Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 23
Nær allan níunda áratuginn og fram yfir aldamótin var upp-gangur í efnahagslífi Írlands eftirtektarverður. Fjármálastarfsemin blómstraði, neysla var hafin til vegs á kostnað framleiðslu. Byggingarstarf- semi hófst til öndvegis, verð á landi hækkaði upp úr öllu valdi. Rekstr- arskilyrði fyrirtækja voru bætt. Hug- myndafræðin um að skattalækkun fyrir ríka fólkið skilaði brauðmolum til fátæklinganna náði yfirhöndinni. Um- svifin jukust, írska hagkerfið stækkaði hratt og tekjur írska ríkissjóðsins juk- ust þar af leiðandi verulega. Nú þegar gramir Írar lepja dauð- ann úr skel og leita á náðir Evrópu- sambandsins um 13 þúsund milljarða króna lán til að bjarga sér úr djúpri kreppu setjast þjóðfélagsrýnar þar- lendir við tölvur sínar, skrifa bækur og gera upp málin. Rétt eins og gert er hér á landi. „Heimska og spilling“ Þeir rýna í uppgang og þenslu und- anfarinna 15 til 18 ára og þykjast sjá að Bertie Ahern og forverar hans á stóli forsætisráðherra hafi látið undir höfuð leggjast að nýta tækifærin sem buðust til þess að gera nauðsynlegar umbætur á velferðarkerfinu, fjármála- kerfinu og stjórnkerfinu. Stjórnvöld misstu tökin á þró- uninni, slepptu gæðingum lausum í taumlausu braski. Þeir tóku völd- in og vöndust aðstöðubraski, mútum og spillingu í viðskiptalífinu. Ahern og aðrir forsætisráðherrar blinduðust og fóru um borð í „Fley fíflanna“ eins og írski rithöfundurinn Fintan O‘Toole orðar það í samnefndri bók. Þróunin einkenndist af „heimsku og spillingu“ segir hann. Ekki er ætlunin að gera neinn samanburð á aðstæðum Íra og Ís- lendinga að öðru leyti en því sem hér hefur verið nefnt. Dagljóst er að allan tíunda áratuginn og fram yfir einkavæðingu ríkisbankanna voru stjórnmál og viðskiptalíf „heimskunn- ar og spillingarinnar“ í mótun hér á landi. Rakst hann á vegg? Draugarnir úr þessari fortíð láta enn á sér kræla. Þeir andmæla því að einn forsætisráðherra sé dreginn fyr- ir landsdóm. Aðrir ráðherrar kannast ekki við neina ábyrgð á því hvernig fór. Þeir kasta steinum úr glerhýsi alla daga. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er augljóslega í þessum hópi þegar hann skrifar í nýtt tölublað Þjóðmála þeirra hægrimanna sem enn þora að þylja möntruna um einstaklings- frelsið án þess að fjalla um hugtakið ábyrgð: „Við af- sögn ríkisstjórnar Geirs H. Haarde varð að meginmáli að halda sjálfstæðismönnum frá völdum. Það verður dýrkeypt. Kostnaðurinn felst ekki aðeins í þyngri skattbyrði sam- hliða efnahagslegum samdrætti. Hann birtist jafnframt í lélegum stjórnarháttum, þar sem virðing fyrir lögum og rétti dvínar.“ Á hvaða vegg rakst Björn? Þann sama og Guðlaugur Þór Þórðarson, flokksbóðir hans, sem er nú helsti boðberi heiðarleika og ráðvendni á Alþingi. Hann heimtar gagnsæi um verkbeiðnir forsætisráðherra til Há- skóla Íslands. Vitanlega verður málið rannsakað af Ríkisendurskoðun enda stjórnarhættirnir ekki eins „lélegir“ og þeir sem framkölluðu hrunið í boði Sjálfstæðisflokksins. „Engan veit ég þingmann utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hversvegna ætli það sé? Jú, vegna mútu greiðsla sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde,“ skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, á vefsíðu sína. Njósnir í þágu valdsins Í Hádegismóum skammast enn einn brotamaðurinn sem lifir ofar lög- um í hægindum þess refsileysis sem hann, Björn og Flokkurinn skópu fyr- ir gæðinga sína. Þeirra sömu gæð- inga sem með „heimsku og spillingu“ riðu heimilum og fyrirtækjum lands- manna á slig í alvarlegustu kreppu frá því þjóðin fékk fullveldi. Þessir sömu menn hafa heldur ekki haft neinn sérstakan áhuga á lýð- ræðisumbótum, allra síst ef þær gátu tafið auðsöfnun gæðinga og komið í veg fyrir að vildarvinir fengju fylgdar- laun úr sjóðum skattborgaranna. Um þetta geta menn lesið í nýrri ævisögu Guðna Th. Jóhannessonar um Gunn- ar Thoroddsen: „Á vinnustöðum kom öflugt trúnaðarmannakerfi (Flokks- ins) einnig að gagni. Þar fylgdust sjálf- stæðismenn með spjalli félaganna um daginn og veginn og komu sjón- armiðum þeirra í stjórnmál- um á framfæri í Valhöll. Stefndi flokkurinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sérhver þeirra vera „trúverðugur og dugandi maður“.“ Umræða | 23Jólablað 22.–26. desember 2010 Sælla að gefa en þiggja Haraldur Jóhann Sæmundsson matreiðslumeistari gaf, ásamt samstarfsfélögum sínum, ógrynni af gröfnum laxi og kjöti til Samhjálpar fyrir jólin. Hver er maðurinn? „Ég heiti Haraldur Jóhann Sæmundsson og er matreiðslumaður frá Akranesi.“ Hvað heldur þér gangandi? „Góð spurning. Nú veit ég ekki hverju ég á að svara, en ætli það sé ekki vinnan og fjölskyldan. Ég á mörg frændsystkini og ég á tvö systkini sem eiga nokkur börn.“ Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambahryggurinn hennar mömmu. Season All og eldað alveg í rot. Svona gamli mátinn. Ertu í draumastarfinu? „Já, ég get ekki sagt annað. Þetta er alveg toppurinn að vera yfirmatreiðslumeistari hérna á Hótel Rangá.“ Hvað kom til að þú ákvaðst að gefa Samhjálp mat? „Strákarnir hérna í vinnunni voru að ræða um þetta, því síðustu ár hef ég verið hjá Hjálpræðishernum og eldað þar á aðfangadag. Okkur langaði að gera eitthvað meira og ákváðum að gera þetta, þar sem við erum með bestu laxá hérna við hliðina á okkur. Við ákváðum að taka helling af laxi og grafa hann. Villtan lax. Senda hann síðan til Samhjálpar ásamt kjöti og fleiru.“ Hvað eru margir sem koma að verkefninu? „Við erum fimm héðan úr Rangá sem erum í þessu. Allir kokkarnir í eldhúsinu og við fengum hjálp úr veitingasalnum. Við ákváðum bara strákarnir að gefa tíma okkar og redda hráefni og grafa og elda bara sjálfir. Það er bara gaman að gera þetta svona rétt fyrir jólin.“ Ertu búinn að vera oft hjá Hjálpræðis- hernum? „Ég er búinn að vera þar í þrjú eða fjögur ár en ég kemst ekki þetta árið, ég þarf að vinna.“ Er sælla að gefa en þiggja? „Það er mun sælla að gefa.“ „Nei, ég á börn og hef ekki tíma.“ Þorsteinn Önfjörð Kárason 38 ára, flugmaður „Nei, það er nóg að gera heima við að elda.“ Kristinn Örn Árnason 21 árs, vélstjóri „Ég hef ekki farið í messu síðan ég fermdist og fer ekki að byrja núna.“ Egill Már Snorrason 21 árs, nemi „Nei, en einu sinni fór ég í miðnæturmessu. Það var fínt.“ Sigurður Jónsson 48 ára, framkvæmdastjóri „Nei, ég er með hunda og það er erfitt.“ Svavar Snorrason 42 ára, hlöllakarl Maður dagsins Ferð þú í messu á aðfangadag? Sólstöður Nú tekur daginn að lengja, enda ekki seinna vænna. Það mátti varla heita að birti af degi á þriðjudag og lítil hjálp var í dimmrauðu tunglinu sem myrkvað var í skugga jarðar. Og skáldið mælti: „Handan við jólin bíður sólin.“ MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin „Heimskan og spillingin“ Dómstóll götunnar Kjallari Jóhann Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.