Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 33
föstudagur 16. júlí 2010 viðtal 33 Best líður mér með frúna mér við hægri hönd og hina frúna mér við vinstri hönd,“ segir Ómar Ragnarsson og hlær. Þar á hann fyrst við eiginkonu sína, Helgu Jóhannsdóttur, og svo flugvélina sína góðu sem ber einkennisstafina TF-FRU. Ómar hefur ver- ið landsþekktur í hálfa öld. Hann verður sjötug- ur á árinu og um leið heldur hann upp á 50 ára skemmtanaafmæli, sem var í fyrra. Ómar er með einar níu heimildarmyndir í gangi sem flestar tengjast náttúruvernd á Íslandi. Hann hefur lagt allt sitt í kvikmyndagerðina og vegna þess á hann við mikla fjárhagserfiðleika að stríða. Vildi hann gjarna að eiginkona hans, sem hefur reynst honum svo vel á lífsleiðinni, þyrfti ekki að gjalda þess. Ómar gerir hvað hann getur til þess að ná endum saman, þau hjónin búa í 70 fermetra íbúð og hann keyrir um á minnsta og ódýrasta bíl landsins. Á litríkum ferli sínum hefur Ómar lent í ýms- um hremmingum þar sem hann hefur oftar en einu sinni verið heppinn að komast lífs af. Þessi ótrúlegi fréttahaukur er alltaf með búnaðinn kláran til að bregðast við þegar eitthvað mark- vert gerist og segir hann eldgosið í Eyjafjallajökli bestu landkynningu Íslands fyrr og síðar. Mennirnir tíu Fáir ef einhverjir hafa komið víðar við en Ómar á löngum ferli. Aðspurður telur hann að ómögu- legt væri að gera heimildarmynd um hann og ævistarf hans. Ástæðuna segir hann vera að það væri eins og að gera heimildarmynd um tíu menn í einu. „Það er ekki hægt. Af því að þetta er svo lítið samfélag og lítið til af peningum og þú hefur ekki efni á því að búa til mynd um tíu menn í einu. Hver ferill fyrir sig er bara þannig. Ef ég hefði bara verið sjónvarpsmaður væri hægt að taka það. En ég hef bara gert svo margt og þetta er svo flókið. Svo vil ég líka frekar gera heimildarmynd- ir um aðra en að gerð sé mynd um mig.“ En hverjir eru þessir tíu mismunandi menn sem Ómar talar um? „Þeir eru til dæmis frétta- maðurinn, dagskrárgerðar- og kvikmynda- gerðarmaðurinn, leikarinn, tónskáldið og tón- listarmaðurinn, ljóða- og textahöfundurinn, umhverfis- og náttúruverndarmaðurinn, rit- höfundurinn, stjórnmálamaðurinn og bifreiða- íþróttamaðurinn,“ en Ómar er fjórfaldur Íslands- meistari í rallakstri. AlltAf á hlAupuM Líkt og fyrr sagði heldur Ómar bæði upp á skemmtanaafmæli sem og stórafmæli á árinu. Ómar hefur í 50 ár skemmt Íslendingum um allt land og er brautryðjandi á ýmsum sviðum. Hann áætlar að um 2.000 lög og textar séu til eftir hann. Ómar er einnig frumkvöðull í uppistandi hér á landi en hann var einn sá allra fyrsti til að tileinka sér það form. „Ég var strax kominn með uppistand í göt- unni bara tíu ára,“ en Ómar ólst upp í Rauðarár- holti í Reykjavík og þykir honum enn í dag mjög vænt um það hverfi. „Það var um þúsund manna byggð og var meira eins og þorp úti á landi en hverfi í Reykjavík.“ Þótt Ómar hafi snemma ver- ið byrjaður að skemmta öðru fólki segist hann sjálfur hafa verið rólegt barn. „Ég var afskaplega rólegt barn og slóst aldrei við neinn. Ef ég fór í heimsókn með mömmu þá gat hún bara sett mig á stól og þar sat ég sáttur. Ég var nú samt uppá- tækjasamur og þeir sem þekktu mig þá sáu mig ekki nema hlaupandi og síðar hjólandi.“ Sérkennilegur rAuðhAuS Ómar var aðeins 18 ára þegar hann sló í gegn og strax ári síðar hafði hann skemmt um allt land. „Ég var orðinn þjóðþekktur í fjórða bekk,“ segir Ómar en hann var þá í Menntaskólanum í Reykjavík. „Sumarið 1959 fór ég um allt land og skemmti á öllum héraðsmótum sjálfstæðis- manna. Ég var þegar búinn að skemmta um alla Reykjavík. Ég hóf ferilinn á áramótum 1958-59 og landið var klárað upp í september.“ Það var hægara sagt en gert að ferðast hringinn í kring- um landið á þeim tíma enda hvorki samgöngur né fararkostir í líkingu við það sem þekkist í dag. Ómar segir ferska nálgun sína og stíl hafa gert það að verkum að hann sló í gegn. „Þetta var al- gjörlega nýr stíll. Ég var fyrsti skemmtikraftur- inn sem samdi allt sitt efni sjálfur og var sá fyrsti sem var með blöndu af uppistandi, eftirhermum og gamanvísum. Þeir sem á undan komu sungu gamanvísur og hermdu eftir en enginn var með þetta þrennt. Ég notaði líka nýjustu rokklögin, vinsælustu lögin og fór út úr því lagavali sem hafði verið þá.“ Ómar tók líka pólitíkina fyrir strax í upphafi. „Mitt fyrsta prógramm var með mjög eitruðum pillubrag og hét Bjargráðin. Ég get sungið það enn í dag bara með því að breyta nöfnum. Það er allt eins og var þá.“ Að mati Ómars var það mest þörfin fyrir eitt- hvað nýtt sem kom honum á framfæri. „Danska revíuhefðin var að deyja út og það þurfti ein- hverja nýjung. Ég kom með hana. Ég var líka svo ungur miðað við alla aðra sem voru í þessu. Bara 18 ára, sérkennilegur, burstaklipptur rauðhaus.“ enginn oftAr uM lAndið Þar með var Ómar kominn á fullt í skemmtana- bransanum og næstu tíu árin var hann alfarið í þeim geira. „Jafnvel þótt ég hafi farið í lagadeild- ina í Háskólanum þá kláraði ég hana aldrei. Ég var kominn á fullt strax í að leika og skrifa texta. Líka fyrir aðra.“ Ómar segir að hann, ásamt Ragnari Bjarna- syni, hafi breytt skemmtanahefð á Íslandi með Sumargleðinni sálugu. „Við breyttum héraðs- mótahefðinni úr því sem hún hafði verið í Sum- argleðina. Eða í héraðsmót án stjórnmála- manna.“ Ómar hefur ferðast um land allt til að skemmta í hálfa öld en í 14 ár um landið með skipulögðum hætti á héraðsmótum og í Sumar- gleðinni. „Þegar því lauk hafði ég farið 22 slíka túra um landið. Bætti svo við einum árið 1994 en hann var á öðrum forsendum. Ég held að eng- inn annar hafi farið jafnoft um landið skipulega á svona stórskemmtunum. Sumargleðin hélt sennilega á bilinu 5-600 skemmtanir sem voru allur pakkinn og líka dansleikur. Vissulega hefur Bubbi Morthens ferðast mikið um landið en það eru annars konar skemmtanir. Það eru tónleikar en ekki allur þessi pakki sem Sumargleðin var. Kabarett og ball.“ Sumargleðin stóð allt til ársins 1986 en Ómar segir að breyttar þjóðfélagsaðstæður hafi orð- ið hennar banabiti. „Aðallega voru það bættar samgöngur og myndbandabyltingin. Fólk var líka farið að fara mikið til sólarlanda.“ trúlofuð eftir Mánuð Það var líka á þessum árum sem Ómar kynnt- ist ástinni í lífi sínu, Helgu Jóhannsdóttur. „Ég kynntist konunni minni 14. febrúar 1961. Við trúlofuðumst 14. mars 1961.“ Aðeins mánuði eft- ir að Ómar og Helga höfðu kynnst voru þau trú- lofuð og gengu þau svo í það heilaga stuttu síðar. „Við héldum upp á 14. febrúar áratugum saman án þess að vita að það væri Valentínusardagur- inn. Þannig að við vorum langt á undan öllum með þetta,“ segir hann og hlær. „Við giftum okkur í kyrrþey árið 1961 en árið 2007, þegar góðærisbólan var sem stærst, var at- hugað hvort við vildum vera í brúðkaupsþætti á Skjá einum. Þar áttum við að segja frá brúð- kaupinu okkar en þegar það kom í ljós að það hefði ekki verið nein veisla, neinar gjafir og eng- ir skemmtikraftar var það auðvitað ekki nógu merkilegt. Einhver sagði mér nú að flest ef ekki öll þau hjón sem voru gefin saman í þáttunum séu í dag skilin. En við erum enn þá saman eft- ir 49 ár.“ Ómar og Helga eiga sjö börn. „21. barnabarn- ið er á leiðinni. Þetta var og er konan í mínu lífi. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa kynnst henni.“ Óvænt í fréttir Mikil tímamót urðu á starfsferli Ómars árið 1969 þó svo að hann hafi haldið áfram að skemmta og geri enn. Þá gerðist hann óvænt íþróttafrétta- maður á RÚV og kom það mörgum spánskt fyrir sjónir. „Þá veiktist Sigurður Sigurðsson, íþrótta- fréttamaður Sjónvarpsins, og það fannst eng- inn sem gat hlaupið strax í starfið. Fréttastjór- inn sem var presturinn minn þekkti mig vel og réð mig. Það fannst mörgum fáránlegt en hann sagði: „Fyrst hann getur spunnið upp úr sér heilu íþróttalýsingarnar með því að herma eftir Sigurði Sigurðssyni og hefur ekki neitt fyrir framan sig þá hlýtur maðurinn að geta gert það þegar hann sér leikinn í alvörunni.“ Ekki leið á löngu þar til Ómar var farinn að vinna í fréttum líka. „Ég var íþróttafréttamaður í sex ár en ég var ekki búinn að vera þar í nema eitt ár þegar ég var tekinn yfir í fréttir líka. Ég gerði svo fyrsta prógrammið mitt fyrir Sjónvarpið 1971 og síðan þá hefur hvert rekið annað.“ Frá þeim tíma var Ómar einn af mest áber- andi fjölmiðlamönnum landsins. Hann hefur á löngum ferli fjallað um allt milli himins og jarð- ar. Ómar var til dæmis frægur fyrir þætti sína Stiklur þar sem hann hafði upp á einstökum Ís- lendingum eins og til dæmis Gísla á Uppsölum. En Ómar hefur verið mjög áberandi í kringum náttúruhamfarir þar sem flugmannsgeta hans, landafræðiþekking, vilji og þolinmæði hafa skil- að honum einstöku myndefni sem er ekki á færi hvers sem er að ná. Þrátt fyrir að Ómar hafi ekki verið í föstu starfi í fjölmiðlum í nokkur ár skaut hann heldur betur upp kollinum í kringum eldgosin á Fimmvörðu- hálsi og svo eldgosið í Eyjafjallajökli þar sem hann hefur náð bæði ótrúlegum myndskeiðum og ljósmyndum. Ómar náði ekki bara myndefni Fórnar fyrir landið ómar ragnarsson verður sjötugur á árinu og fagnar um leið 50 ára skemmt- anaafmæli. Hann ætlar að tileinka árið skemmtikraftinum en ýta til hliðar „hinum vitleysingunum“ en hann segir starfsferil sinn spanna tíu mismunandi menn. Ómar er með einar átta heimildarmyndir í vinnslu tengdar náttúrunni og hefur vegna þeirra steypt sér í miklar skuldir. Verst þykir honum að leggja þær byrðar á eigin- konu sína til 49 ára. Þessi ótrúlegi fréttahaukur sagði ásgeiri Jónssyni sögu sína og frá nokkrum af þeim skiptum sem hann hefur lent í lífsháska á löngum ferli. ÓMAr rAgnArSSon Hefur lagt allt í sölurnar fyrir gerð heimildarmynda sem nánast allar snúast um náttúru Íslands og þau spjöll sem verið er að vinna á henni. Mynd hörður SveinSSon framhald á næstu sÍðu 21. barnabarnið er á leiðinni. Þetta var og er konan í mínu lífi. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. kærkoMinn Styrkur Jóhannes Jónsson afhendir Ómari styrk úr Pokasjóði sem muna hjálpa honum að klára mynd um Gjástykki og Leirhnjúk. Mynd rÓbert reyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.