Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 20
20 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur „Ég hef það fínt í dag en þetta er búið að vera mjög erfitt ferli,“ seg- ir Valgerður Erla Óskarsdóttir sem lenti í alvarlegu bílslysi 17. mars 2007. Valgerður Erla var á leið frá Reykjavík til Þorlákshafnar þegar ökumaður bíls úr gagnstæðri átt missti stjórn og lenti framan á Yar- is-bifreið hennar. Báðir ökumenn voru einir í bílum sínum. Ökumað- ur hins bílsins slapp með brotið rifbein en Erla brotnaði um allan líkamann. „Hægri ökkli brotnaði, bæði hnén, hægri mjöðm, hægra læri, næstum öll rifbein, vinstri olnbogi og vinstri úlnliður. Ég missti ekki meðvitund en ég man ekkert frá slysinu en veit að þeim tókst að klippa mig út úr flakinu og senda mig með þyrlu til Reykjavík- ur þar sem mér var haldið sofandi í 13 daga,“ segir Valgerður og bæt- ir við að hún hafi verið heppin að slasast ekki enn verr. „Ég fékk engar innvortis blæðingar, varð ekki fyrir heilaskaða og lenti ekki í hjólastól og fyrir það tel ég mig alveg rosa- lega heppna. Ég marðist þó á hjarta og þarf að taka inn lyf sem hjálpa hjartanu að vinna eðlilega en 10 prósent af hjarta mínu virka ekki.“ Verður alltaf hölt Valgerður hefur ekki ennþá náð fullum bata. „Ég er enn í sjúkra- þjálfun og er enn að vinna í mínum meiðslum en ég er langt komin. Ég fer líka reglulega í líkamsrækt og er dugleg að hjóla til að styrkja mig. Ég mun samt aldrei ná fyrri heilsu og mun alltaf verða hölt,“ segir hún og bætir við að það fyrsta sem hún hafi hugsað eftir slysið hafi verið að allt yrði í lagi svo lengi sem hún yrði ekki hölt. „Tveimur árum seinna fékk ég að vita að ég yrði alltaf hölt og það var eins og ég væri sleg- in utan undir. Það var mikið áfall,“ segir hún og viðurkennir að haltrið verði stundum til þess að ókunnug- ir glápi á hana. „Fólk horfir á mig og ég hef fengið óskemmtileg komm- ent. Ég reyni að loka á slíkt en at- hugasemdirnar hafa áhrif á mig í stutta stund. Svo reyni ég bara að hugsa um að þetta fólk veit ekki hvað kom fyrir. Ég reyni að láta þetta hafa sem minnst áhrif.“ Áhrif á allt lífið Valgerður segir slysið hafa haft mikil áhrif á hennar líf og atburður- inn hafi verið erfiður fyrir alla fjöl- skylduna. „Þetta var rosalegt áfall fyrir alla en ég er ánægð með fólkið mitt og vinkonurnar. Ég á rosalega góðar vinkonur. Ég var nýútskrifuð úr snyrtifræði þegar slysið átti sér stað og gat ekki tekið samninginn á sama tíma og bekkjasystur mínar. Að því leytinu hefur slysið haft áhrif það líf mitt því á meðan hinar eru búnar að taka meistarann og jafn- vel opna sínar eigin stofur hef ég verið að vinna í mínum meiðslum. Eins get ég ekki gengið jafnmik- ið í dag og ég gat og mig langaði til dæmis alltaf í interail. Í dag kemur það ekki til greina.“ „Kemur ekkert fyrir mig“ Valgerður segir slysið hafa kennt henni að það þýði ekki að hugsa sem svo „að ekkert komi fyrir mig“. „Ég var að keyra á löglegum hraða en hinn bílstjórinn var dæmdur fyr- ir glannalegan akstur. Hann keyrði of hratt og var á lélegum dekkjum en það var hálka og krap á vegin- um,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún sé ekki reið. „Fyrst eftir slysið var ég ekkert fúl og leit bara á þetta sem slys en svo þegar ég heyrði sög- ur frá vitnum, að hann hefði verið að keyra of hratt og að hann hefði gert svipað áður, kom upp reiði. Ég reyni samt að eyða tímanum í eitthvað annað en reiði í dag. Það þýðir ekk- ert fyrir okkur að halda að það komi ekkert fyrir. Það getur alltaf einhver annað valdið slysi svo það er um að gera að vera í belti og fara varlega.“ Valgerður Erla Óskarsdóttir lenti í bílslysi í mars árið 2007 þegar hún var á leið frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Hún braut meðal annars bæði hnén, hægri mjöðm, næstum öll rifbein og vinstri úlnlið. Hún er enn í sjúkraþjálfun og segir slysið hafa haft mikil áhrif á hennar líf. Eftir slysið hætti hún að hugsa að ekkert gæti komið fyrir hana. Valgerður Erla Valgerður segir slysið hafa haft mikil áhrif á allt hennar líf og líf fjölskyldu hennar. Mun aldrei ná fyrri heilsu Tveimur árum seinna fékk ég að vita að ég yrði alltaf hölt og það var eins og ég væri slegin utan und- ir. Það var mikið áfall. indíana Ása hrEinsdÓttir blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Á sjúkrahúsinu Þrátt fyrir mikil beinbrot telur Valgerður að hún hafi verið heppin. Hún fékk engar innvortis blæðingar, varð ekki fyrir heilaskaða og endaði ekki í hjólastól. Hún braut næstum öll bein og marðist á hjarta. Mynd rÓbErt rEynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.