Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 8
8 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Stjórnarformaður DV kallaður fyrir héraðsdóm: Horn vill dagsektir Fjárfestingarfélagið Horn, sem er í eigu Landsbankans, krefst þess nú fyrir dómi að DV verði beitt dagsektum þar til meint gögn, sem blaðamaður DV á að hafa undir höndum, verði afhent. Í síðustu viku samþykkti Sýslumaður- inn í Reykjavík kröfu um lögbann á umfjöllun DV um fjárfestingarfélagið Horn, sem er í eigu Landsbankans. Sig- ríður Eysteinsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, fyrirskip- aði jafnframt DV að skila inn til sýslu- manns gögnum sem málinu tengjast. Ritstjórar DV höfnuðu því að afhenda heimildir blaðsins. Lögmaður Horns krefst þess „... að stefnda verði gert, að viðlögðum dag- sektum samkvæmt mati dómsins, að afhenda stefnanda fundargögn sem tekin voru saman vegna stjórnarfund- ar stefnanda þann 25. febrúar 2011 og stefndi hefur í fórum sínum.“ Lilja Skaftadóttir, stjórnarformað- ur DV og einn af stærstu eigendum fyrirtækisins, er kölluð fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur vegna málsins. Sam- kvæmt því virðist félag Landsbankans fara fram á að eigendur blaðsins krefji blaðamann um meint gögn, en mæti ellegar fjárhagslegum viðurlögum af hálfu yfirvalda. „Stjórnarformaður- inn vill taka fram að hún stendur með blaðamönnum sínum í þessu máli. Lýðræðið felst ekki í upplýsingunum sjálfum heldur í aðgengi almennings að þeim,“ segir Lilja. Lögmaður Horns fer fram á að DV verði alfarið bannað að birta upp- lýsingar, sem fengnar eru úr hinum meintu fundargögnum fjárfestingar- félagsins. Í kröfunni kemur fram að gögnin varði „... mikilvæg viðskipta- og einkamálefni stefnanda og félaga sem hann á hlut í eða á í viðskiptum við.“ Dótturfélag Landsbankans hefur kært málið til lögreglu. Farið er fram á að lögreglan upplýsi hvernig DV á að hafa komist yfir hin meintu gögn félagsins. Ekki er ljóst á þessum tíma- punkti í hvaða farveg málið fer hjá lög- reglunni. „Ég hef bara aldrei sætt svona að- förum á ævinni. Þetta var bara mjög dónalegur maður,“ segir Elísabet S. Albertsdóttir, íbúi í Kópavogi, sem vaknaði við háværar innheimtuað- gerðir starfsmanns Orkuveitunnar á dögunum. Galaði inn um bréfalúguna „Ég vaknaði upp við þvílík læti og vissi ekkert hvað gekk á. Það var bar- ið á útidyrnar hjá mér, síðan var farið bak við húsið og barið þar á glugga og síðan var farið aftur hringinn og barið á útidyrahurðina. Svona gekk þetta í smátíma þangað til ég fór fram og þá var þar maður og galaði í gegnum póstlúguna: „Halló, halló!“ Ég svaraði: „Halló!“ og þorði varla að opna hurðina því ég vissi ekkert hvaða maður þetta væri,“ segir hún. Innheimtumaðurinn sem hafði ekki kynnt sig sem starfsmann Orku- veitunnar hótaði því, að hennar sögn, að lokað yrði á rafmagnið um kvöldið ef hún borgaði ekki skuld sína við fyrirtækið. Elísabet seg- ist hafa skuldað Orkuveitunni sex þúsund krónur. „Hann sagði að ég skuldaði þeim fullt af peningum og þegar ég spurði hann að nafni hreytti hann því í mig en vildi ekki segja mér eftirnafnið. Ég spurði hann hvort honum þætti ekki dónalegt að rjúfa svona friðhelgi heimilisins, labba á alla glugga og svona. Þá sagði hann að honum þætti nú dónalegt að ég svaraði ekki strax þegar hann byrjaði að banka.“ Elísabet segist hafa náð að skrapa saman peningum fyrir reikn- ingnum en þar sem þetta var í enda mánaðarins hafi hún ætlað að fá að borga skuldina um mánaðamótin. „Ég veit að Orkuveitan er gjaldþrota og það er spurning hvort þeir séu búnir að herða svona innheimtuað- gerðir,“ segir Elísabet og hlær. Skýrar heimildir Orkuveitan skuldar rúmlega tvö hund ruð milljörðum meira en öll sveitarfélög í landinu samanlagt en Reykjavíkurborg, Akraneskaup- staður og Borgarbyggð hafa sam- þykkt aðgerðaráætlun fyrir Orku- veitu Reykjavíkur í tilraun til að mæta lausafjárvanda fyrirtækisins. Áætlunin felur meðal annars í sér 12 milljarða króna lánveitingu frá sveit- arfélögunum til fyrirtækisins. Hjámar Eiríksson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar, segir inn- heimtuferli fyrirtækisins mjög skýrt skilgreint og segir leiðinlegt ef kon- an hafi upplifað vinnubrögð starfs- mannsins sem dónaskap. „En ég þekki ekki þetta tilvik og á erfitt með að fella einhverja dóma um það með þessa frásögn eina en okk- ar heimildir eru mjög skýrt skil- greindar og það er alveg ljóst að þar eru ákveðin mörk sem menn fara ekki yfir.“ Eiríkur neitar því að aukin harka hafi færst í innheimtuaðgerð- ir vegna bágrar fjárhagsstöðu Orku- veitunnar. n Vaknaði við högg á hurð frá innheimtumanni Orkuveitunnar n Upplýsingafulltrúi segir ekki aukna hörku í innheimtu Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Varð bylt við Elísabet S. Albertsdóttir segist hafa upplifað dónaskap frá starfs- manni Orkuveitunnar. MYND SIGTRYGGUR ARI RUKKAÐ Í GEGN- UM BRÉFALÚGU Rannsóknin langt komin Rannsókn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á Geirmundi Vil- hjálmssyni, forstöðumanni fang- elsisins að Kvíabryggju, er langt komin. DV greindi fyrst frá málinu í nóvember síðastliðnum en þá var rannsóknin á byrjunarstigi. Geir- mundur var leystur frá störfum í sama mánuði grunaður um að hafa notað fé ætlað til reksturs fangelsis- ins til einkanota. Ríkisendurskoðun var fengið til að rannsaka fjárreiður Geirmundar og var niðurstaðan send innanríkis- ráðuneytinu og Fangelsismálastofn- un í byrjun ársins. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann telur að rann- sókn málsins ljúki á næstu vikum. Kannabis í Grafarvogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Grafarvogi. Við húsleit fund- ust 20 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Húsráðendur, tveir karlar á þrítugsaldri, voru yfirheyrðir á vettvangi og játuðu þeir aðild sína. Málið telst upplýst, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni- efna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Fíkniefnasíminn er sam- vinnuverkefni lögreglu og tollyfir- valda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.11-16 - sunnud. LOKAÐ Einnig mikið úrval af fermingargjöfum Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) BRÚÐKAUPSGJAFIR GLASADAGAR 20 teg. Söfnunarstell 20 teg. Söfnunarhnífapör 20 teg. Söfnunarglös iittala vörur - hitaföt o.fl. Mikið úrval af glösum á tilboði Fusion Palio Vilja sekta DV Fjárfestingarfélagið Horn, sem er í eigu Landsbankans, krefst þess fyrir dómi að DV verði beitt dagsektum. Steinþór Pálsson er stjórnarformaður Horns og bankastjóri Landsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.