Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 9
Fréttir | 9Helgarblað 28.–30. janúar 2011 „Þetta var svikamylla“„Ég hef átt margar andvökunætur út af þessu; mér finnst ég hafa verið blekktur. Útgerðir töpuðu miklu Margar íslenskar útgerðir fóru flatt á afleiðusamningum sem gerðir voru við viðskipta- bankana. Einhverjar þeirra íhuga nú að leita réttar síns gagnvart bönkunum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd sigtryggur ari fjölmörgu viðskiptavini bankans sem tekið höfðu stöðu með krónunni á þeim forsendum að verðgildi henn- ar myndi haldast með þessum hætti. Þannig hafði Samson aðra hagsmuni en þeir lántakendur Landsbankans sem höfðu fjármagnað sig með er- lendum lánum, oft á tíðum vegna ráðlegginga starfsmanna Lands- bankans. Þessa hugmynd má yfirfæra yfir á þá viðskiptavini Landsbankans, meðal annars útgerðarfyrirtæki, sem gerðu samninga við bankann sem byggðu á því að krónan myndi haldast sterk og byggðu þetta mat sitt á ráðleggingum frá starfsmönn- um Landsbankans. innheimta skuldanna Málsóknir útgerðarfyrirtækjanna á hendur Landsbankanum byggja auðvitað á þeirri forsendu að skuldirnar vegna afleiðusamning- anna verði innheimtar. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að Landsbankinn hafi í einhverjum tilfellum hvorki innheimt skuldirn- ar né rætt við skuldarana um upp- gjör þeirra. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, segir hins vegar í svari sínu við fyrirspurn DV að til standi að innheimta allar kröfur vegna af- leiðusamninganna. „Allar kröf- ur bankans á hendur fyrrum við- skiptavinum eru innheimtar, þar á meðal afleiðukröfur. Bankinn hef- ur þegar innheimt háar fjárhæð- ir vegna afleiðusamninga og í nú- verandi áætlun um verðmæti eigna bankans er gert ráð fyrir að rúm- ir 19 milljarðar króna til viðbótar muni innheimtast vegna afleiðu- krafna.“ Deilur um innheimtur á afleiðusamningunum munu því væntanlega enda fyrir dómi. Hæstiréttur vísar máli tveggja karlmanna aftur til héraðsdóms: Flugvallarhlauparar aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hauki Hilmarssyni og Jason Thomas Slader og sendi málið aftur í hérað. Þar var Haukur dæmdur til 60 daga fangelsis- vistar en Jason Thomas hlaut 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Haukur og Jason voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að raska öryggi flugvéla þegar þeir, í júlí 2008, hlupu inn á akbraut fyrir flugvélar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að flogið yrði með hælisleitandann Paul Ramses úr landi í flóttamannabúðir á Ítalíu. Fyrir Hæstarétti byggðu verj- endur Hauks og Jasons á því að vörn þeirra í málinu hefði orðið áfátt vegna meðferðar málsins í héraði eftir að forsendur breyttust við meðferð þess fyrir héraðsdómi. Á það féllst Hæsti- réttur og sagði að veita skyldi þeim Hauki og Jason tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína miðað við breytt- an lagagrundvöll málsins. Samkvæmt ákæru var tvímenning- unum gefið að sök að hafa klifrað yfir girðingu til að komast inn á flugvall- arsvæðið, hlaupa þar mörg hundruð metra innan svæðisins og inn á flug- brautina „Charlie“ og þar með raska flugumferð og öryggi loftfara, en á flugvallarsvæðinu voru flugvélar á leið í áætlunarflug. Stöðva varð flug- umferð þar til mennirnir voru hand- samaðir. Við meðferð málsins í héraði kom hins vegar í ljós að „Charlie“ mun ekki vera flugbraut heldur akbraut fyr- ir flugvélar og við það breyttust for- sendur málsins. hanna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.