Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 43
Jólablað 22.–26. desember 2010 Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Skrýtið 43
R
úmlega fjörutíu ára gamlar ljós-
myndir af Niagara-fossunum á
landamærum Bandaríkjanna
og Kanada komu í leitirnar um
daginn. Það sem er óvenjulegt við þess-
ar myndir er að þær sýna þurran klett þar
sem fossarnir miklu – eitt frægasta nátt-
úruundur Norður-Ameríku – steypast
alla jafna niður. Í júní 1969 breyttu verk-
fræðingar á vegum Bandaríkjahers stefnu
Niagara-fljótsins um nokkurra mánaða
skeið sem skrúfaði fyrir rennsli vatnsins
þar sem fossarnir eru Bandaríkjamegin.
Glataðar myndir komnar í leitirnar
„Myndir af einhverri grjóthrúgu, einhverj-
um ómerkilegum klettum,“ myndu margir
eflaust segja ef þeir sæju myndirnar sem
hér fylgja. Myndirnar komu ekki í leitirn-
ar fyrr en á þessu ári þegar Russ Glasson
fann þær í skókassa í bílskúrnum heima
hjá tengdaforeldrum sínum í Connecti-
cut-fylki í Bandaríkjunum.
„Tengdaforeldrar mínir tóku þessar
ljósmyndir árið 1969, einhvern tímann á
þeim sex mánuðum frá júní til nóvember
sem herinn vann að endurbótum á Nia-
gara-fossunum,“ sagði Glasson við frétta-
menn.
Herinn fenginn til að laga fossinn
En hvers vegna var skrúfað fyrir fossana?
Jú, tvær grjótskriður höfðu árin 1931 og
1954 valdið mikilli grjótsöfnun við Nia-
gara-fossana. Árið 1965 fullyrti staðar-
blaðið Niagara Falls Gazette að vatnið
myndi hætta að renna um fossana, sem
myndi þýða endalok þeirra, ef grjótið
í botninum yrði ekki fjarlægt. Fjórum
árum síðar voru verkfræðingar á vegum
Bandaríkjahers ráðnir til þess að skrúfa
fyrir fossana til að hreinsa árfarveginn
og fjarlægja grjót úr botni þeirra.
Fyrsta hléið í 12 þúsund ár
Til þess að takast það þurfti herinn að
byggja um 200 metra breiða stíflu yfir Nia-
gara-fljótið, sem þýddi að þeir 250 þús-
und lítrar sem flæða á hverri sekúndu
voru látnir flæða yfir til Horseshoe-foss-
anna, sem falla alfarið innan landamæra
Kanada. Stíflan var gerð úr 30 þúsund
tonnum af grjóti og 12. júní árið 1969 var
skrúfað fyrir þennan hluta Niagara-foss-
anna – sem höfðu runnið án hlés í yfir tólf
þúsund ár.
Á næsta hálfa árinu færðu verkfræð-
ingarnir grjót úr botni fossanna og gerðu
ýmsar jarðfræðilegar athuganir á svæð-
inu. Fossarnir voru látnir renna aftur hinn
25. nóvember en um 3.000 manns fylgd-
ust með því.
„Hinn 12. júní árið 1969 var
skrúfað fyrir þennan hluta
Nia gara-fossanna – sem höfðu runn-
ið án hlés í yfir tólf þúsund ár.
Bandarískir verkfræðingar á vegum hersins skrúfuðu árið 1969 fyrir rennsli Niagara-fossanna til að geta fært grjót í burtu sem hafði
safnast saman á botni þeirra. Hluti fossanna var þurr í um hálft ár. Ljósmyndir sem komu nýlega í leitirnar sýna hvernig fossarnir
litu út á meðan.
Skrúfuðu fyrir
Niagara-fossana
Eyðilegt Það er drungalegt að sjá fossana þurra, en þeir eru taldir hafa runnið án hlés í um tólf þúsund ár áður en verkfræðingarnir stöðvuðu rennslið.
Framkvæmdir Verkfræðingarnir gerðu athuganir á árfarveginum. MYNDIR RUSS GLASSON
Þá og nú Skrúfað var fyrir The American Falls, hinn bandaríska hluta Niagara-fossanna, árið 1969. Til samanburðar er nýleg mynd sem sýnir hversu myndarleg sprænan er allajafna.
Kraftur Berlega má sjá fingraför mikilla krafta
beljandi vatnsflaumsins á berginu.