Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 14
14 | Erlent 22.–26. desember 2010 Jólablað Þrátt fyrir að framtíð Julians Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, er með öllu óráðin um þessar mundir, má hann samt prísa sig sælan þessi jól. Þeim mun hann eyða á ríkulegu sveitasetri í Nor- folk á Englandi ásamt velunnurum og vinum. Því er hins vegar ekki að skipta hjá manninum sem er að öðr- um ólöstuðum, maðurinn á bak við frægð Assange og frama. Sá maður heitir Bradley Manning, óbreyttur hermaður sem lak trúnaðargögnum bandaríska hersins og bandaríska utanríkisráðuneytisins til uppljóstr- unarsíðunnar frægu. Manning situr sem fastast í einangrun í herfang- elsi í Virginíu-fylki, þar sem hann þarf að þola hreint ömurlegar að- stæður – svo ekki sé meira sagt. En hver er þessi maður sem hefur hrist svona duglega upp í utanríkismál- um Bandaríkjanna og alþjóðasamfé- laginu öllu? Ætlaði sér alltaf að verða hermaður Bradley Manning fæddist í smábæn- um Crescent í Oklahoma, þann 17. desember 1987 – sem þýðir að hann fagnaði 23 ára afmæli á föstudag- inn. Faðir hans starfaði fyrir banda- ríska flugherinn og kynntist hann móður Manning þegar hann gegndi herþjónustu í Wales, en þaðan kem- ur móðir hans. Foreldrar Mannings skildu þegar hann var 13 ára gamall og fluttist hann í kjölfarið til Wales með móður sinni. Þar gekk honum illa að aðlagast nýjum stað og átti í erfiðleikum í skóla. Hann fluttist aft- ur til Oklahoma 16 ára að aldri, hætti í skóla og hóf störf á pítsustað. Vin- ir hans segja að hann hafi talað um að gerast hermaður strax í grunn- skóla, en um leið og hann náði 18 ára aldri skráði hann sig í landgöngulið bandaríska hersins. Erfitt að vera samkynhneigður í hernum Vinir Mannings segja að þrátt fyr- ir að honum hafi gengið vel í her- num til að byrja með, hafi það reynst honum æ erfiðara eftir því sem tím- inn leið að leyna kynhneigð sinni – en Manning er samkynhneigður. Manning fékk stöðu við greiningu upplýsinga hjá landgönguliðinu og var fljótlega kominn í sína fyrstu ferð til Íraks. Hann ávann sér stöðu sér- fræðings og allt virtist leika í lyndi. Dvölin í Írak og leynimakkið í kring- um kynhneigð Mannings fór hins vegar að taka sinn toll. Hann fór að verða órólegur og var farinn að finna fyrir kvíðaröskunum. Hann fann sig ekki félagslega og var að lokum lækkaður í tign fyrir að ráðast á sam- starfsmann sinn. Hann missti sér- fræðingsstöðu sína og varð aftur að óbreyttum landgönguliða. Með Lady Gaga inn, leyniskjöl út Manning vann sem áður segir við að greina upplýsingar og hafði þar með aðgang að gagnabönkum sem höfðu að geyma trúnaðarskjöl og leyni- upplýsingar. Um sumarið 2009 mun hann hafa verið kominn á þá skoð- un, að margt af því sem hann hafði séð í starfi sínu ætti skilið að koma fyrir augu almennings, en ekki „vera læst inni í dimmri kompu í Washing- ton,“ eins og hann orðaði það sjálf- ur. Hann fór að safna að sér gögnum upp frá því. Manning komst með gögnin í gegnum öryggisgæslu með því að skrifa geisladiska með tónlist Lady Gaga, sem hann gekk með í vinnuna á degi hverjum. Þegar hann var hins vegar kominn fyrir framan tölvu sína eyddi hann tónlist Lady Gaga og af- ritaði í staðinn leynigögn, sem hann gekk svo með út fyrir framan nefið á öryggisvörðum. „Ég var sennilega raulandi lagið Telephone allan tím- ann sem ég hlóð niður gögnunum,“ sagði Manning. „Engan grunaði nokkurn skapaðan hlut.“ Hafði samband við Assange Í nóvember 2009 hafði Mann- ing fyrst samband við Julian Ass- ange til að reifa þann möguleika að láta honum í té þær upplýsing- ar sem hann hafði þá þegar sank- að að sér. Hann lét þó ekki verða af því fyrst um sinn. Hann var viss um að Assange væri í öllu falli rétti aðilinn til að birta upplýsingarnar, eftir að Wikileaks birti um 500 þús- und skilaboð sem send voru innan bandarísku stjórnsýslunnar daginn sem árásirnar voru gerðar 11. sept- ember 2001. Í janúar á þessu ári var Mann- ing ennþá að vega og meta stöðuna, að sögn vinar hans, Tylers Watkins, sem sagði í viðtali við veffréttaritið Wired.com: „Hann vildi bara gera það sem hann taldi rétt. Ég held að hann hafi háð mikla innri baráttu vegna þessa.“ Þyrluárás frumsýnd á Íslandi Það var svo í febrúar sem Manning lak myndbandi af Apache-herþyrlu sem hóf skothríð á menn sem virt- ust vera vopnaðir, og fylgdi því svo eftir með því að skjóta á óbreytta borgara sem hlúðu að fórnarlömb- um. Í árásinni féllu meðal annarra tveir starfsmenn Reuters-fréttastof- unnar. Myndbandið og fréttaefni við hana var að stórum hluta unnið hér á landi og var til að mynda heims- frumsýnt í Ríkissjónvarpinu. Mann- ing var í stöðugu sambandi við Watk- ins í kjölfar birtingar myndbandsins. „Hann vildi bara sjá til þess að þeir sem væru sekir væru dregnir til ábyrgðar og að svona voðaverk yrðu ekki framin aftur,“ sagði Watkins. Mannig lét Wikileaks einnig í té myndband af annarri þyrlárás sem var gerð á þorpið Garani í Afgan- istan, þar sem að minnsta kosti 100 manns létu lífið – meirihluti þeirra voru börn. Hann útvegaði Wikile- aks einnig um 260 þúsund skjöl frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, sem uppljóstrunarsíðan hóf að birta í síðasta mánuði. Sagt hefur verið að birting þeirra skjala hafi breytt al- þjóðasamskiptum til frambúðar. Tölvuþrjótur kom upp um Manning Manning átti erfitt með að halda leyndarmáli sínu fyrir sjálfan sig, að hann væri í raun maðurinn á bak við stærsta leka trúnaðargagna frá upphafi. Eftir að hafa lesið viðtal við Adrian Lamo, sem er fyrrverandi tölvuþrjótur (hacker), var hann viss um að hafa fundið sálufélaga sinn í starfi. Hann hafði samband við Lamo í gegnum tölvupóst og msn- skilaboð og fór fljótlega að stæra sig af afrekum sínum. Lamo leist hins vegar lítið á blikuna og ákvað að hafa samband við varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna sem og Alríkis- lögregluna, FBI. Lamo var viss um að lekinn gæti haft áhrif á þjóðar- öryggi Bandaríkjanna. „Ég hefði ekki gert þetta ef líf hefðu ekki verið í hættu. Hann tók bara eins mikið af trúnaðarupplýsingum og hann gat og kastaði þeim upp í loftið.“ Á yfir höfði sér 52 ára fang- elsisvist Manning var handtekinn undir lok maímánaðar. Undanfarið hálft ár hefur honum verið haldið í ein- angrun í hámarksöryggisfangelsi í Quantico í Virginíu. Klefi hans er 180 sentímetrar á breidd og 350 sentímetrar á lengd. Þar þarf hann að dvelja öllum stundum fyrir utan einn klukkutíma á dag. Þá má hann hreyfa sig með því að ganga í hringi innandyra, algerlega einn síns liðs. Hann hefur aldrei hitt aðra fanga og einu samskipti hans á hann við fangaverði. Í klefa sínum má hann hafa eina bók, eða eitt tímarit og fær hann að horfa á sjónvarp í eina klukkustund á dag, stundum lengur um helgar. Hann er vakinn klukk- an 5 á morgnana en eftir það má hann ekki sofna fyrr en um 8 að kvöldi. Fangaverðir þurfa að ganga úr skugga um að hann sé vakandi, með því að fá munnlega staðfest- ingu á fimm mínútu fresti. Erfitt er að ímynda sér að Mann- ing muni halda gleðileg jól, hann virðist öllum gleymdur í einangr- un sinni. Annað er hægt að segja um Assange, sem er löngu orðin alþýðuhetja á heimsmælikvarða. Manning mun sennilega þurfa að koma fyrir herrétt í apríl næstkom- andi, þar sem er næsta víst að hann verður fundinn sekur fyrir land- ráð. Þegar Manning var handtekinn mun Wikileaks hafa lofað að borga fyrir lögfræðiaðstoð. Samkvæmt ættingjum Mannings hefur hins vegar ekkert orðið af því enn. Lík- legt er að hann verði dæmdur í 52 ára fangelsi og gæti hann því losnað árið 2063. n Útvegaði Wikileaks trúnaðarskjöl frá bandaríska utanríkisráðuneytinu n Á meðan Julian Assange nýtur heimsfrægðar virðist Manning öllum gleymdur n Í einangrun í hálft ár n Fær líklega 52 ára dóm Bradley Manning í einangrun um jólin Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Bradley Manning Hann mun eyða jólunum í einangrunarklefa. Mun hafa það náðugt yfir jólin Julian Assange fyrir utan sveitasetrið þar sem hann mun eyða jólunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.