Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 22
22 | Nærmynd 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Inga Lind Karlsdóttir er landsmönn- um vel kunn enda hefur hún starf- að farsællega í fjölmiðlum í mörg ár. Meðfram fjölmiðlaferlinum hef- ur Inga Lind sinnt námi í listfræði og áhuga sínum á stjórnmálum. Það var vegna þess áhuga sem hún sóttist eftir sæti á stjórnlagaþingi. Hún vildi ekki breyta stjórnarskránni eða umbylta, frekar standa vörð um hana eins og flestir aðrir Sjálfstæðismenn. Inga Lind er skráð í Sjálfstæðisflokkinn og hefur verið virk í starfi hans frá unga aldri. Hún hefur ekki enn tekið skref- ið og boðið sig fram fyrir flokkinn en í Háskóla Íslands bauð hún sig fram í efsta sæti til Stúdentaráðs fyrir hægra aflið Vöku sem hefur löngum verið talið nátengt Sjálfstæðisflokknum. Inga Lind varð að eigin sögn hverft við hversu margir vilja breyta stjórn- arskránni og sagði af því tilefni: „Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnar- skránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögun- um, þeim má ekki vera hægt að breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst.“ Trójuhestur inn á stjórnlagaþing Einhverjir urðu fýldir vegna sigra hinna frægu í kjöri til stjórnlagaþings og beindist sú fýla helst að Ingu Lind sem er í dag sterkefnuð og á auðvelt með að koma sér á framfæri. Það kom því þessum sömu gagnrýnisröddum á óvart þegar hún ákvað að þiggja ekki sæti í stjórnlagaráði og einhverjir tóku þann pól í hæðina að Inga Lind hefði alltaf átt að vera trójuhestur sjálf- stæðismanna inni á stjórnlagaþingi til þess að stemma stigu við breyting- um á stjórnarskránni. Þeir hinir sömu nefndu að allir einstaklingar á póst- lista Sjálfstæðisflokksins hefðu fengið skeyti þar sem sérstaklega var mælt með frambjóðendum til stjórnlaga- þings undir yfirskriftinni að þar væri á ferð fólk sem hefði hógværar skoð- anir á stjórnarskránni og vildi litlar breytingar frá því sem nú er. Inga Lind var meðal þeirra frambjóðenda sem mælt var með. Ríkidæmi Ingu Lindar og Árna Inga Lind er fimm barna móðir og eiginkona Árna Haukssonar fram- kvæmdastjóra og saman eiga þau fimm börn á aldrinum tveggja til átján ára. Þau tvö má reyndar vafalaust telja í hópi ríkustu Íslendinga um þess- ar mundir og hafa byggt saman upp mikið viðskiptaveldi síðustu ár. Árni Hauksson er þekktur athafnamaður. Hann eignaðist Húsasmiðjuna 2002 og þau viðskipti urðu efni í heila bók fyrrverandi forstjóra, Boga Þórs Sig- uroddssonar. Í bókinni Fjandsamleg yfirtaka sakar Bogi Árna og viðskipta- félaga hans Hallbjörn Karlsson, um fjandsamlega yfirtöku og óheiðar- leika. Nýkrýndir kóngar Árni og Hallbjörn efnuðust mjög vel á þessum viðskiptum í gegnum fé- lag sitt Vogabakka. Þeir seldu Húsa- smiðjuna til Baugs þremur árum síð- ar með miklum hagnaði og héldu arðinum til haga á meðan þeir sáu teikn á lofti um efnahagsþrengingar. Árni hefur reyndar verið mjög for- sjáll í viðskiptum en þegar Inga Lind starfaði í Íslandi í dag var hann kjör- inn í stjórn Dagsbrúnar (þá Og Voda- fone) á hluthafafundi 23. september 2004 og átti í félaginu stóran hlut. Hann seldi síðan hlut sinn árið 2006. Inga Lind lét af störfum á sama tíma. Vísast sá hann þá fyrir vanda Jóns Ás- geirs og það vill einmitt svo til að nú eru Árni og Hallbjörn meðal stærstu hluthafa Haga og eiga 34 prósenta hlut í fyrirtækinu í gegnum félagið Búvelli ehf. Þeir félagarnir hafa því komið vel undan hruni og eru með þessum kaupum nýkrýndir kóng- ar hagkerfisins. Hagar er enda lang- stærsta verslanaveldi á Íslandi með verslanir eins og Hagkaup og Bónus á sínum snærum. Með í kaupunum fylgir jafnframt kaupréttur á 10 pró- senta hlut. Gríðarháar arðgreiðslur Árni og Inga Lind eru gífurlega vel stödd eftir hrun. Kaupverðið á 34 prósenta hlut í Högum er 4.4 millj- arðar króna og er heildarvirði félags- ins rúmlega 24 milljarðar króna. Þeir greiddu sér samtals 450 millj- ónir króna í arð í fyrra í gegnum fé- lagið Vogabakka en í lok hrunársins 2008 var eigið fé félagsins um 9 millj- ónir evra. Árni greiddi sér einnig 350 milljónir króna í arð út úr eigin félagi Klapparási ehf. Umdeild glæsivilla Foreldrar Ingu Lindar eru Hrafnhild- ur Konráðsdóttir og Karl Valgeir Jóns- son. Inga Lind ólst upp í Garðabæ með foreldrum sínum og býr þar enn í dag með eiginmanni og börnum. Hún býr í fallegu einbýlishúsi í Tjaldanesi á Arnarnesi. Þau hjónin hyggja þó á flutninga en í ársbyrjun 2008 keyptu þau 357 fermetra einbýlishús. Þau létu rífa það og byggja nú rúmlega helmingi stærra hús. Það verður 786 fermetrar að stærð. Húsið verður tví- lyft að hluta. Verðandi nágrannar Ingu og Árna eru ekki sátt við áformin og lögðu fram kæru. Henni var vísað frá. Þau eiga að auki stórt hús á Akur- eyri þar sem þau dvelja oft. Hélt hún væri þýsk Árni og Inga Lind kynntust á vinnu- stað Ingu Lindar, DV fyrir fjölmörgum árum. Þar vann hann sem fjármála- stjóri og síðar aðstoðarframkvæmda- stjóri. Hann spurði félaga sinn hver þessi dökkhærða stelpa væri. Í við- tali við Nýtt Líf segir Inga Lind svo frá kynnum þeirra: „Honum var sagt að þetta væri hún Ilk, af því að ég skrifaði undir fréttirnar mínar með skamm- stöfuninni minni eins og allir aðrir. Árni tók því hins vegar þannig að ég væri þýsk og héti Ilke. Hann varð mjög hrifinn þar sem hann hefur mikið dá- læti á Þjóðverjum og er mikill áhuga- maður um seinni heimsstyrjöldina.“ Þau hófu hins vegar ekki samband fyrr en upp úr slitnaði í sambandi hennar og barnsföður hennar. Þá bjó hún ein með dóttur sinni í lítilli íbúð í Vesturbænum. Lúxuslíf Að framansögðu er augljóst að Inga Lind lifir forréttindalífi. Vinkon- ur hennar nefna það allar að henni finnist umræða um eignir þeirra hjóna og lúxuslíf leiðinleg og að stundum taki hún umræðuna nærri sér. Ein nánasta vinkona Ingu Lindar, Svanhildur Hólm, segir umræðuna enda ekki snúast um eiginleika hennar og hvaða manneskju hún hafi að geyma. „Umræða um eign- ir Ingu Lindar snúast ekki um það hver hún er. Inga Lind var eitt sinn einstæð móðir og bjó í lítilli íbúð í Vesturbænum. Hún hjólaði bæinn á enda með dóttur sína til dagmömmu og til vinnu. Hún var og er hörkudug- leg og þekkir það vel að þurfa að velta hverri krónu fyrir sér. Fólk mætti al- veg vita að Inga Lind myndi alltaf koma sér áfram á eigin verðleikum.“ Yrði góður rithöfundur Viðmælendur DV nefna allir að í náinni framtíð sjái þeir Ingu Lind hella sér af krafti í stjórnmálin eða sinna ritstörfum. „Hún yrði góður rithöfundur,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir æskuvinkona hennar úr Garðabænum. „Hún yrði líka góð- ur stjórnmálamaður enda er hún mælsk, heiðarleg og mikil hugsjóna- kona.“ Inga Lind hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum hvar sem þess var kost- ur. Hún keppti ötullega í ræðukeppn- um og var í keppnisliði Fjölbrauta- skólans í Garðabæ í Morfís. Hún var fyrsta konan sem var valin ræðu- maður Íslands. Þar var hún einn- ig formaður nemendafélagsins. Ás- laug Hulda var Ingu Lind samferða í gegnum skólagönguna og segir áhugasvið hennar hafa orðið áber- andi snemma. „Við byrjuðum á því að bera út einhverja kosningabækl- inga fyrir bróður hennar sem var virk- ur í Sjálfstæðisflokknum. Við vorum líklega um 10 ára og tókum hlutverk okkar afar hátíðlega. Á þessum tíma gaf Inga Lind út sitt fyrsta blað og á sinni fyrstu ræðukeppni þurfti hún að standa uppi á kókkassa svo hún sæist yfir ræðupúltið. Hún hefur alltaf ver- ið framtakssöm og sýndi snemma að hún getur gert allt sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Eins og Þjóðverji Svanhildur segir Ingu Lind fyrst og fremst fyndna, klára og skemmtilega. „Hún gerir stanslaust grín að sjálfri sér og sínum og við höfum flissað okkur í gegnum ótrúlegustu hluti,“ segir hún. „Glasið hjá Ingu er eigin- lega alltaf hálffullt og það er nátt- úrulega frábær eiginleiki. Svo er hún samviskusöm. Ef Inga tekur að sér verkefni þá klárar hún það og það er hennar mikli styrkur. Hún hefur aldrei í lífinu verið með allt niður um sig. Það er bara þannig. Svo ef ég á að nefna eitthvað sem einkennir hana sérstaklega þá er hún stundvísasta manneskja sem ég þekki. Það hljóm- ar eins og maður sé að lýsa Þjóðverja en ef það er mæting í barnaafmæli klukkan þrjú, þá kemur hún klukk- an þrjú. Ekki tvær mínútur í eða tvær mínútur yfir – heldur á slaginu þrjú og það bregst aldrei.“ Lék sér með byssur og bíla Áslaug Hulda og móðir Ingu Lind- ar taka undir með Svanhildi og segja hana með eindæmum glaðlynda. „Hún er síflissandi,“ segir Áslaug og hlær. „En hún er líka afar næm og ljúf,“ bætir hún við. „Hún er konan sem mætir upp á fæðingardeild þeg- ar vinkonur hennar eignast börn og grætur af gleði. Hún er svolítið væm- in,“ bætir Áslaug við og skellir upp úr. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, vin- kona Ingu Lindar og eiginkona Hall- bjarnar Karlssonar viðskiptafélaga Árna, tekur undir þetta. „Þegar ég var síðast uppi á fæðingardeild var hún mætt fyrst allra til að lykta af nýfæddu barninu og gráta.“ Móðir Ingu Lindar segir hana hafa verið ótrúlega ljúft og geðgott barn. „Hún var svo ljúf að eftir var tekið. Hún kom samt mörgum á óvart, lék sér til að mynda aldrei með dúkkur, heldur byssur og bíla. Henni fannst strax, barn að aldri, gaman að veiða og sótti í að fara í veiðitúra með pabba sínum.“ Falleg og fiskin fluga Veiðiáhuginn hefur ekki dvínað. Inga Lind hefur ennþá gaman af því að veiða og hún og eiginmaður hennar Fyndin og harðdugleg auðkona Aðeins Inga Lind Karlsdóttir, af þeim 25 sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings, þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði. Hún telur afgreiðslu og málatilbúnað um skipun ráðsins óvandaðan og að auki kýs hún að ganga ekki gegn ákvörðun Hæstaréttar. DV dró af því tilefni upp nærmynd af Ingu Lind. Viðmælendur DV eru á einu máli um að Inga Lind sé glaðlynd og eldklár. Þeir sjá fyrir sér að í náinni framtíð gæti hún hugsað sér að hella sér af krafti í stjórnmálin eða sinna ritstörfum. „Hún hjólaði bæinn á enda með dótt- ur sína til dagmömmu og til vinnu. Hún var og er hörkudugleg og þekkir það vel að þurfa að velta hverri krónu fyrir sér. „En hún er nú samt eins og rolla. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Flott fjölskylda Inga Lind er fimm barna móðir og eiginkona Árna Haukssonar fram- kvæmdastjóra. Fjölskyldan býr í fallegu einbýlishúsi í Tjaldanesi á Arnarnesi. Þau hyggja þó á flutninga því þau festu kaup á 357 fermetra einbýlishúsi árið 2008. Góðar vinkonur Hér eru þær Inga Lind og Svanhildur Hólm sem um tíma unnu saman á Stöð 2. Svanhildur segir að Inga Lind sé hörkudugleg og hún muni alltaf koma sér áfram á eigin verðleikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.