Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 23
Nærmynd | 23Helgarblað 1.–3. apríl 2011 Fyndin og harðdugleg auðkona stunda laxveiði og njóta þess mikið. Svanhildur segir þau bæði vera mikl- ar veiðiklær. „Það er meira að segja til fluga sem heitir Inga Lind sem er mjög fiskin. Það var laxveiðimaður sem hnýtti hana og nefndi í höfuðið á henni og þetta er bæði falleg og fisk- in fluga.“ Áslaug segir Ingu Lind fá- ránlega fiskna. Ég hef verið með Ingu þegar hún rétt svo kíkir á karlana að veiða. Hún stoppar í smástund og tek- ur aðeins í stöngina og er svo búin að veiða meira en þeir allir til samans eftir smástund.“ Eins og Davíð Oddsson Inga Lind upplýsti í skemmtiþætti Loga Bergmann á Stöð 2 að hún væri ljót, tannlaus og með ómögulegt hár sem líktist hári Davíðs Oddssonar. Inga Lind ákvað að ræða um sjálfs- mynd sína vegna þess að hópur fólks hélt því fram að hún hefði verið kos- in vegna ytri fegurðar. Vinir hennar segja að það hafi henni í fyllstu alvöru þótt algerlega óskiljanlegt. Svanhild- ur sagði Loga að ræða þessa rugluðu sjálfsmynd við Ingu Lind í sjónvarps- þætti sínum. „Það er mjög erfitt að telja til einhverja galla Ingu. En hún er stundum með skrýtna sjálfsmynd. Maður tekur þessu eins og hverri ann- arri vitleysu, það er ekki eins og hún sé í einhverju þunglyndi yfir þessu. Henni finnst hún stundum vera ljót.“ Og það sagði Inga Lind í þætt- inum Hjá Loga. Hún sagði frá því að hún væri með gervitennur og að síð- asta sumar hefði hún meira að segja misst eina þeirra á tröppurnar á heimili sínu. Þá sagði hún frá því að við ákveðin veðurskilyrði hrykki hár hennar í þá stöðu að vísa beint út til hliðanna. Áslaug Hulda segir sjálfsmynd hennar vera þessa og hún hafi reynd- ar oft mikinn húmor fyrir henni. „Hún er svo miklu meira en sæta konan, það er óþolandi þegar fólk fellur í þá gryfju að einblína á útlit kvenna öllu framar. Inga Lind hefur miklu meira að bjóða. En hún er nú samt eins og rolla,“ gantast Áslaug með. „Enda rímar Lind við kind. Þegar hún fer út í rigningu þá snarkrullast á henni hárið og líkist hári Davíðs Oddssonar þegar hann var upp á sitt besta. Við hlæjum öll að þessu og hún hæst.“ Samband Árna og Ingu Hrafnhildur, móðir Ingu Lindar, tel- ur lán að hún sé gift Árna Haukssyni. „Hann er góður og heiðarlegur og ég hefði valið mér hann hefði ég mátt velja mér tengdason,“ segir hún. Allir viðmælendur DV sögðu að þau væru góð heim að sækja. Þau væru alþýðleg og félagslynd og miklir vinir. Svanhildur segir heimili þeirra vera svolítið eins og brautarstöð svo mikill sé gestagangurinn. „Ég er viss um að heima hjá þeim hittir maður fleiri en maður gerir á annasömum degi á Kaffitári í Bankastræti. Þann- ig er því best lýst. Á heimili þeirra er mikill gestagangur og þau taka vel á móti gestum sínum.“ Áslaug Hulda tekur undir þetta. „Inga Lind er mögnuð húsfreyja. Hún var á unglingsaldri þegar hún byrj- aði að safna pottasetti undir rúminu sínu. Ég meina, hver gerir það?“ seg- ir hún og hlær. „Svo fór hún að halda tupperware-boð og biðja mig um að mæta. Ég hafði nú takmarkaðan áhuga á því en hún lét sér ekki segj- ast og hefur verið að lauma að mér stöku tupperware-boxi og lofa nytin í þessu.“ Svanhildur segir þau bæði vera nörda. „Þau eru miklir félagar og bæði eru þau miklir nördar. Það er kostulegt að fylgjast með þeim ves- enast með iPodana sína. Þá verð ég að nefna að Inga getur snarað fram ferskeytlu og gerir það þá með rétt- um bragarháttum, og nefndu það. Það er með ólíkindum.“ Áslaug segir allar vinkonurnar eiga eftir hana fer- skeytlu. „Þær eru sumar ekki birting- arhæfar!“ Kallar töskuna sína Kristján Viðmælendur DV segja að Árni sé duglegur að gefa Ingu Lind falleg- ar gjafir. Hann á að hafa gefið henni forláta glæsibifreið og svo gefi hann henni oft skart. „Hann er flinkur í að gefa henni gjafir en reyndar er hún alltaf ánægð með hvað það er sem hún fær,“ segir Svanhildur. „Svo er hún líka svolítið fyndin sjálf,“ nefnir Áslaug. „Hún gaf til að mynda Árna jakkaföt sem henni fundust mjög flott. Hann vildi þau ekki, þannig að hún gaf honum þau næstu þrjá af- mælisdaga.“ Þorbjörg Helga tekur í sama streng: „Hún er líka fyndin með eigin kaup. Hún á það til þegar hún kaupir eitthvað fallegt að nefna hlutina ein- hverjum nöfnum.Hún á til dæmis tösku sem hún kallar Kristján.“ Góð móðir á stóru heimili Móðir Ingu Lindar segist aðspurð hvort hún sjái það fyrir sér að Inga Lind helli sér út í stjórnmálin að hún haldi að hún hafi nóg að gera við að annast stórt heimili. „Það er ekki öll- um gefið að hugsa vel um sína, en hún gerir það afskaplega vel og er góð móðir. Þetta er stórt heimili og mik- ið um að vera. Ég veit ekki hvort hún hyggur á frama í stjórnmálum.“ Inga frænka Vinkonur Ingu hafa hins vegar trölla- trú á því að það taumhald sem hún hefur á heimilinu geti vel farið saman við frama í stjórnmálum eða hverju öðru sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur. „Hún getur allt hún Inga Lind,“ segir Svanhildur. „Ef hún ákveður að leggja fyrir sig stjórnmál þá gerir hún það. Hún er líka frábær mamma. Ég fékk hana til þess að vera guðmóður Brynhildar minnar sem er nú að verða fimm ára. Brynhild- ur kallar hana alltaf Ingu frænku og hreinlega dáir hana. Það gera líka öll börn því hún er með endemum barngóð. Hún er dugleg að sjá til þess að börnin sinni áhugamálum sínum, er ljúf en hefur samt á þeim gott taumhald.“ Prinsippmanneskja Um þá ákvörðun hennar að þiggja ekki sæti í stjórnlagaráði eru vinir hennar allir sammála um eitt. Hún er prinsippmanneskja. „Hún ákvað að fara í þetta á ákveðnum forsend- um. Þegar þær forsendur eru ekki lengur fyrir hendi þá tekur hún ekki þátt. Þetta er einkennandi fyr- ir hana,“ segir Áslaug. Svanhildur tekur undir með Áslaugu. „Hún er ekkert að frekjast, hún leyfir öðrum að halda sínum sjónar- miðum á lofti og kemur sínum áfram af mikilli næmni.“ Fáránlegt fimleikabrölt En klikkar Inga Lind þá aldrei? „Jú, hvort hún gerir,“ segir Svanhildur. „Í þessu fá- ránlega fimleikabrölti sem ég er alfarið á móti. Mér finnst hún vera orðin full- gömul og stirð til þess að standa í þessarri vitleysu. Enda kom það í ljós í vetur þegar hún fótbrotnaði og þurfti að skjögrast út um allt í miðri kosninga- baráttunni. Hún bara tekur engum sönsum.“ „Það er alveg rétt, hún tek- ur engum sönsum,“ segir Þorbjörg Helga. „Ég mætti í einn tíma og sá hana hoppa eins og gorm og vissi ekki hvert ég ætl- aði. Svo fótbrotnaði hún auðvitað og þá töldum við vinkon- urnar mál okkar fullsannað. Nýja dellan hennar er tennis en henni er líklega óhætt þar,“ segir hún og hlær. „Það er líka eitt annað sem hún klikkar á,“ segir Þorbjörg Helga. „Það er að við stönd- umst ekki sam- anburð. Það er bara ekki sjens að við náum að koma því í verk sem hún gerir.“ „Maður tekur þessu eins og hverri annarri vitleysu, það er ekki eins og hún sé í einhverju þunglyndi yfir þessu. Henni finnst hún stundum vera ljót. Úr fátækt í gríðarlegan auð Vinkonur Ingu Lindar taka það fram að hún taki umræðu um eignir og lúxuslíf þeirra hjóna nærri sér. Hún þekki enda vel þess hlutskiptis að velta hverri krónu fyrir sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.