Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Side 26
Svarthöfði hefur fylgst gapandi af undrun með aðförinni að Ólafi Johnson, skólastjóra og eiganda Hraðbrautar, síð-
ustu vikurnar. Að mati Svarthöfða
er það alls ekki ámælisvert af hálfu
skólastjórans að taka tugi eða jafnvel
hundruð milljóna króna út úr skól-
anum í formi arðs og lána því hann
hefur aðeins náð góðum árangri
með framúrskarandi viðskiptahug-
mynd.
Auðvitað á Ólafur skilið að njóta þess fjárhagslega þeg-ar mikill rekstrarafgangur verður af skólastarfinu eftir
að hann er búinn að fá fjárframlög
frá ríkinu upp á nærri 200 milljónir
árlega, rukka nemendurna um skóla-
gjöld og borga starfsólkinu laun sem
eru undir kjarasamningum. Ástæð-
an er sú að hann var svo snjall að
finna upp ríkisstyrkt viðskiptalíkan
sem ekki gat annað en skilað arðsemi
vegna þess að meirihluti teknanna
kom úr vasa skattgreiðenda. Ólafur
gerði það sem hann þurfti til að ná
árangri og hámarka eigin arðsemi.
Græðgi skólastjórans var því ekki annað, að mati Svart-höfða, en græðgi til að ná árangri í lífinu og slíku
einkaframtaki ber ávallt að fagna.
Árangur hans birtist meðal annars
í því að hann á tvö glæsileg hús í
Garðabænum og í Flórída og er með
sveigjanlegan vinnutíma sem gerir
honum kleift að njóta blíðunnar í
Orlando í síauknum mæli í stað þess
að húka í vinnunni. Ólafur er orðinn
eins og fjármagnseigandi sem lifir á
eignum sínum og rentum og vinnu
annarra – ástand sem alla hlýtur
að dreyma um. Eina skylda Ólafs er
gagnvart sjálfum sér og sínum og
þær skyldur verða ekki metnar nema
með því að líta til hámörkunar á per-
sónulegum hagnaði hans sjálfs.
Var það ekki einmitt hag-fræðispekingurinn Milton Friedman sem benti á firru þess viðhorfs að fyrirtæki
hafi einhverjum skyldum
að gegna gagnvart öðr-
um en eigendum þess?
Þetta er einmitt mál-
ið í umræðunni um
Hraðbraut: Þó Hrað-
braut sé skóli er hann
fyrst og síðast einka-
fyrirtæki og markmið
slíkra fyrirtækja er að
hámarka hag hluthaf-
anna. Í þessu
tilfelli er hag-
ur hluthafa
Hraðbrautar
hagur Ólafs
Johnson því
hann á skól-
ann og stýr-
ir honum
sem einkafyrirtæki. Gleymum held-
ur ekki fleygum orðum Hreiðars Más
Sigurðssonar, bankastjóra Kaup-
þings, frá árinu 2005 þegar hann
sagði: „Hagnaður kemur alltaf fyrst.“
Skólastjórinn Ólafur var ekki að gera neitt annað en að fylgja þessari reglu í rekstri skólans. Og þegar við lítum
til þess að græðgi Ólafs varð ekki til
þess að brotið væri á rétti neins er
ekki hægt að segja neitt annað en
að græðgi skólastjórans hafi verið
góð. Enginn tapaði neinu en Ólafur
græddi og sýndi ábyrgð gagnvart fyr-
irtæki sínu og hluthöfum þess.
Það var einmitt þetta við-horf sem varð ofan á í góð-ærinu á Íslandi á síðustu árum og var lykillinn að
stórkostlegri velgengni íslenskra
viðskiptajöfra og bankamanna
eins og Hreiðars Más, Bjarna
Ármannssonar og Ólafs. Ólafur
var slyngari en aðrir skólastjór-
ar því honum tókst að færa þessa
hugmyndafræði um velgengni og
hámarks arðsemi yfir í skóla-
kerfið og nota hana þar
með frábærum
árangri fyrir
sjálfan sig.
GRÆÐGI ÓLAFS ER GÓÐ „Þetta er án efa
djarfasta mynda-
taka sem ég hef
farið í.“
n Ásdís Rán Gunnarsdóttir felur ekkert í
myndaþætti í búlgarska Playboy. - DV
„Það var frekar spes.“
n Blikinn Alfreð Finnbogason var í viðtali í
skosku útgáfu The Sun. Blaðamaðurinn sem
hringdi sagði aldrei frá hvaða miðli hann var. -
Fréttablaðið
„Okkur vorur boðnar
mjög háar upphæðir frá
auðkýfingunum fyrir
aukalög þegar böllin voru
að klárast.“
n Franz Gunnarsson, gítarleikari
Búðarbandsins, lýsir því þegar auðkýfingar vilja
meira. - Fréttablaðið
„Farðu nær
hljóðnemanum.“
n Eiríkur Jónsson sendir
gömlum samstarfsfélaga,
Sigurjóni M. Egilssyni, skilaboð um
að það heyrist illa í honum í Bítinu á Bylgjunni.
- Bloggsíða Eiríks
„Það var nú ekki ég, það
var ferðafélagi minn.“
n Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar leitað var svara hjá
honum um hvort hann hefði dælt bensíni á
dísilbíl á dögunum. Bjarni var fljótur að leiðrétta
þann misskilning. - Vísir
Ofbeldi og gælur
Hluti þeirra sem auglýsa á Ís-landi láta stjórnast af annarleg-um hagsmunum. Þá virðist engu skipta hve margir eða hve ítarlega
neytendur lesa auglýsingar. Allt aðrir hags-
munir ráða för.
Morgunblaðið hefur haldið því mjög á
lofti að risafyrirtækið Hagar auglýsi nær
eingöngu í fríblaðinu Fréttablaðinu eða hjá
öðrum miðlum 365. Fáséð er að fyrirtæki
Haga auglýsi í Morgunblaðinu, DV eða hjá
Ríkisútvarpinu. Flestum er ljóst að þar ráða
eignatengsl öðru fremur. Hin stóra verslana-
keðjan, Kaupás, auglýsir aftur á móti ekkert
í fríblaðinu en beinir auglýsingum sínum í
Morgunblaðið. Ef markaðsfræðingar beggja
eru að vinna sína vinnu er ljóst að himinn og
haf skilur að niðurstöðurnar um það hvar
árangursríkast sé að auglýsa.
Miðstýring á auglýsingum, eins og á sér
stað hjá risunum á markaðnum, hlýtur því
að hafa einhvern tilgang annan en þann
að ná augum og eyrum neytenda. Óljóst er
hvers vegna Kaupás sneiðir hjá fríblaðinu
en velur Morgunblaðið sem hefur hríðfallið
í lestri.
Ritstjórn DV hefur langa reynslu af hótun-
um siðblindra auglýsenda sem hóta að hætta
að auglýsa nema gengið sé erinda þeirra
í einhverjum skilningi. Fyrir allmörgum
árum rifti flugfélag samningi sínum vegna
þess að fjallað var um háa bilanatíðni hluta
af vélaflota þeirra í blaðinu. Síðan eru þeir
sem reyna að svelta ritstjórnina til hlýðni
með því að auglýsa alls ekki þótt þeir séu
í herferðum til að selja vörur sínar. En
þótt hluta íslenskra fyrirtækja sé stjórn-
að af siðblindingjum sem nota hluta af
veltunni til að kaupa lygina er stór hluti
þeirra heilbrigður. Þar er fólk eingöngu og
af faglegum ástæðum að finna leiðir til að
vekja athygli á vöru sinni eða ímynd.
Sumir fjölmiðlar hafa reyndar selt sig
með því að fleyta fyrirtækjum inn í umfjall-
anir sínar gegn gjaldi. Þar eru mest áberandi
útvarpsstöðvar og stóru dagblöðin. Það er
ástæða til að fordæma það siðleysi sem felst
í því að nota auglýsingar til þess að stjórna
umfjöllun fjölmiðla. Neytendur ættu að vara
sig á þannig fyrirtækjum en skipta við þau
sem eru heiðarleg. DV mun sem fyrr halda í
heiðri þá reglu að skörp skil séu á milli aug-
lýsinga og ritstjórnarefnis. Skúrkarnir mega
auglýsa annars staðar þar til þeim verður
velt af stalli. Auglýsingaofbeldi og gælum
gegn gjaldi er hafnað.
REynIR TRAuSTASon RITSTjÓRI SkRIFAR: Skúrkarnir mega auglýsa annars staðar
leiðari
svarthöfði
bókstaflega
Sál til sölu
Það gerist alltaf annað veifið að
maður sér glitta í hvítan blett á
tungu stjórnmálamanns, einkum ef
hann á það til að mismæla sig. En
jafnvel þótt lygi stjórnmálamenna
verði að teljast hinn versti Akkiles-
arhæll þá hlýtur trúgirni þagnanna
samt sem áður að vera okkar versta
fótakefli. Við leyfum lygunum að
grassera og biðjum ekki um skýr-
ingar – jafnvel þótt ráðamenn okk-
ar reyni markvisst að komast hjá
því að fara að þeim lögum sem þeir
samþykkja sjálfir.
Margur hefur bent á það, í um-
ræðunni síðustu dagana, að um
ólöglegan gjörning hafi verið að
ræða þegar hið kanadíska skúffu-
fyrirtæki í Svíþjóð keypti aðgang að
íslenskum auðlindum. Ef það var
ásetningur laganna, sem tryggja
eiga þjóðinni yfirráð yfir auðlind-
um sínum, að banna tilteknum
mönnum að kaupa auðlindir þá er
ekki hægt að leyfa nein undanbrögð
í þeim efnum. En þegar menn sýna
tilslökun í máli sem þessu þá vil ég
ganga hart fram og væna ráðamenn
um svik við þjóðina. Hér hlýtur það
að vera á ferð að ráðamenn njóti í
eigin persónu sérstakrar arðsemi
af gjörðum sínum. Því ekki hagnast
þjóðin á þeim aumingjaleik sem
ráðherrar og pótintátar þeirra sýna
með því að selja auðlindir á útsölu.
Kannski eru okkar kjörnu fulltrú-
ar einungis að tryggja hagsmuni
þeirra stjórnmálaflokka sem þeir
tilheyra.
Ef þjóðarsálin átti að vera til
sölu allan tímann hefðu menn átt
að benda á það í lögunum að kana-
dískir auðkýfingar gætu stofnað
skúffufyrirtæki í Svíaríki ef þá lang-
aði að eignast íslenskar auðlind-
ir. Fordæmi fyrir slíkum gjörningi
gáfu íslenskir stjórnmálamenn al-
deilis með eymdarvæli sínu þegar
þeir leyfðu LÍÚ-mafíunni að veð-
setja kvótann. Þá var bent á braskið
og undanbrögðin í laganna hljóð-
an.
Já, vel á minnst. Hvernig var það
… ætlaði ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms ekki að afturkalla veiði-
heimildirnar og fara hina svoköll-
uðu fyrningarleið? Eða er það kom-
ið á hreint að flokkseigendafélögin
geti hugsanlega farið á hliðina ef
útgerðarmannamafían hættir að
greiða í sjóði flokkanna?
Núna verðum við, kæru vinir,
að sætta okkur við það að enn á ný
höfum við gert þau skelfilegu mis-
tök að treysta stjórnmálamönnum.
Alltaf skal það koma í ljós að þar er
á ferðinni fólk sem ekki er hægt að
treysta.
Við lögin flestir fór’ á svig,
hér fjöldinn mistök gerði,
og ráðamenn nú selja sig
á sanngjarnasta verði.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Því ekki hagnast þjóðin
á þeim aumingjaleik
sem ráðherrar og
pótintátar þeirra
sýna með því að selja
auðlindir á útsölu.“
skáldið skrifar
26 umræða 16. júlí 2010 föstudagur
Spyrill Snýr Suður
n Beittasti spyrill Kastljóss, helgi
seljan, kann svo sannarlega að bjarga
sér. Hann er þessa dagana um borð í
aflaskipinu Aðal-
steini Jónssyni
á makrílveiðum
sem gefa vel í aðra
hönd. Helgi flutti
til Akureyrar
ásamt fjölskyldu
sinni skömmu
áður en tilkynnt
var um niður-
skurð hjá Ríkisútvarpinu þar sem
svæðisstöðvarnar voru lagðar í rúst.
Nú heyrist að hann muni snúa aftur
til Reykjavíkur á næstunni þar sem
forsendur séu brostnar nyrðra.
FræðaSetur
HanneSar
n hannes hólmsteinn Gissurarson
prófessor hefur undanfarið dvalið í
Brasilíu við ritstörf. Trúlega heldur
hann til þar á fræðasetri því sem
hann var eitt
sinn skráður
sem eigandi að.
Nú er það í eigu
fyrirtækisins
Hvíldarkletts ehf.
sem Friðbjörn
orri ketilsson,
ritstjóri amx.is og
fyrrverandi versl-
unarstjóri Bónuss, á. Fræðasetrið er
í reynd íbúð sem Hannes eignaðist á
meðan allt lék í lyndi og áður en jón
Ólafsson athafnamaður fór á eftir
honum vegna meiðyrða.
VammlauS
Hrunmaður
n Þótt hannes hólmsteinn Gissur-
arson sé önnum kafinn við fræði-
störf gefur hann sér tíma til að blogga
á Pressunni og eftir atvikum skrifa
mola á amx.is. Sá virti prófessor Þor-
valdur Gylfason
er Hannesi hug-
leikinn. Hefur
Hannes gjarnan
fjallað um hann
sem Baugspenna
og gjarnan vikið
illu að honum.
Nú síðast hjólaði
Hannes í Þorvald
til varnar vini sínum kjartani Gunn-
arssyni, fyrrverandi bankaráðsmanni
í Landsbankanum. Í færslu Hannesar
er að finna eftirfarandi gullkorn um
hrunmanninn Kjartan: ,,Hann er
maður vammlaus og vítalaus.“!
Hægri grænir
í Flugtaki
n Guðmundur Franklín jónsson,
fyrrverandi verðbréfasali á Wall
Street, er nú á útopnu við að koma
flokki sínum, Hægri grænum, á lagg-
irnar. Um tíma íhugaði Guðmund-
ur að fara í mótframboð gegn Bjarna
Benediktssyni,
formanni Sjálf-
stæðisflokksins,
en hvarf frá því
og stofnaði eig-
in flokk. Hægri
grænir blésu til
fundar á Sólon á
fimmtudag. At-
hygli vakti að á
meðal frummælenda þar var kjarna-
konan ásgerður jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálparinnar.
Velta menn fyrir sér hvort hún sé
gengin í lið með Guðmundi.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.