Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Qupperneq 8
8 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Base fékk eignir á Keflavíkurflugvelli fyrir lítið árið 2007: Félag Steinþórs gjaldþrota Íslenskt félag í eigu Baugs, A-Hold- ing ehf., keypti allt hlutafé í félag- inu A-Holding S.A. af Baugi Group fyrir rúmlega 220 milljónir punda, um 27 milljarða króna á þávirði, í október árið 2007. Skömmu síð- ar var félaginu í Lúxemborg slitið og allar eignir og skuldir félagsins í Lúxemborg runnu til íslenska fé- lagsins. Kaupin voru fjármögnuð með seljandaláni frá Baugi Group, samkvæmt ársreikningi A-Holding ehf., sem aldrei var greitt. Í ársreikningum A-Holding á síðustu þremur árum kemur hins vegar ekki fram hvaða eignir þetta voru sem A-Holding ehf. var að kaupa af Baugi fyrir á þriðja tug milljarða króna. Tekið er fram að uppgjör og ársreikningur A-Hold- ing S.A. í Lúxemborg hafi ekki bor- ist frá félaginu síðan árið 2007. Þriggja ára óvissa Í ársreikningi A-Holding ehf. frá ár- unum 2007 til 2009 segir orðrétt: „Í október 2007 keypti félagið 100 % hlut í A-Holding S.A. í af móðurfé- lagi sínu, Baugi Group hf. Á árinu 2007 var A-Holding S.A. slitið og allar eignir og skuldir þess áttu að renna til A-Holding ehf. Lokaupp- gjör og ársreikningur A-Holding S.A. hefur enn ekki borist frá um- sýsluaðila félagsins í Lúxemborg og því er eignarhluturinn færður á kostnaðarverði í ársreikningi fé- lagsins.“ Fjármálastjóri Baugs og stjórn- arformaður A-Holding ehf., Stefán H. Hilmarsson, skrifaði upp á árs- reikning A-Holding ehf. sem stjórn- arformaður félagsins fyrir árið 2007 ásamt Rúnari Sigurpálssyni stjórnarmanni. Ársreikningurinn er óendurskoðaður. Árið eftir, 2008, voru Stefán og Rúnar búnir að skipta um hlutverk í stjórn félags- ins. Ernst og Young gerði ársreikn- inginn fyrir félagið en endurskoð- aði hann ekki og lét ekki í ljós álit. Þar er tekið fram að stjórnendur félagsins séu ábyrgir fyrir honum. Eftir að þrotabú Baugs tók A- Hold- ing yfir eftir gjaldþrot félagsins, og Erlendur Gíslason skiptastjóri varð stjórnarformaður, er sama athuga- Keyptu huldufélag í Lúx fyrir milljarða n Dótturfélag Baugs keypti eignir í Lúx af Baugi n Ekki ljóst hvaða eignir þetta voru n A-Holding var því sem næst eignalaust þegar viðskiptin áttu sér stað Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Undarleg viðskipti Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, var stjórnarformaður A- Holding ehf. þegar félagið keypti annað félag í eigu Baugs á nærri 30 milljarða króna í árslok 2007. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða eignir A-Holding var að kaupa í Lúxemborg. semd gerð um endurskoðun árs- reikningsins af starfsmanni Ernst og Young. Í nýjasta ársreikningi A-Holding ehf., sem skilað var til ársreikninga- skrár síðastliðið haust, er skuldin við Baug enn færð til bókar og stendur nú í um 37 milljörðum króna. Óvissa um eignirnar A-Holding ehf. var upphaflega not- að við uppkaup Baugs á stofnfjár- bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, síðar Byr, árið 2005. Eftir þetta voru litlar eignir inni í félaginu þar til hlutabréfin í A-Holding S.A. voru keypt af Baugi árið 2007. Eignir félagsins námu til að mynda ein- ungis tæpum 430 þúsund krónum í árslok 2006. Í árslok þar á eftir lá fyrir að félagið hafði átt í nærri 30 milljarða króna viðskiptum á ár- inu. Enn minna er vitað um A-Hold- ing S.A., samkvæmt heimildum DV, en ein af ástæðunum fyrir því er engar upplýsingar hafa borist frá Lúxemborg um félagið sem keypt var á nærri 30 milljarða króna í árslok 2007. Ekkert er vitað um hvaða eignir félagið átti og hvaðan A-Holding ehf. var í raun að greiða fyrir með kaupunum á félaginu af Baugi sem fjármögnuð voru með seljandaláni. Því má segja að ekk- ert sé vitað um hvað A-Holding ehf. var í raun að kaupa af móðurfélagi sínu. Ein skýring á viðskiptunum gæti hugsanlega verið að eigend- ur og stjórnendur Baugs hafi vilj- að bæta eignastöðu Baugs á ár- inu 2007 með því að bókfæra lánið til A-Holding ehf. sem notað var til að kaupa A-Holding S.A. sem hluta af eignum sínum. Í ársreikn- ingi Baugs fyrir árið 2007 kemur fram að arðgreiðslur út úr Baugi til hluthafa sinna hafi numið þremur milljörðum króna á árinu. Ekki náðist í Stefán H. Hilmars- son eða Rúnar Sigurpálsson til að ræða við þá um A-Holding ehf. „Á árinu 2007 var A-Holding S.A. slit- ið og allar eignir og skuld- ir þess áttu að renna til A-Holding ehf. Eignarhaldsfélagið Base ehf., sem meðal annars var í eigu Steinþórs Jónssonar fyrrverandi bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ, var úrskurðað gjaldþrota í október síðastliðnum. Félagið var stofnað árið 2007 til að kaupa upp hluta þeirra eigna sem verið höfðu í eigu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Aðrir hluthafar félagsins voru meðal annarra olíufélagið N1 og Sparisjóðurinn í Keflavík. Stein- þór var stjórnarformaður félags- ins. Árið 2007 keypti Base 22 eign- ir á Keflavíkurflugvelli á undir- verði. Eignirnar voru metnar á rúmlega 1.200 milljónir króna en Base greiddi samtals rúmlega 600 milljónir fyrir þær, samkvæmt frétt í dagblaðinu 24 stundum í lok árs 2007. Annar aðili sem keypti eign- ir af varnarliðinu bandaríska var skólinn Keilir. Base leigði eignirn- ar út sem félagið hafði keypt. Við- skipti Base með eignirnar voru gagnrýnd á sínum tíma á þeim for- sendum að þær hefðu verið seld- ar til framámanna í Reykjanesbæ, meðal annars Steinþórs og Spari- sjóðsins í Keflavík. Í ársreikningi Base fyrir árið 2008 kom fram að félagið hefði tapað 27 milljónum króna á árinu og að eigið fé félagsins væri nei- kvætt um tæpar 15 milljónir króna. Eignir félagsins voru þá sagðar álíka háar og heildarskuldir þess, um 650 milljónir króna. Ársreikn- ingur Base fyrir árið 2009 liggur ekki fyrir. Steinþór Jónsson tengist öðru félagi sem riðar á barmi gjaldþrots í kjölfar íslenska efnahagshruns- ins. Þetta er eignarhaldsfélagið Bergið sem fékk um tveggja millj- arða króna kúlulán frá SPRON til að fjármagna kaup á hlutabréfum í Icebank, Sparisjóðabankanum, árið 2008. Steinþór átti hlut í Berg- inu en meðal annarra eigenda var Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. ingi@dv.is Gjaldþrot Base Eignarhaldsfélag sem stofnað var til að kaupa hluta af eignum bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli hefur verið úrskurðað gjald- þrota. Steinþór Jónsson var stjórnarformaður félagsins og einn hluthafa þess. Listi yfir áhugaverða glæpi: Helga og Vickram í fjórða sæti Meint fjársvik Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar Vickrams Bedis í Chappaqua í Bandaríkjunum kemst á lista staðarfjölmiðilsins Bedford- Katonah Patch yfir áhugaverðustu glæpamál ársins 2010. Eins og komið hefur fram eru Helga og Vickram sökuð um að hafa spunnið ótrúlega lygasögu til að hafa á bilinu 6–20 milljón- ir dala af trúgjarna tónskáldinu og olíuerfingjanum Roger Davidson á sex ára tímabili þar til þau voru handtekin í haust. Þau voru ákærð 4. nóvember. Þann 3. desember var Vickram leiddur fyrir dómara í Mount Kisco en verjendur parsins hafa nú til 10. mars til að ná sátt í málinu við saksóknara ellegar fer það aftur fyrir dómara í Mount Kis- co. Á meðan sitja þau í fangelsinu í Westchester- sýslu. Bedford-Katonah Patch er þeirr- ar skoðunar að mál þeirra sé fjórða áhugaverðasta glæpamál ársins þar um slóðir. Mál Helgu og Vickrams vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og var fjallað um það í mörgum af stærstu fréttamiðlum heims þegar það kom upp. Ekki er því útilokað að það komist á lista fleiri fjölmiðla þegar árið verður gert upp. Undirbýr löndunarbann Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evr- ópusambandsins, undirbýr nú lönd- unarbann á íslenskan fisk innan Evr- ópusambandsins og ætlar að beita fyrir sig ákvæði í samningum um Evrópska efnahagssvæðið til þess, samkvæmt heimildum DV í Brussel. Hugsanlega verður gefin út yfir- lýsing um málið í dag. Málið teng- ist makrílstríðinu en Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra gaf út 147 þúsund tonna makrílkvóta fyrir skemmstu í trássi við vilja Evrópu- sambandsins, Norðmanna og ann- arra. Ákvæðið sem Damanaki hyggst beita hljóðar upp á að ESB (eða Ís- land) geti neitað að landa fiski sem sameiginlegir hagsmunir eru um ef upp kemur „alvarlegur ágreiningur um nýtingu hans“. Heimildir DV herma að Daman- aki sé nú að leggja drög að því að beita þessu ákvæði í deilunni og senda þar með skýr skilaboð til Ís- lendinga. Eftir er að sjá hvort ákvæð- ið verður aðeins látið gilda um lönd- un á makríl sem Íslendingar veiða. Samkvæmt heimildum DV hefur Damanaki sent forseta sameiginlegu EES-nefndarinnar formlega beiðni um fund vegna málsins. Hann skuli fara fram við allra fyrsta tækifæri og eigi síðar en 14. janúar næstkom- andi til að ræða áform ESB um lönd- unarbann á íslenskan fisk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.