Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 48
Guðrún Tara Sveinsdóttir er 23 ára nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hönn- un hennar hefur vakið athygli fyrir öðruvísi mynstur og fal- leg snið. Mynstrin teiknar hún upp sjálf og handþrykk- ir á fötin. Línan stendur af 10 stykkjum, þremur gerðum af heilklæðnaði. „Ég hand- blandaði alla litina og þrykkti á hvítt efni. Ég teiknaði og tússaði upp upprunalega og það er eiginlega mesta „trikkið“ að ná akkúrat rétta litnum. Ég gerði það fyrst og síðan blandaði ég í dós fata- litnum og prentaði síðan á efni. Það tókst rosalega vel að ná litunum sem ég vildi upp- runalega hafa,“ segir Guðrún og bætir við að á planinu sé að setja línuna í framleiðslu. „Ég get ábyggilega gert efni núna í sömu verksmiðju og Mundi (fatahönnuður) fram- leiðir í. Svo langar mig líka að gera sundföt í þessum sama stíl. Svo- lítið svona 50‘s fyrir konur og 20‘s fyr- ir karla. Í þá þessu svipaða mynstri og litum.“ Feminísk klæði „Hugsunin var að gera sexí föt fyr- ir konur, föt sem myndu lengja þær og gera þær tignarlegri án þess að sýna hold. Ég er frekar mikill fem- ínisti þannig séð. Mér finnst alveg hræðilegt að sjá hvað ungar stelp- ur eru farnar að klæða sig afgerandi og vita samt ekkert hvað þær eru að gera. Samfélagið er bara búið að segja að þær eigi að vera svona. Oft eru þær með skoru niður á maga eða eitthvað, alveg hræðilegt,“ segir Guð- rún Tara um hugsunina á bakvið föt- in. „Ég vildi samt ekk- ert segja það þegar ég var að gera fötin því ég vildi hafa það sem svona undirliggjandi skilaboð í fötunum og þau komist áfram án þess að það sé beint sagt.“ Smáatriði mikilvæg Hún segir mikla vinnu liggja að baki línunni. „Þetta var stanslaus vinna í 5 vikur. Þetta var mikill bútasaum- ur, þetta voru eiginlega engin snið heldur bara beint eft- ir teikningum. Ég þurfti að prenta á efnið eftir því hvernig það lá. Þetta er ofinn bómull sem teyg- ist bara í aðra áttina. Það var rosa mikið púsluspil að setja þetta saman.“ Guðrún Tara er hrif- in af smáatriðum og það fékk að njóta sín í aukahlutum línunn- ar. Smáhnýttur kragi og spennur. „Þetta eru pinku litlar hnýtingar úr svona borðum sem eru notaðar í svona skreyt- ingar. Ég gerði spennur með sömu aðferð í hár- ið á þeim öllum. Ég var á hverjum einasta degi í 5 vikur að hnýta eitthvað smá,“ segir hún hlæj- andi en henni finnst synd að hand- verk sé á undanhaldi í hönn- un. „Föt í dag eru svo einföld, í gamla daga var lagt svo mik- ið í allt. Ég væri alveg til í að gera þessi föt sem ég hef ver- ið að gera nema með alls kon- ar smáatriðum, bróderíi og fleira. Mér finnst handverk mjög mikilvægt og fárán- lega mikil synd að það sé að hverfa. Það er til dæmis einn, bara einn, staður í allri París þar sem hægt er að læra bród- erí. Það er fáránlegt.“ Innblástur í tónlist Hönnun Guðrúnar Töru hef- ur vakið athygli víða og með- al annars orðið innblástur fyrir tónlistarsköpun. „Mr. Silla var að spila á tónleikum í gær í gallanum. Það var al- veg „heavy“ flott. Hún notaði gallann sem innblástur til að semja tónlistina sem hún var að spila. Þetta var ótrúlega skemmtilegt því þetta spilaði svo vel saman tónlistin og hönnun- in,“ segir Guðrún Tara sem er und- ir miklum tónlistarlegum áhrifum í sköpun sinni. „Ég er miklu meira að hlusta á tónlist heldur en skoða tísku svo ég er undir miklu meiri áhrifum frá tónlist en tísku.“ Sýning í haust Það er nóg að gera hjá Guðrúnu Töru sem ásamt því að hanna föt vinnur í Kron Kron og hjá Munda fatahönn- uði með skólanum. Hún segir það vera á planinu að halda áfram að hanna og vonandi framleiða línuna sem fyrst. „Ég ætla allavega að gera eitthvað meira og vonandi halda ein- hverja sýningu i haust.“ viktoria@dv.is 48 útlit umsjón: vIktoría hermannSdóttIr viktoria@dv.is 16. júlí 2010 föstudagur Ekki missa af... Flóamarkaður Hins hússins verður haldinn á Austurvelli á föstudag frá 14-18. Þar mun ungt fólk á aldrin- um 16 til 25 ára tæma úr skápum sínum og skúffum. Þar má búast við að finna föt, plötur og ýmislegt gagn- legt sem leynist í hirslum ungmenn- anna. Mikið fjör verður á Austurvelli þennan daginn þar sem uppskeru- hátíð Götuleikhússins fer fram á sama tíma. Ekki láta þetta fjör fram hjá þér fara. tískusíðan myvintagevogue.com Yndislega fallegar „vintage“ tískumyndir frá fyrri áratugum síðustu aldar. Eigandi síðunn- ar hefur safnað tískumyndum frá barnsaldri og deilir dýrðinni með lesendum síðunnar. Algjört augnakonfekt. fata- markaðir Eitt besta kreppuráðið fyrir tísku- óða einstaklinga er að skella sér á fatamarkaði. Í sumar virðast allir vera að tæma skápana sína og því tilvalið að gera góð kaup. Eins manns drasl er annars manns gull eins og skáldið sagði. Kolaportið er fullt allar helgar af básum þar sem fólk er að selja bæði dýrgripi og drasl og oft er hægt að gera stórgóð kaup. Síðan hefur það verið að aukast að fólk sé með fatamarkaði í garðinum eða bílskúrnum hjá sér og víða í portum bæjarins má sjá fólk að selja föt eða annað góss. Í gamla sirkusportinu bak við Hemma og Valda eru til dæmis oft básar þar sem fólk er að selja gömul föt á góðu verði. Röndóttar, blómóttar, stór- mynstraðar, smámynstraðar – næstum hvaða mynstur sem er gengur upp. Mynstraðar buxur eru algjörlega málið um þessar mundir. Sniðin eru líka mörg og mis- munandi. Bæði þröngar og víð- ar og nánast allt þar á milli geng- ur upp. Ekki vera hrædd við að blanda saman mynstrum en passaðu þig að ganga ekki of langt því það er fín lína þar á milli. Bux- ur með mynstri draga athygli að neðri hluta líkamans og ef hann er ekki það sem þú ert sáttust við þá skal forðast að velja of þröng snið, veldu frekar víðar buxur. Hægt er að nota þær bæði fínt og hvers dags. Þá dressar maður þær annað hvort upp með háum hæl- um og fínni bol eða dressar þær niður með flatbotna sandölum eða skóm og hversdagslegri bol. Falleg mynstur og klæðileg snið eru áberandi í hönnun Guðrúnar töru. Mikil hugsun liggur að baki hönnuninni sem á að vera kynþokkafull án þess að sýna of mikið bert hold. KynþoKKafull feminísk klæði d v -m yn d J ó I k Ja rt a n S Buxur með alls kyns mynstri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.