Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 52
52 föstudagur 18. júní 2010 Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is hm í fótbolta Simunic fékk þrjú gul aðeins einum leikmanni í sögu Hm hefur tekist að fá þrjú gul spjöld í sama leiknum. josip simunic, varnarmanni Króatíu, hlotnaðist sá mikli heiður í keppninni árið 2006, í leik gegn Ástralíu. Fyrst fékk hann gult fyrir brot á Harry Kewell, annað gula spjaldið fékk hann svo fyrir ljóta tæklingu en enski dómarinn Graham Poll fattaði ekki að reka hann út af. simunic var ekki hættur og eftir leikinn fékk hann þriðja gula spjaldið fyrir að ýta við dómaranum og þá fékk hann loks rautt spjald. Graham Poll var þarna að dæma á sínu síðasta stórmóti en hann var um árabil besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Poll er nú hættur dómgæslu en skrifar reglulega pistla fyrir enska blaðið Guardian þar sem hann fer oft óvægum orðum um fyrrverandi kollega sína. hVar Er hann í Dag? Hágrét fyrir land og þjóð Framherji Norður-Kóreu, jong tae-se, vakti heimsathygli fyrir leik liðsins gegn Brasilíu á HM. Þegar þjóðsöngur Norður- Kóreu var leikinn hágrét Tae-se. Norður-Kórea er í annað skipti í sögunni á HM en árið 1966 gerði liðið ótrúlega hluti. Spurning er þó hversu mikið fólkið í landinu sér af hetjunum sínum þar sem aðeins er einn sjónvarpsdagur í viku í landinu og þá er bara gaman í imbakassanum. Jong Tae-se, framherji Norður-Kór- eu, var kokhraustur fyrir heims- meistaramótið í knattspyrnu þeg- ar hann mætti í eitt af þeim fáum viðtölum sem leikmenn og þjálfar- ar liðsins veittu. Hann sagðist alveg handviss um að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum sem inniheldur auk Norður-Kóreu Brasilíu, Fíla- beinsströndina og Portúgal. Það sem meira er þá ætlaði hann að skora mark í hverjum einasta leik. Norður-Kórea tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Brasilíu, 2-1, og tókst Tae-se ekki að skora. Hann var nokkuð sprækur í framlínunni en reyndi oft fáránleg skot af löngu færi. Þessi mikli harðjaxl sem oft er kallaður „Rooney fólksins“ var þó ekki svo harður þegar þjóðsöngur Norður-Kóreu var leikinn. Þá hág- rét hann og gat engan veginn falið tilfinningar sínar. Tae-se er einn af þeim heppnu sem fær að upplifa þetta ævintýri Norður-Kóreumanna en heima fyrir er ekki víst hvað fólkið fær að sjá. Kim-Jong Il, einræðisherra landsins, leyfir ekki beinar útsend- ingar frá leikjunum og þegar þeir eru sýndir eru þeir klipptir ræki- lega niður. Allt klippt og skorið Í Norður-Kóreu eru ekki beinar útsendingar frá íþróttum. Aðeins er sýnt það sem vel er gert og það klippt niður í snyrtilega búta og sýnt á eina sjónvarpsdegi vikunn- ar. Til dæmis var leikurinn gegn Sádi-Arabíu þar sem Norður-Kór- ea tryggði sig inn á HM ekki sýnd- ur. Nokkrum dögum síðar voru vel valdir bútar úr leiknum sýnd- ir en allir áhorfendur og auglýs- ingaskilti klippt út. Sömu sögu má segja um Ólympíuleikana í Peking fyrir tveimur árum. Þar var aðeins sýnt frá lyftingum kvenna og júdó, greinum sem keppendum landsins gekk vel í. Frá öðru var ekki greint. Mest lesna dagblaðið í landinu færir fólki heldur ekki nýjustu tíð- indin af íþróttahetjum landsins. Það er heldur engin furða því engin íþróttasíða er í því. Útvarp var gert að óvini þjóðarinnar árið 2005 og á vikulegum útsendingardegi sjón- varpsins er ekki greint frá leiðinleg- um tíðindum. Norður-Kóreumenn gætu því kannski með heppni fengið að sjá vel valda búta úr leiknum gegn Brasilíu um helgina, svona þeg- ar menn á valdi Kim-Jong Il hafa klippt allt niður og skorið í mátu- lega bita fyrir fólk að kyngja. Í Norður-Kóreu gæti liðið allt eins hafa unnið glæstan 1-0 sigur á stór- liði Brasilíu. Komnir með fullmótað knattspyrnusamband Það var ekki fyrr en í febrúar að Norður-Kórea fékk stimpilinn „fullþróað knattspyrnusamband“ frá FIFA. Í Asíu er liðum skipt í þrjá hópa þar sem svo mörg lönd eru vanþróuð hvað varðar knattspyrnu. Sambönd geta verið „fullþróuð“, „í þróun“ og svo eru þau lægst skrif- uðu með stimpilinn „í mótun.“ Flokkuð sem „í mótun“ eru knatt- spyrnusambönd alls sautján ríkja, þar á meðal eru Afganistan, Bút- an, Gvam, Móngólía, Sri Lanka og Kambódía. Norður-Kórea var einmitt í þessum lægst skrifaða flokki í byrj- un árs 2010. Innan þess flokks er haldin keppni sem er kölluð áskor- endakeppni Asíu en Norður-Kórea vann hana í lok febrúar. Lagði liðið þar Túrkmenistan í úrslitaleik eft- ir vítaspyrnukeppni. Eftir þennan sigur og þá staðreynd að liðið var komið á HM flaug knattspyrnu- samband Norður-Kóreu yfir þró- unarflokkinn og var gert að fullþró- uðu knattspyrnusambandi og því fullgildum meðlimi í Alþjóðaknatt- spyrnusambandinu. Flestir spila heima Tuttugu af tuttugu og þremur leik- mönnum Norður-Kóreu spila í heimalandi sínu, margir hverjir með liðinu með stórskemmtilega nafnið, 25. apríl. Það er eitt sig- ursælasta liðið í norðurkóreskum fótbolta og hefur unnið deildina þar tíu sinnum. Nafn félagsins er dregið af deginum sem herinn var stofnaður en félagið er í eigu lýð- veldishers Norður-Kóreu. Aðeins þrír leikmenn spila utan Norður-Kóreu, þar á meðal kjaftaskurinn Tae-se. Hann spilar með Kawasaki Frontale í japönsku J-deildinni þar sem hann raðar inn mörkum. Hinir tveir sem leika utan Norður-Kóreu eru einnig framherj- ar. An Yong-Hak leikur með Omiya Ardija og Hong Yong-Jo leikur með rússneska liðinu FK Rostov. Sá síð- astnefndi er kallaður gulldrengur norðurkóresks fótbolta en hann hefur skorað 22 landsliðsmörk í 67 leikjum. Norður-Kórea mætir næst Cristiano Ronaldo og félögum frá Portúgal. Öll heimsbyggðin getur fylgst með þeim leik í sjónvarpinu og séð hvort fyrsti leikur Norður- Kóreu hafi verið heppni eða ekki. Þegar sagt er öll heimsbyggðin eru auðvitað undanskildir þeir Norður- Kóreumenn sem vilja horfa á leik- inn heima fyrir. Þeir fá klippta út- gáfu nokkrum dögum seinna. tómAs þór þórðArson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Sáttur Við Strákana? það fáum við aldrei að vita. mynd AFP lofaði marki í hVErjum lEik jong tae-se var með munninn fyrir neðan nefið áður en Hm hófst en svo brast hann í grát þegar þjóðsöngurinn var leikinn. mynd AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.