Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 29
ar og upplifa styrk samfélagsins og mannsandans. Það er á vissan hátt auðveldara að vera hér úti heldur en að vera heima og lesa um afdrif fólks eftir hamfarir og stríð þar sem manni finnst maður vera svo máttlaus gagn- vart hörmungunum. Það er þó oft erfitt að standa frammi fyrir neyðinni og vita að aldrei sé hægt að gera nóg,“ segir hún. Heldur jól í íslömsku ríki Ólöf verður í Islamabad yfir jólin og segist reglulega þurfa að minna sig á að það séu að koma jól enda sé ekki mikið skreytt í hinu íslamska ríki. „Ég er svo heppin að hér er kona sem heitir Hrafnhildur sem vinnur fyrir Rauða krossinn. Við ætlum að fara á eina jólaskreytta hótelið á aðfanga- dagskvöld og borða góðan mat og skiptast á gjöfum. Svo munum við vinnufélagarnir sem töpuðum hlut- kestinu um jólafríið hittast saman á jóladag og gera okkur glaðan dag,“ segir hún. Ekki fyrstu jólin að heiman Þegar Ólöf er spurð um hvernig það sé að vera langt frá fjölskyldu og vin- um yfir hátíðirnar segir hún fyrst hafa fundið fyrir heimþrá nú í vik- unni. „Það kom mér þó frekar mik- ið á óvart þar sem ég hef alltaf getað skilið Ísland eftir við flugtak frá Kefla- vík og verið svo ávallt jafn undurglöð að sjá það við lendingu, án þess að þjást af heimþrá í millitíðinni,“ bætir hún við. Þetta eru þó ekki fyrstu jólin hennar að heiman því hún hefur eytt hátíðunum á Filippseyjum, Fidjí- eyjum, í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Hún segir það sérstakt að fá að upp- lifa jólin annars staðar en á Íslandi og að kynnast nýjum hefðum. Finnur ekki töfrateppi Ólöf segist vera mikið jólabarn og þykir fátt skemmtilegra en smáköku- bakstur, jólagjafakaup á Laugaveg- inum á Þorláksmessu og að drekka malt og appelsín í lítravís. „Ég hef leitað dyrum og dyngjum að töfrat- eppi á mörkuðunum í Islamabad til þess að geta komið mér heim í faðm ammanna minna, fjölskyldu og vina rétt yfir Þorláksmessu og aðfanga- dag, en þau virðast vel falin hér í borg. En þó jólin þýði einna helst samverustundir með fjölskyldu og vinum fyrir mér, þá fagna ég því að fá að kynnast nýju jólaumhverfi, fá að taka þátt í jólahefðum samstarfs- félaganna sem koma hvaðanæva að úr heiminum, Laos, Nýja-Sjálandi og Eþíópíu svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað afskaplega fallegt við það að eiga jól með hópi „munaðarlausra“ á fjarlægum stöðum,“ segir hún að lok- um. Úttekt | 29Jólablað 22.–26. desember 2010 Upplifa styrk mannsandans Lóa Magnúsdóttir Starfar á vegum Íslensku friðargæslunnar á flóðasvæðunum í Pakistan. Sveinn Guðmarsson Ásamt jemenskum stúlkum. Úganda Íslendingar í skötuveislu á Þorláksmessu 2005 í Úganda. hverfisgata 10 sími 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 jól hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum. gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ. alla daga fram að jólum. borðapantanir í síma 5800 101. Lilja Dóra (t.h.) Með finnskri vinkonu sinni á aðfangadagskvöld í Úganda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.