Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 44
GRIMMLYNDA LÉNSFRÚIN
Darya Nikolayevna Saltykova var rússneskt morðkvendi af aðalsstétt. Hún varð alræmd um miðja átjándu
öld fyrir að pynta og myrða yfir eitt hundrað undirsáta sinna. Fórnarlömb hennar voru að stærstum hluta
konur og stúlkur.
Darya Nikolayevna Saltykova
komst inn í rússnesku aðalsstéttina
með því að giftast, ung að árum,
Gleb Saltykov, foringja af afar góð-
um ættum. En hjónaband Daryu,
sem sjálf var af almúgafólki komin,
varð skammlíft og árið 1756 þegar
Darya var aðeins tuttugu og sex ára
að aldri varð hún ekkja. En Darya
þurfti ekki að kvíða framtíðinni, í
það minnsta hvað fjárhag varðaði.
Darya varð einn auðugasti land-
eigandi Rússlands og bjó á setri
sínu ásamt sonum sínum tveimur
og hafði yfir að ráða mörg hundruð
ánauðugum bændum, en í þá daga
var lénsveldi við lýði í Rússlandi.
Lénsveldi hafði verið við lýði
í Rússlandi svo öldum skipti og
einkenndist daglegt líf gjarna af
geðþótta lénsherranna og ofbeldi
þeirra í garð þrælanna var ekki
með öllu óþekkt. En Darya Niko-
layevna Saltykova var sá drottn-
ari sem gekk lengra en aðrir hvað
varðaði grimmd gagnvart þeim
sem undir hana voru settir.
Ótryggum ástmanni brugguð
launráð
Darya Nikolayevna Saltykova
hneigðist ekki til kvalalosta á yngri
árum. Sem fyrr segir var hún af al-
múgafólki komin og giftist inn í
aðals stéttina. Það var ekki fyrr
en hún var orðin ekkja og
stóreignamanneskja,
með nánast óskorað
vald yfir því ánauð-
uga fólki sem til-
heyrði henni,
að hún
gerðist
harð-
úð-
ug. Beitti hún undirsáta sína
ótrúlegt ofbeldi og virtist vera sér-
staklega í nöp við konurnar. Óbeit
hennar í garð kvenna var rakin til
óendurgoldinnar ástar hennar til
landmælingamanns eins, sem hún
hafði átt í astarsambandi við, sem
kvæntist annarri konu. Darya brást
hin versta við og ákvað að fyrir-
koma hinum ótrúa ástmanni með
sprengju sem var sérstaklega smíð-
uð í þeim tilgangi. En ástmaður-
inn fyrrverandi slapp með skrekk-
inn þegar honum barst nafnlaust
bréf þar sem hann var varaður við
áformum Daryu.
Ungar stúlkur voru ógn
Daryu var einstaklega uppsigað
við ungar stúlkur sem hún taldi
vera ógn við sig sem og plágu
mannkyns. Í flestum tilfellum sá
Darya sjálf um að pynta stúlkurn-
ar og þurfti enga átyllu til. Darya
lamdi þær með kökukefli, trékubb-
um og straujárni, sem stund-
um var heitt. Hún bar eld að hári
stúlknanna eða reytti það af höfði
þeirra, hún lét dýfa þeim í
sjóðandi vatn og
reif af þeim
eyrun.
Sum fórnarlamba hennar voru
svelt í hel eða læst utandyra í köld-
um veðrum og látin frjósa í hel.
Þegar Darya varð uppgefin við
pyntingarnar lét hún þjóna sína
taka við.
Undirsátar lénsherra voru alla
jafna ekki í aðstöðu til að bera fram
kvartanir en engu að síður komu
þeir á framfæri tuttugu og einni
kvörtun vegna framferðis Dar-
yu. En vegna góðra sambanda við
dómstóla voru kvartanir þrælanna
lengi vel hundsaðar, og urðu jafn-
vel til þess að þeim
sem kvörtuðu
var refsað.
Að lokum
fór þó svo
að sögur
ættingja
myrtra
kvenna bár-
ust Katrínu
miklu keisaraynju
til eyrna, á meðal
þeirra saga Yermolay
Ilyin,
en þrjár eiginkonur hans höfðu
verið pyntaðar til dauða af Daryu.
Klefi í klausturkjallara
Katrín mikla var á annan bóg-
inn hikandi við að fordæma op-
inberlega aðalsmanneskju en á
hinn bóginn áköf í að vera „móð-
ir rússnesku þjóðarinnar“ og und-
irstrika að hún færi að lögum. Því
tók Katrín þá ákvörðun að rétta
opinberlega yfir Daryu og var hún
handtekin árið 1762. Ákvörðun
Katrínar um opinber réttarhöld
styrktist þegar hún hlýddi á vitnis-
burð um grimmd Daryu og ofbeld-
ið sem hún beitti fólk sitt.
Darya Nikolayevna Saltyk-
ova var í haldi í sex ár
á meðan mál
hennar var
rann-
sakað ofan í kjölinn. Dómstóll
Katrínar hlýddi á vitnisburð fjölda
vitna og rannsakaði skjöl og skýrsl-
ur landareignar Daryu. Rann-
sóknin leiddi í ljós að minnsta
kosti 138 grunsamleg dauðsföll og
var stærstur hluti þeirra eignaður
Daryu.
Þessi kona hefur
pyntað og myrt
Darya Nikolayevna Saltykova var
sakfelld fyrir að hafa barið og pynt-
að þrjátíu og átta þræla til bana,
en Katrín mikla var ekki viss um
hvernig hún ætti að refsa henni.
Dauðarefsing hafði verið afnum-
in í Rússlandi árið 1754 og Katr-
ín dirfðist ekki að ganga í berhögg
við afnámið og dæma Daryu til
dauða. Katrín þurfti aukinheldur
að tryggja sér stuðning aðalsins.
Árið 1768 var Darya reyrð á pall
sem komið hafði verið fyrir á torgi
í Moskvu. Um háls hennar hékk
skilti sem á stóð: „Þessi kona hefur
pyntað og myrt“ og múg og marg-
menni dreif að til að berja þessa
konu augum.
Darya var síðan sett í klefa í
klausturkjallara, dæmd til lífstíð-
arfangelsisvistar, og segir sagan að
ekkert ljós hafi komist inn í klefann
og eina birtan sem Darya fékk að
njóta var kertislogi sem tendrað-
ur var þegar hún mataðist. Dar-
ya Nikolayevna Saltykova lést
árið 1801, sjötug að aldri.
44 SAKAMÁL UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
Sum fórnar-lamba hennar
voru svelt í hel eða
læst utandyra í köld-
um veðrum og látin
frjósa í hel.
Darya Nikolayevna
Saltykova
Breyttist í
harðúðugt
morðkvendi
þegar hún
varð
ekkja.