Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 22
22 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Hugo Chavez, forseti Venesúela, hyggst setja aukinn kraft í jafnaðarstefnu sína og baráttu gegn heimsvaldastefnu risans í norðri. Hann er þeirrar skoðunar að efnis- hyggja sé að eyðileggja heiminn, er fullviss um ágæti ellefu ára stjórnartíðar sinnar og kennir vestrænni efnishyggju um raunalegan efnahag Venesúela. „Ég vildi að Obama einbeitti sér að því að stjórna Bandaríkjunum og gleymdi heimsvaldsstefnu þjóðar sinnar,“ sagði Hugo Chavez, for- seti Venesúela, í viðtali við Steph- en Sackur í þættinum Hardtalk á BBC á sunnudaginn. Sama dag var heimildarmynd Olivers Stone, South of the Border, frumsýnd í Karakas, höfuðborg Venesúela. Heimildarmyndin fjallar um um- breytingu Suður-Ameríku af völd- um róttækrar vinstri stefnu. Leið- togar Brasilíu, Argentínu, Bólivíu og Ekvador eru í smáhlutverkum en forseti Venesúela er stjarna myndarinnar. Hyggja Bandaríkjamenn á stríð? Í viðtalinu var Hugo Chavez ómyrk ur í máli þegar talið barst að Bandaríkjunum og lýsti hann vonbrigðum sínum með „þau neikvæðu skilaboð“ sem Barack Obama Bandaríkjaforseti sendir Suður-Ameríku. Sem dæmi um slík skilaboð nefndi Chavez sjö herstöðvar í Kól- umbíu, en framkvæmdir við þær hófust eftir að Obama varð forseti Bandaríkjanna. „Bush ákvað að endurvirkja fjórða flotann til starfa í Suður-Ameríku. Í stað þess að leggja niður eða losa sig við fjórða flotann hyggur Obama á sjö her- stöðvar í Kólumbíu. Til hvers? Til að fara í stríð? Til að ná yfirráðum í Suður-Ameríku?“ spyr Chavez í viðtalinu. Samningurinn sem Bandaríkja- menn gerðu við Kólumbíu miðar að því að berjast gegn eiturlyfja- flutningum og uppreisnarmönn- um, en samningurinn féll ekki í góðan jarðveg hjá nágrannaríkjum Kólumbíu sem hugnast ekki nær- vera bandaríska hersins. Enn með útrétta hönd Þrátt fyrir að Chavez hafi ekki farið í launkofa með vonbrigði sín með Barack Obama hafði hann hemil á orðbragði sínu. Chavez endurtók ekki þær nafngiftir sem hann veitti George W. Bush, forvera Obama, en Chavez kallaði Bush meðal annars „asna“, „djöful“ og „hryðju- verkamann“. „Ég tók í höndina á Obama og sagði „Ég vil vera vinur þinn“. Hönd mín er enn útrétt.“ Venesúela býr að mestu olíu- auðlindum utan Miðausturlanda, en engu að síður hefur Venesúela ekki farnast jafnvel efnahagslega og öðrum ríkjum Suður-Ameríku síðastliðin tvö ár. Verðbólga er um þrjátíu prósent, venesúelski bóliv- arinn hríðfellur, flokkur Chavezar liggur vel við höggi og aðeins þrír mánuðir eru til þingkosninga. En Bleik væri verulega brugðið ef Hugo Chavez hefði ekki skýring- ar á reiðum höndum. Að hans sögn er hið dökka efnahagslega útlit landsins tilkomið vegna „hömlu- og ábyrgðarlausrar efnishyggju“ Bandaríkjanna sem leiddu veröld- ina „til heljar“. Þetta ætti Englend- ingum og Evrópubúum að vera fullkunnugt um, því þeir „ættu við fleiri vandamál að stríða“ en Venesúelamenn. „Ekkert einræði hér“ Máli sínu til stuðnings þuldi forset- inn upp tölfræðilegar upplýsing- ar sem áttu að sýna svo ekki væri um að villast að ellefu ára sósíal- ismi hefði komið á meira jafnvægi á milli hins vellauðuga minnihluta og snauða meirihluta. Chavez sagði að atvinnuleysi hefði minnk- að um helming og hlutfall hinna blásnauðu farið úr tutt ugu og fimm prósentum niður í fimm prósent. En því fer fjarri að allir séu ánægðir með stjórnarhætti Chavezar og þeir sem gagnrýna þjóðnýtingarstefnu hans, sem breytt hefur olíu-, orku- og land- búnaðargeirunum í eitt allsherjar- skrifræðisbákn, segja hann hafa skapað „bólívarska stétt eigna- manna“ sem samanstandi af spillt- um embættismönnum og einka- vinum. Engan bilbug er að finna á Chavez og lagði hann í viðtalinu áherslu á að hann hygðist ganga enn lengra á braut jafnaðarstefn- unnar og undanfarið hafa einka- fyrirtæki verið tekin eignarnámi í auknum mæli. Í viðtalinu sagð- ist Chavez hafa verið nokkuð auð- trúa fyrir ellefu árum og talið að mögulegt væri að setja „mannlega ásýnd“ á efnishyggju. „En ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Chavez. „Eina leiðin til að bjarga heim- inum er í gegnum jafnaðarstefnu sem þrífst innan lýðræðis. Það er ekkert einræði hér.“ Íran og Venesúela Eitt er það sem veldur Vestur- veldunum meiri áhyggjum en að- gerðir Hugos Chavez heima fyrir og það er samband hans við lönd sem hann telur vera vopnabræður í baráttunni gegn Bandaríkjunum og vestrænni heimsvaldastefnu. Til „góðra vina“ telur hann Kína, Hvíta-Rússland, Sýrland og Rússland og ekki má gleyma Íran og forseta þess Mahmoud Ahmad- inejad. Tengsl Venesúela og Írans hafa styrkst verulega á hernaðar- „Hér er ekkert einræði“ kolBEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Eina leiðin til að bjarga heimin- um er í gegnum jafn- aðarstefnu sem þrífst innan lýðræðis. Það er ekkert einræði hér. Höfuðborg Karakas opinbert tungumál Spænska stjórnarfar Sambandslýðveldi Forseti Hugo Chavez Frías Varaforseti Elías Jaua sjálfstæði - Frá Spáni 5. júlí 1811 - Frá Stóru-Kólumbíu 13. janúar 1830 - Viðurkennt sjálfstæði 30. mars 1845 stærð 916.445 ferkílómetrar Votlendi 0,32% Íbúafjöldi 26.814.843 (áætlun júlí 2009) Manntal 2001 23.054.985 Íbúar á ferkílómetra 30,2 Verg landsframleiðsla 349 milljónir bandaríkjadala (áætlun 2009) Framleiðsla á íbúa 11.789 bandaríkjadalir (áætlun 2009) Gjaldmiðill Bólívar Heimild: Wikipedia Venesúela VENESÚELA BRASILÍA KÓLUMBÍA karakas Chavez með góðvini sínum Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans „Við munum ekki láta segja okkur fyrir verkum hvað varðar Íran.“ , f rs ti s l , st s tj i r ft í j f rst f sí r tt i s l st f ris s í r ri. r irr r s r f is- j s il j i i , r f ll iss ti ll f r stj r rtí r si r ir str i f is j r l f s l .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.