Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 33
Viðtal | 33Jólablað 22.–26. desember 2010 sem voru duglegir að fara upp í pontu og halda 9–15 sekúndna eldræður sem höfðu oftast yfir- skriftina: Þetta er hneyksli! Þetta er ákveðin gerð mælskulistar en þessar ræður eru sérstaklega mótaðar fyrir fjölmiðla. Þessar eldræður rata í sjónvarpið og fréttirnar og það eru vonbrigði fyrir mig að upplifa hvernig stjórnmálum eru gerð skil í fjölmiðlum. Umræðan eru stundum á lágu plani og ég trúi því að ef hægt sé að lyfta henni hærra þá lyftist þjóðfélagið með.“ Gæti hugsað sér að gera margt annað Aðspurð um framtíðina segist Katrín eiga sér margar hugmyndir um hana og ekki hafa útilok- að neitt. „Ég er ekkert viss um að stjórnmál séu ævistarf mitt. Ég hef aldrei verið góð í því að taka endanleg- ar ákvarðanir og stefndi ekki endi- lega beint þessa straujuðu leið í átt- ina að atvinnupólitíkusnum. Það sem ég segi núna hljómar kannski eins og smá þversögn enda hef ég átt nokkuð þéttan og skjótan feril og fólk hefur bent mér á það og spurt mig hvað ég sé að rugla. Það er rétt, ég var fyrst formaður nemenda- félags, ég tók þátt í stúdentapóli tík og sat í háskólaráði og Stúdentaráði, varð formaður Ungra vinstri grænna og svo varaformaður Vinstri grænna og nú ráðherra. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég á erfitt með að útiloka eitthvað eitt. Þegar ég var í námi tóku vin- ir mínir glöggt eftir þessu og sögðu við mig: Þú stefnir alltaf í nýjar átt- ir. Það er svolítið lýsandi. Það má gera marga hluti og mér finnst ekki spennandi að gera pólitík að ævi- starfi. Ég á alltaf eftir að hafa áhuga á stjórnmálum og skoðanir á þjóð- málum en það er ekki víst að ég sinni því með því að sitja á Alþingi. Það heillar mig til dæmis að skoða samfélagið í gegnum fræðistörf og svo fannst mér alltaf geysilega gaman að kenna. Hins vegar veit enginn sína ævina fyrr en öll er og kannski enda ég með því að vera stjórnmálamað- ur alla ævi, hver veit?“ Öfugsnúin verkefni Verkefni Katrínar hafa verið óvenjuþung þann tíma sem hún hefur verið ráðherra og oft finnast henni þau öfugsnúin. Hún segist ekki alltaf hlakka til að fara í vinnuna. „Stundum hlakka ég til að fara í vinnuna en stundum alls ekki. Það hefur verið mikið ólag á mörgu í samfélaginu frá 2008. Í skólunum er meira álag en nokkru sinni fyrr og það gildir líka um stjórnsýsluna og samfélagið allt. Þá eru mörg verkefni sem eru leiðinleg og öfugsnúið fyrir mig að sinna vegna þess að ég hef metnað til þess að veita meiri fjármunum í menntamálin frekar en að skera niður. Það fer gríðarleg orka í að slökkva elda og klára mál en við höfum samt líka horft til lengri tíma og þannig unnið drög að menningarstefnu til fram- tíðar og unnið að aðalnámskrá þar sem á til dæmis að skerpa á lýðræðismenntun, skapandi starfi og menntun til sjálfbærni. Svo erum við að skoða að siðfræði og heimspeki verði hluti af almennu námi í grunnskóla. Ég vil sjá að það verði hluti af námi fyrir öll börn hér á landi. Þetta eru jákvæðir þættir starfsins og þeir gefa mér meðbyr. Ég fæ svo auðvitað að fylgjast með menningarlífinu sem blómstrar þrátt fyrir allt.“ Menningin hrundi ekki Katrín segist halda að þjóðin hafi lært ýmsar dýr- mætar lexíur við hrunið, meðal annars þá að vanmeta aldrei gildi menningar enda sé hún það sem gefi þjóðinni gildi. „Þjóðir eru dæmdar af menningu sinni, fremur en verslun, hernaðar- afrekum og efnahagslegum afrekum. Menningin hrundi ekki og skapandi greinar halda ótrúlega vel sjó þrátt fyrir slakt atvinnuástand. Auðvitað hefur það verið svolítið landlægt á Íslandi að listir séu dútl og bull sem sé hægt að sinna meðfram starfi en það er held ég að breytast. Þetta kemur alltaf upp þegar listamannalaun eru rædd og síðast þeg- ar þeim var fjölgað vildi ég ekki trúa því hversu nei- kvætt fólk er enn gagnvart því að fjárfesta í menn- ingu. Fólk setur þetta ekki í samhengi. Langmest af því sem gert er í menningu er einkaframtak en er byggt á grunni sem þarf að leggja rækt við, meðal annars framlögum hins opinbera til listmenntun- ar, til listasjóða og listastofnana. Fólk vill jú fá allar þessar bækur sem koma út um jólin og hugleiðir það lítið hvernig menn- ing verður til.“ Fær jólamartröð Langur vinnudagur á Alþingi sem teygist stundum langt fram á kvöld breytir því ekki að Katrín og Gunn- ar Sigvaldason eiginmaður hennar eru foreldrar tveggja ungra drengja og þriðja barnið er á leiðinni. Skyldi vera einhver jólaundirbúningur á heimilinu og sitja heimilisstörfin á hakanum í öllu þessu harki? „Ég held upp á jólin þannig að einhvern tímann um mitt haustið dreymir mig draum sem felst í því að upp rennur aðfangadagur og ég fer í stresskasti í 10-11 og kaupi lyklakippur í jólagjafir. Það er mik- ið búið að gera grín að mér fyrir þessa árlegu jólamartröð mína og það mætti halda að hún ræki mig til að sinna jólaundirbúningi af kappi en þannig er það ekki. Jólin koma án þess að við keppumst við í undirbúningi og ég held almennt að fólk stressi sig of mikið og kosti of miklu til. Við Gunnar setjum upp aðventukrans og ég bý til konfekt. Við bökum ekki smákökur en búum hins vegar til eplaköku sem við höldum mikið upp á. Ég eyði tíma með fjölskyldu minni um jólin, við fáum mömmu í mat og við lesum og horfum á sjónvarpið. Ég hef sjaldnast þörf fyrir að gera eitt- hvað sérstakt eða fara eitthvert og finnst ég heppin ef við náum saman góðu spilakvöldi.“ Féll fyrir hugsjónaeldi „Við erum gift, svona í borgaralegu samhengi,“ segir Katrín og hlær. En hjónin Katrín og Gunnar kynntust í gegnum sameiginlegan vin þeirra sem gekk með Katrínu í Háskóla Íslands. Það var ekki ást við fyrstu sýn þar sem þau sáust fyrst á kaffi- stofunni í Árnagarði en Katrín féll samt fyrir hug- sjónum Gunnars. „Hann var ólíkur öllum öðrum sem ég hafði kynnst, hann hafði hugsjónir um réttindi dýra og var sjálfur grænmetisæta og mikill umhverfissinni. Frá því ég hitti hann fyrst fannst mér hann afar áhugaverður. Svo var það ekki fyrr en seinna að við kynntumst betur og ástin kvikn- aði.“ Katrín og Gunnar giftu sig svo við skemmti- lega athöfn fyrir tveimur árum og þá athöfn segir Katrín hafa verið eina af bestu stundum lífs síns. „Fæðingar barna minna eru auðvitað líka stærstu stundir mínar. Fæðing Jakobs var heldur erfið. Höfuð hans sneri öfugt, hann var í svokallaðri framhöfuðsstellingu svo fæðingin dróst og var erf- ið. Hún endaði í keisaraskurði. Ég var hálfskelkuð eftir þá upplifun en Illugi kom réttu leiðina og ég vona að næsta barn geri það líka. Ég er þó alla vega búin að prófa báðar leiðir.“ Hún segist ekki vita hvort barnið er stúlka eða drengur. „Ég hlakka til að sjá hvort verður og vil alls ekki fá að vita kynið.“ Eldsneyti að vera með börnunum Fjölskyldustundirnar eru Katrínu dýrmætar og þó að starfinu fylgi miklar annir eru hjónin útsjónar- söm við að ná tíma saman. „Þeir eru fyrst núna, strákarnir, að verða slark- færir svo við getum tekið þá með okkur á alls kyns viðburði. En það sem mínum börnum finnst hins vegar skemmtilegast eru þessir einföldu hlutir, svo sem að fara á róluvelli eða í göngutúr. Það þykir þeim bara vera alveg frábært. Mér finnst mikilvægt að fá andrými og svig- rúm þegar við erum saman og þess vegna höfum við enga þörf fyrir einhverja dagskrá öllum stund- um. Okkur finnst gaman að vera fjölskylda og það er algert eldsneyti að vera með börnum sínum. Ég hefði aldrei haldið að það væri svona skemmtilegt að vera foreldri. Ég hafði áður haldið að það væri ofmetið hlutverk að vera foreldri og var ekki viss um að mig langaði til að eignast börn en síðan eft- ir að ég varð móðir er ég auðvitað sjálf algjörlega upptekin af þessu skemmtilega hlutverki og hef gengið í gegnum miklar persónubreytingar vegna þessa.“ Rótgróinn Reykvíkingur Katrín er alin upp í Álfheimunum og bjó þar þang- að til hún flutti að heiman. „Ég er rótgróinn Reyk- víkingur. Nú bý ég í Vesturbænum og gæti ómögu- lega slitið mig frá þeim stað. Um leið og ég er komin á nýjan stað er erfitt að fá mig til að færa mig um set. Ég er rosalega leiðinleg manneskja að því leyti að ég festi rætur á þeim stað sem ég er. Kannski er það vegna þess að ég átti barnæskuna alla á sama stað. Ég fór í leikskólann Holtaborg, gekk svo í Langholtsskóla og síðar í Menntaskól- ann við Sund, ég vann meira að segja fyrir mér með því að bera út póst í hverfið svo þetta er alger- lega mitt nærumhverfi.“ Faðir Katrínar hét Jakob Ármannsson og var bankamaður. Móðir hennar heitir Signý Thor- oddsen og starfaði áður sem sálfræðingur. Móð- ir Katrínar býr enn á æskuheimili hennar þangað sem hún heimsækir hana oft með ömmustrák- ana, þann eldri, Jakob sem var nefndur eftir föð- ur hennar heitnum og þann yngri, Illuga. Bræð- ur Katrínar eru tvíburarnir Ármann og Sverrir Jakobssynir, þeir eru þekktir fyrir skörp skrif um Langar að eiga tíma með fjölskyldunni „Ég held upp á jólin þannig að ein- hvern tímann um mitt haustið dreymir mig draum sem felst í því að upp rennur aðfangadagur og ég fer í stresskasti í 10-11 og kaupi lyklakippur í jóla- gjafir. Framhald á næstu síðu Gæðastundir með fjölskyldunni Fjölskyldustundirnar eru Katrínu dýr- mætar og þrátt fyrir að starfinu fylgi miklar annir eru hjónin útsjónarsöm við að gera samvistir að gæðastundum. „Það sem mínum börnum finnst hins vegar skemmtilegast eru þessir einföldu hlutir, svo sem að fara á róluvelli eða í göngutúr. Það þykir þeim bara vera alveg frábært.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.