Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 9
Fréttir | 9Helgarblað 28.–30. janúar 2011 „Þetta var svikamylla“„Ég hef átt margar andvökunætur út af þessu; mér finnst ég hafa verið blekktur. Útgerðir töpuðu miklu Margar íslenskar útgerðir fóru flatt á afleiðusamningum sem gerðir voru við viðskipta- bankana. Einhverjar þeirra íhuga nú að leita réttar síns gagnvart bönkunum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd sigtryggur ari fjölmörgu viðskiptavini bankans sem tekið höfðu stöðu með krónunni á þeim forsendum að verðgildi henn- ar myndi haldast með þessum hætti. Þannig hafði Samson aðra hagsmuni en þeir lántakendur Landsbankans sem höfðu fjármagnað sig með er- lendum lánum, oft á tíðum vegna ráðlegginga starfsmanna Lands- bankans. Þessa hugmynd má yfirfæra yfir á þá viðskiptavini Landsbankans, meðal annars útgerðarfyrirtæki, sem gerðu samninga við bankann sem byggðu á því að krónan myndi haldast sterk og byggðu þetta mat sitt á ráðleggingum frá starfsmönn- um Landsbankans. innheimta skuldanna Málsóknir útgerðarfyrirtækjanna á hendur Landsbankanum byggja auðvitað á þeirri forsendu að skuldirnar vegna afleiðusamning- anna verði innheimtar. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að Landsbankinn hafi í einhverjum tilfellum hvorki innheimt skuldirn- ar né rætt við skuldarana um upp- gjör þeirra. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, segir hins vegar í svari sínu við fyrirspurn DV að til standi að innheimta allar kröfur vegna af- leiðusamninganna. „Allar kröf- ur bankans á hendur fyrrum við- skiptavinum eru innheimtar, þar á meðal afleiðukröfur. Bankinn hef- ur þegar innheimt háar fjárhæð- ir vegna afleiðusamninga og í nú- verandi áætlun um verðmæti eigna bankans er gert ráð fyrir að rúm- ir 19 milljarðar króna til viðbótar muni innheimtast vegna afleiðu- krafna.“ Deilur um innheimtur á afleiðusamningunum munu því væntanlega enda fyrir dómi. Hæstiréttur vísar máli tveggja karlmanna aftur til héraðsdóms: Flugvallarhlauparar aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hauki Hilmarssyni og Jason Thomas Slader og sendi málið aftur í hérað. Þar var Haukur dæmdur til 60 daga fangelsis- vistar en Jason Thomas hlaut 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Haukur og Jason voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að raska öryggi flugvéla þegar þeir, í júlí 2008, hlupu inn á akbraut fyrir flugvélar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að flogið yrði með hælisleitandann Paul Ramses úr landi í flóttamannabúðir á Ítalíu. Fyrir Hæstarétti byggðu verj- endur Hauks og Jasons á því að vörn þeirra í málinu hefði orðið áfátt vegna meðferðar málsins í héraði eftir að forsendur breyttust við meðferð þess fyrir héraðsdómi. Á það féllst Hæsti- réttur og sagði að veita skyldi þeim Hauki og Jason tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína miðað við breytt- an lagagrundvöll málsins. Samkvæmt ákæru var tvímenning- unum gefið að sök að hafa klifrað yfir girðingu til að komast inn á flugvall- arsvæðið, hlaupa þar mörg hundruð metra innan svæðisins og inn á flug- brautina „Charlie“ og þar með raska flugumferð og öryggi loftfara, en á flugvallarsvæðinu voru flugvélar á leið í áætlunarflug. Stöðva varð flug- umferð þar til mennirnir voru hand- samaðir. Við meðferð málsins í héraði kom hins vegar í ljós að „Charlie“ mun ekki vera flugbraut heldur akbraut fyr- ir flugvélar og við það breyttust for- sendur málsins. hanna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.