Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 43
Jólablað 22.–26. desember 2010 Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Skrýtið 43 R úmlega fjörutíu ára gamlar ljós- myndir af Niagara-fossunum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada komu í leitirnar um daginn. Það sem er óvenjulegt við þess- ar myndir er að þær sýna þurran klett þar sem fossarnir miklu – eitt frægasta nátt- úruundur Norður-Ameríku – steypast alla jafna niður. Í júní 1969 breyttu verk- fræðingar á vegum Bandaríkjahers stefnu Niagara-fljótsins um nokkurra mánaða skeið sem skrúfaði fyrir rennsli vatnsins þar sem fossarnir eru Bandaríkjamegin. Glataðar myndir komnar í leitirnar „Myndir af einhverri grjóthrúgu, einhverj- um ómerkilegum klettum,“ myndu margir eflaust segja ef þeir sæju myndirnar sem hér fylgja. Myndirnar komu ekki í leitirn- ar fyrr en á þessu ári þegar Russ Glasson fann þær í skókassa í bílskúrnum heima hjá tengdaforeldrum sínum í Connecti- cut-fylki í Bandaríkjunum. „Tengdaforeldrar mínir tóku þessar ljósmyndir árið 1969, einhvern tímann á þeim sex mánuðum frá júní til nóvember sem herinn vann að endurbótum á Nia- gara-fossunum,“ sagði Glasson við frétta- menn. Herinn fenginn til að laga fossinn En hvers vegna var skrúfað fyrir fossana? Jú, tvær grjótskriður höfðu árin 1931 og 1954 valdið mikilli grjótsöfnun við Nia- gara-fossana. Árið 1965 fullyrti staðar- blaðið Niagara Falls Gazette að vatnið myndi hætta að renna um fossana, sem myndi þýða endalok þeirra, ef grjótið í botninum yrði ekki fjarlægt. Fjórum árum síðar voru verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers ráðnir til þess að skrúfa fyrir fossana til að hreinsa árfarveginn og fjarlægja grjót úr botni þeirra. Fyrsta hléið í 12 þúsund ár Til þess að takast það þurfti herinn að byggja um 200 metra breiða stíflu yfir Nia- gara-fljótið, sem þýddi að þeir 250 þús- und lítrar sem flæða á hverri sekúndu voru látnir flæða yfir til Horseshoe-foss- anna, sem falla alfarið innan landamæra Kanada. Stíflan var gerð úr 30 þúsund tonnum af grjóti og 12. júní árið 1969 var skrúfað fyrir þennan hluta Niagara-foss- anna – sem höfðu runnið án hlés í yfir tólf þúsund ár. Á næsta hálfa árinu færðu verkfræð- ingarnir grjót úr botni fossanna og gerðu ýmsar jarðfræðilegar athuganir á svæð- inu. Fossarnir voru látnir renna aftur hinn 25. nóvember en um 3.000 manns fylgd- ust með því. „Hinn 12. júní árið 1969 var skrúfað fyrir þennan hluta Nia gara-fossanna – sem höfðu runn- ið án hlés í yfir tólf þúsund ár. Bandarískir verkfræðingar á vegum hersins skrúfuðu árið 1969 fyrir rennsli Niagara-fossanna til að geta fært grjót í burtu sem hafði safnast saman á botni þeirra. Hluti fossanna var þurr í um hálft ár. Ljósmyndir sem komu nýlega í leitirnar sýna hvernig fossarnir litu út á meðan. Skrúfuðu fyrir Niagara-fossana Eyðilegt Það er drungalegt að sjá fossana þurra, en þeir eru taldir hafa runnið án hlés í um tólf þúsund ár áður en verkfræðingarnir stöðvuðu rennslið. Framkvæmdir Verkfræðingarnir gerðu athuganir á árfarveginum. MYNDIR RUSS GLASSON Þá og nú Skrúfað var fyrir The American Falls, hinn bandaríska hluta Niagara-fossanna, árið 1969. Til samanburðar er nýleg mynd sem sýnir hversu myndarleg sprænan er allajafna. Kraftur Berlega má sjá fingraför mikilla krafta beljandi vatnsflaumsins á berginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.