Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 38
38 föstudagur 18. júní 2010 minning Birgir fæddist á Akureyri en flutti með foreldrum sínum til Ísafjarðar 1920 er faðir hans gerðist póstmeist- ari þar. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1937 og hóf nám í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi 1937 en síð- ari heimsstyrjöldin batt enda á nám hans og hann kom alkominn heim 1939. Birgir hafði haft umsjón með síld- arútgerð og síldarsöltun á Siglufirði fyrir Samvinnufélag Ísfirðinga frá 1937 og hélt því áfram til 1955, ann- aðist afgreiðslu fiskflutningaskipa til Englands 1939-45, var framkvæmda- stjóri Samvinnufélags Ísfirðinga 1945-61 er félagið hætti störfum, var umboðsmaður Brunabótafélags Ís- lands á Ísafirði 1954-70 og var vara- ræðismaður Svíþjóðar á Ísafirði 1958-70. Birgir gekk ungur til liðs við Al- þýðuflokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hann. Hann var bæjarfulltrúi á Ísafirði fyrir flokk- inn á árunum 1942-66, eða í sex kjör- tímabil, og var forseti bæjarstjórnar 1952-62. Hann var ritstjóri Skutuls 1949-71, var alþm. Vestfjarðakjör- dæmis fyrir Alþýðuflokkinn 1959-71. Hann var annar varaforseti samein- aðs Alþingis 1959-63 og forseti sam- einaðs Alþingis 1963-71, eða lengur en nokkur annar í sögu þingsins. Í forsetatíð hans jukust mjög alþjóðleg samskipti þingsins og voru þá gerð- ar ýmsar umbætur á starfsumhverfi þess. Birgir starfaði í atvinnutækja- nefnd 1956-61, sat í nefndum um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, um jarðræktarlög, um Skipaútgerð ríkisins og síldarútvegs- nefnd, sat lengi í síldarútvegsnefnd og var formaður hennar 1971-73 og 1980 og varaformaður 1981-90, sat í stjórn Samábyrgðar Íslands á fiski- skipum 1967-86, sat á allsherjarþingi SÞ 1961 og 1971 og sat fundi Þing- mannasamtaka Norður-Atlantshafs- ríkjanna 1966, 1967 og 1969. Þá sat hann í fjölda stjórnskipaðra nefnda. Eftir að þingsetu Birgis lauk 1971 fluttu þau hjónin búferlum til Reykjavíkur og hófu þá bæði störf á Endurskoðunarskrifstofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Þar starfaði Birgir til 1993 er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir, sjötíu og sex ára að aldri. Fjölskylda Birgir kvæntist 14.10. 1944 Arndísi Árnadóttur, f. 22.5. 1921, d. 25.6. 2008, húsmóður. Hún var dóttir Árna B. Ólafssonar, húsasmíðameistara á Ísafirði, og Málfríðar Jónsdóttur hús- móður. Birgir og Arndís hófu búskap í Neðstakaupstað á Ísafirði, í einu elsta húsi landsins í nágrenni við fiskihöfn og fjöru, skipasmíðastöð og annan atvinnurekstur. Þar bjuggu þau hjón- in allan sinn búskap á Ísafirði og ólu þar upp börnin sín fjögur. Börn Birgis og Arndísar eru: Auð- ur Þorbjörg Birgisdóttir, f. 13.2. 1945, gift Páli Skúlasyni, f. 1945, en börn þeirra eru Birgir, f. 1966, kvænt- ur Regínu Ásvaldsdóttur, f. 1960, en dætur Birgis og Þórhildar Tómas- dóttur eru Auður Kolbrá, f. 1989, og Brynhildur, f. 1990, d. 1990, en dæt- ur Regínu eru Erna María, f. 1981, og Ýr, f. 1984, Þrastardætur; Kolbrún Þorbjörg, f. 1971, gift Róberti Har- aldssyni, f. 1959, og eru börn þeirra Ragnhildur, f. 1994, Kolbrún Brynja, f. 1997, og Páll Kári, f. 2001, en dæt- ur Kolbrúnar og Mímis Ingvarsson- ar eru Sunna Ösp, f. 1986, og Sóley Auður, f. 1991; Andri Páll, f. 1974, en fyrri kona hans var Þóra Bryndís Þór- isdóttir, f. 1971, og er sonur þeirra Sindri Páll, f. 1994, en seinni kona Andra er Brynja Þóra Guðnadóttir, f. 1976, og eru börn þeirra Dýrleif Sjöfn, f. 2002, og Úlfur Páll, f. 2004. Finnur Birgisson, f. 7.6. 1946, kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur, f. 1944, og eru börn þeirra Birgir, f. 1967, en sambýliskona hans er Ólöf Björnsdóttir, f. 1970 og eru börn þeirra Brynja, f. 1995, Þóra, f. 2000, og Eva, f. 2009; Jón Hrói, f. 1972 en sambýliskona hans er Anna Louise Júlíusdóttir, f. 1977, og er dóttir þeirra Embla Björk, f. 2002; Páll Tómas, f. 1975, og er sambýliskona hans Ulrike Marie Steen, f. 1978; Sonur Finns og Helgu Sigurðardóttur er Árni, f. 1963, en sonur Árna og Steingerðar Kristj- ánsdóttur er Árni Hjörvar, f. 1984. Arndís Birgisdóttir, f. 10.7. 1948, og er sambýlismaður hennar Sig- mundur Sigurðsson, f. 1950, en börn Arndísar og Jörundar Guðmunds- sonar eru Anna Kristín, f. 1968, gift Finni Rósenbergssyni, f. 1963 og eru börn þeirra Jóhann Arnar, f. 2000, og Júlíus Örn, f. 2004; Finnur, f. 1972, kvæntur Írisi Björk Hafþórsdóttur, f. 1973, og eru börn þeirra Lena Krist- ín, f. 1998, og Hafþór Orri, f. 2003; Guðmundur, f. 1975 en fyrrv. sambýl- iskona hans er Margrét Jónsdóttir, f. 1974, og eru börn þeirra Guðmundur Aron, f. 2001, og Vigdís Erla, f. 2005. Björn Birgisson, f. 25.4. 1951, kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdótt- ur, f. 1951, en börn eru Arna Þórunn , f. 1970, gift Erlendi Sævarssyni, f. 1970 og eru börn þeirra Ylfa Rán, f. 1996, og Ernir, f. 2005; Gunnar Björn, f. 1974, kvæntur Theodóru Mýrdal, f. 1975, og eru börn þeirra Andri Þór, f. 2003, og Jóhanna Arna, f. 2006; Árni Stefán, f. 1979, en sambýliskona hans er Sólveig Rós Einarsdóttir. Systkini Birgis: Þuríður Finns- dóttir, f. 27.7. 1915, d. 25.9. 1993, húsmóðir í Reykjavík, var gift Snorra Hallgrímssyni læknaprófessor; Ásta Finnsdóttir, f. 10.9. 1919, d. 1.11. 2007, húsmóðir í Reykjavík, en hún starfrækti lengi verslun í Reykjavík, ásamt manni sínum, Ragnari Jó- hannssyni; Ingibjörg Finnsdóttir, f. 19.10. 1921, d. 30.6. 2003, verslun- arstjóri á Ísafirði; Finnur Finnsson, f. 29.1. 1923, d. 23.10. 2000, lengst af kennari á Ísafirði, síðar í Reykjavík, var kvæntur Maríu Gunnarsdóttur; Jón Finnsson, f. 7.2. 1926, hrl., bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Krist- björgu Jakobsdóttur húsmóður. Foreldrar Birgis voru Finnur Jóns- son, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, fé- lags-og dómsmálaráðherra, og Auð- ur Sigurgeirsdóttir, f. 2.4. 1888, d. 20.6. 1935, húsmóðir. Ætt Systkini Finns ráðherra voru Ingólf- ur, hrl., bæjarstjóri og prentsmiðju- stjóri á Akureyri; Jóhann, skósmiður á Akureyri, og Sigrún, húsfreyja á Ak- ureyri. Finnur var sonur Jóns, b. á Harð- bak og Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagils- hreppi og síðar verkamanns á Ak- ureyri Friðfinnssonar, b. á Vöglum í Eyjafirði og síðar Barði á Akureyri, Jósefssonar. Móðir Finns var Þuríður Sesselja Sigurðardóttir, b. í Miðkoti í Svarfað- ardal Jónssonar. Auður var dóttir Sigurgeirs Ind- riðasonar, b. og ráðsmanns á ýmsum bæjum í Fnjóskadal, og k.h., Þuríðar Friðriku Magnúsdóttur, húsfreyju. Útför Birgis fór fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 14.6. sl. minning Birgir Finnsson forseti sameinaðs alþingis merkir Íslendingar Fæddur 19.5. 1917 – dáinn 1.6. 2010 Jóhann Sigurjónsson skáld f. 19.6. 1880 – d. 1919 Jóhann var sonur Sigurjóns Jóhannes- sonar, óðalsbónda á Laxamýri í Þing- eyjarsýslu, og k.h., Snjólaugar Þor- valdsdóttur húsfreyju. Jóhann var við nám í Latínuskól- anum í Reykjavík og að loknu fjórða bekkjar prófi sigldi hann til Danmerk- ur hvar hann nam dýralækningar við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Hann hætti þó námi, ári fyrir lokapróf og sneri sér nær alfarið að leikritagerð og öðrum ritstörfum. Hann fékkst einnig við ýmiss konar uppfinningar. Eitt af hans allra þekktustu verkum er eflaust leikritið um Fjalla-Eyvind en það skrifaði hann árið 1911. Leik- ritið um Galdra-Loft, frá árinu 1915, er þó ekki síður þekkt. Önnur leikrit hans eru Bóndinn á Hrauni, árið 1908; Rung læknir, árið 1905, og Mörður Val- garðsson sem hann skrifaði árið 1917. Verk hans voru skrifuð á dönsku og voru sum þeirra ekki þýdd á íslensku fyrr en mörgum árum eftir and- lát Jóhanns. Verkið Rung læknir var til dæmis ekki þýtt fyrr en þrjátíu og fimm árum eftir að það var skrifað, en það var Magnús Ásgeirsson sem réðst loks í þýðingu þess árið 1940. Það leik- rit var jafnframt fyrsta leikritið sem samið var af Íslendingi á dönsku. Verk Jóhanns hafa verið flutt á leiksviðum víða um Evrópu. Jóhann sendi einnig frá sér ljóða- kver og fleiri rit. Að auki má finna úr- val kvæða hans á íslensku meðal ann- ars í safnritinu Fjögur ljóðskáld sem Hannes Pétursson gaf út árið 1957. Eiginkona Jóhanns Sigurjónssonar var dönsk og hét Ingeborg Thideman- Blom. Páll Jónsson Bókavörður f. 20.6. 1909 – d. 27.5. 1985 Páll fæddist að Lundum í Stafholts- tungum í Borgarfirði en ólst upp í Örnólfsdal í Þverárhlíð í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Jón Gunnarsson og Ingigerður Kristjánsdóttir. Sautján ára gamall fluttist Páll til Reykjavíkur þar sem hann bjó að mestu eftir það. Hann stundaði versl- unarstörf fyrstu árin í höfuðstaðnum en árið 1936 dvaldist hann í Þýska- landi og Sviss um nokkurt skeið. Árið 1941 varð hann auglýsingastjóri við dagblaðið Vísi og sinnti því starfi í tólf ár, til 1953. Þá flutti hann sig yfir á Borgarbókasafn Reykjavíkur og starf- aði þar á árunum 1953-80, eða í tut- tugu og sjö ár. Páll var einn stofnenda Banda- lags íslenskra farfugla, árið 1938, og sat í stjórn félagsins um langt ára- bil. Hann var auk þess mjög virkur í Ferðafélagi Íslands, sat lengi í stjórn þess og árið 1980 var hann gerður að heiðursfélaga þess. Páll var alla tíð mjög áhugasamur um ljósmyndun og þótti fær áhuga- ljósmyndari. Hann hlaut fyrstu verð- laun í ljósmyndakeppni Ferðafélags Íslands árið 1952. Margar mynda hans hafa verið notaðar í Árbók Ferðafélagsins, auk þess sem þær prýða Landið þitt, fjölmörg önnur rit um Ísland og íslenska náttúru, sem og ýmis erlend rit. Páll hóf að safna bókum þegar hann var ungur maður og kom sér upp miklu bókasafni. Þegar hann lést, árið 1985, arfleiddi hann Bóka- safn Borgarness að safni sínu. Hann setti það skilyrði að safninu, sem var mjög vandað, yrði ekki sundrað. 512 70 04 Smáauglýsingasíminn er frjálSt, óháð dagblað smaar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.