Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 14
„Ég þori varla út úr húsi. Ég er stimplaður sekur þótt ég sé ekki sek- ur,“ segir Júlíus Þorbergsson, oftast nefndur Júlli í Draumnum, en hann er eigandi söluturnsins Draumsins á Rauðarárstíg. Júlíus losnaði úr gæsluvarðhaldi á miðvikudag en hann hafði setið á Litla-Hrauni frá því fyrir síðustu helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyf- seðilsskyld lyf í Draumnum. Þar var gerð húsleit í síðustu viku og einnig á heimili verslunareigandans. Kom- ið hefur fram að þar hafi fundist yfir hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, eitthvað af kókaíni og tæpar 15 milljónir króna í peningum. Lygar „Þetta eru bara lygar og ómerkileg- heit, ekkert annað,“ segir Júlíus. Að- spurður um lyfin og kókaínið segir hann eðlilegar skýringar á öllu sam- an. „Ég geymdi að vísu dót fyrir konu heima hjá mér en mundi ekkert eftir því. Það voru persónulegir hlutir og einhverjar pillur. Lyfin sem fundust hjá mér voru öll hennar. Það var eitt- hvað talað um eiturlyf hjá mér en það er uppspuni,“ segir Júlíus. „Ég hef ekki verið að selja eiturlyf, hvorki í Draumnum né annars stað- ar. Ég hef ekki komið nálægt því.“ Ekki þýfi Júlíus segist einnig vera grunað- ur um að hafa haft þýfi í fórum sín- um. Fyrir því segir hann líka einfald- ar skýringar. „Ég hef verið að hjálpa fólki sem stundum á ekki fyrir mat og þá hef ég geymt eigur þess. Svo hefur það komið og leyst hlutina út þegar betur hefur staðið á,“ segir Júlíus. „Mikið af þessu er bara uppspuni og lygar. Það er kannski fótur fyrir einhverju. Ég hefði ekki átt að geyma eigur fólks og ekki þessar pillur. Ég hef ekkert gert af mér, að minnsta kosti mjög lítið. Það sem ég hef helst gert af mér er að vera góður við ná- ungann og hjálpa fólki.“ Erfitt varðhald Aðspurður segir Júlíus það hafa ver- ið erfiða lífsreynslu að sitja í gæslu- varðhaldi og að honum finnist leið- inlegt að sonur hans hafi líka lent inni. Hann óttast ekki að lenda aft- ur í fangelsi. „Strákurinn hefur ekk- ert gert af sér, fyrir utan að vinna hjá mér Það var mjög erfitt að lenda í gæsluvarðhaldi og inni í klefa. Mað- ur er auðvitað vanur ýmsu en þetta gæti brotið marga niður. Starfsfólkið þarna er hins vegar elskulegt,“ segir Júlíus. „Nei, ég er ekki hræddur um að þetta fari illa og ég óttast ekki fang- elsi. Ég vonast bara eftir farsælli lausn.“ Maðkar og dósir Hann viðurkennir að hann hafi unn- ið sér inn aukatekjur með ýmsum hætti en segir það ekki tengjast ólög- legri iðju. „Ég vona að ég geti hald- ið áfram í búðinni en á eftir að sjá hvernig fer. Ég hef unnið sleitulaust þó svo að ekki sé mikið upp úr þessu að hafa. Tekjurnar mjatlast ef ég hef verið harður í vinnu. Síðan hef ég verið í því síðustu 15 ára að týna dós- ir og ánamaðka. Það hefur gefið mér aukatekjur,“ segir Júlíus. „Ég hef unnið hörðum höndum í hátt í þrjátíu ár og svo má ég ekki eiga neinn pening heima hjá mér. Málið er að ég tel að bönkunum sé ekki treystandi, eins og komið hefur í ljós, og hef því geymt ævisparnaðinn heima fyrir. Svo er verið að láta reyna líta út fyrir að þetta sé illa fengið fé en það er það alls ekki.“ Lokað í bili Draumurinn hefur verið innsiglaður af lögreglu en verslunina hefur Júlíus rekið í tæp 23 ár. Honum þykir sárt að sjá ævistarfið í molum. „Ætli það sé ekki búið að loka hjá mér í bili. Ég er bara í rólegheitum núna. Við erum að rannsaka þetta allt saman, ég og mín- ir lögfræðingar. Við erum að skoða hvernig staðið hefur verið að þessu því þetta er ekkert svona,“ segir Júlíus. „Þetta er mjög einkennilegt allt saman og það er verið að skemma mannorð mitt. Ég á eflaust eftir að krefjast einhverra bóta en sjáum fyrst hvernig þetta fer. Það er náttúr- lega búið að skemma ævistarfið með þessu og rakka það rosalega niður. Auðvitað er það mjög sárt.“ 14 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, segir það hafa verið erfiða upplifun að sitja í gæsluvarðhaldi í vikunni. Hann tekur mjög nærri sér að vera stimplaður sekur þegar honum finnst eini glæpur sinn hafa verið sá að hjálpa fólki í vanda. Hann óttast ekki fangelsi og segir lyfin sem fundust við húsleit lögreglu hafa verið í eigu konu. Þorir varla út úr húsi trausti hafstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segir ljóst að lögreglan hefði aldrei ráðist út í aðgerðir gegn eiganda Draumsins án rökstuddra grunsemda um brot. Hann segir lögreglustjóra hafa lagt fram kröfu um að versluninni verði lokað. „Það liggur alveg ljóst fyrir af okkar hálfu að staðnum hefur verið lokað og við búumst við ákæru í málinu. Við erum búin að tilkynna honum að starfseminni verði hætt en rann- sókn stendur yfir. Við hefðum aldrei farið út í svona aðgerðir nema brot hans lægju fyrir en svo er annað embætti sem sakfellir eða sýknar,“ segir Geir Jón. „Við vinnum út frá þeim stað- reyndum sem liggja fyrir. Það fannst ýmislegt hjá honum og frá því höf- um við sagt. Hann hefur svo all- an rétt á að gefa sínar skýringar og verja sig. Við búum hins vegar ekk- ert til á menn heldur vinnum út frá staðreyndum. Svo þegar rannsókn lýkur endanlega sjáum við til hvað hún leiðir af sér. Þá sjáum við hvað er rétt og rangt í málinu.“ trausti@dv.is Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn: „Við búumst við ákæru í málinu“ Geir Jón Þórisson „Við vinnum út frá þeim staðreynd- um sem liggja fyrir. Það fannst ýmislegt hjá honum og frá því höfum við sagt.“ Júlíus Þorbergsson „Margt af þessu er bara uppspuni og lygar. Það er kannski fótur fyrir einhverju. Ég hefði ekki átt að geyma eigur fólks og ekki þessar pillur. Ég hef ekkert gert af mér, að minnsta kosti mjög lítið. Það sem ég hef helst gert af mér er að vera góður við náungann og hjálpa fólki.“ handtekinn Júlíus var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. rítalín á þúsund krónur Lögreglan hefur Júlíus grunað- an um að hafa selt ýmsan varn- ing sem er kolólöglegt að selja í söluturnum. Sögusagnir þess efn- is hafa lengi verið á kreiki. Fyrr á þessu ári sendi Fréttastofa Stöðv- ar 2 unga stelpu í Drauminn með upptökutæki innanklæða. Til- gangurinn var að kaupa rítalín. Þar fékk hún þau svör að lyfið væri ekki til í augnablikinu en kostaði vanalega þúsund krónur. Ég geymdi að vísu dót fyrir konu heima hjá mér en mundi ekkert eftir því. M y n d r ó b Er t r Ey n is so n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.