Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 31
...tölvu- leiknum Super Mario Galaxy 2 Ennþá konungur tölvuleikjanna. ...myndinni Toy Story 3 Allt í myndinni virkar. Pabbar gætu grátið. ...bókinni Sögustaðir Unun að lesa þessa bók og skoða myndirnar, segir gagnrýnandi. ...myndinni Boðbera Mislukkað þrekvirki. FÖSTUDAGUR n Uppistand á Prikinu Uppistandshópurinn Upp mín sál! treður upp á Prikinu í hádeginu á föstudag. Danni Deluxxe sér um nóttina, en þó ekki fyrr en tónlistarséníin Franz og Kristó hafa lokið sér af. n Dansa meira á Kaffibarnum Fjórða „Dansa meira-kvöld“ sumarins fer fram á Kaffibarnum í kvöld. Þetta er röð partía sem Party Zone heldur á sumrin á litlu stöðunum. Már & Nielsen spila, þeir hinir sömu og mixa diskinn Dansa meira Vol. 5 sem gefinn var út í tengslum við kvöldin. Gleðin hefst klukkan 22. n Dj Kári í Risinu Glaumbar er dáinn, sættu þig við það þótt að þú hafir kynnst konunni þinni þar klukkan sjö á laugardagsmorgni, rétt fyrir „legendary“ eftirpartíið í Breiðholt- inu. Í staðinn er komið Risið þar sem Dj Kári mun sjá um að þeyta skífum með fjörugum og skemmtilegum tónum. n Elín Hans í i8 Hvað er betra eftir vinnu á föstudegi en að koma við í einu af galleríum borgar- innar og sjá brot af því sem myndlistar- menn ungu kynslóðarinnar eru að skapa. Um síðustu helgi var til dæmis opnuð sýning hinnar fjölhæfu Elínar Hansdóttur í i8 við Tryggvagötu sem góður rómur er gerður að. Opið 11 til 17 á föstudögum, 13 til 17 á laugardögum. LAUGARDAGUR n Eyjaball á Spot Hið árlega upphitunarball Spot fyrir verslunarmannahelgina fer fram á laugardaginn. Eyjaþema verður á ballinu og ætla skemmtikraftar sem verða í aðalhlutverkum á Þjóðhátíð í ár að halda uppi stuðinu, þar á meðal Brekkusöngv- arinn Árni Johnsen og hljómsveitin Dans á rósum. Grímur kokkur ætlar að gefa tveimur heppnum ballgestum miða á hátíðina, ef þú gerist aðdáandi hans á Facebook. n Herbert á Players 80‘s diskó verður málið á Players í kvöld. Diskótekið Dísa sér um fjörið og sjálfur kóngurinn, Herbert Guðmundsson, kemur og tryllir salinn. Þú munt ekki geta gengið út úr húsinu fyrr en Herbert hefur frumflutt nýjasta smellinn sinn, Time. Frítt inn. n Dömukvöld og 90´s brjálæði Á Manhattan verður kvöldið helgað kvenþjóðinni og tíunda áratugnum. Guðný frá versluninni Adam og Evu ætlar að kíkja í heimsókn með troðfulla tösku af öllu því vinsælasta úr erótíska heiminum. Þegar kynningunni lýkur mun R´n´B sjarmörinn Friðrik Dór stíga á svið. Kvöldið hefst klukkan 21 en á mið- nætti verða dyrnar að staðnum opnaðar og brjálað 90´s kvöld byrjar. Miðaverð á báða viðburði er 500 kr., miðaverð bara á 90´s kvöldið er 950 kr. HVAÐ ER AÐ GERAST? Nýr einleikur, Hallveig ehf., frumsýndur í Reykholtskirkju: Seinni kona og uppáhaldsfrilla Einleikurinn Hallveig ehf. verð- ur frumsýndur í gömlu Reykholts- kirkju í Reykholtsdal á sunnudag- inn klukkan 20. Leikurinn fjallar um ævi Hallveigar Ormsdóttur sem var seinni kona Snorra Sturlusonar og bjó með honum í Reykholti þar til hún lést rétt rúmlega fertug að aldri. Það er leikkonan Margrét Ákadóttir sem fer með hlutverk Hallveigar, en leikinn skrifaði Hlín Agnarsdóttur í samvinnu við Margréti. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Ekki eru til miklar heimildir um Hallveigu Ormsdóttur. Hún var dóttir Orms Jónssonar Loftsson- ar í Odda á Rangárvöllum og fyrri maður hennar var Björn Þorvalds- son Gissurarsonar í Hruna. Talið er að Hallveig hafi fæðst um aldamót- in 1200 og látist í Reykholti á Jak- obsmesu þann 25. júlí 1241. Fáar heimildir eru til um ævi Hallveigar og hjónaband hennar og Snorra en þó er vitað að hún var honum mikill harmdauði. Snorri var veginn tæp- um þremur mánuðum eftir dauða hennar. Í nýlegri ævisögu um Snorra eft- ir Óskar Guðmundsson er að finna þær heimildir sem einleikurinn byggir á. Hallveig Ormsdóttir var vel lesin og menntuð kona, komin af evrópskum höfðingja- og konung- sættum. Þegar leikurinn hefst er hún stödd í Reykholtskirkju 810 ára göm- ul og hefur stolist til að lesa það sem sagt er um hana og Snorra í nýjustu ævisögunni um skáldið, lögspeking- inn og kvennamanninn Snorra. Sýningin tekur 50 mínútur i flutningi. Næstu sýningar eftir frum- sýningu verða laugardaginn 24. júli og sunnudaginn 25. júlí. Nánari upplýsingar um sýning- una er hægt að fá á snorrastofa.is en miða er hægt að panta í síma 690- 1939, 587-5939, senda á margaka@ hotmail.com eða kaupa við inn- ganginn. Miðaverð er 2.500 kr. ...bókinni Fjallaskál- ar á Íslandi Frábært fram- tak höfundar. Mjög gagnlegt rit fyrir alla þá sem hyggja á ferð um óbyggðir. ...myndinni A Night- mare on Elm Street Martröð af leiðindum. FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 FÓKUS 31 Hallveig ehf. Margrét Ákadóttir er leikkona einleiksins og annar höfunda hans. „MEIRA BLÓÐ Á TENNURNAR“ þetta bara búið og þá þarf ég ekki að vakna snemma og vinna og púla. Þá getur annað fólk grenjað þegar ég er dauður og kannski selst platan mín meira, og eitthvað svona. En svo eftir að ég eignaðist börnin, þá hef ég ver- ið pínulítið hræddur við að drepast. Ég mundi ekki alveg kunna við að skilja þá eftir. Svo er allt í einu gam- an að fara í húsdýragarðinn, það hef- ur einhvern tilgang og maður er að gera hluti sem maður hefur ekki gert í mörg ár. Farið á róló og í labbitúr og svona. En þetta var engin hallarbylt- ing hjá mér, ekki eins og ég hafi hætt að vera fáviti og farið að vera ógeðs- lega elskulegur. Ég er alveg eins og ég var, nema bara með tvo krakka í eft- irdragi. Ég tók frekar ákveðin þroska- skref á sínum tíma þegar ég hætti að drekka. Þetta hefði verið stærra stökk ef ég hefði ekki verið hættur því. Það var ákveðið skref fyrir mig og ég náði næstum því upp á eðlilegt þroskastig þegar ég hætti að drekka. Ég var búin að vera 16 ára bara þar til ég varð 23 ára. Ég var ennþá bara í sama pakk- anum og ég fann það að ég var fast- ur í hjólfari, var orðinn vitlaus og var bara ekki að nýta það andlega pot- ential sem ég bjó yfir og ég fann bara að ég var að staðna sem manneskja, var orðinn leiðinlegur og leiður á sjálfum mér. Þannig ég bara hætti því og það var ekkert vandamál. Ég man þegar ég tók ákvörðunina, þá var ég í sturtu, skítþunnur. Ég held að það hafi ansi margir tekið einhverja svona ákvörðun í sturtu, skítþunnir á sunnudegi og svo detta þeir í það næstu helgi. Ég reiknaði alveg með því að þetta gæti orðið þannig með mig svo ég ákvað ekkert að hætta að drekka. Ég ákvað bara á þessum sunnudegi að nú ætlaði ég að taka pásu. Og ekki drekka þessa vikuna og ekki næstu helgi, sem var þá fyrsta helgin frá því ég var 16 ára sem ég drakk ekki báða dagana. Og þarna var ég líka búinn að drekka næstum á hverjum degi í nokkur ár. Og þetta var bara besta helgi sem ég hafði upplifað. Fyrsta skiptið síðan ég var 16 ára vaknaði ég klukkan 9 og fór út í bakarí. Það var ákveðin upplifun fyrir mig og ég segi ekki að himnarnir hafi opnast og ég hafi séð guð en það var samt eins og einhver hefði losað ein- hverja hlekki, eins og ég væri hætt- ur að draga einhvern steðja á eft- ir mér og ég varð allur miklu léttari fyrir vikið og einhvern veginn ákvað ég að sleppa næstu helgi líka af því þetta var svo næs og ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég væri búinn að fá leið á þessu. Svona hefur þetta bara gengið, ég hætti aldrei formlega að drekka. Ég myndi samt ekki gera það núna. Ef mig myndi langa í bjór núna þá myndi ég bara fá mér bjór. En mig langar bara aldrei í bjór. Ég get bara valið um að vera annaðhvort pínulítið hífaður og mega ekki keyra og sjá allt pínulítið blurry eða bara vera tiltölulega ferskur í hausnum, vita hvað ég er að segja og vita hvað ég er að gera, vera með allt skýrt fyr- ir framan mig og mega keyra bílinn minn. Það er bara miklu þægilegra líf. Ég er ekki sérstaklega feiminn og þarf ekki að brjóta niður einhverja múra til að eiga samskipti við fólk.“ Besti tónlistarmaðurinn Togga er margt til lista lagt, en auk bókmenntafræðinnar hefur hann líka lagt stund á myndlist og auðvitað tónlist. Hann gerir þó lítið úr mynd- listarhæfileikunum. „Ég get teiknað, ég er góður teiknari en ég er rosa- lega takmarkaður. Allt tengt listum, skrif, tónlist, myndlist og öll þannig hugsun, ég er góður í þessu öllu og get gert allt innan þessa ramma, en ég var ekki bestur í neinu. Það eina sem ég hef fengið ákveðið sjálfstraust í er tónlistin og ég til dæmis tel að á Íslandi í dag, sé enginn sem standi mér framar. Án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum tónlistarmönnum, ég hef bara trú á því sem ég er að gera. Og ef ég tryði því ekki að ég væri að gera betri hluti en gæinn við hliðina á mér, þá hefði ég sennilega ekki drif- kraft í að gera þetta,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hlakka bara til að klára þessa plötu og fara að gera svo einhverja aðra tónlist. Mig langar að gera danstónlistarplötu, kántríplötu og miklu harðari rokkplötu. Mig lang- ar að gera mismunandi tónlist og leika mér meira og prófa. Ég hef áhuga á því að þróast aðeins frá því sem ég er, nýja platan er ákveðin framför frá þeirri síðustu, ákveðnar áherslubreytingar og svona en mig langar að prófa hitt og þetta, í sam- starfi við aðra líka. Bjarki sem gerir allt með mér, hann kemur úr dans- tónlistarbransanum og næst lang- ar mig að prófa að nýta það betur. Þýðir samt ekki að ég ætli að klára þessa gítarplötu, henda henni og gera aldrei neitt þannig aftur. Mig langar að gera aðra hluti meðfram og þá jafnvel undir öðrum formerkj- um. Leyfa Togga að þróast á eðlileg- um skrefum, ekki stökkum lengst til hliðar eða áfram. Mig langar líka að gera plötu í framtíðinni þar sem ég er ekki í aðalhlutverki heldur þar sem ég er meira fyrir aftan að ein- beita mér að tónlistinni þar sem ég hef aldrei haft mikinn áhuga á hinu. Ég er eins hamingjusamur og menn verða held ég. Aldrei fyllilega full- nægður af því að ég held líka að það sé ekki hollt að vera það því þá gerir maður ekki neitt. Situr bara og safn- ar spiki, sérð ekki ástæðu til að þróa þig lengra. Ég hef ekki fullnægt öll- um mínum þörfum eða draumum. Núna er draumurinn að klára þessa plötu og eftir það þá bý ég til nýjan draum.“ EKKI POPPSTJARNA Toggi segist ekki vera poppstjarna og að eina poppstjarnan á Íslandi sé Páll Óskar. MYND HÖRÐUR SVEINSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.