Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 64
n Hádegisgestir Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu ráku upp stór augu á þjóðhátíðardaginn þar sem huggulegar klappstýrur í full- um herskrúða sátu að snæðingi. Á meðan þær snæddu voru þær umkringdar sjónvarpsmyndavél- um sem festu allt það sem fram fór á filmu. Hjá sat þúsundþjalasmið- urinn Einar Bárðarson. Upp á- koman tengist líklega Sumarsmelli Kanans og Símans en þar er meðal annars keppt í Íslandsralli á Segway- hjólum. Afrakst- ur sumarsins verður svo sýndur á Skjá einum í haust. Verður hann eftirlýstur? Klappstýrur á hamborgarastað n Grétar Rafn Steinsson, knatt- spyrnumaður hjá Bolton í Englandi, og eiginkona hans, Manúela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning Ís- lands 2002, eru farin í frí til Flórída. Manúela sagði frá því á bloggsíðu sinni á dögunum að brjálað væri að gera hjá sér. „Pakka, þrífa, ganga frá, undirbúa „late lunch“, taka á móti góðum gestum, njóta veðurs- ins, leika við börnin, spjalla, ganga meira frá og taka meira til, pakka meira ... og taka nett stresskast!“ Færslan hefur yfirskriftina „Story of my life“ en í lok hennar lofar Man- úela bloggveislu í Flórída. Í færslu á þjóðhátíðardaginn segist fegurðar- drottningin svo hafa stofnað nýja síðu, manuelaosk.com, þar sem einstaka færslur verði læstar með lykil- orði, aðallega þær persónulegu. Þeir sem vilja fá lykilorðið geta sent Manúelu póst á manuela- osk@gmail. com. stjörnupar á Flórída n Eiður Svanberg Guðnason, fyrr- verandi ráðherra, skýtur föstum skotum að Guðmundi Franklín Jónssyni, fyrrverandi verðbréfa- miðlara og útvarpsmanni hjá Út- varpi Sögu. „Versti útvarpsþáttur- inn á öldum ljósvakans um þessar mundir er örugglega þáttur Guð- mundar Franklíns Jónssonar í Út- varpi Sögu. Þar fer saman glóru- laust ofstæki, ósannindi, fáfræði og fordómar. Dæmi: „Íslenska þjóðveldið var stofnað 17. júní 930!“ Og: „Hver er eig- inlega munurinn á að kvænast og giftast?“ bloggar Eiður og segir að lágkúra útvarps- þáttarins hafi verið mest þegar rætt var við Vigdísi Hauksdótt- ur, þingmann Framsóknar- flokksins, en útskýrir ekki nánar hvers vegna. glórulaust oFstæKi guðmundar DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 „Ég lít á þetta sem framlengingu á því sem Vesturport hefur verið að gera. Ég er bara ánægður með að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd alls þess fólks sem stendur þar að baki,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari. Hann hlaut í gær, 17. júní, heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu, ásamt ellefu öðrum Íslending- um. Gísli segir að Vesturport eigi heið- urinn af viðurkenningunni og segir að hún sé gott klapp á bakið fyrir alla þá sem að því koma. Þessa dagana er Gísli á fullu í sýningunni Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Hann seg- ir að viðtökurnar hafi verið frábærar og sífellt hafi þurft að bæta við sýn- ingum. „Fólk hættir ekkert að koma. Við ákváðum að reyna að klára þetta núna í byrjun sumars en það gengur illa því það er alltaf fullt,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að það sé hrikalega gaman, þó að það taki á: „Þetta er mjög góð leið til að komast í form,“ segir hann og bætir við að til standi að sýna út júní. Spurður hvað taki svo við segir Gísli að Vesturport fari með leiksýn- inguna Faust til London í haust og að það verði spennandi viðfangsefni. Gísli hefur heldur betur ver- ið á faraldsfæti undanfarin misseri, bæði einn og sér og með Vesturporti. Spurður hvað standi upp úr segir hann að ævintýrið í kringum Holly- wood-myndina Prince of Persia hafi verið „svakalegt lúxusævintýri.“ baldur@dv.is Gísli Örn Garðarsson var sæmdur fálkaorðunni á 17. júní: tileinKar orðuna Vesturporti sólarupprás 02:56 sólsetur 00:02 REykJaVík klapp á bakið Gísli er ánægður með viðurkenninguna og segist taka við henni fyrir hönd alls hópsins. Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 9-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 HÚSAVÍK – FLÚÐIR Gott verð á öllum málningar- vörum hjá okkur* DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar 8.795kr. Dicht-Fix þéttiefni. 750ml 1.795kr. Besta þekjandi viðarvörn í Skandi- navíu samkvæmt prófun Folksham í Svíþjóð. Sjá www.murbudin.is Deka Meistaragrunnur Hvítur. 1 líter 1.295 kr. Deka Pro 4. Loft og veggjamálning. 10 lítrar 4.990 kr. Scala Steypugrunnur Betoprime glær. 1 líter 595 kr. Scala Panellakk 15 Glært. 3 lítrar 2.995 kr. Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.995 kr. Scala Panellakk Glær. 1 líter 1.295 kr. ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2.7 lítrar 4.290kr. Dalapro Medium spartl 10 lítrar 3.995 kr. Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.495 kr. Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.495 kr. Scala Lackfarg 30 (olíu) 1 líter 1.395 kr. Scala útigrunnur tré 1 líter 1.195 kr. DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 4.990kr. Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 5.895 kr. Scala Project Grunnur Hvítur. 10 lítrar 4.990 kr. Scala Grunnolía 1 líter 895 kr. DEKAPRO útimálning, 10 lítrar 6.495kr. ODEN þekjandi viðarvörn. 1 líter 1.495kr. *Múrbúðin auglýsir ekki afslátt af einni tegund málningar og selur svo aðrar á uppsprengdu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.