Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 40
Gísli fæddist í Úthlíð í Biskups- tungum og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk verslunarprófi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík árið 1953. Gísli var bankamaður við Landsbankann á Selfossi um skeið að námi loknu. Hann gerðist síð- an blaðamaður 1955 en það var hans aðal starfsvettvangur upp frá því. Hann var fyrst blaðamaður við tímaritið Samvinnuna, tímarit Sambands íslenskra samvinnufé- laga, á árunum 1955-59, var síðan ritstjóri Vikunnar 1959-67, og loks umsjónarmaður Lesbókar Morg- unblaðsins á árunum 1967-2000, er hann lét af stöfum, sjötugur að aldri. Í Lesbókina skrifaði Gísli mikinn fjölda greina, ekki síst um arkitektúr og skipulagsmál, um- hverfismál, myndlist og bíla. Gísli var höfundur bókanna Út úr myrkrinu, ævisögu Helgu á Engi, 1963; Arkitektúr - Úrval ís- lenskra einbýlishúsa, 1967; Seið- ur lands og sagna, fjögurra binda verks sem fjallar um ýmsar sögu- slóðir og áfangastaði víðsvegar um landið, útg. eftir 2000; Ljóðmynda- lindir, ljóð og málaðar myndir eft- ir Gísla, útg. 2007. Þá var hann höf- undur greinarinnar Fjallajarðir og framafréttir Biskupstungna, í Ár- bók Ferðafélags Íslands 1998. Gísli var afkastamikill myndlist- armaður um áratuga skeið. Hann hélt fjölda einkasýninga frá 1964, þ.á m. í Bogasal Þjóðminjasafns- ins, í Norræna húsinu, á Akureyri, í Alwin Gallery í London, í Lista- safni Árnessýslu á Selfossi, í Hafn- arborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, á Kjarvalsstöðum og í Gerðarsafni í Kópavogi. Myndir Gísla eru þjóð- legar og myndefnið gjarnan sótt í þjóðtrú og mannlíf fyrri tíma. Þá eru margar myndir hans frá æsku- stöðvunum í Biskupstungum. Fjölskylda Gísli kvæntist 23.7. 1955 Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 2.2. 1933, versl- unarmanni og húsmóður. Hún er dóttir Bjarna Kolbeinssonar og Þórdísar Eiríksdóttur, bænda í Stóru-Mástungu í Gnúpverja- hreppi. Börn Gísla og Jóhönnu eru Bjarni Már Gíslason, f. 23.12. 1955, bílstjóri hjá Kynnisferðum, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Hrafney Ásgeirsdóttir, starfsmað- ur við mötuneyti við leikskóla og eru börn þeirra Jóhanna, f. 1979, og Sverrir Már, f. 1988; Hrafnhildur Gísladóttir, f. 20.6. 1959, starfsmað- ur við leikskóla. Systkini Gísla eru Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 1933, fyrrv. lækna- ritari í Garðabæ, ekkja eftir Hróar Björnsson kennara; Björn Sigurðs- son, f. 1935, ferðaþjónustubóndi í Úthlíð í Biskupstungum en kona hans var Ágústa Ólafsdóttir hús- freyja sem er látin; Sigrún Sig- urðardóttir, f. 1937, fyrrv. skrif- stofumaður og húsmóðir, búsett í Kópavogi, gift Guðmundi Ara- syni, fyrrv. verkfræðingi hjá Vega- gerðinni; Kristín Sigurðardóttir, f. 1940, húsmóðir í Reykjavík, var gift Greip Sigurðssyni sem er látinn en seinni maður Kristínar er Werner Rasmunsson, fyrrv. apótekari; Jón Hilmar Sigurðsson, f. 1944, d. 2008, líffræðingur og kennari í Reykja- vík; Baldur Sigurðsson, f. 1948, raf- eindavirki í Reykjavík en kona hans er Kristbjörg Steingrímsdóttir leik- skólakennari. Foreldrar Gísla voru Sigurð- ur Tómas Jónsson, f. 25.2. 1900, d. 11.10. 1987, bóndi í Úthlíð, og k.h., Jónína Þorbjörg Gísladóttir, f. 19.10. 1909, d. 19.2. 1979, hús- freyja. Ætt Sigurður var sonur Jóns, b. í Braut- arholti, bróður Ingimundar, föður Sigurðar Egils, alþm. og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, föð- ur Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt- isráðherra. Jón var sonur Einars, b. á Egilsstöðum í Ölfusi Jónsson- ar. Móðir Einars var Sólveig Þor- varðardóttir, b. á Vötnum í Ölf- usi, bróður Þorbjörns á Yxnalæk, langafa Garðars, föður Guðmund- ar H. Garðarssonar, fyrrv. alþm., en bróðir Garðars var Valur Gísla- son leikari, faðir Vals, fyrrv. banka- stjóra. Þorvarður var sonur Jóns, silfursmiðs og ættföður Bíldsfells- ættar Sigurðssonar. Móðir Sólveig- ar var Guðbjörg, systir Guðrúnar, móður Katrínar, konu Þorbjörns á Yxnalæk. Guðrún var einnig móð- ir Odds, langafa Steindórs bíla- kóngs, afa Geirs H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra. Bróðir Guðbjarg- ar var Gísli, b. á Kröggólfsstöðum, langafi Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófess- ors í stjórnmálafræði. Guðbjörg var dóttir Eyjólfs, ættföður Kröggólfs- staðaættar Jónssonar. Móðir Jóns í Brautarholti var Vilborg Jónsdótt- ir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, langafa Hannesar Jónssonar sendi- herra, föður Hjálmars W. Hannes- sonar sendiherra. Móðir Sigurðar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Reykjanesi í Grímsnesi og gestgjafa á Kolviðarhóli Jónssonar og Kristínar Daníelsdóttur. Jónína Þorbjörg var systir Er- lends, föður Eyvindar leikstjóra. Jónína var dóttir Gísla, b. í Úthlíð og Laugarási Guðmundssonar, b. á Bóli Bjarnasonar. Móðir Jónínu Þorbjargar var Sigríður Ingvarsdóttir, b. á Apa- vatni Sigurðssonar, b. í Útey, bróð- ur Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs bisk- ups, föður Péturs biskups, föður dr. Péturs, prófessors í guðfræði við HÍ. Bróðir Sigurðar í Útey var Guðmundur í Langholtsparti, fað- ir Péturs, skólastjóra á Eyrarbakka, föður Péturs útvarpsþular, föð- ur Ragnheiðar Ástu útvarpsþular, móður Eyþórs Gunnarssonar tón- listarmanns. Pétur skólastjóri var auk þess faðir Jóns Axels banka- stjóra og Tryggva, bankastjóra í Hveragerði. Annar bróðir Sigurð- ar var Magnús á Votamýri, langafi Bjarna Sigurðssonar, prófessors við HÍ. Sigurður var sonur Sigurðar, b. í Votumýri Guðmundssonar. Móðir Ingvars var Guðrún, systir Ófeigs á Fjalli, afa Tryggva útgerðarmanns, föður Páls sendiherra, föður, Tryggva, fyrrv. framkvæmdastjóra Íslandsbanka, en bróðir Tryggva útgerðarmanns var Ófeigur lækn- ir, faðir Ragnheiðar Pálu skáld- konu. Annar bróðir Guðrúnar var Vigfús, b. í Framnesi á Skeiðum, föður Ófeigs, prófasts í Fellsmúla, föður Grétars Fells, rithöfundar og forseta Guðspekifélagsins. Guðrún var dóttir Ófeigs ríka á Fjalli Vigfús- sonar, ættföður Fjallsættar Ófeigs- sonar. Móðir Guðrúnar var Ingunn Eiríksdóttir, ættföður Reykjaætt- ar Vigfússonar. Móðir Sigríðar var Þorbjörg Eyvindsdóttir, b. í Útey Þórðarsonar og Ingibjargar Eiríks- dóttur. Gísli verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 2.7. og hefst athöfnin kl. 15.00. Gísli Sigurðsson myndlistarmaður og fyrrv. umsjónarmaður lesbókar morgunblaðsins Fæddur 03. 12. 1930 - Dáinn 27. 6. 2010 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 Útfararþjónusta Davíðs ósvalDssonar ehf. Davíð Ósvaldsson - útfararstjóri sími: 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson - útfararstjóri sími: 892 8947 40 minning 2. júlí 2010 föstudagur andlátmerkir íslendingar Jón Þorsteinsson íþróttakennari f. 3.7. 1898, d. 24.3. 1985 Jón Þorsteinsson var fæddur í Örnólfsdal í Þverárhlíðarhreppi. Foreldrar hans voru Þorsteinn Hjálmars- son, bóndi þar og k.h., Elín Jónsdótt- ir, b. í Stafholtsey og í Norðtungu Þórðarsonar. Jón var einn merkasti brautryðjandi á sviði íþróttamála, leikfimikennslu og sjúkraþjálfunar hér á landi. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Hvítárbakka 1916-18, við Gymna- stikhojskolen í Ollerup i Danmörku 1922-23, sótti íþróttanámskeið í Tuns- by í Finnlandi og við Mullers Institut í Kaupmannahöfn og við lýðskólann í Voss í Noregi. Jón kenndi sund, glímu og leikfimi víða um land frá 1916, var aðalkenn- ari Glímufélagsins Ármanns frá 1924. Hann sérhæfði sig í æfingum til að ráða bót á hryggskekkju og bakveiki og fékk sérstakt lækningaleyfi til þess árið 1934. Jón sigldi með glímu- og leikfimi flokka til Noregs, Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóðar fyrir seinna stríð. Jón stofnaði íþróttaskóla í Reykjavík 1924 og byggði sérstakt tveggja sala íþróttahús að Lindargötu 7 í Reykja- vík árið 1935 og var þar sjálfur búsett- ur síðan. Leikfimishús Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu var veglegasta íþróttahús síns tíma og var reyndar um árabil vandaðasta íþróttahús hér á landi. Þar voru á árum áður haldn- ir kappleikir í handknattleik og keppt í glímu auk þess sem fjöldi skóla kenndi þar leikfimi. Húsið stendur enn við Lindargötu en hefur hýst skrifstofur og Litla svið Þjóðleikhússins frá 1986. Jón var mikill vinur Kjarvals sem bjó í húsi hans við Lindargötu um skeið og sýndi þar oft verk sín. Sonur Jóns og konu hans, Eyrún- ar Guðmundsdóttur, er Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari og fyrrverandi forseti Félagsdóms. Hann var trúnaðarmaður Síldarút- vegsnefndar við síldarsölu til Banda- ríkjanna á árunum 1914-16 og til Danzig 1938. Jón Eyjólfur flutti til Reykjavíkur 1923. Hann var forseti Fiskifélags Ís- lands 1922-24, var aðal hvatamaður að stofnun Slysavarnafélags Íslands og framkvæmdastjóri þess frá stofnun 1928. Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði f. 4.7. 1924, d. 25.12. 1994 Sveinbjörn fæddist í Grafardal sem er upp af og milli Svínadals og Skorra- dals í Borgar- firði. For- eldrar hans voru Bein- teinn Einarsson bóndi, frá Litla-Botni á Hval- fjarðarströnd og Helga Pétursdóttir húsfreyja frá Draghálsi í Svínadal. Sveinbjörn flutti með foreldrum sín- um að Draghálsi í Svínadal 1934 og var þar lengst af bóndi frá 1944 þó ekki hafi hann stundað mikinn bú- skap. Sveinbjörn var gott skáld og mikill kvæða- og fræðimaður, en rit hans, Bragfræði og háttatal, er undirstöðu- rit kvæðamanna. Hann var mikill náttúruverndarsinni og vildi virkja þjóðmenningu okkar og forna siði í því skini að fá menn til að lifa í jafn- vægi við náttúruöflin. Sveinbjörn var af Bergsætt, Klingels- bergætt af Akranesi og ýmsum þekkt- um ættum úr Kjós og Borgarfirði, eins og Fremri-Hálsaætt. Sveinbjörn orti og sendi frá sér rímna- og ljóðabækurnar Gömlu lög- in, rímur, 1945; Bragfræði og hátta- tal, 1953; Stuðlagaldur, kvæði, 1954; Vandakvæði, ljóð, 1957, Reiðljóð, 1957; Heiðin, kvæðabók, 1984; Gát- ur I-II, 1985 til 1991, og Bragskógar, ljóð, 1989. Þá sá hann um útgáfu á rímum, s.s. Rímnavöku, 1959; Rímn- asafni, sýnisbók, 1966; Fúsakveri, 1976 og Rímnasafni Sigurðar Breið- fjörð 1-6, 1961-73, auk Eddukvæða á hljómplötum. Þá átti hann þátt í út- gáfu Borgfirðingaljóða 1991. Hann las einnig fjölda rímna í útvarpi og á mannamótum. Sveinbjörn var forstöðumaður Ása- trúarfélagsins og síðan fyrsti alls- herjargoðinn í seinni tíð frá 1972 og til dauðadags. Hann kom oft fram á hljómleikum á pönktímabilinu og kvað þar rímur, eins og sjá má m.a. í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Þá lék hann t.d. í kvikmyndinni Dalalíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.