Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Blaðsíða 30
30 föstudagur 18. júní 2010 viðtal Ég hef alltaf verið ör og haft mikla þörf fyrir að skapa. Ef hlutirnir ganga ekki upp finn ég aðra leið,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona og rithöfundur. Ingibjörg lærði leiklist í Danmörku við Den Ny Dramaskole – Center for the performing arts og útskrifaðist árið 1999. „Ég fór ekki út til að læra heldur vildi ég prófa eitthvað nýtt. Ég var 24 ára fótaaðgerðafræðingur með mann og barn og varð að upplifa fleiri ævintýri. Lífið gat ekki bara verið svona. Ég var alltof ævintýra- gjörn til þess að lífið væri skyndilega eingöngu húsmóðurstörf og rútíneruð vinna,“ segir hún og bætir við að þegar út hafi verið kom- ið hafi hún farið að kynna sér leiklistarskóla. „Áhugi á leiklist hafði alltaf blundað í mér en ég hafði ekki haft kjark til að taka skrefið. Þegar ég kynntist fólki sem benti mér á góðan skóla ákvað ég að sitja námskeið. Ég var hálftauga- veikluð og vissi ekki hvort ég væri efni í leikara en þreytti svo inntökuprófið og fór beint inn.“ Frumkvæði nauðsynlegt Þegar Ingibjörg hafði lokið leiklistarnáminu slitnaði upp úr sambandi hennar og barnsföð- ur hennar. „Eftir námið vildi ég koma heim því ég hélt að möguleikar mínir á vinnu væru meiri hér og dóttir mín var að hefja skólagöngu. Eft- ir að hafa gengið á milli leikstjóra til að kynna mig áttaði ég mig fljótt á því að ef ég ætlaði að gera eitthvað í þessum heimi yrði ég sjálf að eiga frumkvæðið. Ég fékk eitt og eitt verkefni en ekkert sem ég lifði á og því varð ég sjálf að skapa mér vinnu auk þess sem ég vann á snyrtistofu mömmu,“ segir Ingibjörg. En hún stofnaði leik- félag og setti upp leikverkið Móðir mín, dóttir mín, en það samdi samdi sjálf og lék eitt aðal- hlutverkanna, en sýningin var opnunaratriði á hátíðinni Bjartir dagar í Hafnarfirði árið 2005. „Á þeim tíma man ég hvað ég saknaði þess að hafa ekki skólafélaga mína nær mér því hópar geta verið sterkir saman en þá þekkti ég fáa hér heima.“ Ingibjörg hefur einnig getið sér gott orð sem rithöfundur og skrifaði handritið að kvik- myndinni Órói sem frumsýnd verður í haust, ásamt leikstjóranum, en myndin er byggð á bókum hennar, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík og fer hún sjálf með hlutverk í myndinni. milli tveggja heima „Vinnan á snyrtistofunni hefur alltaf verið fasti punkturinn, svo ég hafi fyrir öllum útgjöldum og nái að halda fjölskyldunni á floti með ein- hverju framlagi í búið. Ég vildi oft geta haft meiri tíma fyrir skrifin en listin er svo ótraust, þú færð summur hér og þar en getur ekki treyst á neitt. Oft þegar ég er að skrifa er erfitt að þurfa að stoppa í miðju flæði og skapandi ferli og þurfa svo að setja sig aftur í gírinn en það eru líka kostir við að geta hoppað á milli þessara tveggja heima. Það að þurfa að vakna á morgn- ana og hitta samstarfsfélagana og kúnnana get- ur verið notalegt og er góð tilbreyting frá því að hanga ein heima skrifandi eða uppi á Þjóðar- bókhlöðu, svo þetta virkar sem góður kokteill ef ég er ekki undir þeim mun meiri pressu með skil. Hins vegar gæti ég aldrei unnið bara sem fótaaðgerðafræðingur. Ég myndi veslast upp ef ég væri alltaf í 9 til 5 vinnu,“ segir Ingibjörg sem byrjaði að skrifa af nauðsyn. „Ég hef alltaf haft ríka sjálfsbjargarviðleitni og vildi skapa mér at- vinnu sem leikari og tók ekki annað til greina en að láta sjálfa mig hafa hlutverk, til þess var leikurinn gerður.“ hitti æskuástina aFtur Eftir að hafa verið einstæð móðir í stuttan tíma og slett ærlega úr klaufunum hitti Ingibjörg æskuástina sína aftur, Óskar Gunnarsson bygg- ingatæknifræðing. „Tímabilið sem tók við eft- ir að ég kom heim frá Danmörku var ofsalega skemmtilegt. Ég tók djammpakkann á þetta en við vinkonurnar vorum allar á tímamótum á þeim tíma sem er nokkuð kenndur við Kaffi- barinn. Þetta var yndislegur tími sem við þurft- um á að halda, dettandi í þrítugt þegar „round two“ tekur gjarnan við. Hálfu ári seinna hitti ég Óskar,“ segir hún og bætir við að hún hafi ver- ið skotin í honum sem unglingur. „Við vorum meira að segja svona semípar um tíma en svo skildi leiðir og við fórum hvort í sína áttina. Ég vissi því hvaða mann hann hafði að geyma. Ætli þetta hafi ekki bara verið „meant to be“,“ segir hún brosandi. „Hann er dásamlegur eiginmað- ur og stendur við bakið á mér í öllu sem ég geri og hvetur mig áfram. Bækurnar hefðu aldrei komið út ef hann hefði ekki stappað í mig stál- inu,“ segir hún og bætir við að þau séu miklar andstæður. „Hann er rólegur en ég er hinum megin á pólnum en svo mætumst við á miðri leið og náum ágætlega saman. Einnig gefum við hvort öðru svigrúm sem er svo mikilvægt í samböndum.“ kröFuhörð á ræturnar Ingibjörg ólst upp í Laugarneshverfinu. Hún er elst þriggja systkina en foreldrar hennar eru ingibjörg reynisdóttir leikkona og rithöfundur stendur á fertugu. Hún segist loksins vera komin með þann þroska, kjark og sjálfstraust sem hana hafi skort á yngri árum og vera á besta mögulega stað í lífinu. Hún hafi þurft að hafa fyrir hlutunum en sé komin yfir ákveðinn þröskuld og að nú sé hennar tími kominn. Ingibjörg vinnur að bók um gísla á uppsölum og stefnir að útgáfu fyrir jólin. „NúNa r iNN tími“ hver er sinnar gæfu smiður Ingibjörg segist hafa öðlast kjark og þor með aldrinum og í dag hafi hún sjálfstraust til að kýla á hugmyndir sínar. Hún er farin að horfa til annarra landa og á sér þann draum að reyna fyrir sér í Danmörku og Bandaríkjunum. myndir hörður sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.