Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 FRÉTTIR 19
101 gæðastund
suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði
frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga
hverfisgata 10
sími. 5800 101
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is
SELJA LÆKNINGU VIÐ MND OG KRABBAMEINI
þá eru allar líkur á að meðferð-
in muni hafa áhrif. Aldrei er lofað
lækningu! Meðferðin felst þá í því
að berja niður vírusinn og á sama
tíma styrkja og upplýsa ónæmis-
kerfið um vandamálið,“ segir á vef-
síðunni.
„Samt ná þeir að hjálpa“
Óson læknar ekki alla sjúkdóma að
því er fram kemur á íslensku vefsíð-
unni. Því er haldið fram að óson,
þvagsprauturnar, þungmálma-,
kandída- og silfurmeðferðir ráði
við meirihluta ólæknandi og krón-
ískra sjúkdóma. Mataræði og fé-
lagslegt umhverfi skipti máli sem
annaðhvort veiki eða styrki ein-
staklinginn. „Óson-meðferð er
freklegt inngrip í atburðarás sem
við í mörgum tilvikum hefðum
getað haft áhrif á sjálf, ef við hefð-
um gert það í tíma. Mjög algengt er
að fólk komi til William Hitt Center
þegar allt annað er þrotið, og samt
ná þeir að hjálpa þeim,“ er fullyrt
á vefsíðunni. Á öðrum stað á vef-
síðunni kemur þetta fram: „Þess
má í lokin geta að Dr. William Hitt
hefur einnig sett saman víruseyð-
andi meðferð með hjálp Ósons og
bólusettninga sem byggja á þvagi
viðkomandi til að vinna bug á
mörgum af þeim ólæknandi sjúk-
dómum sem hrjá okkur mennina.
Má þar helst nefna: Gigt, Lúpus,
Herpes, Lifrabólgu C, MS, Sykur-
sýki, Síþreytu, Ofnæmi, Astma,
Krabbamein og fjölmarga aðra
ónefnda sjúkdóma.“
Svar hjónanna
„Sæll Jóhannes,
Okkar reynsla af William Hitt
Center er stórkostleg, bæði hvað
okkur varðar og fjölda fólks sem
við þekkjum og höfum hitt.
Við vonum að þér gangi vel að
afla upplýsinga frá þeim sjálfum,
þú getur hringt í klinikið og beðið
um Dr. Humison eða Dr. Hitt.
Kveðja,
Ólafur Einarsson
og Björg Marteinsdóttir“
Í bréfi sem Guðjóni Sigurðssyni, for-
manni MND félagsins, barst 21. júní
þar sem Óson- og þvagspautumeð-
ferðin er kynnt er hann hvattur til að
kynna sér meðferðina. Í bréfinu er
tekið sérstaklega fram að boðið sé
upp á sérstaka meðferð fyrir MND
sjúklinga, „...hún tekur tvær vikur
og þeir segja að árangur hafi verið
mjög góður,“ segir í bréfinu.
Örvæntingarfull leit
Guðjón sem greindist með MND
eða hreyfitaugahrörnun árið 2004
segir að þetta sé í annað skipti sem
þessi meðferð er kynnt fyrir hon-
um. „Í fyrra skiptið var hringt í mig
fyrir nokkrum árum og þá fór ég
svo langt að skoða þetta alvarlega.
Ég vildi hins vegar fá fullvissu fyr-
ir því að ég myndi læknast, en ein-
hver kona tók af skarið og dró til
baka að MND sjúkdómurinn hefði
verið læknaður á þessari stofnun í
Mexíkó. Þetta var þegar ég var ný-
greindur og þá var ég til í allt,“ segir
Guðjón en einstaklingar sem grein-
ast með langvinna eða ólæknandi
sjúkdóma eru oft í örvæntingarfullri
leit að lækningu. „Þeir sem grein-
ast með MND og aðra ólæknandi
sjúkdóma trúa því ekki að eitthvað
sé ekki læknanlegt og leita alls stað-
ar, á netinu og víðar. Þeir grípa í öll
hálmsstrá sem í boði eru. Skynsem-
in hjá fólki hverfur þegar slík tilboð
um lækningu koma fram.“
Nýta sér neyð fólks
Guðjón er formaður MND félags-
ins á Íslandi og einnig formaður al-
þjóðasamtaka MND félaga. Hann
hefur heyrt margar sögur af ný-
greindum MND sjúklingum sem
hafa reynt ýmislegt í leit sinni að
lækningu á sjúkdómnum. Hann
gefur lítið fyrir mexíkósku stofn-
unina. „Þetta er óþverri vegna þess
að þarna notar fólk neyð einstakl-
ingsins til að plokka af honum fé.
Fólk hefur prófað ýmislegt og lát-
ið glepjast af alls konar meðferðum
sem eru byggðar á einhverju rugli,“
segir Guðjón en þegar hann var ný-
greindur með MND leitaði hann
sér óhefðbundinna lækninga. „Ég
fór til einhverrar galdrakerlingar í
Sviss sem sagðist vera í samstarfi
við hátæknisjúkrahús þar í landi.
Ferðin kostaði stórfé og var algjör-
lega gagnslaus. Það kom svo í ljós að
sjúkrahúsið var í engu samstarfi við
þessa konu,“ segir Guðjón og held-
ur áfram: „Ég fékk einhvern mjöð
frá jurtalækni á Íslandi sem kostaði
mig ekkert. En ég endaði hinsveg-
ar á spítala með óstöðvandi niður-
gang eftir að hafa drukkið mjöðinn.“
En Guðjón hefur einnig fengið boð
frá svokölluðum Moonistum. „Þeir
voru tilbúnir til að borga undir mig
en lækningin fólst í bæn og ef það
dugði ekki þá bað maður ekki nógu
heitt. Ég fór aldrei í þá ferð.“
Skítalabbar í kjöllurum
„Ég fékk upplýsingar um kínverskt
töfralyf og átti bara eftir að panta
fyrsta skammtinn. Ég bað hinsveg-
ar íslenska sendiráðið í Peking að
komast að því hvar spítalinn væri til
húsa í borginni. Sendiráðið komst
að því að heimilisfangið sem var
gefið upp var ekki til og öll sam-
skipti fóru í gegnum Kanada þar
sem þrjótarnir voru staðsettir,“ segir
Guðjón en upp á síðkastið hafa fjöl-
margir boðið honum að taka þátt í
stofnfrumumeðferðum. „Við nánari
athugun eru þetta skítalabbar í enn
skítugri kjöllurum sem vilja hafa af
fólki fé.“
Peningaplokk
Guðjón segist hafa orðið reiður þeg-
ar honum var boðin þessi meðferð
í seinna skiptið. „Þetta er bara pen-
ingaplokk og það er verið að hafa
fólk að fíflum. Ég vísaði málinu til
landlæknis og lögreglustjóra í von
um að þeir gætu gert eitthvað til að
koma í veg fyrir svona starfsemi.
Ég vil að þetta verði umsvifalaust
bannað og viðkomandi kærðir fyrir
glæpinn og látnir svara til saka eins
og lög leyfa,“ segir Guðjón.
Skrifaði bréfið
Víðir Sigurðsson skrifaði bréfið til
Guðjóns. Hann segist hafa trú á
meðferðinni í Mexíkó og hann vilji
opna fyrir umræðuna. „Ég er ekk-
ert að lofa einhverri lækningu – ég
er bara að benda á möguleika,“ seg-
ir Víðir.
Tengsl fjölmiðla og
lyfjageirans
Spurður hvers vegna engar fréttir
hafi komið fram af góðum árangri
stofnunarinnar í meðhöndlun sjúk-
dóma sem eru ólæknandi svarar
Víðir því þannig til að það séu tengsl
á milli þeirra sem stjórna fjölmiðl-
um í heiminum í dag og lyfjageir-
ans. Þess vegna berist ekki fréttir af
árangri stofnunarinnar. „Það eru
svo gríðarlegir hagsmunir hjá lyfja-
geiranum og hjá læknum að þeir
vilja ekki opna fyrir þennan mögu-
leika,“ segir Víðir sem að öðru leyti
vildi ekki tjá sig um málið við DV.
johanneskr@dv.is
Formanni MND félagsins á Íslandi var boðið að kynna sér Óson- og þvagsprautu-
meðferð í Mexíkó. Í bréfinu er sagt að árangur af meðferðinni gegn sjúkdómnum sé
góður og kosti hún um hálfa milljón króna. Sá sem kynnti meðferðina fyrir Guðjóni
segist hafa trú á henni.
Þetta er óþverri vegna þess að
þarna notar fólk neyð
einstaklingsins til að
plokka af honum fé.
Fólk hefur prófað ýmis-
legt og látið glepjast
af alls konar meðferð-
um sem eru byggðar á
einhverju rugli.
„Þetta er
bara pen-
ingaplokk“
Vill banna starfsemina Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins og
alþjóðasamtaka MND félaga, vill að meðferðin í Mexíkó verði bönnuð. Hann hefur
sent erindi til Landlæknis og lögreglustjórans í Reykjavík. MYND SIGTRYGGUR
hverjum og einum einstaklingi að
velta því fyrir sér hvort það sé líklegt
að raunveruleg lækning hafi fund-
ist við alnæmi. Ef það væri raunin
myndi ég segja að nóbelsverðlaun-
in væru handan við hornið. Í mínum
augum dæma svona yfirlýsingar sig
sjálfar.“
Ákvörðun einstaklinga
„Að mínu mati á MND félagið sjálft
að vekja athygli á þessu og koma
þeim skilaboðum til félagsmanna
að þessi meðferð sé ekki kynnt með
stuðningi félagsins. Félagið ætti að
hvetja félagsmenn til að íhuga slík
tilboð vel áður en þeir taka ákvörðun
um að taka þátt í slíku. Að lokum er
það einstaklingurinn sjálfur sem tek-
ur ákvörðun,“ segir Geir.
johanneskr@dv.is
Landlæknir skoðar nú starfsemi mexíkósku stofnunarinnar og setur spurningamerki við trúverðugleikann:
Trúir ekki á kraftaverkalækningar