Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 30
30 | Jólin 22.–26. desember 2010 Jólablað Bestu jólin Æskujólin eru dýrmæt minning í huga flestra. DV fékk þekkta Íslendinga til að rifja upp jól bernskunnar. Öllum bar saman um að hátíð- leikinn og samveran með sínum nánustu væri aðalatriði. Þó voru skór í glugga, myndadagatöl, fótstiginn hestur, bangsamamma sem ryksugar, grallaraleg undirskrift á jólakort, vondar loftkökur og vondar minningar um englahár meðal þess sem bar á góma. „Það sem ég minnist helst er sam- veran með stórfjölskyldunum, bæði mömmu- og pabba megin, meðan við bjuggum á Húsavík þar til ég varð 10 ára gömul,“ segir Linda Pétursdótt- ir, eigandi Baðhússins. „Það var hefð að systkini móður minnar og börn þeirra komu alltaf saman í byrjun desember hjá afa og ömmu á Laugarbrekkunni og skáru út í og steiktu laufabrauð. Það var allt- af voða gaman og amma hitaði kakó handa okkur krökkunum. Á jóladag lá leiðin í Skálabrekku til föðurfjöl- skyldunnar, en pabbi var einn af tíu bræðrum, þannig að hús ömmu og afa var algjörlega stappað af börnum og fullorðnum á jóladag. Hangikjöt var á boðstólum og svo fór amma allt- af með allan krakkahópinn inn í her- bergi og sagði okkur sögur, ein mjög minnisstæð var af honum Smjörbita, sem aðeins amma Ragna kunni.“ Linda segir að heima hjá foreldr- um hennar hafi alltaf verið hamborg- arhryggur.  „Það var oft erfitt að bíða eftir að allir kláruðu að borða því eft- irvæntingin eftir að taka upp pakkana var ansi mikil. Það er í raun engin ein jólagjöf sem stendur upp úr meira en önnur, heldur miklu frekar tíminn með mínum nánustu.  Sú hefð hef- ur skapast þegar við systkinin höfum öll verið heima hjá foreldrum okk- ar, að eftir að pakkar hafa verið opn- aðir förum við í náttfötin, fáum fullt af konfekti og heimalöguðum ís hjá mömmu og það sem eftir er kvölds förum við í Trivial.  Að sjálfsögðu vinn ég bræður mína alltaf, enda mun bet- ur gefin en þeir. Þeir eru sjálfsagt ekki sammála mér,“ segir Linda og hlær. „Ég er mjög mikið jólabarn og hef alltaf verið.  Við systkinin erum öll fædd í desember þannig að þetta er stór mánuður hjá familíunni.  Það er því yndislegt að fá að upplifa tilhlökk- un og gleði jólanna í gegnum fimm ára gamla dóttur mína. Ég held í viss- ar hefðir en skapa einnig okkar eigin. Ég geri ráð fyrir að vera með kalkún á mínu heimili á aðfangadag, en að öðru leyti verður jólunum varið sem mest heima, í náttfötum, með góð- an mat og vonandi bækur. Þær eru ætíð efst á mínum óskalista. Einnig er stefnan tekin á messu um hátíðirnar, en það er alltaf svo gott og hátíðlegt að fara í kirkju um jólin.“ edda@dv.is Ragnhildur Gísladóttir söngkona ólst upp með fjölskyldu sinni, móður, föður og bróður, í Arnar- holti á Kjalarnesi þar sem pabbi hennar var forstöðumaður. Hún minnist þess með gleði að jólin byrjuðu alltaf klukkan fjögur á að- fangadag með messu á vistheimil- inu. „Það fannst mér alveg frábært,“ segir Ragga. „Pabbi var organisti í Brautarholtskirkju, en við athöfn- ina á vistheimilinu var aðallega spilað og sungið. Þetta stytti dag- inn, maður var puntaður og fínn strax klukkan fjögur og þarna byrj- uðu jólin. Mér fannst mikið stuð að vera með vistmönnunum meðan þeir tóku upp sínar gjafir.“ Ragga segir að síðan hafi fjöl- skyldan farið heim og „jólast“ þar, en þá átti enn eftir að fara til afa og ömmu á Kjalarnesið. „Við fórum í bomsurnar, ösluðum skaflana út í bíl og héldum sem leið lá til ömmu og afa, þar sem við tókum upp fleiri pakka,“ segir Ragga og hlær. Hún segist einhverra hluta vegna oft hafa fengið skrítnar jólagjafir. „Þetta voru svona alls konar leik- föng, rafknúin eða gengu fyrir batt- eríum. Ég á sum þessara leikfanga enn sem virka. Bangsamamma er til dæmis í miklu uppáhaldi, en hún ryksugar fram og til baka og það blikka ljós í ryksugunni.“ Ragga segist ekki hafa haldið fast í matarhefðir á aðfangadag. „Ég lærði hjá mömmu að vera með smá tilraunaeldhús á aðfangadag. Ég er rosalegt jólabarn, tónlistin skipar stóran sess og þá er ég að tala um gömlu Gufuna, þetta frið- samlega og ofurhátíðlega. Ég fór alltaf með pabba þegar hann spil- aði í kirkjunni á jóladag og heima hlustuðum við á Maheliu Jackson og Bach. Ég vildi hafa þetta svona glæsilegt og fullt af andagift og það hefur ekkert breyst. Þetta er tónlist sem er endurnærandi fyrir andann og hreinsandi fyrir sálina.“ Ragga segist hafa ofboðslega gaman af jólagjöfum, ekki síst að kaupa gjafir handa fjölskyldu og vinum. „Ég reyni að velja vel fyr- ir hvern og einn og mér finnst líka rosalega gaman að fá gjafir. Mér finnst bara allar jólagjafir frábærar, skreytt kort og allt þetta skemmti- lega dúllerí í kringum hátíðina,“ segir hún og skellir upp úr. Ragga hlakkar til jólanna í ár eins og alltaf, en jólahaldið byrjar hjá henni í Dómkirkjunni klukk- an sex. „Það er liðin tíð að jólin byrji fjögur á aðfangadag, en þegar Dómkirkjuklukkurnar hringja jólin inn er komin heilög hátíð.“ edda@dv.is Hermann Gunnarsson er sannkall- aður jólastrákur sem minnist bernsk- ujólanna með gleði. „Ég ólst upp á Bárugötunni þar sem afi átti þriggja hæða hús og þar bjuggu synir hans ásamt konum og börnum. Við bjugg- um í kjallaranum, pabbi, mamma, systir mín og ég.“ Hemma fannst allt spennandi sem tengdist jólunum og minnist þess sérstaklega þegar pabbi hans kom heim með kassa af appelsínum og eplum. „Ilmurinn,“ segir hann og verður dreyminn í röddinni, „þetta var hin eina sanna jólalykt. Fjöl- skyldurnar í þessu stóra húsi afa á Bárugötunni nutu svo aðfangadags- kvöldsins meira og minna saman.“ Jólagjafir voru að sjálfsögðu stór hluti af spenningi jólanna og þar kemur fótstiginn hestur sterkur inn. „Pabbi átti systur sem var gift Bandaríkjamanni og hún gaf mér þessa frábæru jólagjöf, sem var fót- stiginn hestur. Það var ekki leiðinlegt að þeysa um Bárugötuna á svaka- lega flottum fáki frá Ameríku. Svo toppaði hún þetta algjörlega þeg- ar hún gaf mér Týróla-leðurbuxur, svona smekkbuxur sem ég var mjög sperrtur í til að byrja með. Glansinn fór hins vegar af buxunum þegar ég fékk viðurnefnið Hemmi klemmi leðurbrók,“ segir stuðboltinn og skellihlær. Hann segir jóladaginn líka allt- af hafa verið óhemjuskemmtileg- an. „Mér fannst ægilega spennandi að fara til afa og ömmu á Njálsgöt- unni. Þar safnaðist saman stórfjöl- skyldan í móðurætt og amma töfr- aði fram ótrúlegustu kræsingar. Við krakkarnir vorum svo mörg að stuðið var allsráðandi og fjörið á róluvellin- um við Austurbæjarbíó var engu líkt. Þetta voru ljúfir dagar,“ segir Hemmi, sem nú er kominn vestur á firði til að halda annars konar jól. Í ár ætlar hann að njóta hátíðarinnar í skjóli vestfirskra fjalla þar sem allt andar friði og ró. Lindu Pétursdóttir athafnakona: Tíminn með mínum nánustu mikilvægastur Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona: Puntuð og fín klukkan fjögur Hemmi Gunn skemmtikraftur: Fótstiginn hestur frá Ameríku sló allt út Ragnhildur Elskar að gefa jólagjafir - og líka að þiggja. Bangsamamma Ragga fékk oft skrítnar gjafir og sumar á hún enn eins og þessa sem heitir Bangsamamma. Týrólabuxur Hemmi fékk viðurnefnið Hemmi klemmi leðurbrók þegar hann fékk Týrólabuxurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.