Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 22
22 erlent 2. júlí 2010 föstudagur
Hvítt fólk óskast til leigu
Í Kína er leigumarkaður fyrir hvítt
fólk. Þar þekkist að fyrirtæki vilji
leigja hörundshvítt fólk í einn dag,
yfir helgi, í vikutíma eða jafnvel heil-
an mánuð eða tvo. Kínversk fyrir-
tæki eru reiðubúin til að greiða hátt
verð fyrir ljósa útlendinga sem eru
reiðubúnir til að þykjast vera starfs-
menn fyrirtækisins eða viðskiptafé-
lagar. Af sumum er þetta fyrirkomu-
lag kallað „hvíta manns útstilling“.
En einnig er þetta þekkt sem „hvíti
náunginn með bindið“-viðburður,
„táknræna hvíta manns giggið“ eða
einfaldlega „andlitsstarf“.
Í grein Löru Farrar á vefsíðu CNN
segir að í grundvallaratriðum snú-
ist þetta um aldagamla túlkun Kín-
verja á ásjónu og merkingu hennar.
„Að hafa nokkra útlendinga á vappi
í kring merkir að fyrirtækið búi að
betri orðstír, eigi fé og hafi viðskipta-
tengsl. Hvort sem þau raunveruleg
eða ekki.
Mikilvægara en lífið sjálft
Rithöfundurinn Zhang Haihua, sem
skrifaði bókina „Hugsaðu eins og
Kínverji“, sagði: „Í Kína segjum við
að andlit sé mikilvægara en lífið
sjálft.“ Haihua sagði að fólk álíti að
vestræn ríki séu betur stödd en önn-
ur því þau séu svo þróuð og því haldi
fólk að ef fyrirtæki geti ráðið útlend-
inga hljóti það að vera vel statt fjár-
hagslega og með mikilvæg tengsl
í útlöndum. „Þess vegna, þegar
þau vilja vekja hrifningu einhvers,
kunna þau að grípa til þess ráðs að
flíka útlendingi.“
En fyrirtæki þurfa ekki að vera
með útlendinga á launaskrá allt árið
um kring því ef í harðbakkann slær
geta þau leigt sér einn slíkan.
Í greininni segir frá bandarísk-
um leikara, Jonathan Zatkin, sem
býr í Beijing. Í fyrra þóttist hann vera
varaforseti ítalsks skartgripafyrir-
tækis sem hafði verið í samvinnu við
kínverska skartgripaverslanakeðju í
áratug.
Zatkin fékk greidd 2.000 júan,
sem svara til um 39 þúsund króna,
fyrir að fljúga með nokkrum rúss-
neskum fyrirsætum til smáborgar
í Henan-héraði. Þegar hann kom
þangað flutti hann ræðu við opnun
skartgripaverslunar í borginni.
Þrjú skilyrði
Zatkin sagðist hafa verið uppi á sviði
með borgarstjóranum. „Ég hélt ræðu
um hve indælt það hefði verið að
hafa verið í samvinnu við fyrirtækið í
tíu ár og hve stoltir við værum yfir ár-
angi okkar í Kína,“ sagði Zatkin.
Skilyrðin fyrir þessu starfi eru ein-
föld, vertu hvítur; ekki tala kínversku,
eða talaðu alls ekkert nema þú sért
beðinn um það og láttu líta út fyrir að
þú sért nýstiginn úr flugvélinni.
Þeir sem einna helst taka að sér
störf af þessum toga eru atvinnulaus-
ir leikarar eða fyrirsætur, enskukenn-
arar í hlutastarfi eða aðrir þeir sem
vilja ná sér í aukapening.
„Það kemur fyrir að fyrirtæki vilji
útlendinga á fundi og ráðstefnur, eða
í matarboð til að brosa til viðskipta-
vinanna og taka í hönd fólks,“ sagði
í auglýsingu frá fyrirtæki sem heitir
Leigðu „laowai“, eða Leigðu útlend-
ing. Auglýsingin birtist á vefsíðunni
beijinger.com. Í auglýsingunni sagði
ennfremur: „Það eru miklir atvinnu-
möguleikar fyrir fallegar stúlkur og
karlmenn sem líta vel út í jakkaföt-
um.“
Heimsókn frá lögreglunni
CNN hafði samband við bandarísk-
an leikara sem býr í Beijing. Sá notar
dulnefnið Brad Smith því hann hef-
ur farið flatt á því að nota sitt eigið
nafn. Þegar CNN náði sambandi við
Brad stóð hann fyrir utan fundar-
herbergi á Ramada Inn í Hangzhou,
160 kílómetra fyrir utan Shanghaí.
Hlutverk Brads þann daginn var að
leika arkitekt frá New York og af-
henda embættismönnum borgar-
innar drög að teikningum að nýju
safni.
Fyrr um daginn hafði Brad farið
yfir handritið með hinum kínversku
„viðskiptafélögum“ á Kentucky Fri-
ed Chicken-veitingastað. Ef Brad
yrði spurður um eitthvað átti hann
að þykjast segja eitthvað við „túlk-
inn“ sem síðan átti að þykjast skilja
hvað Brad hafði sagt.
Fyrir einu og hálfu ári lenti Brad
í vandræðum þegar lögreglan í Bei-
jing bankaði upp á hjá honum eft-
ir að fjármálafyrirtæki sem hann
hafði unnið fyrir hafði svikið millj-
ónir júan út úr öðru fyrirtæki. „Það
Í Kína er ágætis eftirspurn eftir hvítu fólki
sem fyrirtæki vilja leigja í einn dag eða
tvo mánuði og allt þar á milli. Tilgangur-
inn er að skapa ímynd fjárhagslegrar vel-
gengni eða mikilvægra viðskiptatengsla
við erlend fyrirtæki.
kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Ef Brad yrði spurður um eitt-
hvað átti hann að þykj-
ast segja eitthvað við
„túlkinn“ sem síðan átti
að þykjast skilja hvað
Brad hafði sagt.
tveir erlendir námsmenn að störfum VorufengnirtilaðþykjastveraerlendirfjárfestaríefnaverksmiðjuíShenyang. Mynd reuters
Jonathan Zatkin t.h. Fékkgreittfyriraðþykjastveravaraforsetiítalsksskartgripafyrirtækis.Mynd Cnn
Dattíþaðmeðvara-
borgarstjóraDujiangyan
Árið 2007 bjó Dagur Kristjánsson í
borginni Chengdu í Kína. Dag einn
hafði kínverskur vinur hans sam-
band við hann og bar upp óvenju-
lega bón. „Hann hringdi í mig og
spurði hvort ég gæti ekki reddað
svona fimm útlendingum og ég
reddaði einhverjum vinum mín-
um. Svo fórum við til Dujiangyan,
sem er 600.000 manna borg, eins
konar úthverfi af Chengdu. Þeg-
ar við komum þangað var búið að
stilla upp langborði og þar voru
aðstoðarborgarstjórinn og ein-
hverjir viðskiptamenn og okkur
var skipað til borðs með þeim,“
segir Dagur.
Síðar komst Dagur að því að
viðburðurinn snérist um skipu-
lagningu á einhverri alþjóðlegri
hátíð og nærvera Dags og vina
hans átti að sýna að útlendingar
kæmu að skipulagningunni.
Ítalskur gerviprestur
Svæðissjónvarpið mætti á staðinn
og mikið gert úr nærveru útlend-
inganna enda gæðastimpill fyrir
væntanlega hátíð að útlendingar
væru bendlaðir við hana.
Einnig hafði verið ráðinn tón-
listarmaður frá Svíþjóð og var
honum ætlað að skemmta þeim
með tónlist.
„Við borðuðum með þessum
fyrirmönnum og fórum um kvöld-
ið í bæinn með þeim og fengum
okkur í glas, og allan tímann fylgdi
Svíinn með,“ segir Dagur. Fyrir vik-
ið fékk Dagur greitt sem svarar til
tíuþúsund króna. „Þetta var ekki
nema eitt kvöld, bara eitt fyllerí og
svo var farið heim.“
Í Kína kynntist Dagur Ítala
sem fékk greitt fyrir að klæða sig í
prestskrúða og sjá um hjónavígsl-
ur, og í brúðkaupsveislum var vin-
sælt að vera með útlendar hljóm-
sveitir.
Dagur þekkti mann sem gerði
sérstaklega út erlenda tónlistar-
menn og var með á sínum snærum
meðal annars afríska, mexíkóska
og evrópska hljómsveit.