Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 22
22 nærmynd 16. júlí 2010 föstudagur
„Brú til brottfluttra“ 15. - 18. júlí 2010 „Vinir frá Vík“
Fjölbreytt dagskrá - Söfn, sýningar, þjónusta og afþreying alla dagana - Næg tjaldstæði
Allir velkomnir á Bryggjuhátíðina eða í annan tíma - Sjá nánar á www.stokkseyri.is
Stokkseyrar-
hreppur
STOKKSEYRI Bryggjuhátíð á Stokkseyri
Prentmet Suðurlands
Tímamismunurinn vandamál
Beaty leggur áherslu á að fyrirtæki
í hans eigu skili góðum arði og þar
er HS Orka engin undantekning.
Beaty tók sæti í stjórn fyrirtækisins
í desember árið 2009 og er þar enn.
Hann kemur reglulega til landsins
til að sitja fundi.
Sú breyting varð á HS Orku nú
þegar Magma Energy varð þar
kjölfestufjárfestir að fundargerð-
ir og skýrslur fyrirtækisins eru nú
bæði skrifaðar á íslensku og ensku.
Beaty er sagður spyrja mikið út í
rekstur fyrirtækisins og á í virk-
um tölvupóst- og símasamskipt-
um við stjórnendur þess. Honum
er þar ekkert óviðkomandi og hef-
ur hann meðal annars farið vel yfir
fjárfestingarsamskipti HS Orku við
viðskiptabanka fyrirtækisins. Mag-
ma er jarðhitafyrirtæki og því hef-
ur Beaty eðli málsins samkvæmt
sýnt verkefnum á því sviði mestan
áhuga. Meðal annars hefur hann
farið yfir möguleikann á rannsókn-
arborunum á nýjum svæðum á Ís-
landi.
Sjö klukkustunda mismunur
er á milli Vancouver og Íslands og
því hefur nýja eignarhaldið breytt
nokkuð starfsháttum fyrirtækisins.
Vegna tímamismunarins þarf oft að
funda í lok vinnudags hjá HS Orku.
Lítillátur og orðheldinn
Beaty er lýst af þeim sem hann
þekkja sem lítillátum manni sem
sé afskaplega orðheldinn, skarpur
og heilsteyptur. Hann sér gjarnan
hlutina fyrir sér og hefur ákveðnar
hugmyndir um hvernig skuli hrinda
þeim í framkvæmd. Hann hlust-
ar hinsvegar á rök með og á móti
og aðlagar áherslur sínar að þeim.
Sagt er að það sé þægilegt að starfa
með Beaty og að hann sé sveigjan-
legjur í öllu sem tengist rekstrinum.
Hann er stoltur af því sem hann hef-
ur áorkað í lífinu og hefur gaman af
að ræða um þau verkefni sem hann
hefur staðið að. „Hann er jarðfræð-
ingur, frumkvöðull og skilgreinir sig
sem slíkur. Hann er mikill hugsjón-
armaður og hefur náð gríðarlegum
árangri í sínum störfum. Hann er
traustur og vinnur mikið með sama
fólkinu. Hann er „die hard“ um-
hverfissinni,“ segir einn heimildar-
maður blaðsins.
Til stendur að Beaty geri sér ferð
hingað til lands á næstunni ásamt
konu sinni Trishu. Þetta er fyrsta
ferð Beaty til landsins sem er ekki á
viðskiptalegum forsendum, því þau
tvö ætla að taka sér nokkra daga til
að skoða landið. Beaty hefur hingað
til ekki haft tækifæri til þess þar sem
hann hefur alltaf haft þétta dagskrá
þegar hann hefur komið til lands-
ins.
Hann er traustur og vinnur mikið
með sama fólkinu. Hann
er „die hard“ umhverfis-
verndarsinni.
n Námustarfsemi í Suður-Ameríku hefur verið gagnrýnd af mannréttindasamtök-
um og verkalýðshreyfingum. Í febrúar létust fimm verkamenn í námu í Casapalca
þegar hrundi úr göngunum ofan á þá. Í sömu viku létust þrír aðrir námuverka-
menn í Raura þegar þeir önduðu banvænum gösum að sér. Í Casapalca er sagt
að verkamenn vinni tólf klukkustundir á dag fyrir rétt um 130 þúsund krónur á
mánuði. Eftir að viðkomandi fyrirtæki hafði rukkað starfsmennina fyrir svefnað-
stöðu, stóðu þeir eftir með um rúmar sjötíu þúsund krónur. Talið er að um 4.500
námuverkamenn hafi verið reknir í Perú fyrir að skrá sig í verkalýðsfélög.
Í apríl lögðu námuverkamenn í Huaron, námu Pan American Silver, niður
störf. Stjórn fyrirtækisins gagnrýndi verkfallið og taldi það vera ólöglegt.
Verkamennirnir voru að mótmæla því að þeir hefðu ekki fengið þá hlutdeild í
arði fyrirtækisins sem þeir áttu inni samkvæmt lögum. Stjórnendur Pan American
töldu að hagnaður fyrirtækisins árið 2009 hefði orðið fyrir skakkaföllum vegna
efnahagshrunsins árið 2008. Talið var að verkfallið myndi hafa neikvæð áhrif á
ársframleiðslu fyrirtækisins.
Útflutningsverðmæti jarðefna frá Perú nam um 19,2 milljörðum bandaríkjadala
árið 2008. Fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir það hversu lítið fé renni til nær-
samfélagsins í Perú frá starfseminni og að hagnaður námubæja af starfseminni sé
takmarkaður. Helst renni féð til höfuðborgarinnar, Lima. Námufyrirtækin hafa nú
mörg hver dregið saman seglin í Perú vegna gríðarlegs verðfalls á málmi. Því má
segja að Beaty hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann seldi sig út úr stórum hluta
starfseminnar fyrir efnahagshrunið árið 2008.
námur í suður-ameríku
Febrúar 2009 Ross Beaty kemur til
landsins til að kynna sér jarðhitatæki-
færi á Íslandi. Hann hittir þar fjölda
aðila sem eru í orkuframleiðslu á
Íslandi með áherslu á jarðhita.
JúLí 2009 Magma Energy gerir sam-
komulag við Geysi Green um kaup á
10,8 prósenta hlut fyrirtækisins í HS
Orku. Beaty fundar um sumarið með
íslenskum stjórnvöldum til að útskýra
hvað hann hafi í hyggju.
ÁgúsT 2009 Orkuveita Reykjavíkur
og Hafnarfjarðarbær kynna áform
um að selja hluti sína til Magma
Energy. Orkuveita Reykjavíkur átti
16,5 prósenta hlut í félaginu og
Hafnarfjarðarbær tæplega fimmtán
prósenta hlut.
Nóvember 2009 Geysir Green
Energy eignast meirihluta í HS Orku
þegar félagið kaupir 34 prósenta hlut
Reykjanesbæjar í fyrirtækinu. Þar
með átti Geysir Green 57 prósenta
hlut í HS Orku.
Febrúar 2010 Magma Energy
stofnar dótturfélag á Íslandi sem
ætlað er að sjá um hlut fyrirtækisins í
HS Orku. Ásgeir Margeirsson, fyrrver-
andi forstjóri Geysis Green Energy, er
ráðinn forstjóri Magma á Íslandi.
maí 2010 Magma Energy kynnir
áform um að kaupa 52 prósenta hlut
Geysis Green í HS Orku. Þar með er
fyrirtækið búið að komast yfir 98,5
prósent hlutafjárins í HS Orku.
JúLí 2010 Magma Energy efnir til
fimm milljarða króna hlutafjárútboðs
í Kanada vegna kaupa þess á
hlutnum. Fyrirtækið tilkynnir eftir á
að þar með hafi fjármögnun á öllum
hlutum í HS Orku verið tryggð.
hs orka
HÁLeiT ÁForm Fyrir Hs orku Í áætlun
Magma Energy er gert ráð fyrir að orkufram-
leiðsla HS Orku aukist um 200 megavött á
næstu fimm árum. Fyrirtækið skiptir megin-
máli í framleiðsluáætlun Magma Energy.
myNd sigTryggur ari