Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 16
16 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur Skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, hef- ur verið nokkuð í umræðunni í þess- ari viku eftir að DV greindi frá því að menntamálaráðuneytið ætlaði að biðja Ríkisendurskoðun að gera út- tekt á fjármálum skólans. Athugun DV á ársreikningum skólans, sem að mestu er rekinn fyrir almannafé, sýn- ir að Ólafur hefur tekið arð upp á tugi milljóna króna út úr skólanum og fasteignafélagi hans á liðnum árum; arð sem á uppruna sinn í styrkjum frá ríkinu. Skólinn hefur verið starfrækt- ur frá 2003 en samningur hans við menntamálaráðuneytið rennur út í lok þessa árs. Á sama tíma er rökstuddur grunur um að Ólafur hafi ekki greitt kennur- um skólans sambærileg laun og tíðk- ast í öðrum skólum og hafa kennar- arnir kvartað til Kennarasambands Íslands vegna þessa. Annað mál sem tengist kennurum skólans er upp- sagnir tveggja kennara sem Kenn- arasambandið telur að hafi ekki verið málefnalegar og hefur menntamála- ráðuneytið óskað eftir skriflegum út- skýringum Ólafs á uppsögnunum. Við þetta bætist að nokkrir kennar- ar hafa sagt upp störfum í skólanum vegna starfsandans sem þar ríkir nú og vegna stjórnunarhátta í Hraðbraut. Ljóst er að umræðunni um málefni Hraðbrautar er hvergi nærri lokið þó að flestar heimildir bendi til að margt jákvætt hafi einnig verið gert í skólan- um – til að mynda þykir kennsla þar vera góð og talið er að nemendur fái góðan undirbúning fyrir háskólanám. Fyrrverandi skólastjóri Hraðbraut- ar, Jóhanna Magnúsdóttir, talaði um þessa togstreitu á milli kennara og stjórnanda skólans á eftirfarandi hátt á bloggsíðu sinni í vikunni: „Það er önnur hlið á rekstri skólans,  sem er dökka hliðin og vonandi nær hann [Ólafur Johnson, innskot blaða- manns] að þvo þennan blett af sér svo það smiti ekki hið annars ágæta og metnaðarfulla  innra starf skól- ans of mikið.“ Heimildir DV herma að hvorki Jóhanna né aðrir starfsmenn skólans hafi haft hugmynd um hvern- ig fjármálum skólans var háttað og að óánægja þeirra hafi til að byrja með ekki snúist um þau. En hver þessi maður, Ólafur John- son, og hvernig og af hverju komst hann í þá klemmu sem hann er í í dag? Ólafur af Thorsættinni Ólafur H. Johnson fæddist árið 1951. Hann er sonur hjónanna Arnar John- son, flugmanns og forstjóra Flugfé- lags Íslands og síðar Flugleiða, og dóttur Hauks Thors, Margrétar Þor- bjargar. Faðir Ólafs var um áratuga- skeið einn helsti áhrifamaðurinn í flugrekstri á Íslandi. Örn, faðir Ólafs, varð forstjóri Flugleiða eftir að sjávarútvegsfyrir- tæki Thorsaranna, Kveldúlfur, og Eimskipafélag Íslands náðu meiri- hluta í félaginu árið 1945. Mágur Arn- ar, Richard Thors, og svili hans, Guð- mundur Vilhjálmsson sem var maður Kristínar Thors, settust í stjórn félags- ins í kjölfarið. Um þessi viðskipti með hlutabréf í Flugfélagi Íslands segir Guðmund- ur Magnússon í bók sinni um Thors- arana: „Vafalaust hafa þeir mágarn- ir haft góðan stuðning af tengslunum við Örn Ó. Johnson flugmann, tengda- son Hauks Thors, en hann hafði ver- ið lífið og sálin í félaginu undanfarin ár. Réðu þeir hann forstjóra hins end- urnýjaða félags.“ Faðir Ólafs hætti að fljúga í kjölfarið, árið 1947, og snéri sér alfarið að stjórnun, líkt og hann rakti í viðtali við Vísi árið 1979 þegar hann var orðinn forstjóri Flugleiða – Flug- leiðir urðu til við sameiningu Flugfé- lags Íslands og Loftleiða árið 1973. Tengsl Arnar og Thorsaranna virð- ast því hafa komið sér vel fyrir báða aðila. Þrátt fyrir þessi tengsl við Thors- arana, sem ævinlega voru tengdir við Sjálfstæðisflokkinn sem ein ríkasta og valdamesta fjölskylda landsins, var Örn ekki flokkspólitískur að eigin sögn. Í viðtalinu við Vísi sagði hann: „Ég hef heldur aldrei verið flokksbundinn, þótt ég hafi verið brennimerktur frá fæðingu sem fulltrúi ákveðins flokks.“ Ólafur, sonur hans, virðist heldur ekki hafa tekið þátt í flokkspólitísku starfi þar sem nafn hans kemur ekki upp við leit á þeim vettvangi. Sór af sér pólitík Örn starfaði sem forstjóri Flugleiða nær allt til dauðadags árið 1984 þeg- ar hann lést 69 ára aldri. Ólafur sonur hans á því ekki langt að sækja áhuga sinn á stjórnun. Ólafur stundaði nám í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands á áttunda áratug síðustu aldar. Hann virðist hafa haft einhvern áhuga á flugi líkt og faðir hans því hann skrifaði lokaritgerð við háskólann árið 1977 um stjórnun flug- félaga. Það voru líka hæg heimatökin fyrir Ólaf að þessu leyti þar sem faðir hans stýrði hinu nýsameinaða stór- veldi, Flugleiðum. Ólafur fór því aðr- ar leiðir þó svo áhuginn á stjórnun og flugi virðist hafa verið þeim feðgum sameiginlegur. Eiginkona Ólafs heitir Borghildur Pétursdóttir. Hún er einnig menntað- ur viðskiptafræðingur og hefur kom- ið að rekstri Hraðbrautar sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður. Borghildar er einnig getið í bók Guð- mundar Magnússonar um Thorsar- ana en Elísabet, systir Péturs Ólafs- sonar föður hennar, var gift Hilmari Thors, bróður afa Ólafs Johnson. Þau hjónin eiga hús á Flórída í Bandaríkj- unum þar sem þau dvelja langdvöl- um. Sérhæfir sig í einkareknum sérskólum Fljótlega eftir að Ólafur lauk námi stofnaði hann Hraðlestrarskólann þar sem hann bauð upp námskeið í hrað- lestri fyrir fólk sem vildi margfalda lestrarhraða sinn. Ólafur seldi svo Hraðlestrarskólann skömmu eftir að hann stofnaði Hraðbraut ásamt Nýsi og Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur. Hraðlestrarskólinn var hins vegar upprunalega einn af hluthöfum Hrað- brautar. Samhliða Hraðlestrarskólanum setti Ólafur á laggarnir sumarskóla í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, ásamt mági sínum, Pétri Birni Jóns- syni. Þetta gerðist árið 1993 en Fjöl- brautaskólinn hafði sjálfur rekið skól- ann síðustu tvö árin þar á undan. Menntamálaráðuneytið vildi hins vegar ekki reka skólann áfram vegna niðurskurðar en lendingin í málinu varð sú að Ólafur og Pétur tóku við skólanum en báðir voru þá starfs- menn skólans. Hið íslenska kennara- félag setti sig upp á móti sumarskólan- um á þeim forsendum að starfsemin bryti gegn kjarasamningum kennara og lögum um framhaldsskóla og birti meðal annars auglýsingu í fjölmiðlum þar sem nemendur voru varaðir við að stunda nám í skólanum þar sem það fengist ekki metið til eininga í fram- haldsskólum landsins. Þessu hafn- aði Ólafur og sagði að menntamála- ráðuneytið mæti námið til eininga. Gagnrýni á Ólaf vegna meintra brota á kjarasamningum kennara og launa- greiðslna til starfsmanna hans er því ekki ný af nálinni. Málflutningur Kennarafélagsins varð til þess að Ólafur fór í skaðabóta- mál við félagið og úrskurðaði Hæsti- réttur á endanum honum í hag og gerði félaginu að greiða Ólafi 800 þús- und krónur í skaðabætur vegna gagn- rýninnar. Ólafur rak svo Sumarskól- ann næstu tíu árin þar á eftir og var því bæði með Hraðlestrarskólann og Sumarskólann á sínum snærum þar til Hraðbraut kom til sögunnar. Stofn- un Hraðbrautar var því nánast rök- rétt skref fyrir Ólaf sem hafði mikla reynslu af einkareknum skólum sem bjóða upp á einhvers konar sérfræði- þjónustu. Styr hefur hins vegar staðið áður um þennan rekstur Ólafs. Hápólitískt mál Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, greindi frá því á bloggsíðu sinni þegar stofnun Hrað- brautar lá fyrir að hann hefði hvatt til þess að samið yrði við Ólaf vegna Hraðbrautar og að hann hefði gert tillögu um það í fjárlagafrumvarpi að fé yrði veitt til skólans. Hann greindi jafnframt frá því að unnið hefði verið að stofnun skólans meðan hann var menntamálaráðherra. Afar ólíklegt er að skólinn hefði verið stofnaður með þeim hætti sem raun bar vitni ef Björn hefði ekki beitt sér fyrir því. Stofnun Hraðbrautar var í raun lið- ur í því einkavæðingarátaki sem rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins stóð fyr- ir í upphafi aldarinnar. Svipaða sögu má segja af Háskólanum í Reykja- vík. Grunnstefið í þessari einkavæð- ingarstefnu var að það væri mikil- vægt að sem flest í samfélaginu væri í eigu einkaaðila, sama hvort um var að ræða banka, verktakafyrirtæki eða skóla. Ástæðan var sú trú flokksins að betra sé að einkaðilar en ríkið sjái um rekstur fyrirtækja. Hjá Sjálfstæð- isflokknum var þessi stefna stundum byggð á hugmyndafræðilegum en ekki efnislegum rökum: Einkavæða átti vegna þess að einkavæðing hlýtur í eðli sínu að vera góð. Björn var ósáttur við umfjöllun DV í vikunni og sagði á bloggsíðu sinni að hún ætti sér pólitískar rætur. Skilning- ur Björns var sá að nú ætlaði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sér að ganga af Hraðbraut dauðri vegna þess að hún væri á móti einkarekstri í menntakerfinu og því hefði upplýs- ingum um fjármál skólans og úttekt Ríkisendurskoðunar á skólanum ver- ið lekið í DV. „Nú ætlaði Katrín Jakobs- dóttir í anda vinstri-grænna að ganga af skólanum dauðum og í því skyni hefði verið ákveðið að leka í  DV, að eitthvað væri athugavert við fjárreiður skólans,“ sagði Björn. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, er sonur forstjóra Flugleiða og barnabarns Thors Jensen. Hann hefur verið í fréttum vegna óánægju kennara Hraðbrautar og vegna fjár- mála skólans. Ólafur sérhæfir sig í einkareknum skólum sem veita sérþjónustu og stofnaði Hraðbraut í tíð Björns Bjarnsonar sem menntamálaráðherra. Kennari í skólanum segir að sér hafi verið sagt upp vegna kröfu sinnar um að kennararnir gengju í Kennarasambandið. SKÓLASTJÓRINN SEM GEKK OF LANGT ingi f. vilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is gagnrýndur af kennurum Ólafur Johnsonhefurveriðgagnrýnduraf kennurumskólansfyriraðgreiða ekkilaunsamkvæmtkjarasamning- umogfyriraðveramikiðíburtufrá kennslu.Viðbætistsúóráðsíasem einkennirfjárhagskólans. Pólitískt bitbein DeilurnarumHraðbrautmillihægri-ogvinstrimannaerunúþegarhafn- ar.BjörnBjarnasongagnrýndimenntamálaráðuneytiKatrínarJakobsdóttureftiraðgreint varfráóráðsíunniífjármálummenntaskólans.Björntaldimáliðeigasérpólitískarrætur. HilmariPéturssyni,kennaraíHraðbraut,varsagtuppstörfumímarssíðastliðnumeftiraðdeilurhöfðusprottiðuppískólanumumlaunakjörkennaranna.AðspurðurhvorthannhafiveriðrekinnsegirHilmaraðÓlafur Johnsonhafiveriðósátturviðþáólgusemværikominuppvegnakjaramála kennaraskólans.„Égheldaðhannhafirekiðmigútafþvíaðégvildigangaí Kennarasambandiðogútafþessariólgu.Égbyggiþessaskoðunmínaáþvíað stjórnKennarafélagsskólansfórtilhanseinnþriðjudagímarsoglagðifyrirhann gögnsemsýnduaðviðværumundirborguð.Ólafurvarþákominnuppaðveggen reyndiaðmótmæla.Hanngatþaðhinsvegarekkilengur.Ólafursagðiviðstjórnina aðhannætlaðiséraðræðaþessimálástarfsmannafundiívikunniþaráeftir.Eftir starfsmannafundinnvarákveðiðaðfaraáfundtilÓlafsskömmusíðarogbiðja hannumaðskrifauppáumsóknirumaðildokkaraðKennarasambandinu.Rétt fyrirþennanfundhafðiÓlafurhinsvegarsambandviðmigogsagðiaðhannþyrfti nauðsynlegaaðhittamig.Þegarviðhittumstrakhannmigáþeimforsendumað égværiekkimeðkennararéttindi.Hannsagðiaðráðuneytiðhefðiýttáhannað ráðakennaramenntaðfólkogaðKennarasambandiðstæðiþarábakvið,“segir Hilmarenhannerleiðbeinandi-kennarisemerekkimeðkennaramenntun. nÞessiástæðavarhinsvegarekkigefinfyriruppsögnHilmarsíuppsagnarbréfi hans,segirhann.Enginástæðaerþartilgreind.Hilmarsegisthafakannaðhvort ráðuneytiðhefðiþrýstáÓlafaðverameðkennaramenntaðfólkívinnuogkomist aðþvíaðþaðhefðiekkiþrýstmeiraáÓlafenaðraskólastjórnendur. nAðspurðurhvorthannteljiaðástæðauppsagnarinnarhafiveriðsúaðhannvildi fáaðgangaíKennarasambandiðsegirHilmar:„Húnvarallaveganaekkiþessisem hanngafupp.Líklegahefurhannveriðpirraðurútímigútafþessarikjarabaráttu.“ KennarasambandiðteluruppsögnHilmarsólögmæta,líktogkemurframíbréfi semDVhefurundirhöndum,oghafainntÓlafeftirþvíafhverjuHilmarivarsagt uppogbeðiðhannumskriflegarútskýringaráuppsögninni.Ólafurhefurekki gefiðþessarútskýringarennsemkomiðer.KennarasambandiðmunkrefjaÓlafum miskabæturvegnauppsagnarHilmars. Sagt upp vegna gagnrýni og ólgu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.