Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 29
ar og upplifa styrk samfélagsins og mannsandans. Það er á vissan hátt auðveldara að vera hér úti heldur en að vera heima og lesa um afdrif fólks eftir hamfarir og stríð þar sem manni finnst maður vera svo máttlaus gagn- vart hörmungunum. Það er þó oft erfitt að standa frammi fyrir neyðinni og vita að aldrei sé hægt að gera nóg,“ segir hún. Heldur jól í íslömsku ríki Ólöf verður í Islamabad yfir jólin og segist reglulega þurfa að minna sig á að það séu að koma jól enda sé ekki mikið skreytt í hinu íslamska ríki. „Ég er svo heppin að hér er kona sem heitir Hrafnhildur sem vinnur fyrir Rauða krossinn. Við ætlum að fara á eina jólaskreytta hótelið á aðfanga- dagskvöld og borða góðan mat og skiptast á gjöfum. Svo munum við vinnufélagarnir sem töpuðum hlut- kestinu um jólafríið hittast saman á jóladag og gera okkur glaðan dag,“ segir hún. Ekki fyrstu jólin að heiman Þegar Ólöf er spurð um hvernig það sé að vera langt frá fjölskyldu og vin- um yfir hátíðirnar segir hún fyrst hafa fundið fyrir heimþrá nú í vik- unni. „Það kom mér þó frekar mik- ið á óvart þar sem ég hef alltaf getað skilið Ísland eftir við flugtak frá Kefla- vík og verið svo ávallt jafn undurglöð að sjá það við lendingu, án þess að þjást af heimþrá í millitíðinni,“ bætir hún við. Þetta eru þó ekki fyrstu jólin hennar að heiman því hún hefur eytt hátíðunum á Filippseyjum, Fidjí- eyjum, í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Hún segir það sérstakt að fá að upp- lifa jólin annars staðar en á Íslandi og að kynnast nýjum hefðum. Finnur ekki töfrateppi Ólöf segist vera mikið jólabarn og þykir fátt skemmtilegra en smáköku- bakstur, jólagjafakaup á Laugaveg- inum á Þorláksmessu og að drekka malt og appelsín í lítravís. „Ég hef leitað dyrum og dyngjum að töfrat- eppi á mörkuðunum í Islamabad til þess að geta komið mér heim í faðm ammanna minna, fjölskyldu og vina rétt yfir Þorláksmessu og aðfanga- dag, en þau virðast vel falin hér í borg. En þó jólin þýði einna helst samverustundir með fjölskyldu og vinum fyrir mér, þá fagna ég því að fá að kynnast nýju jólaumhverfi, fá að taka þátt í jólahefðum samstarfs- félaganna sem koma hvaðanæva að úr heiminum, Laos, Nýja-Sjálandi og Eþíópíu svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað afskaplega fallegt við það að eiga jól með hópi „munaðarlausra“ á fjarlægum stöðum,“ segir hún að lok- um. Úttekt | 29Jólablað 22.–26. desember 2010 Upplifa styrk mannsandans Lóa Magnúsdóttir Starfar á vegum Íslensku friðargæslunnar á flóðasvæðunum í Pakistan. Sveinn Guðmarsson Ásamt jemenskum stúlkum. Úganda Íslendingar í skötuveislu á Þorláksmessu 2005 í Úganda. hverfisgata 10 sími 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 jól hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum. gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ. alla daga fram að jólum. borðapantanir í síma 5800 101. Lilja Dóra (t.h.) Með finnskri vinkonu sinni á aðfangadagskvöld í Úganda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.