Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 8
8 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Base fékk eignir á Keflavíkurflugvelli fyrir lítið árið 2007: Félag Steinþórs gjaldþrota Íslenskt félag í eigu Baugs, A-Hold- ing ehf., keypti allt hlutafé í félag- inu A-Holding S.A. af Baugi Group fyrir rúmlega 220 milljónir punda, um 27 milljarða króna á þávirði, í október árið 2007. Skömmu síð- ar var félaginu í Lúxemborg slitið og allar eignir og skuldir félagsins í Lúxemborg runnu til íslenska fé- lagsins. Kaupin voru fjármögnuð með seljandaláni frá Baugi Group, samkvæmt ársreikningi A-Holding ehf., sem aldrei var greitt. Í ársreikningum A-Holding á síðustu þremur árum kemur hins vegar ekki fram hvaða eignir þetta voru sem A-Holding ehf. var að kaupa af Baugi fyrir á þriðja tug milljarða króna. Tekið er fram að uppgjör og ársreikningur A-Hold- ing S.A. í Lúxemborg hafi ekki bor- ist frá félaginu síðan árið 2007. Þriggja ára óvissa Í ársreikningi A-Holding ehf. frá ár- unum 2007 til 2009 segir orðrétt: „Í október 2007 keypti félagið 100 % hlut í A-Holding S.A. í af móðurfé- lagi sínu, Baugi Group hf. Á árinu 2007 var A-Holding S.A. slitið og allar eignir og skuldir þess áttu að renna til A-Holding ehf. Lokaupp- gjör og ársreikningur A-Holding S.A. hefur enn ekki borist frá um- sýsluaðila félagsins í Lúxemborg og því er eignarhluturinn færður á kostnaðarverði í ársreikningi fé- lagsins.“ Fjármálastjóri Baugs og stjórn- arformaður A-Holding ehf., Stefán H. Hilmarsson, skrifaði upp á árs- reikning A-Holding ehf. sem stjórn- arformaður félagsins fyrir árið 2007 ásamt Rúnari Sigurpálssyni stjórnarmanni. Ársreikningurinn er óendurskoðaður. Árið eftir, 2008, voru Stefán og Rúnar búnir að skipta um hlutverk í stjórn félags- ins. Ernst og Young gerði ársreikn- inginn fyrir félagið en endurskoð- aði hann ekki og lét ekki í ljós álit. Þar er tekið fram að stjórnendur félagsins séu ábyrgir fyrir honum. Eftir að þrotabú Baugs tók A- Hold- ing yfir eftir gjaldþrot félagsins, og Erlendur Gíslason skiptastjóri varð stjórnarformaður, er sama athuga- Keyptu huldufélag í Lúx fyrir milljarða n Dótturfélag Baugs keypti eignir í Lúx af Baugi n Ekki ljóst hvaða eignir þetta voru n A-Holding var því sem næst eignalaust þegar viðskiptin áttu sér stað Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Undarleg viðskipti Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, var stjórnarformaður A- Holding ehf. þegar félagið keypti annað félag í eigu Baugs á nærri 30 milljarða króna í árslok 2007. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða eignir A-Holding var að kaupa í Lúxemborg. semd gerð um endurskoðun árs- reikningsins af starfsmanni Ernst og Young. Í nýjasta ársreikningi A-Holding ehf., sem skilað var til ársreikninga- skrár síðastliðið haust, er skuldin við Baug enn færð til bókar og stendur nú í um 37 milljörðum króna. Óvissa um eignirnar A-Holding ehf. var upphaflega not- að við uppkaup Baugs á stofnfjár- bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, síðar Byr, árið 2005. Eftir þetta voru litlar eignir inni í félaginu þar til hlutabréfin í A-Holding S.A. voru keypt af Baugi árið 2007. Eignir félagsins námu til að mynda ein- ungis tæpum 430 þúsund krónum í árslok 2006. Í árslok þar á eftir lá fyrir að félagið hafði átt í nærri 30 milljarða króna viðskiptum á ár- inu. Enn minna er vitað um A-Hold- ing S.A., samkvæmt heimildum DV, en ein af ástæðunum fyrir því er engar upplýsingar hafa borist frá Lúxemborg um félagið sem keypt var á nærri 30 milljarða króna í árslok 2007. Ekkert er vitað um hvaða eignir félagið átti og hvaðan A-Holding ehf. var í raun að greiða fyrir með kaupunum á félaginu af Baugi sem fjármögnuð voru með seljandaláni. Því má segja að ekk- ert sé vitað um hvað A-Holding ehf. var í raun að kaupa af móðurfélagi sínu. Ein skýring á viðskiptunum gæti hugsanlega verið að eigend- ur og stjórnendur Baugs hafi vilj- að bæta eignastöðu Baugs á ár- inu 2007 með því að bókfæra lánið til A-Holding ehf. sem notað var til að kaupa A-Holding S.A. sem hluta af eignum sínum. Í ársreikn- ingi Baugs fyrir árið 2007 kemur fram að arðgreiðslur út úr Baugi til hluthafa sinna hafi numið þremur milljörðum króna á árinu. Ekki náðist í Stefán H. Hilmars- son eða Rúnar Sigurpálsson til að ræða við þá um A-Holding ehf. „Á árinu 2007 var A-Holding S.A. slit- ið og allar eignir og skuld- ir þess áttu að renna til A-Holding ehf. Eignarhaldsfélagið Base ehf., sem meðal annars var í eigu Steinþórs Jónssonar fyrrverandi bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ, var úrskurðað gjaldþrota í október síðastliðnum. Félagið var stofnað árið 2007 til að kaupa upp hluta þeirra eigna sem verið höfðu í eigu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Aðrir hluthafar félagsins voru meðal annarra olíufélagið N1 og Sparisjóðurinn í Keflavík. Stein- þór var stjórnarformaður félags- ins. Árið 2007 keypti Base 22 eign- ir á Keflavíkurflugvelli á undir- verði. Eignirnar voru metnar á rúmlega 1.200 milljónir króna en Base greiddi samtals rúmlega 600 milljónir fyrir þær, samkvæmt frétt í dagblaðinu 24 stundum í lok árs 2007. Annar aðili sem keypti eign- ir af varnarliðinu bandaríska var skólinn Keilir. Base leigði eignirn- ar út sem félagið hafði keypt. Við- skipti Base með eignirnar voru gagnrýnd á sínum tíma á þeim for- sendum að þær hefðu verið seld- ar til framámanna í Reykjanesbæ, meðal annars Steinþórs og Spari- sjóðsins í Keflavík. Í ársreikningi Base fyrir árið 2008 kom fram að félagið hefði tapað 27 milljónum króna á árinu og að eigið fé félagsins væri nei- kvætt um tæpar 15 milljónir króna. Eignir félagsins voru þá sagðar álíka háar og heildarskuldir þess, um 650 milljónir króna. Ársreikn- ingur Base fyrir árið 2009 liggur ekki fyrir. Steinþór Jónsson tengist öðru félagi sem riðar á barmi gjaldþrots í kjölfar íslenska efnahagshruns- ins. Þetta er eignarhaldsfélagið Bergið sem fékk um tveggja millj- arða króna kúlulán frá SPRON til að fjármagna kaup á hlutabréfum í Icebank, Sparisjóðabankanum, árið 2008. Steinþór átti hlut í Berg- inu en meðal annarra eigenda var Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. ingi@dv.is Gjaldþrot Base Eignarhaldsfélag sem stofnað var til að kaupa hluta af eignum bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli hefur verið úrskurðað gjald- þrota. Steinþór Jónsson var stjórnarformaður félagsins og einn hluthafa þess. Listi yfir áhugaverða glæpi: Helga og Vickram í fjórða sæti Meint fjársvik Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar Vickrams Bedis í Chappaqua í Bandaríkjunum kemst á lista staðarfjölmiðilsins Bedford- Katonah Patch yfir áhugaverðustu glæpamál ársins 2010. Eins og komið hefur fram eru Helga og Vickram sökuð um að hafa spunnið ótrúlega lygasögu til að hafa á bilinu 6–20 milljón- ir dala af trúgjarna tónskáldinu og olíuerfingjanum Roger Davidson á sex ára tímabili þar til þau voru handtekin í haust. Þau voru ákærð 4. nóvember. Þann 3. desember var Vickram leiddur fyrir dómara í Mount Kisco en verjendur parsins hafa nú til 10. mars til að ná sátt í málinu við saksóknara ellegar fer það aftur fyrir dómara í Mount Kis- co. Á meðan sitja þau í fangelsinu í Westchester- sýslu. Bedford-Katonah Patch er þeirr- ar skoðunar að mál þeirra sé fjórða áhugaverðasta glæpamál ársins þar um slóðir. Mál Helgu og Vickrams vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og var fjallað um það í mörgum af stærstu fréttamiðlum heims þegar það kom upp. Ekki er því útilokað að það komist á lista fleiri fjölmiðla þegar árið verður gert upp. Undirbýr löndunarbann Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evr- ópusambandsins, undirbýr nú lönd- unarbann á íslenskan fisk innan Evr- ópusambandsins og ætlar að beita fyrir sig ákvæði í samningum um Evrópska efnahagssvæðið til þess, samkvæmt heimildum DV í Brussel. Hugsanlega verður gefin út yfir- lýsing um málið í dag. Málið teng- ist makrílstríðinu en Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra gaf út 147 þúsund tonna makrílkvóta fyrir skemmstu í trássi við vilja Evrópu- sambandsins, Norðmanna og ann- arra. Ákvæðið sem Damanaki hyggst beita hljóðar upp á að ESB (eða Ís- land) geti neitað að landa fiski sem sameiginlegir hagsmunir eru um ef upp kemur „alvarlegur ágreiningur um nýtingu hans“. Heimildir DV herma að Daman- aki sé nú að leggja drög að því að beita þessu ákvæði í deilunni og senda þar með skýr skilaboð til Ís- lendinga. Eftir er að sjá hvort ákvæð- ið verður aðeins látið gilda um lönd- un á makríl sem Íslendingar veiða. Samkvæmt heimildum DV hefur Damanaki sent forseta sameiginlegu EES-nefndarinnar formlega beiðni um fund vegna málsins. Hann skuli fara fram við allra fyrsta tækifæri og eigi síðar en 14. janúar næstkom- andi til að ræða áform ESB um lönd- unarbann á íslenskan fisk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.