Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 20
20 | Erlent 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Bæði bandarísk stjórnvöld sem og Atlantshafsbandalagið, NATO, hafa áhyggjur af viðbrögðum vegna birting- ar á myndum sem sýna misþyrmingar bandarískra hermanna á saklausum borgurum í Afganistan. Þýska tíma- ritið Der Spiegel birti myndir í blaði sínu á mánudag af Gul Mudin, 15 ára bóndasyni í Afganistan, sem banda- rískir hermenn myrtu sér til skemmt- unar. Á morðið að hafa verið framið þann 15. janúar í fyrra. Í frétt DV í dag sjást tvær myndir sem Der Spiegel birti en þar stilla tveir bandarískir hermenn sér upp við hlið líks Guls Mudin. Hermennirnir tveir á myndunum sem kölluðu sig „drápssveitina“ (e. killer team) hafa nú verið ákærðir fyrir morð í Afganistan ásamt þremur öðr- um bandarískum hermönnum. Einnig hafa sjö aðrir verið ákærðir fyrir að taka þátt í að reyna að hylma yfir morðin. Eins og myndirnar með fréttinni sýna var um afar óhugnanlegan verknað að ræða. Því vekur það enga furðu að bæði bandarísk stjórnvöld sem og NATO séu uggandi vegna málsins. Það vekur auk þess ekki mikla lukku hjá bandarískum stjórnvöldum og almenningi að þýska tímaritið Der Spiegel skuli hafa birt myndirnar á undan bandarískum fjöl- miðlum. Litið alvarlegum augum af bandaríska hernum Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur þegar talað við samstarfólk sitt í Afganistan um birt- ingu á myndunum í fjölmiðlum. Tom Donilon varnarmálaráðgjafi hef- ur fundað með opinberum aðilum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en tal- ið er að birting myndanna sem sýna morðin á saklausum borgurum sé síst til þess fallin að bæta samskipti land- anna. Nú er sem dæmi rætt um að bandaríski herinn fái varanlegar her- stöðvar í Afganistan. Í yfirlýsingu sem bandaríski ofurst- inn Thomas Collins sendi frá sér kem- ur fram að nú sé verið að undirbúa rétt- arhöld yfir tólf manns sem taldir eru tengjast málinu. Collins baðst afsök- unar á þeim óþægindum sem mynd- birtingarnar hafi valdið. „Aðfarirnar, sem sést á myndunum að hermenn- irnir hafi beitt, eru andstyggilegar í allra augum og stangast á við þau gildi og viðmið sem Bandaríkin telja sig eiga að fara eftir,“ sagði Collins. Óttast átök Æðsta stjórn NATO óttast að til átaka geti komið í Afganistan á næstu dög- um og að jafnvel verði ráðist á starfs- menn eða skemmdaverk unnin á starfsstöðvum þeirra þar í landi. „Þetta hefur vakið mikið umtal hér í Afganistan,“ sagði hershöfðingi hjá NATO í samtali við Der Spiegel. „Reynsla okkar sýnir að það gæti tekið nokkra daga þar til reiði fólks brýst út fyrir alvöru.“ NATO, undir for- ystu bandaríska hersins, hafði und- irbúið birtingu myndanna í nærri 100 daga. Voru samstarfsaðilar í Afgan- istan með í ráðum og var ætlunin að reyna að forðast svipuð vandræði og sköpuðust vegna birtingar Wikileaks á gögnum í fyrra. Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, ræddi nýverið við Hamid Karzai, forseta Afganistans, um mál- ið. Er það talið sýna hversu alvar- legum augum bandarísk stjórnvöld líta málið. David Petraeus, yfirmaður NATO í Afganistan, átti líka fund með Karzai. Með því að tjá forseta Afgan- istans að hinir grunuðu verði ákærð- ir fyrir morð og dregnir fyrir dóm- stóla vonuðust bandarísk stjórnvöld til þess að Karzai myndi ekki gefa út opinbera yfirlýsingu þar sem hann myndi fordæma morðin. Hafa viðurkennt morðin Jeremy Morlock, sem er 22 ára, við- urkenndi fyrir þremur mánuðum að hafa tekið þátt í morðunum. Morlock mætti fyrir rétt á fimmtudag vegna málsins. Eins og áður sagði eru 12 bandarískir hermenn sem taldir eru vera meðlimir svokallaðrar „dráps- sveitar“ ásakaðir um að hafa tekið þátt í morðum á saklausum borgur- um í Afganistan. Eftir morðið á hin- um 15 ára Gul Mudin eru þeir taldir hafa reynt að hylma yfir verknaðinn með því að halda því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Fórn- arlambið hefði verið með skotvopn á sér og ógnað þeim. Einnig hefur því verið haldið fram að reynt hafi ver- ið að henda handsprengju í þá. Því hélt meðal annars hinn 21 árs Adam Winfield fram í samskiptum við föður sinn á Facebook. Fleiri morð Á myndunum sem sjá má með frétt sem Der Spiegel birti sjást hermenn stilla sér upp við lík hins 15 ára Guls Mudin. Að sögn Der Spiegel fengu þeir mun fleiri myndir og myndbönd sem sýna hrottalegar aðfarir bandarískra hermanna í Afganistan. Annað morð átti sér stað þann 22. febrúar í fyrra en þá á einn meðlimurinn í „drápssveit- inni“ að hafa verið með gamlan rúss- neskan Kalashnikov-rifill en tók síðan upp aðra byssu og skaut 22 ára Afgana, Marach Agha. Þriðja morðið á að hafa átt sér stað 2. maí í fyrra þegar Mullah Allah Dad var drepinn en meðlim- ir „drápssveitarinnar“ héldu því líka fram að hann hefði reynt að henda handsprengju í þá. Mennirnir eru líka áskakaðir um fleiri brot eins og van- helgun á líkum, ólöglega eign á ljós- myndum af líkum, vímuefnanotkun og fyrir barsmíðar á samstarfsmönn- um í bandaríska hernum. „DRÁPSSVEIt“ LÉK SÉR VIÐ AÐ DREPA AFGANA n Myrtu þrjá saklausa borgara í Afganistan árið 2010 og tóku myndir n Kalla sig „dráps- sveitina“ n 12 hermenn dregnir fyrir dóm- stóla vegna málsins n Vandræðalegt fyrir NATO og bandaríska herinn„Aðfarirnar sem hermennirnir hafa beitt og sjást á mynd- unum eru andstyggilegar fyrir allt venjulegt fólk. Afganistan Myndbirtingarnar eru sagðar vera vandræðalegar fyrir NATO og bandaríska herinn. MyNd ReuTeRs stilla sér upp við hlið líksins Hér má sjá einn af meðlimum hinnar svokölluðu „drápssveitar“ stilla sér upp við lík hins 15 ára Guls Mudin. MyNd deR spiegeL Brosir hringinn Hér má sjá bandaríska hermanninn Jeremy Morlock brosa framan í myndavélina þegar hann stillir sér upp við lík Guls Mudin. MyNd deR spiegeL Fleiri morð Hér sjást lík afganskra borgara en myndin er úr fórum hinar svokölluðu „drápssveitar“. Það er hins vegar ekki réttað yfir þeim vegna þessa morðs. MyNd deR spiegeL Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.