að hún væri að gæta litlu stúlkunnar á meðan foreldrarnir væru í fríi. Eiginkona lögreglumannsins hjálpaði Annie í eitt sinn að skipta um bleyju og tók þá eftir því að um strák var að ræða en ekki stúlku, en sú upp- götvun hafði enga eftirmála. Örfáum dögum síðar sagði Annie lögreglumanninum og eig- inkonu hans að barnið hefði dáið í svefni og virtist Annie í raun og vera taka það afar nærri sér. Nokkrum mánuðum síðar kom Annie með annað barn heim til sín og gaf sömu skýringar, en þegar barnið dó vöknuðu grun- semdir hjá lögreglumanninum. Annie var handtekin og ákærð fyrir morð á barninu, þriggja mánaða dreng sem nefndur var Galley. Amelia bendluð við málið Eftir að Annie Walters var hand- tekin var þess skammt að bíða að böndin bærust að Ameliu Sach og umfang starfsemi Finchley-barna- býlisins varð ljóst. Lögreglan hafði næg sönnunargögn til að kæra stallsysturnar fyrir morð og við húsleit á heimili Ameliu fann lög- reglan mikið af barnafötum. Talið er að Annie og Amelia hafi myrt allt að tuttugu börn. Réttað var yfir Ameliu og Annie í Old Bailey dagana 15. og 16. jan- úar 1903 og það tók kviðdóminn aðeins fjörutíu mínútur að komast að þeirri niðurstöðu að þær væru sekar. Að dómsuppkvaðningu lok- inni voru þær færðar í Holloway- fangelsið og biðu þar örlaga sinna. Amelia Sach og Annie Walter voru hengdar þann 3. febrúar 1903 og var um að ræða síðasta skipti sem tvær konur voru teknar af lífi samtímis á Bretlandi. Sagan segir að Amelia hafi nánast verið í öng- viti rétt fyrir aftökuna, en Annie var tiltölulega róleg. Einn böðlanna, Henry Pier- point, skrifaði í dagbók sína að konurnar tvær væru „barnabænd- ur af verstu sort og báðar viðbjóðs- legar persónur“. Louise Masset líflátin saklaus? Ekki er útilokað að Annie og Ame lia hafi verið viðriðnar morð sem átti sér stað einhverju fyrr og varð til þess að kona að nafni Louise Masset var tekin af lífi. Árið 1899 var réttað yfir Mass- et sem hafði verið ákærð fyr- ir að myrða ungan son sinn. Lík drengsins hafði fundist á kvennasalerni á lestarstöðinni í Dalston í Lundúnum. Óbeinar sannanir gáfu til kynna að Louise hefði framið morðið og að það hefði hugsan- lega verið framið vegna þess að hún vildi giftast manni að nafni Lucas og drengurinn hefði þá orðið byrði. Hvað sem því líður hélt Lou- ise fram sakleysi sínu og upplýsti að hún hefði tekið drenginn, Manfred, úr umsjá fóstru og sett hann í hendur tveggja kvenna sem ráku fósturheimili. Lögregl- an reyndi, að eigin sögn, að finna umræddar tvær konur en höfðu ekki árangur sem erfiði. Louise Masset var sakfelld fyrir morðið og hengd í ársbyrjun 1900 þrátt fyrir beiðnaskjal um að lífi henn- ar yrði þyrmt. UmSjóN: koLbEiNN þorStEiNSSoN, kolbeinn@dv.is 42 föstudagur 18. júní 2010 Amelia Sach og Annie Walters Enduðu ævi sína í gálga nýs kvennafangelsis í Lundúnum. Aftaka Margaret Waters tíu barnabændur voru teknir af lífi í enskumælandi löndum árin 1870 til 1923. Örfáum dögum síðar sagði Annie lögreglumannin- um og eiginkonu hans að barnið hefði dáið í svefni og virtist Annie í raun og veru taka það afar nærri sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.